Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 4
4 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Mál Vilhjálms Bjarna-
sonar gegn stjórn Glitnis verður
líklega tekið fyrir um mánaða-
mót. Málið snýr
nú eingöngu að
stjórninni, þar
sem lög banna
málshöfðun
gegn bönkum,
einnig aftur-
virkt.
Vilhjálmur
stefndi
bankanum fyrir
kaup á hlut
Bjarna
Ármannssonar á genginu 29, en
markaðsgengi var þá á bilinu 26
til 27. Vilhjálmur segir stjórn
bankans hafa borið að gæta
jafnræðis milli hluthafa, eða sýna
fram á ávinning þeirra hluthafa
sem sátu eftir. Skil Bjarna á hluta
starfslokagreiðslu sinnar til
bankans hafi engin áhrif á þessa
málshöfðun. - kóp
BRIDS
SKÓLINN
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Byrjendur ... 26. janúar ... tíu mánudagar frá 20-23
Framhald ... 28. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
• Bridsskólinn býður jafnaðarlega upp á námskeið fyrir
byrjendur og fjölbreytt framhaldsnámskeið fyrir þá
sem vilja auka kunnáttuna. Framhaldið er nú með nýju
sniði, þar sem höfuðáherslan er á spilamennsku.
• Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands
Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík.
• Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp.
• Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna.
• Sjá ennfremur á Netinu undir bridge.is/fræðsla.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
10°
2°
-1°
-2°
-1°
-1°
-4°
-3°
-1°
0°
19°
3°
2°
23°
-9°
-1°
9°
-7°
Á MORGUN
5-13 m/s stífastur SV-til
FÖSTUDAGUR
5-10 m/s
8
8
6
6
7
6
3
7
5
9
3
8
13
13
13 7
8
6
13
5
8
16
8
8
6 6
3
6
6
4 0
0
HLÝTT LOFT YFIR
LANDINU
Það er nokkuð sérstök
staða í háloftun-
um þessa dagana.
Segja má að hlý
tunga teygi sig frá
suðri til norðurs eftir
endilöngu Atlantshafi
með eindregnum
hlýindum við yfi rborð
en sitt hvorum megin
við tunguna, þ.e. á
meginlöndunum,
er fi mbulkalt. Þetta
hlýja loft er rakt og
því verður almennt
vætusamt á landinu
næstu daga.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
DÓMSMÁL Ríkisstjórnin ætlar að
kanna til þrautar möguleika á að
leita réttar Íslendinga fyrir Mann-
réttindadómstól Evrópu vegna
beitingar breskra stjórnvalda á
hryðjuverkalögum gegn Lands-
bankanum. Jafnframt hefur ríkis-
stjórnin ákveðið – á grundvelli
álits frá breskri lögmannsstofu og
álits ríkislögmanns og þjóðréttar-
sérfræðings utanríkisráðuneytis-
ins á því – að höfða ekki mál fyrir
breskum dómstólum vegna sama
máls.
Björg Thorarensen, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands og
sérfræðingur á sviði þjóðarréttar
og alþjóðlegra mannréttinda-
reglna, telur litlar líkur á að íslensk
stjórnvöld geti á þessu stigi kært
aðgerðir breskra stjórnvalda til
Mannréttindadómstólsins. Ósenni-
legt sé að dómstóllinn falli frá skil-
yrðum um að réttarúrræði innan-
lands séu tæmd.
Í því felst að
hefðbundnir
innanríkisdóm-
stólar hafi fjall-
að um málið.
Hægt er að
víkja því skil-
yrði til hliðar ef
sýnt er fram á
að algjörlega
vonlaust sé að
fara hefðbundna
dómstólaleið. Ástæður gætu meðal
annars verið að dómur hafi gengið
í sambærilegu máli.
Björg tekur fram að henni sé
ekki kunnugt um efnislegt innihald
álits bresku lögmannanna. Hins
vegar beri að hafa hugfast að
mannréttindasáttmáli Evrópu er
lögfestur í Bretlandi sem gerir það
að verkum að breskir dómstólar
þurfa að dæma eftir honum og
túlka ákvæði hans í samræmi við
túlkun Mannréttindadómstólsins.
„Breskir dómstólar hafa ekki
meira svigrúm til að takmarka
mannréttindi án lagaheimildar
heldur en Mannréttindadómstóll-
inn myndi veita. Þeir þurfa að beita
sömu ákvæðum um mannréttindi,
þar á meðal um vernd eignarrétt-
arins,“ segir Björg.
Þær milliríkjakærur sem Mann-
réttindadómstóllinn hefur tekið
fyrir varða hóp manna, ástand eða
tiltekna framkvæmd – ekki eitt
afmarkað tilvik um beitingu laga,
að sögn Bjargar. „Ég þekki ekki
fordæmi þess að Mannréttinda-
dómstóllinn hafi vikið frá því skil-
yrði að ríki geti kært annað ríki án
þess fyrir liggi niðurstaða innan-
landsdómstóla um hvort tiltekin
stjórnvaldsákvörðun brýtur gegn
ákvæðum sáttmálans eins og við
þessar aðstæður.“ bjorn@frettabladid.is
Kanna á fáfarna
leið til Strassborgar
Stjórnvöld vilja að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um hvort beiting
Breta á hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum standist mannréttindasátt-
mála Evrópu. Lagaprófessor telur litlar líkur á að dómstóllinn taki málið fyrir.
