Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 72
48 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Nýræktarstyrkirnir voru áður tíðkaðir í landbúnaði og veittir þeim bændum sem bættu við tún sín. Í gær voru veittir styrkir úr nýjum nýræktarsjóði sem stofnað hefur verið til af hálfu ríkisins: blekbændur fá nú styrki til nýræktar. Í ágúst síðastliðnum auglýsti Bók- menntasjóður í fyrsta skipti eftir umsóknum um Nýræktarstyrk sem ætlað er styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menn- ingarlegt gildi. Undir þetta svið falla skáldverk í víðri merkingu þess orðs til dæmis sögur, ljóð, barnaefni, leikrit, eða eitthvað allt annað, og leitað var eftir breidd og fjölbreytni í umsóknum. Að þessu sinni eru Nýræktarstyrkir fimm talsins, að upphæð tvö hundruð þúsund krónur hver. Lesendum kann að þykja sú upphæð lág en hún hefur víða úrslitaáhrif á það hvort ráðist er í útgáfu nýsmíða sem einyrkjar standa gjarnan að. Það var menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem tilkynnti hverjir hlutu Nýræktarstyrkinn að þessu sinni. Athöfnin fór fram í Nýlistasafn- inu. Að þessu sinni eru Nýræktar- styrkir fimm talsins, að upphæð tvö hundruð þúsund krónur hver. Alls bárust níu umsóknir um styrkina fimm. Styrkina að þessu sinni hljóta þrjár ljóðabækur, ein fjórföld „Bútgáfa“ (sería smærri bóka – þrjár (ör)ljóðabækur og eitt safn feminískra smágreina og stuttra prósa skreytt klippimynd- um) og eitt smásagnasafn. Á næsta ári er hugmyndin að úthluta Nýræktarstyrkjum að vori, líklegast í viku bókarinnar í lok apríl. Einnig er hugsanlegt að styrkurinn verði með öðru sniði en nú við fyrstu úthlutun, þegar afhentir verða fimm 200 þúsund króna styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Bókmennta- sjóður vonast til að geta haldið áfram að styðja við fjölbreytta nýrækt í íslenskum skáldskap og bókmenntum á næstu árum. Þeir sem hljóta styrkinn að þessu sinni eru þessi: Bútgáfur Nýhils (Sería smærri bóka. Þrjár (ör)ljóðabækur og eitt safn feminískra smágreina og stuttra prósa skreytt klippi- myndum). Ritstjóri: Kristín Svava Tómas- dóttir. Höfundar: Hildur Lilli- endahl Viggósdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Ingólfur Gísla- son, Dr. Usli (Kristín Svava Tóm- asdóttir & Jón Örn Loðmfjörð). Útgefand: Nýhil. Með villidýrum (ljóðabók) – komin út. Höfundur : Kári Páll Óskarsson. Útgefandi: Nýhil. Refur (ljóðabók) – komin út. Höfundur: Emil Hjörvar Peder- sen. Útgefandi: Nykur. Á meðan (ljóðabók). Höfundur: Ragnar Ísleifur Bragason. Útgef- andi: Ragnar Ísleifur Bragason. Hálmstrá (smásögur) – komin út. Höfundur: Magnús Sigurðsson. Magnús hlaut Tómasarverðlaunin 2008 fyrir ljóðabók sína Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu fyrr á þessum vetri. Útgefandi: Upp- heimar. Var að vonum fögnuður í gær á gólfinu í Nýló og var ekki annað að sjá en menntamálaráðherrann væri glaður eftir að hafa komið þessum útgáfum og höfundunum til aðstoðar í útgáfunni. pbb@frettabladid.is Nýræktin styrkt í gær BÓKMENNTIR Frá veitingu nýræktarstyrkja Bókmenntasjóðs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Starfsfólk í bókaverslunum hefur sín á milli óformleg samtök sem hafa um nokk- urra áraskeið veitt viðurkenningar um þetta leyti árs höfundum í nokkrum flokk- um. Tilkynnt var um tvo þeirra í Kastljósi ríkissjónvarpsins á miðvikudag: bestu skáldsöguna, Ofsa, eftir Einar Kárason, og bestu barnasöguna, Garðinn, eftir Gerði Kristnýju. Besta þýdda barnabókin var valin Hver er flottastur eftir Mario Ramos, besta handbókin/fræðibókin var valin Dýrin eftir David Burnie, besta þýdda skáldsagan var að áliti bóksölufólks Bóka- þjófurinn eftir Markus Zusak. Þá er ótalinn