Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 86
62 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Körfuknattleikslið Stjörnunnar réð í gær Njarðvíkinginn Teit Örlygs-
son sem þjálfara liðsins til loka leiktíðar. Braga Magnússyni var sagt
upp störfum á dögunum þar sem gengi Stjörnunnar hefur valdið
vonbrigðum.
Teitur sat á bekknum hjá Stjörnunni í gær gegn FSU en lét þó
Jón Kr. Gíslason um að stýra liðinu þar sem hann er nýkominn inn í
starfið.
„Þetta mál átti sér afar stuttan aðdraganda. Ég fór á fund með
þeim og við nánast handsöluðum dæmið um leið. Það er samt ekki
búið að skrifa undir neitt enn þá en það skiptir mig engu máli þar
sem ég hef aldrei verið hrifinn af svona pappírsveseni. Er af gamla
skólanum svolítið og handabandið dugar mér,“ sagði Teitur en hann
neitar því ekki að vera spenntur að koma aftur í baráttuna eftir að
hafa verið rekinn frá Njarðvík.
„Ég var hálffúll í fyrra eftir þetta Njarðvíkurdæmi og sagðist aldrei
ætla að koma nálægt þessu helvíti aftur. Svo hefur það aðeins
breyst. Menn hafa verið að hvetja mig til þess að fara aftur að þjálf-
ara og hafa sagt mér að það sé líf eftir Njarðvík. Það er líklega rétt
hjá þeim. Ég hlakka bara mjög mikið til að taka þátt í þessu og er
spenntur. Ég hef hrikalega gaman af þessu og það er kviknaður aftur
smá neisti,“ sagði Teitur kátur.
Nokkur félög settu sig í samband við hann síðasta
sumar en flest utan af landi. Teitur hafnaði þeim
boðum þar sem hann var ekki tilbúinn að flytja
með sína stóru fjölskyldu eitthvað langt.
„Svo kemur þetta dæmi upp og það verður
gaman að starfa í nýju umhverfi. Það hentar mér
vel að komast líka aftur í þjálfun. Mér var farið
að hundleiðast á kvöldin og vantaði eitthvað að
gera. Nenni ekki einu sinni að horfa á fréttir
þessa dagana og horfi eiginlega bara á íþróttir
og því verður gaman að komast aftur á æfing-
ar,“ sagði Teitur léttur en hann er bjartsýnn á
að rétta Stjörnuskútuna við.
„Þetta eru hörkustrákar í þessu liði og ég
hef trú á því. Það getur betur og vonandi
tekst mér að koma liðinu aftur í gang,“
sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
TEITUR ÖRLYGSSON: KOMINN AFTUR Í BARÁTTUNA OG STÝRIR STJÖRNUNNI TIL LOKA LEIKTÍÐAR
Menn segja að það sé líf eftir Njarðvík
> Birgir Leifur í ágætum málum
Birgir Leifur, atvinnukylfingur úr GKG, hóf leik á opna
meistaramótinu á Pearl Valley-vellinum í Suður-Afríku í
gær og kláraði fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi
undir pari vallarins. Birgir Leifur lék fyrri níu holurnar á
pari en seinni níu holurnar á einu undir pari en hann
fékk fjóra fugla og þrjá skolla og er í
58.-73. sæti af 155 keppendum. Þetta er
þriðja mót Birgis Leifs í Evrópumótaröð-
inni á þessu keppnistímabili en hann
komst ekki í gegnum niðurskurðinn á
fyrstu tveimur mótunum.
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson
fékk langþráð tækifæri með
Portsmouth á miðvikudagskvöldið
þegar liðið fékk hollenska liðið
Heerenveen í heimsókn í UEFA-
bikarnum. Hermann var í byrjun-
arliðinu í fyrsta sinn síðan Tony
Adams tók við stjórastöðu liðsins
en Hermann hafði ekki spilað með
aðalliðinu síðan 23. október.