BJÖRG
THORARENSEN
DÓMARAR AÐ STÖRFUM Íslensk stjórnvöld ætla að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu, sem er staðsettur í Strassborg. NORDICPHOTOS/AFP
SLYS Ellefu manns létu lífið í
heima- og frítímaslysum í fyrra,
eða 34 prósent af öllum þeim sem
létust af slysförum á árinu. Þetta
er veruleg aukning frá því árið
áður þegar fjórir létu lífið í heima-
og frítímaslysum. Þetta sýna tölur
frá Slysavarnafélaginu Lands-
björg.
Í heildina létust þrjátíu og tveir
einstaklingar af slysförum í fyrra.
Flestir þeirra, eða tólf manns og
38 prósent af heildinni, létust í
umferðarslysum. Mun færri lét-
ust þó í umferðarslysum í fyrra en
síðustu ár. Meðaltal síðustu tut-
tugu ára er 22 banaslys í umferð-
inni á ári.
Sex létust í vinnuslysum, einn
drukknaði og tveir létust í öðrum
slysum í fyrra.
Langflestir þeirra sem létust
voru karlmenn, eða 27 talsins.
Fimm konur létu lífið í slysum og
engin börn.
Tveir Íslendingar létust af slys-
förum erlendis. Þeir eru ekki inni
í tölum Landsbjargar heldur eru
þeir skráðir í banaslysatölur í
Danmörku og í Færeyjum.
Banaslys á Íslandi hafa verið
skráð allt frá því árið 1928. Í fyrstu
voru einungis sjóslys og drukkn-
anir skráð en frá 1948 hafa öll
banaslys verið skráð.
- hhs
Árið 2008 létust þrjátíu og tveir einstaklingar af slysförum:
Heima- og frítímaslys óvenjutíð
BANASLYS Á ÍSLANDI 2008
eftir flokkum
HEIMILD: SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Umferðarslys
12
Heima- og
frítímaslys
11
Vinnuslys 6
Drukknun 1 Önnur slys 2
SAMFÉLAGSMÁL Frá og með
deginum í dag og fram til 14.
janúar verða starfsmenn
framkvæmda- og eignasviðs
Reykjavíkurborgar á þönum um
borgina við að sækja jólatré.
Þeir sem vilja losna við tré
ættu að skilja það eftir á áberandi
stað við lóðarmörk og ganga
þannig frá þeim að sem minnstar
líkur séu á að þau fjúki.
Hægt er að koma ábendingum
eða óskum á framfæri í gegnum
símaver Reykjavíkurborgar í
síma 4 11 11 11. - hhs
Starfsmenn Reykjavíkurborgar:
Fara með jóla-
tré á haugana
FJÖLMIÐLAR Afnotagjald Ríkisút-
varpsins hefur nú verið lagt
niður, samkvæmt lögum. Þess í
stað mun Ríkisútvarpið hafa
tekjur af útvarpsgjaldi.
Afnotagjaldið var 2.995 krónur
á mánuði fyrir hvert heimili, eða
35.940 krónur á ári. Nýtt útvarps-
gjald verður hins vegar 17.200
krónur á ári hjá hvejum þeim
sem greiðir í Framkvæmdasjóð
aldraðra, það er hjá þeim sem eru
eldri en 16 ára og yngri en 70 ára
og eru yfir skattleysismörkum.
Þá munu allir lögaðilar greiða
gjaldið. Gjalddagi útvarpsgjalds-
ins er 1. ágúst hvers árs. - ss
Afnotagjald RÚV lagt niður:
Útvarpsgjald
rukkað í ágúst
RÍKISÚTVARPIÐ Útvarpsgjaldið verður
17.200 krónur á ári fyrir fólk á aldrinum
16 til 70 ára.
REYKJAVÍK Fimm milljóna auka-
fjárveiting fer til gerðar styttu af
Tómasi Guðmundssyni á þessu
ári, samkvæmt fjárhagsáætlun
Reykjavíkur. Dagur B. Eggerts-
son, Samfylkingunni, gagnrýnir
úthlutunina, sérstaklega í ljósi
efnahagsástandsins.
Dagur skoraði á meirihlutann
að draga tillöguna til baka „nema
meirihlutanum takist að finna þá
starfsmenn í skólum, sorphirðu
og öðrum mikilvægum viðfangs-
efnum Reykjavíkurborgar sem
eru tilbúnir að búa við lækkun
launa – nú eða foreldra barna eða
eldri borgara sem eru tilbúnir að
búa við skerta þjónustu til að
borgarstjórinn í Reykjavík geti
reist sér þetta minnismerki“. - kóp
Aukafjárveiting í borginni:
Fimm milljónir
fara í styttugerð
FJÖLMIÐLAR Enn er á huldu
hverjir eru eigendur Viðskipta-
blaðsins en Haraldur Johanness-
en ritstjóri segir stefnt að því að
gefa það upp fljótlega.
Aðspurður hvort honum
finnist ekki verra gagnvart
lesendum blaðsins að eignar-
haldið sé á huldu segir Haraldur
svo vera. „Við ætlum að upplýsa
þetta þegar við getum vegna
þess að við teljum réttara að
þetta sé á hreinu.“
Haraldur vildi ekkert segja
um af hverju ekki væri hægt að
gefa eignarhaldið upp. „Ég get
ekki farið út í það.“
- kóp
Eigendur Viðskiptablaðsins:
Eignarhaldið er
enn þá á huldu
VILHJÁLMUR
BJARNASON
Mál gegn stjórn Glitnis:
Tekið fyrir um
mánaðamótin
GENGIÐ 06.01.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
203,5587
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,9 124,5
181,94 182,82
165,9 166,82
22,255 22,385
17,604 17,708
15,592 15,684
1,318 1,3258
186,94 188,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR