Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 76

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 76
52 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR Ein athyglisverðasta ljóðabók ársins, frumleg og gjörhugsuð, smíðuð af hagleik og smekkvísi. Furðu þroskaður og víðfleygur skáldskapur – þetta er fyrsta „frumorta“ ljóðabók höfundar, en röddin er sjálfri sér ráðandi og öll vinnubrögð í senn framsækin og öguð. Hér kveður sér hljóðs ungt ljóðskáld með metnaðarfullt og ævinlegt erindi, ræðst af sýndarlítillæti sveitamannsins á garðinn þar sem hann er hæstur og kemst upp með það; svífur yfir á sígildum fjöðrum tveggja ár þúsunda. Bókin tvinnar saman frumort ljóð og þýðingar á brotum úr klassískum verkum, kvæðum (ástar-raunum) Katúllusar og Eneasarkviðu Virgils, tveggja latnesk/rómverskra höfuðskálda sem uppi voru á síðustu öld fyrir Krist – sem sjálfur kemur mikið við sögu í bókinni. Þá eru frum- ortu ljóðin rík af vísunum, tilvitnunum og skírskotunum í skáldskap, trúarbrögð og menn- ingarsögu liðinna alda, beint og óbeint. Bókin í heild er bundin saman þematískt; rauði þráðurinn frá upphafi til enda er ástin, ástar- samband og sambandsslit; harm- ur, kvöl og söknuður þess sem glatar stóru ástinni í lífinu, brott- rekstur (skáldsins) úr aldingarði (ástarinnar). Bókin segir tvær „sambærilegar“ ástarsögur (og botnuð með þeirri þriðju, sem gefur hinum á kjaftinn) sem kall- ast á með fjölbreytilegum hætti og upplýsa hvor aðra; sögu Katúllusar & Lesbíu og sögu ljóð- mælandans & Laíu. Elskhuginn (karlinn) í báðum tilfellum er skáld og gerandi ljóðanna í nútíð en á endanum skáldlegur þolandi og fórnarlamb. (Ást)konan er hins vegar „raunveruleg“ þótt hún sé passíf og í þátíð, sprettur úr alvörunni utan bókar með áþreif- anlegu fangamarki og „raunveru- legri“ ógn sem sigrar tíðir skáld- skaparins og takmörk hans í bókarlok (með aðstoð Virgils og Dídó). Paradís er ekki bara undir plasti (í plati). Samsvaranir og innri tilvísanir sagnanna tveggja og persóna þeirra eru smíðaðar af mikilli fimi og ljá bókinni ísmeygilega framvindu. Tilvitn- unin í Pound í upphafi gefur les- andanum t.d. strax óvænt (næst- um óþægilega spennandi) og mjög írónískt sjónarhorn á klass- íska ofur-lýríkina, svarar (næfri) upphafsspurningu Katúllusar (áður en hann spyr) með nútíma- legum hryssingi („drab/dækja“) sem mælandinn sjálfur verður að mæla gegn (kveða niður) í „sinni“ sögu með jafnvígum skáldskap svo Laía njóti sannmælis að end- ingu og lesandinn finni til með henni í eigin skinni. Eftirtektarvert er líka hvernig skáldið beitir sviðsetningum og tíðum í eigin ljóðum sem ríma við rómarskáldin, tilgreinir jafnan stað og stund, umhverfir víða tímanum innan ljóðsins og sjón- armiði þess um leið – teflir saman því sem liðið er og er núna, magn- ar þann tíðaárekstur hvað eftir annað; yrkir (um) ástina í þálið- inni- og skildagatíð, sviðsetur atvik og sér fyrir sér tilstand sem hefði getað, gæti eða myndi geta gerst ... ef. Allt er skilyrt. „Ef“ er eins konar elti-stef eða jafnvel lykilorð bókarinnar, gott ef ekki spurn, tilbrigði við söknuð og sorg. „Hvar hefðu dagar lífs míns/ ef ég væri Jesús“/ o.s.frv. Lesandinn svarar. Bókin gefur hins vegar svar við spurningunni hvað er sígilt efni og hvers vegna. Eftirtektarvert er t.d. hvernig (heiðið) kvæði Katúllusar um hreinlyndi og flekklaust líf (LXXVI) kveðst fal- lega á við 24. Davíðssálm – einnig Sókrates, Hávamál, Krist, Lilju og Hallgrím, sem dæmi. Eða hvernig vesturheimskur Brett kallast á við Egil Skalla, KN og póstmódern ísl-ensku úr fortíð og framtíð nýja-íslands þar og hér (29). Sigurður Hróarsson Ber sinn prís með sóma BÓKMENNTIR Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu Magnús Sigurðsson Uppheimar ★★★★ Þetta er verðlaunabók og ber þann prís með sóma. Finlandia-verðlaunin eru virtustu bókmenntaverðlaunin í Finnlandi. Verðlaunin eru peningaverðlaun og fær verðlaunahafinn ríflega fjórar og hálfa milljón króna í