Hermann Hreiðarsson lék allan
leikinn í miðvarðarstöðunni og
stóð sig mjög vel en við hlið hans
lék Frakkinn Noe Pamarot sem
hefur verið að leika í bakvarðar-
stöðunni hjá liðinu. Tony Adams
gerði sex breytingar frá því í 0-3
tapleiknum á móti Newcastle um
síðustu helgi og hvíldi meðal
annars bæði Sol Campbell og
Sylvain Distin sem hafa spilað í
miðvarðarstöðunum í vetur.
Hermann kórónaði góðan leik
með því að skora laglegt mark með
skalla rétt utan markteigs eftir
aukaspyrnu Glen Little frá vinstri
kanti. Markið kom í uppbótartíma
og eins og sést hér á myndinni til
hliðar þá stökk Hermann upp
aðþrengdur af varnarmanni og
markverði. Hermann fagnaðí mark-
inu vel enda hafði hann ekki skorað
síðan í 4-2 sigri á Birmingham á
Fratton Park 12. mars síðastliðinn.
Hermann tók sig til og lék sér að því
að fara í höfuðstökk eins og sést á
myndinni hér að ofan.
Arnór Smárason kom inn á sem
varamaður hjá Heerenveen á 30.
mínútu leiksins og þeir félagar
ræddu heilmikið saman inni á vell-
inum eftir að lokaflautið gall.
Hermann hafði ekki spilað síðan
honum var skipt útaf í hálfleik í 0-
3 tapi Portsmouth á útivelli gegn
portúgalska liðinu Braga. Hann
hefur aðeins byrjað inn á í fimm
leikjum í vetur. Næsti leikur
Portsmouth er á útivelli gegn
Grétari Rafni Steinssyni og félög-
um í Bolton og þá er að sjá hvort
Hermann fái að byrja í úrvals-
deildarleik í fyrsta sinn síðan í 0-4
tapi á móti Chelsea 17. ágúst.
- óój
Hermann Hreiðarsson nýtti langþráð tækifæri vel í sigurleik Portsmouth á Heerenveen í UEFA-bikarnum:
Fagnaði markinu sínu með höfuðstökki
Á HAUS Hermann Hreiðarsson fagnaði markinu á sérstakan hátt. NORDICPHOTOS/GETTY
GOTT SKALLAMARK Hermann Hreiðars-
son stökk hæst allra í teignum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Iceland Express-deild karla
Stjarnan-FSu 87-79 (47-37)
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 28 (7 fráköst, 13
stoðs.), Jovan Zdravevski 21 (11 fráköst), Kjartan
Kjartansson 14, Fannar Helgason 8 (12 fráköst),
Birkir Guðlaugsson 7, Ólafur Sigurðsson 7,
Guðjón Lárusson 2.
Stig FSu: Thomas Viglianco 19 (14 fráköst, 5
stoðs.), Tyler Dunaway 17, Árni Ragnarsson 15,
Sævar Sigmundsson 12, Cristopher Caird 3,
Björgvin Valentínusson 3.
UMFN-Snæfell 55-85 (26-52)
Stig UMFN: Logi Gunnarsson 16, Friðrik
Stefánsson 15 (15 fráköst), Magnús Þór
Gunnarsson 11, Óli Alexandersson 4, Hilmar
Hafsteinsson 3, Sigurður Sigurbjörnsson 3,
Hjörtur Einarsson 3.
Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 21, Jón
Jónsson 20 (10 fráköst), Slobodan Subasic 17,
Hlynur Bæringsson 15 (13 fráköst, 7 stoðs.),
Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6, Daníel Ali Kazmi
4, Gunnlaugur Smárason 2.
Þór Ak.-KR 69-97 (31-53)
Stig Þórs: Cedric Isom 30 (13 fráköst, 4 stoðs.),
Jón Kristjánsson 15 (7 fráköst), Guðmundur
Jónsson 14, Örn Guðjónsson 3, Baldur Jónasson
3, Sigurður Sigurðarson 2, Óðinn Ásgeirsson 2.
