Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 23

Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2008 3 „Þetta hefur bara slegið í gegn,“ segir Lárus Guðmundsson, einn eigenda veitingastaðarins Scand- inavian, sem var opnaður á Lauga- vegi 1. desember síðastliðinn. „Þetta er ekta skandinavískur staður þar sem við leggjum mikla áherslu á danskt smurbrauð,“ segir Lárus, en þessa dagana er einnig í boði sérstakur jólaplatti með blöndu af alls kyns kræsing- um. Þar má nefna purusteik, síld, osta, jólaskinku og ál. Lærðar smurbrauðsdömur sjá um smur- brauðið og matreiðslumeistarar um annan mat. „Við bjóðum einn- ig upp á salöt og brauð sem ekki er týpískt danskt. Síðan erum við alltaf með uppi á krítartöflu nokkra rétti dagsins,“ segir hann. Hugmyndin að staðnum kvikn- aði hjá Lárusi sem hefur verið mikið í Kaupmannahöfn og víðar í Skandinavíu. „Mér fannst vanta kósí, vinalegan stað í þessum anda,“ segir hann og álítur að við- tökurnar hafi verið frábærar. „Það er fullt að gera frá opnun til loka,“ segir Lárus, sem telur að góðir, vinalegir staðir sem bjóði upp á spennandi mat með verð- lagi fyrir alla muni ávallt standa fyrir sínu. solveig@frettabladid.is Alls kyns kræsingar eru á jólaplattanum.Veitingastaðurinn Scandinavian leggur áherslu á smurbrauð en þar má einnig fá annars konar skandinavískan mat. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Smurbrauð og purusteik Scandinavian heitir nýr veitingastaður á Laugavegi 24. Þar er lögð áhersla á danskt smurbrauð og aðra skandinavíska rétti. Viðtökurnar hafa verið frábærar að sögn eins eigendanna. Það vekur sanna jóla- stemningu að gæða sér á smurbrauði, puru steik og alls konar kræsingum. www.tskoli.is Diplómanám • Almenn lína í rekstri og stjórnun (45 ein.) • Útvegsrekstrarfræði (45 ein.) • Flugrekstrarfræði (45 ein.) • Rekstrarfræði (60 ein.) Nánari upplýsingar um nám á háskólastigi í s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.