Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 23
IF H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 F R É T T A S K Ý R I N G Sviss Kanada Ástralía Japan Bandaríkin Noregur Ísland Svíþjóð Danmörk Bretland Mynt- banda- lagslönd 04 2005 2006 2007 útflutningi. Álútflutningur hefur því vaxið verulega sem hlutfall af heildarútflutningi. FISKURINN SAMT MIKILVÆGUR Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt út um 620 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir um 150 milljarða króna. Það jafngildir um 36 prósentum af útflutningi. Árið á undan var hlutfall sjáv- arafurða í útflutningi hærra. Þá voru fyrstu ellefu mánuðina flutt út tæplega 570 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir tæpa 120 milljarða króna. Þá var hlutfallið af heildinni rúm 42 prósent. INNFLUTNINGUR MESTUR FRÁ EES Eins og áður var skrifað er mest selt úr landi fyrir Bandaríkjadali. Dæmið lítur hins vegar öðruvísi út þegar litið er á innflutninginn. Evran er ríkjandi innflutnings- mynt og voru tæplega 42 pró- sent innflutnings í evru árið 2007, samkvæmt Hagtíðindum. Í heild- ina voru um 72 prósent innflutn- ings í myntum EES ríkja, þar af tíu prósent frá Danmörku. Hlutfall Bandaríkjadals í inn- flutningi er hins vegar ríflega fjórðungur. Bandaríkin eru hins vegar stærsta einstaka innflutningsland Íslands. Sé miðað við verðmæti innflutningsins komu 13,5 pró- sent af öllum innflutningi ársins 2007 frá Bandaríkjunum. Mest voru þetta vélar og samgöngu- tæki. Næstmest var flutt inn frá Þýskalandi, mest vélar og sam- göngutæki. Þriðja stærsta inn- flutningslandið var Svíþjóð. Elds- neyti var uppistaðan í innflutn- ingi þaðan árið 2007. Í heildina voru keyptar vörur fyrir 276 milljarða í ríkjum EES, fyrir tæpa 58 milljarða frá Banda- ríkjunum, innan við 20 frá Evr- ópuríkjum utan EES, um 20 millj- arðar frá Japan og Kína hvoru um sig og um 30 milljarðar ann- ars staðar frá. MATURINN KEMUR FRÁ EES Þegar skoðaður er innflutning- ur á matvöru kemur í ljós að um 70 prósent koma frá ríkjum EES. Hér er um að ræða vörur líkt og kjötvörur, grænmeti, drykkjar- vörur og kornvörur svo nokkuð sé nefnt. Sem hlutfall af heild- arinnflutningi eru tölurnar þó ekki háar, um sjö prósent og nam reikningurinn innan við þrjátíu milljörðum króna. Föt og skór voru flutt inn fyrir tæpa þrettán milljarða, tæpur helmingur frá ríkjum EES. Á sama tíma voru fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 11,5 milljarða, en bensín og olíu- reikningurinn nam 35 milljörð- um. Þar af var keypt fyrir 31 milljarð í ríkjum EES. „Hingað hefur borist fjöldi umsókna um að færa bókhaldið í annarri mynt en krónu,“ segir Guðmundur Guðbjarnar- son hjá Ársreikningaskrá. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jólin gátu fyrirtæki sótt um að færa bókhald sitt í annarri mynt en krónu, til 30. desember, vegna árs- ins 2008 og ársins í ár. Áður var gert ráð fyrir því að sækja þyrfti um skráningu þremur mánuðum fyrir upphaf reikn- ingsárs. Guðmundur segir enn of snemmt að veita upplýsingar um fjölda fyrirtækj- anna, en segir að flestir sæki um að færa bókhaldið í evru. Vel á þriðja hundrað fyrirtækja hefur fengið heimild til að færa bókhald í annarri mynt en krónu. Samkvæmt yfirliti sem Guðmundur birti í Tíund í vor, höfðu 112 fyrirtæki heimild til að færa bókhald í Bandaríkjadölum, 77 með evru og 21 félag færði bókhald- ið í breskum pundum. Bókhald er fært í fleiri miðlum, en í grein Guðmundar er nefnt að eitt félag færi bókhaldið í jap- önskum jenum. Fram kom í Markaðnum fyrir rúmu ári, að þeir sem þá sóttu um að færa bók- haldið í erlendri mynt, vildu flestir not- ast við evruna. Margir gera upp í öðru en krónu GUÐMUNDUR GUÐBJARNARSON Forstöðumaður Ársreikningaskrár segir nú farið yfir umsóknir fyrirtækja um uppgjör í annarri mynt en krónu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.