Stig KR: Jakob Sigurðarson 17, Helgi Magnússon
17 (10 stoðs.), Jason Dourisseau 17, Jón Arnór
Stefánsson 16, Fannar Ólafsson 9 (8 fráköst),
Pálmi Sigurgeirsson 6, Skarphéðinn Ingason 6,
Guðmundur Magnússon 5, Ólafur Ægisson 2,
Baldur Ólafsson 2.
UEFA-bikarinn
Racing Santander-Man. City 3-1
1-0 Jonathan (20.), 2-0 Oscar Serrano (30.), 3-0
Juan Valera (54.). 3-1 F. Caicedo (90.).
Tottenham-Spartak Moskva 2-2
0-1 Artem Dzjuba (23.), 0-2 Artem Dzjuba (33.),
1-2 Luka Modric (67.), 2-2 Tom Huddlestone(74.).
Sampdoria-Sevilla 1-0
1-0 Jonathan Bottinelli (75.).
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Hafdís Helgadóttir lék
sinn fyrsta leik á tímabilinu
þegar hún kom inn á í fimm
mínútur í sigri Vals á Snæfelli í
Stykkishólmi í Iceland Express-
deild kvenna.
Hafdís hefur ekkert getað
spilað í vetur vegna meiðsla en er
að komast aftur af stað. Hafdís
náði þar með að leika á 24.
Íslandsmótinu í röð en hún lék
þarna sinn 356. leik í efstu deild
sem er met. Hafdís lék sinn
fyrsta leik 7. október 1985 og
hefur nú tekið þátt í öllum
Íslandsmótum síðan.
Hafdís lék fyrstu 336 leiki sína
með ÍS en hefur verið með Val
síðustu tvö tímabil. Þess má geta
að Hafdís verður 44 ára í janúar,
hefur á þessum 24 árum eignast
þrjú börn og er búin að vera
amma í mörg ár. - óój
Hafdís Helgadóttir með Val:
24. tímabilið í
röð í efstu deild
ENN AÐ Hafdís Helgadóttir hefur skorað
3.171 stig í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Þórunn Helga Jónsdóttir
varð bikarmeistari með Santos í
fyrrinótt þegar brasilíska félagið
vann 3-0 sigur í seinni úrslitaleik
bikarúrslitanna og samanlagt 6-1.
Þetta er í annað skiptið sem hún
verður bikarmeistari á þessu ári
því hún varð bikarmeistari með
KR síðasta sumar. - óþ
Þórunn Helga Jónsdóttir:
Bikarmeistari
með Santos
FÓTBOLTI KSÍ tilkynnti um bæði
endurráðningar og samninga við
nýja landsliðsþjálfara til næstu
tveggja ára í gær.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
hefur verið endurráðinn sem
landsliðsþjálfari kvenna og Guðni
Kjartansson sem aðstoðarmaður
hans. Landsliðsþjálfararnir Freyr
Sveinsson hjá U-16 karla og
Kristinn R. Jónsson hjá U-19
karla voru einnig endurráðnir.
Þá var Eyjólfur Sverrisson
ráðinn landsliðsþjálfari U-21 árs
landsliðs karla, Gunnar Guð-
mundsson ráðinn landsliðsþjálf-
ari U-17 ára landsliðs karla og
Þorlákur Árnason tekur við sem
landsliðsþjálfari U-17 ára
landsliðs kvenna. - óþ
Samið við landsliðsþjálfara:
Eyjólfur með U-21
árs landsliðið á ný
EYJÓLFUR Ráðinn landsliðsþjálfari U-21
árs landsliðs karla á ný en hann stýrði
liðinu einnig 2003-2005. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KÖRFUBOLTI Stjörnumenn unnu
langþráðan sigur í Iceland
Express-deild karla í Ásgarði í
gær þegar liðið lagði FSu 87-79 í
sveiflukenndum leik. FSu náði sjö
stiga forustu í bæði fyrsta (13-20)
og þriðja leikhluta (57-64) en
Stjörnumenn komu sér aftur inn í
leikinn með góðum köflum og
tryggðu sér síðan sigurinn með
því að skora níu síðustu stigin í
leiknum.