sinn hlut. Í síðustu viku var tilkynnt að ung skáldkona, Sofi Oksanen, fengi verðlaunin í ár. Hún er af finsk- eistnesku foreldri og er aðeins þrjátíu og eins árs en á að baki þrjár skáldsögur. Það er síðasta saga hennar, Puhdistus, sem er verðlaunuð. átakamikil saga um tvær konur, tvenna tíma. Önnur upplifir hernám Rússa í Eistlandi á þriðja áratugnum en hin er kyn- lífsþræll í Rússlandi okkar tíma. Er sagan metsölubók í Finnlandi og spratt upp úr leikverki sem sýnt var í finnska þjóðleikhúsinu í fyrra en skáldkonan var þá við nám í leikhúsfræðum í Helsinki. Verðlaunasagan Puhdistus, eða Plágan, hefur nú verið seld til útgáfu í tíu löndum og talin verða til þess að Oksanen hljóti alþjóð- lega viðurkenningu. Hún er alin upp í Finnlandi og hefur gefið út tvær aðrar sögur: Beljur Stalíns (2003) og Baby Jane (2005). Finlandia-verðlaun veitt BÓKMENNTIR Sofie Oksanen sagnaskáld fékk Finlandia-verðlaunin í ár. BÓKMENNTIR Magnús Sigurðsson skáld á bæði smásagnasafn og ljóðabók á mark- aði þessi jólin. Það er látlaust suðað í manni þessi dægrin: hver er besta bókin í ár? Rétt eins og lesnir textar undan- farnar vikur raði sér í einhvern hitt-lista í hausnum á manni ósjálf- rátt. Ekkert er afkastamiklum og skyldugum lesanda fjær. Útgefnir textar á þessum árstíma eru með svo miklum blóma og fjölskrúðugir að þeir deilast í margar óskyldar deildir. Verst að íslenskur bókaiðn- aður skuli þeim örlögum bundinn að moka úr húsum í stað þess að dreifa útgáfu víðar. Þeim örlögum fylgir forn bölvun: þeim var ekki skapað nema að skilja og þá er átt við njótendur, notendur og útgefin verk. Margt fer utan garðs í þessari hríð. Ný skáldsaga eftir Steinar Braga, Konur, hefur þannig ekki notið athyglinnar þótt um hana hafi á síð- ustu sólarhringum fallið gott safn lofsyrða. Konur er nútímalegur tryllir, sálfræðilega vel undirbyggð saga sem grípur inn á mörg svið hugveruleika okkar. Fyrst er að nefna velsældina sem smýgur um allt er hefur brátt vistaskipti í hug- myndaheiminum. Síðan er það sala kvenímyndarinnar og gernýting kvenlíkamans til fróunar karl- og kvenkyninu. Þá er það hin slungnu og á tíðum mótsagnakenndu tengsl listar og lífs, markaðar og sköpun- ar. Heví stöff segir einhver. En þetta er ekki einföld saga. Spennandi? Rosalega spennandi og sögð af mikilli list höfundar sem byrjar sakleysislega en leiðir síðan lesanda sinn laumulega á refilstigu sem á endanum vekja viðbjóð, ofboð, inn í heim sem er sárakunn- uglegur í upphafi en hverfist svo í hugveru sem þenur sig af miklu ofnæmi út fyrir öll mörk og kemur á endanum illa bæði við sálartötrið og ekki síður líkamlega við lesanda. Þetta er tvímælalaust áhrifamesta verk sem komið hefur út hér á landi í langa tíð og er eins og bent hefur verið á opinberlega samið af stærri lífsskynjun en flestallt annað sem hér er sett saman. Ég dreg enga dul á að þetta er spennusaga, tryllir, hugmyndarýni, heimsádeila og að auki ljóðrænn texti spunnin fram af hyggindum og fáguðum smekk. Þess vegna dettur mér ekki í hug að segja meir frá þræði verksins en þetta: Ung kona snýr heim til Íslands og sest að í íbúð við Sæbrautina sem hún hefur fengið að láni. Hún á að baki góða menntun, brotið ástarsam- band og föður sem er ekkjumaður í fjarlægu landi. Sagan rekur örlög hennar … Páll Baldvin Baldvinsson Bentu á þann … BÓKMENNTIR Konur Steinar Bragi Nykur ★★★★★ Magnaðasta sendingin í ár BÓKMENNTIR Steinar Bragi skáld. Gefum góðar stundir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson lau. 20/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 21/12 þrjár sýningar, uppselt Uppselt í desember! Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin Sýningar í janúar komnar í sölu Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Frumsýning 26. desember Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf sem gleður alla www.leikhusid.is Kardemommubærinn Sértilboð á gjafakortum til áramóta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.