Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 2
2 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR 20–70% afsláttur RISA- ÚTSALA ELLING SEN Reykjavík, Fiskislóð 1 Opið mánudag–föstudag 10–18 laugardag 10-16 Akureyri, Tryggvabraut 1–3 Opið mánudag–föstudag 8–18 laugardag 10-16 Guðmundur, ertu genginn feðraveldinu á hönd? „Já, mamma er líka mjög ánægð með það.“ Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr Samfylkingunni og er genginn til liðs við Framsóknarflokkinn. Faðir Guðmundar og afi gegndu báðir formennsku í Framsókn- arflokknum. Maðurinn sem lést í umferð- arslysi á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss á mánu- dagsmorgun hét Guðjón Ægir Sigurjóns- son. Hann var til heimilis að Hrísholti 4 á Selfossi. Guðjón var hæsta- réttarlög- maður hjá Málflutningsskrifstofunni á Selfossi og var jafnframt einn eigenda fasteignasölunnar Árborgir. Þá sat hann í bankaráði Nýja Glitnis. Guðjón var fæddur 4. janúar 1971. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. - hhs Banaslys austan Selfoss: Nafn hins látna GUÐJÓN ÆGIR SIGURJÓNSSON VIÐSKIPTI Við smærri fjármála- fyrirtækjum blasir gjörbreytt rekstrarumhverfi eftir fall bankanna og viðvarandi lausa- fjárþurrð í heiminum. Spari- sjóðir eiga víða í óformlegum þreifingum um samstarf eða samruna. „Það eina sem maður getur verið viss um er að ekkert verður eins og var áður,“ segir Jóhann Antonsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðs Svarfdæla. Viðræður um samruna Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON eru á áætlun, en ofsögum hefur verið sagt af stofnun norðlensks fjármálafyr- irtækis með aðkomu fjölda sparisjóða. - óká / Sjá Markaðinn Samrunar smærri sparisjóða: Viðhafa óform- legar þreifingar REYKJAVÍK Heildarskuldir sam- stæðunnar, stofnana og fyrir- tækja Reykjavíkur jukust um 96 milljarða á síðasta ári. Þar af voru 76 milljarðar vegna gengislækk- unar. Á sama tíma standa eignir borgarinnar í stað. Þetta kemur fram í fjárhags- áætlun Reykjavíkur sem var sam- þykkt í gær. Þrátt fyrir að hart sé í ári er gert ráð fyrir hallalausum rekstri A-hlutans, sem eru stofn- anir borgarinnar. Heimild til að hækka útsvar verður ekki nýtt og verður það óbreytt í 13,03 pró- sentum. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur nemi 35,8 milljörð- um króna, að frádregnu framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem nemur 2,3 milljörðum króna. Fasteignaskattar verða ekki hækkaðir. Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir 7 prósenta atvinnu- leysi og 14 prósenta verðbólgu á milli áranna 2009 og 2008, en 4,5 prósenta verðbólgu innan ársins 2009. Gert er ráð fyrir sparnaði og samdrætti í yfirvinnu og öðrum launakostnaði. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sagði í ræðu sinni í gær þrjú grunnstef marka megin- línurnar í fjárhagsáætluninni: varðstöðu um grunnþjónustu, gjaldskrár og störf. Áætlunin sé lögð fram án halla enda mundi hallarekstur rýra lausafjárstöð- una og skerða lánstraust. „Óvissa um efnahagsþróunina er mikil og hættan er fremur sú að tekjufall verði meira og útgjaldaþörf meiri en áætlun gerir ráð fyrir. Þessari óvissu verður mætt með því að rýna vandlega í stöðuna frá mánuði til mánaðar og borgarstjórn mun taka fjárhagsáætlun til endur- skoðunar þegar í mars á næsta ári,“ sagði borgarstjóri í ræðu sinni í gær. Borgarfulltrúar Samfylkingar- innar og Vinstri grænna gagn- rýndu óútfærða tillögu um 2,5 milljarða niðurskurð á lokaspretti áætlanagerðarinnar, til að áætl- uninni mætti loka með núlli. Það jafngildi niðurskurði sem nemi 5 prósentum af rekstrarkostnaði Reykjavíkur og væri sambæri- legt ef helmingur af niðurskurði fjárlaga ríkisins væri enn óút- færður. Öllum tilboðum í 5,8 milljarða skuldabréfaútboð borgarinnar var nýverið hafnað. Því er fjár- mögnun til framkvæmda í óvissu. Reiknað er með framkvæmdum upp á 7 milljarða á næsta ári. Umræður stóðu enn yfir um áætlunina þegar blaðið fór í prent- un. kolbeinn@frettabladid.is Útsvarið mun verða óbreytt í Reykjavík Útsvarsprósenta verður óbreytt og gert er ráð fyrir hallalausum A-hluta í fjár- hagsáætlun Reykjavíkur. Minnihlutinn gagnrýnir 2,5 milljarða óútfærðan niðurskurð. Gengisþróun hækkar skuldir samstæðunnar um 76 milljarða. BORGARSTJÓRI Umræður um fjárhagsáætlun stóðu langt fram á kvöld í gær. Gert er ráð fyrir hallalausum A-hluta en skuldir hafa hækkað mikið vegna gengisþróunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Æ fleiri vísbend- ingar eru að koma fram um að óbeinar reykingar séu ekki aðeins hættulegar meðan reykurinn er í loftinu, heldur einnig þegar drepið hefur verið í sígarettum en leifar reyksins sitja í fötum og húsgögnum. Einkum eru börn talin í hættu, því þau komast oft í mikla nálægð við föt foreldra sinna og eiga það til að sleikja húsgögn og aðra hluti þar sem reykt hefur verið. Frá þessu er skýrt á vefsíðum BBC, sem vitnar í læknatímaritið Pediatrics. - gb Óbeinar reykingar: Hætta í fatnaði og húsgögnum HÆTTAN ER LÚMSK Börnum stafar hætta af nálægð við reykingafólk. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, endurgreiddi skilanefnd Glitnis sjálfur um það bil 240 milljónir króna vegna starfsloka, en bank- inn fékk það sem vantaði upp á 370 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði. Bjarni sagðist í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins á mánudag hafa end- urgreitt skilanefnd Glitnis 370 milljónir eftir bankahrunið. Féð var hluti greiðslna vegna starfs- loka Bjarna vorið 2007. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri staðfesti í gær að Glitn- ir hefði óskað eftir leiðbeiningum um hvernig skattaleg meðferð slíkrar endurgreiðslu ætti að vera í desember síðastliðnum. Niðurstaðan varð sú að lækka laun Bjarna afturvirkt um 370 milljónir. Glitni bar að halda eftir staðgreiðslu skatta af 370 milljón- unum þegar þær voru greiddar vorið 2007. Bjarni fékk því aðeins um 240 milljónir í vasann eftir skattgreiðslur, og endurgreiddi skilanefndinni þá upphæð. Skúli segir að skilanefnd Glitnis hafi átt kröfu á endurgreiðslur á skattgreiðslum þegar launin voru lækkuð afturvirkt með þessum hætti. Hann vildi ekki nefna nákvæmlega hvaða upphæð hafi verið endurgreidd, en staðfesti að heildarupphæðin sem skilanefnd Glitnis hefði fengið hafi verið 370 milljónir. - bj Hluti 370 milljóna króna endurgreiðslu Bjarna Ármannssonar kemur úr ríkissjóði: Skilaði um 240 milljónum BJARNI ÁRMANNSSON Fékk um 240 milljónir í starfslokagreiðslur þegar búið var að draga frá skatta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK Ólíkt beið ríkisstarfsmanna í jólapökkunum þetta árið. Líkt og Fréttablaðið greindi frá voru starfsmenn ríkisskattstjóra hæstánægðir með sína gjöf, enda um forláta Cintamani-kuldaúlpu að ræða. Verðmæti hverrar flíkur er um 20 þúsund krónur. Starfsmenn á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík fengu einnig jólapakka, þó heldur ólíkur væri. Hver og einn fékk að gjöf kertastjaka undir sprittkerti. Ekki var þó um fábrotna stjaka að ræða; á hverjum og einum gat að líta áletrun sem hvatti viðkom- andi starfsmann áfram; svo sem „Vertu til staðar“. - kóp Jólagjafir ríkisstofnunar: Starfshvatning á kertastjökum KÍNA, AP Kínversk yfirvöld hófu í gær umfangsmikla herferð sem miðar að því að koma í veg fyrir að klám sé aðgengilegt á netinu. Herferðin mun meðal annars beina sjónum sínum að vinsælum leitarvélum á borð við Google. Í tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum segir að sjö opinberar stofnanir muni vinna í sameiningu að herferðinni, sem er ætlað að „hreinsa menningar- legt umhverfi netsins og standa vörð um heilbrigðan þroska ungviðis“. Hvergi búa fleiri notendur netsins en í Kína, eða ríflega 250 milljónir notenda. - kg Herferð kínverskra yfirvalda: Umfangsmikil netlögga í Kína SJÁVARÚTVEGUR „Þetta sýnir hvaða ógöngur kvótakerf- ið er búið að leiða okkur í og við verðum að breyta kerfinu. Menn verða bara að sætta sig við það og vinna að því að skapa nýtt og heilbrigðara sjávarútvegs- kerfi,“ segir Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylk- ingarinnar og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, um þá staðreynd að Glitnir hafi fært kvótaveð í hendur nokkurra erlendra banka. Stöð 2 greindi frá því í gær að forstjóri Þorbjarnar í Grindavík segði að ráðamenn bankans hefðu svikið skriflegt loforð og fært kvótaveð til Deutsche Bank. Talið sé að verðmæti á þriðja tug milljóna séu komin í hendur útlendinga. „Það gætu verið í uppsiglingu erfið samskipti við Deutsche Bank. Þeir verða að selja kvótann sam- kvæmt lögum innan árs og hver ætlar að kaupa hann þá? Fyrir utan að bankinn á ekki einn sporð í einum einasta íslenska fiski, því hann er eign íslensku þjóðarinnar,“ segir Karl og telur einboðið að kerfinu verði breytt. „Kvótakerfið hefur ekki komið útgerð- inni í þau góðu mál sem sumir vilja vera láta. Hún er skuldug upp fyrir haus. Nú verður að setja kvóta á markað eftir einhverjum skynsamlegum og sann- gjörnum reglum.“ - kóp Þingmaður Samfylkingarinnar segir allan kvóta eiga að fara á markað: Kvótinn leitt okkur í ógöngur KARL V. MATTHÍASSON Segir verða að breyta kvótakerfinu og setja allan kvóta á markað. Þýskir bankar eigi ekki einn fisk- sporð á Íslandi, hann sé eign íslensku þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.