Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 82

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 82
58 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR Twilight segir frá stúlkunni Bellu sem flytur úr stórborginni til smá- bæjar í Bandaríkjunum til að lifa þar með föður sínum. Hún er ein- fari að eðlisfari, en eignast fljótt vini í nýja skólanum hennar. Allt breytist þó þegar hún kynnist hinum leyndardómsfulla Edward og verður fljótt ástfangin af honum, en hann er ásamt fjöl- skyldu sinni vampíra. Twilight byggir á unglingabók- um sem hafa notið fádæma vin- sælda vestanhafs og kvikmynd þessi sló í kjölfarið öll met í miða- sölu. Það er þó greinilegt að gald- ur bókanna hafa ekki skilað sér á hvíta tjaldið því Twilight er óskap- lega ómarkverð og daufleg mynd. Í kjarna hennar er hún ástarsaga fyrir unglinga sem blandast við vampíruþemað, og myndin stígur í sjálfu sér ekki mörg feilspor. En hún silast lúshægt áfram í drykk- langa stund áður en nokkuð af viti fer að gerast og lokahnykkurinn, sem hefur illa útfærðan hasar, reynist ekki biðarinnar virði. En rómantík er þetta fyrst og fremst og aðalleikararnir reyna hvað þeir geta til að halda þessu uppi; þau Kristen Stewart og Robert Pattison. Það leynir sér ekki að myndin teygir lopann mjög með þunnum efnivið og nær algjörlega útreiknanlegum sögu- þráð, og er þegar öllu er á botninn hvolft líkt og langur sjónvarps- þáttur. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Unglingsstúlka fellur fyrir vampíru KVIKMYNDIR Twilight Leikstjóri: Catherine Hardwicke. Aðalhlutverk: Kristen Stewart og Robert Pattison. ★★ Fremur þunnur efniviður og fyrirsjáan- legur söguþráður. Óðum styttist í Eurovision. Fréttablaðið tók púlsinn á lögunum í íslensku undan- keppninni. Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 hefst laugardagskvöldið 10. jan- úar 2009. Ragnhildur Steinunn sér um fjóra undanúrslitaþætti þar sem fjögur lög keppa um hylli símakjósenda í hvert skipti. Tvö lög fara áfram eftir hvert kvöld í úrslitaþáttinn 14. febrúar. Þar keppa átta lög um að komast til Rússlands og verður sigurlagið tuttugasta og annað Eurovision- framlag Íslands. Úrslitakeppnin fer fram í Moskvu 16. maí, en fyrst þarf íslenska lagið að kom- ast í gegnum forkeppnina í vik- unni áður. Tvær forkeppnir verða haldnar eins og síðast. Tannlæknir og geðlæknir Alls bárust 217 lög í ár. Nefnd valdi 15 lög, en til viðbótar var Örlygi Smára, sigurvegara síðustu keppni, boðið að taka þátt. Tólf lagahöfundar sluppu í gegn og þrír þeirra fengu grænt ljós á tvö lög hver. Lagahöfundarnir hamast nú við að leggja lokahönd á lögin og flest- ir hafa valið söngvara. Óskar Páll Sveinsson á tvö lög í keppninni og fær Jóhönnu Guðrúnu og Seth Sharp til að flytja þau. Óskar hefur ekki samið lög í Eurovision áður en útsett og tekið upp mörg lög í keppnina, þar á meðal norska sigurlagið frá 1995. Hann er því í raun eini Íslendingurinn sem hefur unnið Eurovision. Hallgrímur Óskarsson á tvö lög. Hann fékk X-factor sigurvegar- ann Jógvan til að syngja annað þeirra, en segir það skýrast á allra næstu dögum hver syngur hitt. Hallgrímur hefur margoft sent lög til keppni og samdi sigurlagið sem Birgitta Haukdal söng árið 2003. Tannlæknirinn Heimir Sindra- son semur tvö lög. Klara Ósk úr Nylon mun syngja annað lagið en Heimir hefur ekki fastákveðið hver muni flytja hitt lagið. Annar læknir er með í ár, Grétar Sigur- bergsson geðlæknir. Lagið hans er róleg ballaða. Endanlegur söngv- ari liggur ekki fyrir en prufur standa yfir. Grétar átti síðast lög í Eurovision árið 2001. Ísafold og Bermúda Erla Gígja Þorvaldsdóttir er eina konan sem á lag í keppninni í ár. Erla er elst keppenda og er komin langt að sjötugu. Hún er Skag- firðingur og hefur tekið þátt í dægurlagakeppnum Kvenfélags- ins og Húnalögunum. Elfa fær unga söngkonu, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur til að syngja lagið sitt. Djasstrommarinn Einar Scheving komst í gegn með sitt fyrsta lag sem hann sendi til keppni. Hann á enn eftir að velja söngvara, en segir lagið lág- stemmt og friðsælt. Trausti Bjarnason komst nálægt sigri árið 2006 þegar lagið hans sem Regína Ósk söng tapaði fyrir Sylvíu Nótt. Nú fær hann Höllu Vilhjálmsdóttur til að syngja lagið sitt. Lagið er kraftmikið rokkpopp og Halla samdi textann. Einar Oddsson náði fjórða sæti árið 2001 en bindur nú vonir við lag sem hann hefur fengið tvær söngkonur til að syngja, þær Guð- rúnu Lísu, áður í Ísafold, og Erlu Hrönn, áður í Bermúda. Leitað til afkvæma Valgeir Skagfjörð slær þjóðlegan tón í sínu framlagi. Valgeir hefur átt nokkur lög í gegnum árin og fær dóttur sína, Ólöfu Jöru, til að syngja lagið. Ólöf er 19 ára og hefur getið sér gott orð í Verslun- arskólasöngleikjum. Torfi Ólafsson teflir einnig fram afkvæmum sínum, bræðrunum Sverri Baldri og Ólafi. Þeir ásamt Arnari Jónssyni og Edgar Smára, áður í Lúxor, munu sitja á barstól- um og syngja lag Torfa, sem hann segir í notalegum Eagles-fílingi. Albert G. Jónsson tók síðast þátt 2003 og lenti í þriðja sæti á eftir Birgittu og Botnleðju. Hann hefur fengið söngkonuna Kaju til að syngja lagið sitt sem hann segir nútímalegt og hresst. Halldór Guðjónsson er sjóað- ur í dægurlagakeppnum, átti til að mynda síðasta Ljósanætur- lag. Þetta er þó í fyrsta skipti sem hann á lag í úrslitum Eurovision. Lagið, sem hann segir vera kraftballöðu, syngur Heiða Ólafsdóttir, oft kennd við Idol. Örlygi Smára var boðið að taka þátt og kom því seinastur inn. Hann segist nýbúinn að semja lagið og hefur ekki enn ákveðið hver syngur það. Veit ekki einu sinni hvort það verður karl eða kona. drgunni@frettabladid.is Eurovisionlögin að verða klár JÓHANNA GUÐRÚN Syngur annað lag Óskars Páls. HALLA VILHJÁLMS Syngur lag Trausta Bjarnasonar. JÓGVAN Syngur annað lag Hallgríms Óskarssonar. KLARA ÓSK Syngur lag Heimis Sindra- sonar. Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Áritanir í Skífunni Laugavegi í dag Ragnar Zolberg kl. 16:30 Dr. Spock kl. 17:30 Motion Boys kl. 18:30 Ragnar Zolberg, Dr.spock og Motion Boys spila og árita í Skífunni Laugavegi 26 í dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.