flokkur ljóðabóka og ævisögur, en Páll Ólafsson vann í ljóðabókaflokki fyrir safn kvæða, Ég skal kveða um þig alla daga, og Sigmundur Ernir Rúnarsson á bestu ævi- sögu á markaði fyrir þessi jól: Magneu. - pbb Bóksalar veita viðurkenningar BÓKMENNTIR Besta ljóðabókin er eftir nítjándu aldar mann, Pál Ólafsson. Tvær ungar og bráðefnilegar tónlistarkon- ur, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari, skapa franska stemningu, með franskri eðaltónlist, í Iðnó í kvöld. Á efnisskránni eru verk eftir Gaubert, Debussy og Varese. Melkorka hefur lokið prófum við tónlistarháskóla í Haag, Amsterdam og London, en lærði síðast í París hjá Patrick Gallois og lauk hjá honum Premier Prix og Prix de Exellance, hvorutveggja með heiðursverðlaunum dómnefndar. Hún mun leika flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar á tónleikum með SÍ í mars 2009 og verður með tónleika í Tíbrá í Salnum í apríl. Guðrún Dalía hefur lært píanóleik í Reykjavík og í Stuttgart í Þýskalandi, en stundar nú frekara nám hjá Thérése Dussaut í París. Í nóvember 2006 hlaut hún fyrstu verðlaun í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Á undanförnum árum hefur Guðrún Dalía leikið á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og í Þýskalandi, bæði sem einleikari og meðleikari. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.30. - pbb TVÆR FLINKAR Í IÐNÓ TÓNLIST Stöllurnar við æfingar í Iðnó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Ekki missa af Síðustu helgi sýningarinn- ar Jólakjólar. Á sýningunni eru fjórtán rauðir jólakjólar sem jafnmargir íslenskir hönnuðir létu sauma sér- staklega fyrir sýninguna, einnig málverk af konum í eigu Listasafns ASÍ eftir nokkra listamenn t.d. Júlí- önu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur og Jón Engil- berts. Sýningarstjóri er Steinunn Helgadóttir. Síð- asti sýningardagur er 21. desember. kl. 21 Í kvöld er bossanova í Fríkirkjunni við Tjörnina. Brasilíubúinn Ife Tolentino leikur ásamt íslenskri stoðsveit sem skipa: Ágústa Eva Erlendsdóttir söngkona, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Davíð Þór Jónsson píanóleikari, Mattías M. D. Hemstock leikur á trommur og Óskar Guðjónsson leikur á saxófón. Menn munu dilla sér á Fríkirkju- bekkjunum í kvöld í tvöföldum bossa- nova-takti. Sýningar Íslenska dansflokksins á Festival Les Boréales í Frakklandi nú í lok nóvember fengu góðar við- tökur hjá áhorfendum og frábæra dóma gagnrýnenda. Dansflokkur- inn sýndi alls fimm verk á tveimur kvöldum og var svo til fullt hús bæði sýningarkvöldin. Fyrra kvöldið, þann 20. nóvem- ber, var hið verðlaunaða verk Kvart eftir Jo Strömgren sýnt og einnig Happy New Year eftir Rui Horta. Morgunblaðið Ouest-France hafði meðal annars eftirfarandi um fyrri sýninguna að segja: „kraftmikil verk full af hráum tilfinningum og kímni … samstilling dansaranna var frábær.“ Seinna sýningarkvöldið, 22. nóv- ember, tók Festival Les Boréales upp hugmynd ÍD um „fjölskyldu- sýningu“ og sett var saman dagskrá með verkum sem höfða sérstaklega til ungs fólks. Verkin voru Critic´s Choice eftir Peter Anderson, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Endastöð eftir Alexander Ekman. Gagnrýnandi frá vefsíðunni evene.fr gaf seinni sýningunni fjór- ar stjörnur af fimm mögulegum. Stór hluti af starfsemi Dans- flokksins er nú sýningarhald í öðrum löndum og er flokkurinn eft- irsóttur til sýninga víða um heim. Hluti af rekstrarfé flokksins er fenginn með sýningarferðalögum. - pbb Lof um dansflokkinn LEIKLIST Íslenski dansflokkurinn fer víða um lönd og fær víða hrós: Steve Lorenz í Ambra sem flutt var í Bergen í vor MYND ÍD Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.