Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 46
30 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Nýjasta gamanmynd Jims
Carrey, Yes Man, fór beint í efsta
sæti norður-ameríska aðsóknar-
listans um síðustu helgi. Myndin
fjallar um mann sem ákveður að
umturna lífi sínu með því að
segja „já“ við öllu.
Næstvinsælasta myndin var
Seven Pounds með Will Smith í
aðalhlutverki.
Hún aflaði sextán milljóna
dollara, sem er lélegasti árangur
nýrrar myndar frá Smith í sjö ár.
Kenna má stórhríð, sem gekk
yfir norðaustur Bandaríkin um
helgina, um hluta af óförunum.
Þriðja vinsælasta myndin var
The Wrestler með Mickey
Rourke í aðalhlutverki. Hefur
hún fengið mjög góða dóma og
þykir Rourke líklegur til að
verða tilefndur til Óskarverð-
launa.
Carrey beint
á toppinn
Brian Johnson, söngvari AC/DC,
hefur ákveðið að rita endurminn-
ingar sínar.
Nýverið undirrit-
aði hann samning
við bókaforlagið
Penguin Book
um útgáfu á
þeim.
Hann segir að
bókin muni ekki
fjalla eingöngu
um rokk og ról-
lífstílinn með
AC/DC. „Ég er
hrifinn af góðum
húmor og bílar hafa einnig verið
stór hluti af mínu lífi,“ sagði hann.
„Ég er svo heppinn að ég hef
getað keypt suma af þeim
sjaldgæfustu. Í staðinn fyrir að
taka inn eiturlyf einbeitti ég mér
að bílum. Ég er heldur ekki viss
um hvort er dýrara.“
Gefur út
ævisögu sínaListamaðurinn Jón Sæmundur
Auðarson hefur gefið út nýtt lag,
Dead Mantra, og gert myndband
við það. Stefnir hann á útgáfu
sinnar fyrstu plötu á næsta ári
undir hljómsveitarnafninu
Buddha christ.
„Þetta var alltaf draumur hjá
manni þegar maður var lítill,“
segir Jón. „Ég byrjaði í fyrra í
kringum Brian Jonestown
Massacre-dæmið þegar ég söng
eitt lag inn á disk með þeim. Það
má segja að það hafi kveikt í
mér,“ segir Jón, sem söng einnig
með sveitinni á Glastonbury-
hátíðinni í Bretlandi og á tónleik-
um í New York.
Honum til aðstoðar í Dead
Mantra er Henrik Björnsson,
söngvari Singapore Sling, auk
þess sem félagar hans úr banda-
rísku hljómsveitinni Sunsplit
koma við sögu. Einnig notast hann
við barkasöng frá Tíbet.
Texti lagsins er einfaldur, þar
sem konsept-setning Jóns er í
fyrirrúmi: „Sá sem óttast dauð-
ann kann ekki að njóta lífsins.“
Er hún bæði sungin á íslensku og
þýsku. Jón vildi einnig að græn-
lensk útgáfa af textanum kæmi
við sögu en varð ekki að ósk
sinni.
„Þeir þýddu þetta en þetta var
á skjön við þeirra trúarbrögð og
þeir vildu ekki syngja þetta,“
segir hann. Einnig má geta þess
að lagið er hluti af verki Jóns í
Listasafni Reykjavíkur.
Nýja platan verður ekki tekin
upp í hefðbundnu hljóðveri held-
ur í myndlistarstúdíói Jóns sem
er skreytt með beinum og haus-
kúpum frá Tíbet. „Það er galdur í
loftinu. Fólk sem kemur og
aðstoðar mig við gerð plötunnar
fer inn á vissa tíðni og svo er ég
tónlistarstjórnandinn,“ segir
hann. - fb
Undirbýr sína fyrstu plötu
JÓN SÆMUNDUR Jón hefur gefið út nýtt
lag sem kallast Dead Mantra. Stefnir
hann á útgáfu sinnar fyrstu plötu á
næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég flutti út sumarið 2007 til að læra
fatahönnun í Margrethe-hönnunarskólan-
um í Kaupmannahöfn,“ segir Andrea
Magnúsdóttir sem hefur opnað sína eigin
vefverslun á síðunni andrea.is, þar sem
hún selur bæði fatnað og fylgihluti sem
hún hannar.
„Ég er alltaf að sauma eitthvað og fékk
margar fyrirspurnir um hvar ég væri að
selja svo ég ákvað bara að kýla á þetta.
Planið var alltaf að vinna undirbúnings-
vinnu á meðan ég væri í skóla og vinna
svo hjá sjálfri mér eftir útskrift,“ segir
Andrea sem hefur setið stíft við sauma-
skap upp á síðkastið.
„Ég gerði alls kyns tilraunir með að
láta sauma fyrir mig víðs vegar um
heiminn svo sumt á síðunni er framleitt
úti. Þegar kreppan kom breyttust hins
vegar allar forsendur og þá þurfti
maður bara að gera eins og í gamla daga
og sauma sjálfur,“ útskýrir Andrea. „Eins
og staðan er núna langar mig að koma
heim eftir jól og opna saumastofu.
Akkúrat núna væri það mjög spennandi
kostur, því á einni nóttu breyttist það frá
því að vera dýrasti kosturinn yfir í að
vera sá hagkvæmasti. Mig langar líka
rosalega að geta boðið Íslendingum upp á
íslenska hönnun á viðráðanlegu verði,“
bætir hún við. Andrea verður í snyrti-
vöruversluninni Andorru á Strandgötu í
Hafnarfirði í dag milli 16 og 22, þar sem
fólki gefst tækifæri til að máta og prófa
það sem fæst í verslun hennar á andrea.is.
- ag
Andrea opnar eigin vefverslun
FLINK Í HÖNDUNUM Andrea hannar og saumar
sjálf bæði föt og fylgihluti sem hún selur í vef-
verslun sinni á andrea.is.
> RIHANNA BEST KLÆDD
Lesendur heimasíðunnar Entertainmentwise.
com hafa kosið söngkonuna Rihanna best
klæddu stjörnu ársins. Auk þess að hafa
góðan tónlistarsmekk kann Rihanna einn-
ig þá list að velja á sig föt og virðist allt
ganga upp sem hún klæðir sig í. Fótbolta-
töffarinn David Beckham komst í annað
sætið og hjartaknúsarinn Brad Pitt
endaði í því þriðja. Aðrir sem kom-
ust ofarlega á listann voru Suri
Cruise, dóttir Toms Cruise og
Katie Holmes, og söngkonan
Beyoncé Knowles.
BRIAN JOHNSON
Klæddu þig vel
Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12,
Kringlan, Smáralind, Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg
Kefl avík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt
www.66north.is
Þú mátt vera lengur úti í 66°Norður.