Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 85
FÖSTUDAGUR 19. desember 2008
Rokkararnir í Smashing Pump-
kins hafa ákveðið að gefa ekki út
fleiri plötur. Síðasta plata
sveitarinnar, Zeitgeist, kom út í
fyrra eftir nokkurra ára hlé.
„Fólk hlustar ekki einu sinni á
hana alla,“ sagði forsprakkinn
Billy Corgan. „Þeir setja hana á
iPodinn, hlusta á smáskífulögin
tvö og nenna ekki að hlusta á
afganginn. Fólk hlustar á tónlist á
annan hátt en áður,“ sagði hann.
„Hvers vegna eigum við þá að
gefa út plötur? Núna ætlum við
að vera smáskífuhljómsveit. Við
erum enn þá skapandi, en bara á
öðruvísi hátt.“
Gefa ekki út
fleiri plötur
Söngkonan Helga Möller verður
með jólatónleika í Laugarnes-
kirkju á sunnudag þar sem hún
syngur lög af plötu sinni Hátíðar-
skap sem kom út fyrir síðustu jól.
Tónleikarnir verða, eins og
platan, með rólegu og jólalegu
yfirbragði. Auk laganna af
Hátíðarskapi ætlar Helga að
syngja eldri jólalög sín sem mörg
hver eiga sér fastan sess í
hjörtum landsmanna. Með Helgu
spilar hljómsveit sem er skipuð
Magnúsi Kjartanssyni, Birni
Thoroddsen, Jóni Rafnssyni og
Ásgeiri Óskarssyni, auk þess sem
Elísabet Ormslev, dóttir Helgu,
syngur bakraddir. Tónleikarnir
hefjast klukkan 17 og er miða-
verð 1.500 krónur.
Helga með
jólatónleika
MÆÐGUR Mæðgurnar Helga Möller og
Elísabet Ormslev syngja á tónleikunum
á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BILLY CORGAN Rokkararnir í Smashing
Pumpkins hafa gefið út sína síðustu
plötu, segir Billy Corgan.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA Á JÓLAMYNDIRNAR Í ÁRFORSALA HAFIN!
ÁLFABAKKA
19, 20. og 21. desember
YES MAN kl. 8 7
YES MAN kl. 8 VIP
20. og 21. desember
BOLT 3D m/ísl. tali DIGITAL 3D kl. 4 L
KRINGLUNNI
19., 20. og 21. desember
YES MAN kl. 10.20 7
20. og 21. desember
BOLT 3D m/ísl. tali DIGITAL 3D kl. 6 L
BOLT 3D m/Ensku tali DIGITAL 3D kl. 8 L
AKUREYRI
19. og 20. desember
YES MAN kl. 10.20 7
20. desember
BOLT m/ísl. tali kl. 4 L
21. desember
YES MAN kl. 8 7
BOLT m/ísl. tali kl. 4 L
KEFLAVÍK
19. desember
YES MAN kl. 10.20 7
21. desember
YES MAN kl. 8 7
20. og 21. desember
BOLT m/ísl. tali kl. 4 L
SELFOSS
19. desember
YES MAN kl. 10.20 7
21. desember
YES MAN kl. 8 7
20. og 21. desember
BOLT m/ísl. tali kl. 4 L
LAUGARÁSBÍÓ
20. og 21. desember
BOLT 3D m/ísl. tali DIGITAL 3D kl. 4 L