Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 30

Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 30
 23. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Á Þorláksmessu skreyta margir jólatréð. Öll fjöl- skyldan sameinast þá í því að greiða úr jólaserí- um, koma fætinum í jólatrésstandinn og rifja upp minningar sem fylgja hverju skrauti. Engin ein leið er rétt þegar kemur að jólatrésskreyt- ingum. Sumir kjósa stílhreinar skreytingar en aðrir vilja hlaða á jólatréð heimagerðu skrauti úr ranni fjölskyldunnar. Úrval af skrauti í verslunum landsins er ótakmarkað og því ætti fólki ekki að verða skota- skuld úr því að skreyta jólatréð. Það eina sem gæti háð mönnum er valkvíðinn. Hér eru nokkrar myndir af jólatrjám með ýmiss konar skrauti. Nú er bara að velja hvað hentar hverjum. - sg Kertin standa á greinum gul og rauð og blá Hvítar kúlur og stjörnur eru í stíl við stofuna. Svo er hér notuð hvít slaufa í stað hinn- ar hefðbundnu jólastjörnu á toppi trésins. NORDICPHOTO/GETTY Gylltur litur er hlýlegur. Hér er gyllt skraut í bland við skreyttar piparkökur á trénu. Einnig er skemmtileg hugmynd að setja lítið tré upp á kassa til að auka veg þess. Sumir kjósa gervitré og hér hefur verið gengið alla leið með þá hugmynd. Sannur jólaandi svífur yfir vötnum í þessum bjálkakofa. Fjólublár er tískulitur og er jólatréð sannarlega líflegt.Rauðar slaufur koma vel út á jólatrénu. Hvít gervitré eru vissulega svolítið bandarísk en þau fella í það minnsta ekki barrið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.