Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 7. JANÚAR 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahags- lífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu at- vinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hluta- bréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugs- anlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið,“ segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrir- tækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félög- in voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR- Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Út- gerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísi- tölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamark- aði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvals- vísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Lands- bankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í októb- er. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskrán- ingu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjó- boltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrj- un árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísi- tölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum. Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar Sex fyrirtæki í nýrri Úrvalsvísitölu endurspegla kreppuna á Íslandi. Betri tíðar á hlutabréfamarkaði má vænta í enda árs 2010, segir forstjóri Kauphallarinnar. Félag Vægi í vísitölu Össur 26,04% Marel Food Systems 23,89% Straumur 20,39% Alfesca 17,42% Icelandair Group 7,04% Bakkavör 5,21% * Heimild: Nasdaq OMX N Ý J A Ú R V A L S V Í S I T A L A N * Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kall- aður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn millj- arð punda, jafnvirði 180 millj- arða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Hold- ing, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynn- ingu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðj- um auk þess sem fataversl- un hans fór í þrot í kringum áramótin. Svip- aða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuld- bindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab Kreppir að hjá auðkýfingi Dómsmál Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra, gegn Eim- skipafélaginu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Baldur stefndi félaginu um miðjan september og krefst þess að Eimskip greiði sér 140 millj- ónir króna vegna margra mán- aða eftirstöðva af starfslokasam- ingi. Baldur hætti óvænt störfum hjá Eimskip í febrúar í fyrra, löngu fyrir aðalfund félagsins. Um þær mundir munu stjórn- endur Eimskipafélagsins hafa fengið veður af slæmri stöðu breska félagsins Innovate sem síðar var afskrifað í heilu lagi. Verðmæti Eim- skips í Kaup- höllinni rýrnaði mikið í kjölfar- ið. Kauphöllin gerði athuga- semdir við af- skriftirnar og Fjármála- eftirlitið hóf rannsókn. Það sektaði Eimskipafélagið um 20 milljónir króna vegna brota á upplýsingaskyldu á dögunum. Baldur Guðnason mun hafa fengið tvo mánuði greidda af tveggja ára uppsagnarfresti. - ikh Mál Baldurs tekið fyrir „Varanlegt viðskiptabankaleyfi gerir okkur kleift að auka þjón- ustu við viðskiptavini,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP banka. Fjármálaeftirlitið veitti bank- anum viðskiptabankaleyfi 10. október á nýliðnu ári til ára- móta og staðfesti það þegar nýtt ár rann í garð. Í kjölfarið hefur bankinn samið um aðgang að kerfum Reiknistofu bankanna og fengið úthlutað bankanúmeri og gerst aðili að stórgreiðslukerfi Seðla- bankans og jöfnunarkerfi Fjöl- greiðslumiðlunar. Styrmir segir næstu skref felast í auknum netbankalausn- um og kortaþjónustu, svo fáein dæmi séu tekin. Ekki sé ætlunin að breyta bankanum úr eigna- stýringarfyrirtæki í hefðbund- inn inn- og útlánsbanka. „Við munum fyrst og fremst útvíkka starfsemi okkar gagnvart þeim viðskiptavinum okkar sem vilja ávaxta fjármuni sína,“ segir hann. - jab Meiri möguleikar með leyfinu „Nú erum við staddir í öðrum fasa söluferlisins og það eru sjö hugs- anlegir kaupendur eftir,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, um söluna á kanadíska fé- laginu Versacold-Atlas. Eimskipafélagið hefur átt í nokkrum erfiðleikum og glímt við þungar skuldir. „Við fáum meira en sem nemur skuldunum við söluna á félaginu og náum því einnig að lækka skuldir móðurfélagsins. Það þýðir ekki að við séum lausir allra mála, en það lagar stöðuna hjá okkur mikið, hverfi helmingur skuldanna og við losnum við næstum allar erlendar skuldir,“ segir Gylfi. Hann segir að um þrjátíu að- ilar hafi í upp- hafi sýnt áhuga á að kaupa Ver- sacold. Þá hefði verið farið yfir hugsan- lega kaupendur ásamt tveimur erlendum bönkum. Þeir sjö sem eru eftir munu gera annað tilboð í fyrirtækið 15. janúar, en hafa fengið sérstaka kynningu á fyrirtækinu í milli- tíðinni. Versacold-Atlas er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og rekur um 130 frystigeymslur í nokkrum heimsálfum. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst gætu fengist á milli 700 og 900 milljónir evra fyrir félagið, eða um 116 til 150 millj- arðar króna miðað við núverandi gengi Seðlabankans. Þetta fæst ekki staðfest. Fram kom í Mark- aðnum í október 2007 að heild- arkaupverð Versacold og Atlas, sem síðar voru sameinuð, hefði verið um 1.800 milljónir Kan- adadala, eða um 112 milljarð- ar króna, miðað við gengið þá. Síðan hefur nokkuð af eignum verið selt, líklega fyrir um 500 milljónir Kanadadala. - ikh Töluverður áhugi á Versacold ytra GYLFI SIGFÚSSON SIR TOM HUNTER STYRMIR ÞÓR BRAGASON Forstjóri MP Banka segir varanlegt viðskiptabankaleyfi gera bankanum kleift að útvíkka starfsemi sína frekar. MARKAÐURINN/STEFÁN BALDUR GUÐNASON LITLIR SVEINAR LEIKA SÉR Á MARKAÐNUM Jólasveinarnir, Grýla og fylgdarlið skreyttu Kauphöllina yfir jólin. Skrautið var tekið niður í gær. MARKAÐURINN/STEFÁN Seðlabankinn segir að frá því að millibankamarkaður með gjald- eyri var endurvakinn 4. desem- ber hafi dregið mjög úr viðskipt- um bankans. Nettósala bankans hafi numið 11,1 milljón evra, um 1,8 milljörðum króna á núver- andi gengi. Hagtölur segja að í öllum desembermánuði hafi Seðlabank- inn staðið fyrir um þriðjungi af heildarveltu á gjaldeyrismark- aði, sem var 10,5 milljarðar. Í sama mánuði fyrir ári var hlut- ur Seðlabankans í gjaldeyrisvið- skiptum á millibankamarkaði 0,4 prósent, en þá var heildarveltan yfir 380 milljarðar króna. - ikh SÍ með þriðjung Ríkisstjórn Belgíu samþykkti í gær að stofna sérstakan trygg- ingarsjóð fyrir innstæðueigend- ur hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Stjórnvöld þar veita 75 til 100 milljónum evra, jafnvirði allt að sautján milljörðum, til sjóðsins. Haft er eftir Didier Reynd- ers, fjármálaráðherra Belgíu, í þarlendum fjölmiðlum, að um einstaka ákvörðun sé að ræða þar sem Kaupþingsbankinn sé staðsettur í Lúxemborg en ekki Belgíu. Í framhaldi af þessu er gert ráð fyrir að viðræður um kaup fjárfestingarsjóðs frá Líbýu á Kaupþingi í Lúxemborg hefjist á ný. Þeim var frestað eftir að ríkisstjórn Belgíu féll fyrir ára- mótin. - jab HÖFUÐSTÖÐVAR KAUPÞINGS Belgar stofna Kaupþingssjóð Vika Frá áramótum Alfesca -4,8% -4,8% Bakkavör -8,4% -8,4% Eimskipafélagið -1,6% -1,6% Icelandair 0,0% 0,0% Kaupþing 0,0% 0,0% Marel 1,2% 1,2% SPRON 0,0% 0,0% Straumur -1,1% -1,1% Össur -2,5% -2,5% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 355. Úrvalsvísitalan OMXI6 981,46 G E N G I S Þ R Ó U N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.