Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 20
20 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Adolf Óskarsson pípulagningameistari Hrafnistu, Hafnarfirði, sem andaðist mánudaginn 15. desember verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 29. desember. Ásta Vigfúsdóttir Hörður Adolfsson Nanna M. Guðmundsdóttir Erla Adolfsdóttir Jóhann Pétur Andersen Hilmar Adolfsson Ólöf S. Sigurðardóttir Adolf Adolfsson Júlía Henningsdóttir barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Líndal Benediktsson Neðri-Hundadal, lést laugardaginn 20. desember á Landspítalanum. Útför fer fram frá Kvennabrekkukirkju, Dalasýslu, þriðudaginn 30. desember kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E fyrir alúðlega umönnun og hlýju. María G. Líndal og fjölskylda, Svana Guðmundsdóttir og fjölskylda. Móðir okkar, Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir frá Hrauni, Glerárþorpi, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi 21. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna Sigurðardóttir Helga Sigurðardóttir Kristján Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Kolbrún Sigurðardóttir Heiða Rósa Sigurðardóttir Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Grímur Ársælsson, Suðurbraut 16, Hafnarfirði, var jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum samúð og vinarhug. Maggý Ársælsdóttir, Erla Ársælsdóttir, Ragnar Gíslason, og frændsystkini. Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og mágkona, Hanna Edda Halldórsdóttir Hvassaleiti 157, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudag- inn 21. desember. Jón Egill Sveinbjörnsson Hanna Dóra Ólafsdóttir Gunnar Halldórsson Svenný Hallbjörnsdóttir Páll Einar Halldórsson Bára Melberg Sigurgísladóttir Gyða S. Halldórsdóttir Sigurjón Bjarnason Margrét Pálmadóttir Hreinn Mýrdal Björnsson og aðrir vandamenn. Hornsteinn var lagð- ur að Þjóðarbók- hlöðunni í Reykja- vík þennan dag árið 1981. Bygging húss- ins tók hins vegar nokkuð langan tíma, eða um fimmtán ár. Byggingarsjóður Þjóðarbókhlöðunn- ar var fjársveltur og þótt sérstakur skatt- ur hafi verið lagður á í nafni byggingar- innar þá skiluðu þeir peningar sér ekki í sjálfa framkvæmdina. Byggingin var loks opnuð almenningi 1. desember árið 1994 og á sama tíma var Lands- bókasafn Íslands-Háskólabókasafn opnað eftir sameiningu Lands- bókasafns Íslands og Háskólabóka- safns. Aðalstarfsemi safnsins fer fram í Þjóðarbókhlöð- unni. Safnið hefur einnig yfir öðru húsnæði að ráða til geymslu gagna. Að auki rekur það útibú í nokkrum byggingum Há- skóla Íslands. Helstu verkefni safnsins eru að varðveita handritasöfn og halda uppi bóka- safns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnu- vega, stjórnsýslu og rannsókna svo fátt eitt sé nefnt. ÞETTA GERÐIST: 23. DESEMBER 1981 Hornsteinn lagður að Þjóðarbókhlöðu MERKISATBURÐIR 1193 Þorlákur Þórhallsson bisk- up í Skálholti deyr, sex- tugur að aldri. Helgi hans var lögtekin á Alþingi hinn 29. júní 1198 en ári síðar var ákveðið að 23. desember skyldi verða messudagur hans. 1956 Richard Nixon, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, heimsækir Ísland og hittir Ásgeir Ásgeirsson forseta á Bessastöðum. 1958 Ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins tekur við völdum. Hún situr í ellefu mánuði undir forsæti Emils Jónssonar. 1968 Til átaka kemur í Reykja- vík milli lögreglu og fólks sem mótmælir þátttöku Bandaríkjamanna í Víet- namstríðinu. Atburðurinn er nefndur Þorláksmessu- slagurinn. AFMÆLI EDDIE VEDDER, söngvari Pearl Jam, er 44 ára í dag. CARLA BRUNI, forsetafrú Frakklands, er 41 árs í dag. JÓNÍNA BJARTMARZ lögfræðing- ur er 56 ára í dag. ÓLI TYNES fréttamaður er 64 ára í dag. Haukur Ingi Jónasson, lektor í stjórnun- arfræðum við verkfræðideild Háskóla Íslands, hóf nýverið nýliðaþjálfun hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur en það telst til nokkurra tíðinda að langskóla- genginn maður á miðjum aldri taki upp á því. Blaðamaður tók Hauk Inga tali og spurði hvað hefði orðið til þess að hann ákvað að leggja fram krafta sína í sjálf- boðavinnu í almannaþágu? „Þetta hefur lengi verið draumur hjá mér en ég er búinn að vera í fjalla- mennsku í mörg ár og hef lengi verið fé- lagi í Ferðafélagi Íslands,“ segir Hauk- ur Ingi sem er með þrjár mastersgráð- ur, doktorspróf og hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu, bæði sem sálgrein- ir og sjúkrahúsprestur. „Ég valdi flug- björgunarsveitina af því að ég þekki nokkra félagsmenn sem allir eru góðir ferðafélagar og flinkir fjallamenn. Mig langaði til að feta í fótspor þeirra,“ segir Haukur Ingi en áréttar að hann sé ein- göngu í þjálfun og verði ekki fullgild- ur meðlimur fyrr en að tæpum tveimur árum liðnum, gangi þjálfunin að óskum. „Síðan spilaði það líka inn í að aldurs- dreifingin í nýliðahópnum er talsverð, þótt ég sé langelstur,“ segir Haukur Ingi, sem er 42 ára. Flugbjörgunarsveitin er sérhæfð fjallabjörgunarsveit sem tekur einnig að sér aðkomu að flugslysum og starfar með rannsóknarnefnd flugslysa. Hauk- ur Ingi segir það koma sér sérstaklega á óvart hversu umfangsmikil starfsemi sveitarinnar og annarra björgunar- sveita er og hversu mikill metnaður og fagmennska sé við lýði. „Ég verð í stífri þjálfun næstu tvö árin, sit fjölda námskeiða ásamt því að fara í ferðir aðra hverja helgi. Nú eru vetrarferðirnar í gangi og gistum við í snjóhúsum og uppi á heiðum við hinar ýmsu aðstæður. Þá kemur allur tækni- búnaður sveitanna einnig á óvart en í bílunum eru heilu tré- og járnsmíða- verkstæðin. Fólk slær heldur ekkert af og heldur sér í góðu formi allan árs- ins hring, hleypur sex til tíu kílómetra tvisvar í viku, gerir uppsetur og arm- beygjur til þess að vera við því búið að rjúka upp á miðjan Fimmvörðuháls, inn á miðhálendi, upp á jökul eða út á Kefla- víkurflugvöll gerist þess þörf.“ Haukur Ingi segir gaman að verða vitni að því hversu mikill einhugur og vinátta ríki á meðal félaga. Hingað koma gamlir félagar, lávarðarnir svo- kallaðir, segja sögur og skrafa saman. Sjálfboðaliðar afla svo björgunarsveit- unum tekna með jólatrés- og flugelda- sölu í desember en upplýsingar um út- sölustaði má finna á heimasíðu sveitar- innar www.fbsr.is. vera@frettabladid.is HAUKUR INGI JÓNASSON: ELSTUR Í NÝLIÐAÞJÁLFUN FLUGBJÖRGUNARSVEITARINNAR FETAR Í FÓTSPOR GÓÐRA FÉLAGA LÉT DRAUMINN RÆTAST Haukur Ingi leggur hönd á plóg við fjáröflun Flugbjörgunarsveitarinnar og selur bæði jólatré og flugelda í húsakynnum hennar á Flugvallarvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JODIE MARSH ER ÞRÍTUG Í DAG. „Ég er metsöluhöfundur auk þess að vera kynnir í sjón- varpi, fyrirsæta, leikkona og sendiherra sjö góðgerða- stofnana. En öllum virðist standa á sama um hið síð- astnefnda. Hvorki fleiri né færri en sjö sagði ég.“ Jodie Marsh er ýmislegt til lista lagt en er þó þekktust fyrir fyr- irsætustörf í heimalandi sínu Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.