Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 12
12 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Táknrænt þótti mér, þegar ég sá markaðsblaðið hér í Fréttablaðinu prentað í helmingi stærra broti en blaðið sjálft – í síðasta sinn – og hefur blað aldrei fyrr sést í svo stóru broti hérlendis. Fannst mér það skýr táknmynd þess að slíkur belg- ingsmarkaður hlyti að deyja. En markaðshyggjan hefur margs konar ásýnd. Og sumar sjást ekki, því að hún á til að bregða fyrir sig ýmsum grímum til að dylja eðli sitt. Ekki einasta hefur hún kollsteypt öllu efna- hagslífi á Íslandi. Hún hefur einnig reynst eins konar veira sem smýgur um allan þjóðarlík- amann og lamar nánast ónæmis- kerfið. Til að mynda hefur henni tekist að eitra íþróttir og menn- ingarlíf. Sjúkdómseinkennin sjáum við dag hvern í öllum fjölmiðlum landsins, enda heldur hún áfram að grafa um sig. Undarlegt má heita hversu mikið rými íþróttafréttir fá í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum, ekki síst í ljósi þess, að mikill hluti fréttaflutnings þeirra snýst ekki um íþróttir, heldur peninga. En þegar betur er að gáð, snúast íþróttirnar sjálfar núorðið reyndar að miklu leyti um peninga. Lítum til dæmis á golf, kappakstur, handbolta og síðast – en ekki síst – á knattspyrnu. Leikmenn ganga kaupum og sölum (og er vandlega tíundað) og knattspyrnufélög eru mörg orðin einkaeign auðmanna. Hvers vegna í ósköpunum ættu íslenskir menn að kaupa og eiga knatt- spyrnufélag í Bretlandi? Vera má auðvitað, að auðmenn sem hafa gaman af knattspyrnu, finni sérstaka þörf fyrir að geta ráðskast með heilt félag, en einhvern veginn finnst mér það flokkast undir óeðli. Meira að segja frjálsar íþróttir eru ekki lausar við markaðsveiruna. Til marks um það eru mótaraðir um svokallaðan gullpott, þar sem sigurvegari margra móta fær himinháa fúlgu. Og gullverðlaun á ólympíuleikum er mörgum íþróttamönnum stórþjóða fyrst og fremst leið að auglýsingasamn- ingum. Fjölmiðlar ættu að setja sér þær reglur að fjalla einungis um raunverulegar íþróttafréttir og hætta að sinna og ýta undir þessa ógeðslegu peningamengun. Hún hefur fært íþróttir svo langt frá raunverulegum tilgangi að telja má ekki aðeins dapurlegt, heldur blátt áfram óhugnanlegt. Ekki er Fréttablaðið öðrum fjölmiðlum ötulli að breiða út frjálshyggjuveiruna, en tvær greinar þar vöktu nýlega athygli mína. Önnur sagði í fyrirsögn: „Turnarnir þrír í íslensku menningarlífi áttu gott ár. Seldu fyrir 250 milljónir króna.“ Greinin var um sölugengi Páls Óskars Hjálmtýssonar, Arnalds Indriðasonar og Ladda. Ég óska þeim til hamingju með aurana. En þótt ég beri fulla virðingu fyrir þessum ágætu mönnum, þá get ég ekki fallist á að þeir séu einhverj- ir „turnar“ sem gnæfa yfir íslenskt menningarlíf. Ég tel það frekar eiga við um íslenskan afþreyingariðnað, og ég er ekki að gera lítið úr honum. Hins vegar ofbauð mér þegar ég heyrði bókmenntafræðing lýsa því yfir í kastljósi sjónvarpsins að Arnaldur Indriðason væri hetja ársins „af því að hann hefði selt svo margar bækur“. Ég átti ekki von á að heyra þvílíkt gildismat á bókmenntum frá bókmenntafræðingi, þótt tengdur sé bókaútgáfu. Ekki er við Arnald að sakast. Ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma hampað sjálfum sér. Bókmenntir eru í eðli sínu hugverk og því ekki söluvara. Það er ekki hægt að „kaupa“ ljóð Jónasar Hallgrímssonar. En það er hægt að kaupa bók með kvæðum hans. Ekki seldi hann margar bækur um ævina, og teldist því tæpast „hetja“ á okkar dögum. Ég tel næsta víst að merkasta bókmenntaverk liðins árs sé ljóðabókin HVERT ORÐ ER ATVIK eftir Þorstein frá Hamri. Ekki er honum hátt hossað í fjölmiðlum. Ekki veit ég hversu mörg eintök seldust. Enda má það einu gilda. Hitt er öllu verra, að þessi bók var ekki tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna – en kannski er það líka tímanna tákn. Hin greinin var reyndar um útrás – þótt það megi nú heita feimnisorð af eðlilegum ástæð- um. Þar er fyrirsögnin: „Í milljarða myndum frá Holly- wood. Íslendingar farnir að gægjast inn í draumaverksmiðj- una Hollywood.“ Ekki var mikið fjallað um leik þeirra þriggja leikara sem nefndir voru, þótt undarlegt megi nú heita, – heldur öll áhersla á hvað þessar myndir eru dýrar í framleiðslu. Margur verður af aurum api, segir í Hávamálum. Margan hefur auður apað, segir í Sólar- ljóðum. Margur hefur veikst illa af veiru frjálshyggjunnar. Ég óttast að hún valdi blindu. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Frjálshyggjuveiran UMRÆÐAN Heimir Jóhannsson skrifar um samfé- lagsástandið Út í óvissuna hét glæpasaga sem ég las einu sinni. Allt í einu mundi ég eftir þessum titli því að nafnið á sögunni á eitthvað svo vel við núna. Þjóðin er á leið út í óvissuna, hún veit að glæpur hefur verið framinn, morð á mannorði þjóðar til dæmis, en ekki hvað mörg lík liggja grafin í bakgörðum og skúmaskotum viðskiptajöfra, bankamanna og stjórnmálamanna. Sem eru allir sem einn grunaðir eru um græsku, flærð, rumm- ungsskap, rupl og rán, syndsamlega spillingu, lævíslega lymsku og loddaraskap, pretti og siðleysi, mannleysi og ræfildóm að hætti versta ruslaralýðs, óráðsíu og óreiðumanna. Reyndar er þjóðin í algerri óvissu um það hver er grunaður um hvað og hver ekki grunaður um ekki hvað eða ekki neitt eða hvað. Er ástandið eiginlega svo geðbilað, umsnúið og á hvolfi að allir eru grunaðir um allt þar til að sekt þeirra hefur verið afsönnuð eða ógild, óregluð eða afregluð, afglæpuð eða klínt á aðra. Svona er Ísland í dag, eins og fáránlega vitlaus glæpareyfari, skrípaleikur, farsi. Og við sem héldum okkur vera alvöruþjóð sem að mark væri takandi á. ,,HA HA HA HA!!!“ Það hlægilegasta er nú samt sennilega að sirkusstjórarnir skuli hafa sótt um í æðstu ráðum heimspólitíkurinnar, þeir sem lentir eru við hliðina á Dr. Mugabe í frægðarhöll stjórnmála- og stjórnsýslufúskaranna. Hugsið ykkur stjórnmálamenn vora að hræra í málefnum kjarnorkuvígbúnaðar til dæmis!!! ,,HA HA HA HA!!!“ Nei annars … ,,HJÁÁÁÁÁÁÁLP!!!“ Getið þið séð fyrir ykkur íslenska stjórnmála- menn hræra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag? Guð forði heimsins börnum frá þeirri ógæfu. Það er nú nóg að það stefni í skort á brauði handa hungruðum Heimi þó að skortur verði ekki líka á brauði handa hungruðum heimi. Í mínum huga hefur ríkisstjórnin skapað sér rétt til nýs nafns. Í stað þess að vera kölluð ríkisstjórn ætti hún að kalla sig „Þjóðaróöryggisráð sundraðr- ar þjóðar“. Lengra held ég að hún komist nú ekki í virðingarstiga þjóðanna og þjóðarinnar í bili. Höfundur er smiður og laganemi. StjórnarÓráðið HEIMIR JÓHANNSSON S tjórnarskránni hefur af ýmsum ástæðum verið haldið hlémegin í umræðum um Evrópusambandið. Aðild er óheimil eftir gildandi stjórnarskrá. Sú staðreynd er þegar farin að hafa áhrif á taflborði stjórnmálanna. Tímasetning stjórnarskrárbreytinga ræður þannig miklu um samstarfsmöguleika flokka í þeirri sérstöku pólitísku stöðu sem nú er uppi. Leikreglurnar um það hvernig staðið skuli að ákvörðun í svo mikilsverðu máli eru þýðingarmiklar. Því fyrr sem þær eru kunnar þeim mun betra. Aðildarandstæðingar vilja ekki gera stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili. Þannig geta þeir haldið aðildarspurningunni í gíslingu út það næsta. Þjóðin hefur hins vegar ekki efni á óvissu um þetta mál í svo langan tíma hver svo sem endanleg ákvörðun hennar verður þegar þar að kemur. Í þessu sambandi vakna fjölmargar spurningar. Ein lýtur að því hvort unnt er að sækja um aðild og undirrita samkomulag þar um meðan það er andstætt stjórnarskrá. Þetta getur verið lögfræðilegt álitaefni. Flest rök hníga hins vegar að þeirri nið- urstöðu að stjórnarskrárheimildin þurfi þá fyrst að vera fyrir hendi þegar málið verður lagt fyrir til endanlegrar ákvörðunar. Fari svo að sótt verði um aðild á úthallandi þessum vetri er tvennt til um tímasetningu. Annars vegar má gera stjórnar- skrárbreytingu í nokkurri skyndi og rjúfa þing á vordögum. Nýtt þing yrði að staðfesta stjórnarskrárbreytinguna. Það tæki á hinn veginn fyrst afstöðu til aðildarsamnings þegar hann lægi fyrir hugsanlega eftir tólf til átján mánuði. Í framhaldi af því tæki þjóðin endanlega ákvörðun í allsherjaratkvæðagreiðslu. Hinn kosturinn um tímasetningu er sá að rjúfa þing þegar aðildarsamningurinn er klár og gera þá nauðsynlega breytingu á stjórnarskránni. Þjóðaratkvæðagreiðslan kæmi þá beint í kjöl- far alþingiskosninga. Þessi tímasetning gefur rýmri tíma til þess að ná breiðu samkomulagi um leikreglurnar. Eftir fyrri leiðinni eru þær hins vegar fastákveðnar með lengri fyrirvara. Kjarni málsins er sá að núverandi þing má ekki rjúfa án þess að stjórnarskrárbreytingin verði ákveðin. Um aðildarumsókn, stjórnarskrárbundnar heimildir og ákvörðunarferil þarf að ná eins víðtækri pólitískri sátt og kostur er. Nái stjórnarflokkarn- ir saman um þetta lykilmál væri skynsamlegt af þeim að bjóða þeim stjórnarandstöðuflokkum, sem áhuga kunna að hafa, upp á pólitískt samstarf um framgang málsins. Í ljósi þess að æskilegt er að ná eins breiðri samstöðu um málið og pólitískar aðstæður leyfa þarf að skoða hvort gera á kröfur um ríkari stuðning en einfaldan meirihluta. Til álita kæmi í því sambandi að áskilja stuðning aukins meirihluta á Alþingi. Hitt er þó mikilvægara að mæla í stjórnarskrá fyrir um lágmarksstuðn- ing ákveðins hlutfalls allra atkvæðisbærra manna við þjóðarat- kvæðagreiðslu. Samspil slíkra ákvæða kæmi einnig til greina. Með ákvæðum af þessu tagi er verið að auka rétt þeirra sem andvígir kunna að vera við lokaafgreiðslu málsins. Liggi slík minnihlutavörn fyrir frá upphafi ætti að vera mögulegt að ná breiðari samstöðu en ella um að láta reyna á aðildarsamninga. Vanda þarf til stjórnarskrárbreytinga af þessu tilefni. Þær geta verið þáttur í að ná víðtækri samstöðu. Fyrir þá sök á sú hlið málsins ekki að liggja öllu lengur hlémegin í umræðunni. Stjórnarskráin og Evrópusambandið: Hlémegin ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Í DAG | Markaðshyggja Leynifélagið Enn standa yfir deilur milli stjórnar Tals og Hermanns Jónassonar, sem var sagt upp sem forstjóra félagsins á dögunum. Þórdís J. Sigurðar- dóttir, stjórnarformaður Tals, segir ástæðurnar fyrir uppsögninni þær að Hermann hafi gert samning við Símann án vitundar stjórnarinnar auk þess sem hann hafi leynt stjórn Tals um eignarhlut sinn í félagi Jóhanns Óla Guðmundssonar, sem á 49 prósent hlut í Tal. „Hvers vegna leyndi hann okkur því?“ spurði Þórdís í samtali við Mbl.is í á mánudag. „Við þurftum að kom- ast að því í gegnum fjölmiðla. Keypti hlut fyrir ári Tal varð til þegar tvö fyrirtæki sameinuðust í maí í fyrra, Sko, í eigu Teymis, og Hive, í eigu félags Jóhanns Óla og Hermanns. Hermann eignað- ist hlut í félagi Jóhanns Óla fyrir tæpu ári síðan. Þá var gefinn út frétta- tilkynning þar sem tilkynnt var að Hermann hefði keypt hlut í félaginu og væri tekinn til starfa sem forstjóri Hive. Frá þessu var sagt í fjölmiðlum. Eignarhlut- ur Hermanns í félagi með Jóhanni Óla lá því fyrir opinberlega áður en Hive og Sko sameinuðust undir merkjum Tals í maí í fyrra. Hvaða leynd á Þórdís við? Í góðum tengslum Menn þykjast merkja togstreitu innan Samfylkingarinnar; Mörður Árnason, hefur opnað heimasíðuna Græna netið og skýtur þaðan þungum skot- um á flokkssystkin sín, og Guðmund- ur Steingrímsson fékk nóg og gekk í Framsóknarflokkinn. Bloggarinn Andrés Jónsson segir að vissulega sé eftirsjá að Guðmundi en úrsögn hans sé ekki til marks um blikur á lofti hjá Samfylkingunni. Fyrir rælni fékk hann nýlega þær upplýsingar frá skrifstofu Samfylkingarinnar að skráningar í flokkinn væru helmingi fleiri en venjulega. Andrés Jónsson er fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna en starfar nú sem ráðgjafi í almannatengsl- um. bergsteinn@frettabladid.is Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.