Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 74
 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Að þessu sinni voru veittar tólf viðurkenn- ingar fyrir samtals 6,5 milljónir króna. Hæsti styrkurinn var 700.000 krónur sem fór til Jóns M. Ásgeirs- sonar og Þórðar Inga Guðjónssonar fyrir verkið Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Tómasar- guðspjall, Tómasarkver, Tómas saga postula. Aðrir styrkir voru á bilinu 200 til 600.000 krónur. Meðal þeirra sem fengu 600.000 voru Sverrir Tómasson o.fl. fyrir útgáfu á Heila- gramanna sögum; Margrét Egg- ertsdóttir fyrir Barokkmeistarann. Listir og lærdómur í verkum Hall- gríms Péturssonar sem kom út í fyrra; Lára Magnúsardóttir fyrir rit sitt Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550. Lög og rannsókn- ar-forsendur sem hún hlaut dokt- orsnafnbót fyrir; Hrefna Róberts- dóttir fyrir Wool and Society. Manufacturing Policy, Economic Thought and Local Production in 18th-century Iceland; Ragnheiður Kristjánsdóttir: Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901- 1944; Friðrik G. Olgeirsson fyrir tvö verk sín á liðnum misserum: Snert hörpu mína. Ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Sáðmenn sandanna. Saga land- græðslu á Íslandi 1907-2007; Guðni Th. Jóhannesson fyrir Óvinir ríkis- ins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi; Jörgen Pind fyrir Frá sál til sálar: Ævi og verk Guð- mundar Finnbogasonar sálfræð- ings. Sjóðurinn var stofnaður sam- kvæmt erfðaskrá Ingibjargar Ein- arsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar, 12. desember 1879. Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vís- indamönnum viðurkenningu fyrir vel samin vísindarit og styrkti útgáfu þeirra. Á úthlutun má ráða að menn eru enn á þeirri línu: Flest verkanna eru komin út og fela í sér frumrannsóknir á sviði hugvísinda. Árið 1974 ákvað Alþingi að efla sjóðinn með ákveðnu framlagi. Skal árleg fjárveiting til sjóðsins eigi nema lægri upphæð en sem svarar árslaunum prófessors við Háskóla Íslands. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig- urðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Jón G. Friðjóns- son og Ragnheiður Sigurjónsdóttir. - pbb Gjöf Jóns og Ingibjargar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 19. desember 2008 ➜ Tónleikar 17.00 Kimi Records og fatabúðin Vintage standa fyrir tónleikum í verslun- inni á Laugavegi 25 alla daga fram að jólum. FM Belfast spilar í dag. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika á 800 bar við Eyrarveg á Sel- fossi. Á efnisskránni verður nýtt efni í bland við eldra. Húsið opnar kl. 20. 21.00 Ife Tolentino heldur brasilíska hátíðartónleika Fríkirkjunni. Auk hans koma fram Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ómar Guðjónsson, Davíð Þór Jónsson, Mattías M. D. Hemstock og Óskar Guð- jónsson. 21.00 Geir Harðarson og hljómsveit og Blússveit Þollýar leika á Café Rót í Hafn- arstræti. Aðgangur ókeypis. 22.20 Snatan: Ultra verður með tón- leika á Bar 11 við Laugaveg. Enginn aðgangseyrir 23.00 Tónleikar verða í Langholtskirkju við Sólheima þar sem kór kirkjunnar ásamt Gradualekórnum flytja jólalög. Einsöngvarar með kórnum verða Eivör Pálsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Bragi Bergþórsson. 23.00 Hjómsveitin Menn ársins spila á Dillon Rokkbar við Laugaveg. 00.00 Sálin spilar á Players við Bæjar- lind í Kópavoginum í kvöld. 00.00 Janis Joplin Tribute Show með Bryndísi Ásmundsdóttur verður á Dillan Sportbar við Trönuhraun í Hafnarfirði. Húsið opnar kl. 23. ➜ Klúbbakvöld 00.00 President Bongo úr GusGus og Casanova spila á Dátanum við Geisla- götu á Akureyri. Húsið opnar kl. 23.00 ➜ Opnanir 21.00 Lost Horse Gallerý, Skólastræti 1, opnar á ný eftir breytingar. Þar opnar samsýning eftirfarandi listamanna: Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen, Harpa Dögg Kjartansdóttir og Alexander Zaklynsky. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í dag kemur Skyrgámur til byggða. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður nítj- ándi glugginn opnaður. Í gær var hljóm- sveitin Reykjavík! í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag? ➜ Dansleikur 23.00 Jólaball Háskólans verður á Nasa við Austurvöll þar sem fram koma FM Belfast, Who Knew og Gullfoss og Geysir. Húsið opnar kl. 23. ➜ Tónlist 12.15 Sólveig Samúelsdóttir, messó- sópran, Sigurbjörn Bernharðsson fiðlu- leikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Johannes Brahms. Von, hús SÁÁ, Efstaleiti 7. 20.30 Melkorka Ólafsdóttir flautuleik- ari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Gaubert, Debussy og Varese í Iðnó við Vonar- stræti. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Saga um stelpu, eftir Kristínu R. Thorlacius, stendur ákaflega vel undir nafni. Hér er á ferðinni lítil saga um stelpu í sveit norður á Silfrastöðum í „gamla daga“ þegar börn hjálpuðu til í sveit- inni við að reka kýrnar í haga. Þrátt fyrir ábyrgðarstöðu er stelpan ekki eldri en svo að hund- ur nágrannanna á Bólu er henni töluverð ógn við að sinna starfi sínu. Raunveruleiki ógnarinnar af hundinum er áþreifanlegur og úrvinnslan góð. Erla Sigurðardóttir mynd- skreytir bókina afar fallega og í góðu samhengi við textann. Myndirnar og textinn spila jafn stór hlutverk á hverri opnu og hvorugt yfirgnæfir hitt. Letrið er stórt þannig að krakkar sem eru farnir að stautlesa ættu að ráða við að lesa bókina sjálfir. Þeir sem eru farnir að lesa en ráða þó ekki við mikinn texta hafa ekki úr mörgum bókum að velja, sem ekki eru beinlínis merktar sem lestrarbækur, myndabækur þar sem textinn er hvorki óyfirstíganlega mikill eða kjánalega lítill. Þrátt fyrir gríðarlegan fjölda myndabóka sem út koma ár hvert er furðanlega lítið af bókum þar sem samhengi milli texta og mynda er jafn gott og í Sögu um stelpu. Þær Kristín og Erla hafa mikla reynslu af barnabókaheim- inum, Erla sem myndskreytir og Kristín bæði sem þýðandi og höf- undur. Þessi reynsla skilar sér með skemmtilegri sögu um lítið atvik, sem mögulega henti höf- undinn sjálfan. Saga um stelpu er bók fyrir krakka sem vilja lesa sjálfir eða heyra spennandi sögu sem er bara mátulega ógnvænleg. Hildur Heimisdóttir Saga um stelpu fyrir krakka BÓKMENNTIR Saga um stelpu Kristín R. Thorlacius Erla Sigurðardóttir ★★★★ Gott samhengi texta og mynda VÍSINDI Arfur Jóns Sigurðsson- ar veitir árlega styrki til hugvís- inda LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2008 Guðni Elísson fjallar um Sigurjónsmálið í DV Rætt við Sölva Björn Sigurðsson sem þýddi Árstíð í helvíti eftir Rimbaud Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is/ askrift eða í síma 569 1122 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa félagsins til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. Eftirfarandi skuldabréfafl okkur hefur verið gefi nn út: Skuldabréfafl okkur að fjárhæð kr. 5.000.000.000 var gefi nn út þann 26. mars 2008. Nafnverðseiningar eru kr. 10.000.000 og því er fjöldi bréfanna 500. Auðkenni fl okksins er LSS 08 1 og verða bréfi n tekin til viðskipta þann 19. desember 2008. Skuldabréfi n eru verðtryggð og er verðtryggingin bundin vísitölu neysluverðs (VNV). Greitt er af bréfunum með jöfnum afborgunum á sex mánaða fresti ásamt föstum ársvöxtum 5,3%. Fyrsti vaxtagjalddagi var 26. september 2008 en vextir reiknast frá og með útgáfudegi skuldabréfanna þann 26. mars 2008. Lokagjalddagi skuldabréfanna er 26. mars 2034. ISIN númer bré- fanna er IS0000017622. Lýsinguna má nálgast á prentuðu formi hjá útgefanda, Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsetri útgefanda, http://www.lanasjodur.is, í 12 mánuði frá dagsetningu tilkynningar þes- sarar. Umsjónaraðili vegna töku bréfanna til viðskipta er Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 19. desember 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.