„Þetta var mjög sætt og það var
kominn tími á þetta,“ sagði Fannar
Freyr Helgason, fyrirliði Stjörn-
unnar, í leikslok. Stjörnumenn hafa
tapað mörgum leikjum naumlega í
vetur en Fannar hafði samt ekki
áhyggjur þegar stefndi í æsispenn-
andi lokamínútur. „Það er búið að
vera gott andrúmsloft í liðinu síð-
ustu daga og ég hafði aldrei trú á
því að við myndum tapa þessum
leik. FSu er samt með hörkulið og
ég er mjög sáttur með þennan
sigur. Ég ætla að segja að það sé að
byrja nýtt tímabil hjá okkur og við
erum búnir að setja þessa slæmu
byrjun fyrir aftan okkur,“ sagði
Fannar sem brosti þegar hann
spurður að því hvernig væri að
hafa Jón Kr. Gíslason og Teit
Örlygsson hlið við hlið á bekknum.
„Það var eitrað teymi á bekknum
hjá okkur og þetta eru miklir
reynsluboltar og báðir aljörir topp-
menn þannig að mér líst mjög vel á
framhaldið,“ sagði Fannar kátur.
Justin Shouse átti frábæran leik
hjá Stjörnunni og var með 28 stig
og 13 stoðsendingar en eins var
Jovan Zdravevski (21 stig og 11
fráköst) drjúgur og Kjartan Kjart-
ansson setti niður mikilvægar
körfur þar á meðal þristinn sem
kom liðinu yfir á lokasekúndun-
um. Hjá FSu var Thomas Viglian-
co öflugur með 19 stig og 14
fráköst og Tyler Dunaway var
stórkostlegur á tveggja mínútna
kafla í þriðja leikhluta þegar hann
setti niður fjórar þriggja stiga
körfur í röð en síðan jafnlélegur
restina af leiknum.
FSu-menn voru sjóðheitir fyrir
utan þriggja stiga línuna fyrstu
þrjá leikhluta og voru komnir með
fjórtán þrista fyrir lokaleikhlut-
ann. Öll átta þriggja stiga skot
liðsins brugðust í lokaleikhlutan-
um. Liðið mátti heldur ekki við því
að missa þá Sævar Sigurmunds-
son og Árna Ragnarsson útaf með
fimm villur með 51 sekúndu milli-
bili þegar tæpar þrjár mínútur
voru eftir. Sóknarleikur liðsins
snýst mikið í kringum þá tvo og
liðið skoraði sem dæmi ekki stig
síðustu 2 mínútur og 40 sekúnd-
urnar í leiknum.
Snæfellingar unnu 30 stiga stór-
sigur í Njarðvík í gær, 55-85, þar
sem þríeykið Sigurður Þorvalds-
son (21 stig), Jón Ólafur Jónsson
(20 stig, 10 fráköst) og Hlynur
Bæringsson (15 stig, 13 fráköst og
7 stoðsendingar) voru allir í fínu
formi. KR-ingar héldu síðan
sigurgöngu sinni áfram með örugg-
um sigri á Þór. ooj@frettabladid.is
Nýtt tímabil hafið hjá okkur
Stjörnumenn skoruðu níu síðustu stigin gegn FSu og enduðu fimm leikja tap-
hrinu. Tveir sigursælustu körfuboltamenn Íslands, Jón Kr. Gíslason og Teitur
Örlygsson, stjórnuðu Stjörnuliðinu af bekknum með góðum árangri.
LANGÞRÁÐUR SIGUR Stjörnumenn höfðu tapað fimm leikjum í röð í Iceland Express-
deildinni þegar FSu kom í heimsókn en Stjarnan vann 87-79 sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL