Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 14
14 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is NICOLAS CAGE ER 45 ÁRA Í DAG. „Til að verða góður leikari þarftu að líkjast að nokkru leyti glæpamanni, að vera fús til að brjóta reglur til að keppa að einhverju nýju.“ Nicolas Cage leikari er þekktur fyrir myndir á borð við Wild at Heart, Face Off, Adaptation og Leaving Las Vegas en fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut Cage Óskarsverðlaun fyrir besta leik karla í aðalhlutverki. Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er 75 ára á árinu. Af því tilefni hefur verið sett upp sýning á efri hæð í Smáralind- inni með myndum úr sögu happdrætt- isins. Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri HHÍ, var beðinn um að rifja upp hvern- ig happdrættið varð að veruleika. „Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 og var til húsa í Alþingishúsinu,“ segir Brynjólfur. Í upphafi voru nem- endurnir 45 en fjölgaði á næstu tuttugu árum um tæplega hundrað. „Þannig var orðið ástatt að þrengslin voru orðin mjög mikil og því ljóst að eitthvað varð að gera í húsnæðismálum háskólans,“ segir Brynjólfur og samþykkti Alþingi því byggingu á húsnæði fyrir háskól- ann en reyndar með því skilyrði að fé yrði veitt til þess á fjárlögum. Hins vegar varð ekkert af því og því góð ráð dýr. „Eftir því sem ég best veit var það arkitekt aðalbyggingar háskólans, Guð- jón Samúelsson, húsameistari ríkisins, sem færði það í tal við rektor Alexand- er Jóhannesson hvort ekki væri upp- lagt að fá heimild til þess að nýta laga- heimild frá árinu 1926 til að reka happ- drætti fyrir Háskóla Íslands,“ segir Brynjólfur. Hugmyndin fékk blendn- ar móttökur á þingi en þó fór svo að lög þess efnis voru samþykkt 1933 og happdrættið tók til starfa þá um ára- mótin. Fyrsti útdrátturinn fór fram 10. mars 1934. Megintilgangurinn með happdrætt- inu var að byggja aðalbygginguna en fyrsta húsið sem var reist fyrir happ- drættisfé var atvinnudeildarhús sem síðar var kallað Jarðfræðahús. Nú er það í eigu Þjóðminjasafnsins. „Síðan kom aðalbyggingin en svo má í raun segja að allar byggingar Háskóla Ís- lands hafi verið reistar fyrir happ- drættisfé fyrir utan örlítinn hluta í Læknagarði þar sem kom framlag frá ríkissjóði,“ segir Brynjólfur en fyrir utan byggingu húsa hefur féð einnig verið notað til viðhalds og við kaup á rannsóknartækjum. Brynjólfur segir áhugann á happ- drættinu ekki eins afgerandi í dag og hann var í upphafi þegar nánast allir miðar seldust upp. „Í fyrsta lagi eru komin afskaplega mörg önnur happ- drætti en auk þess hefur þjóðfélagið allt breyst svo mikið á þessum tíma. Það sem við verðum vör við, sérstak- lega hjá unga fólkinu, er að fólk vill vita strax hvort það hafi unnið. Tíminn virðist ekki skipta eldri kynslóðir eins miklu máli sem var tilbúið til að bíða,“ segir Brynjólfur en tekur fram að sér þyki undravert hvað þó hafi tekist að halda í horfinu hin síðari ár. Fjárhæðirnar sem safnast í gegnum HHÍ, happaþrennu og happdrættisvél- ar HHÍ eru ekki litlar. Á þessu ári býst Brynjólfur við að Happdrættið geti látið Háskólann hafa um 600 milljónir króna. Fyrir utan sýninguna í Smáralind ákvað Happdrætti Háskólans að hafa í tilefni afmælisins einn stóran vinning upp á 75 milljónir en dregið verður úr seldum miðum í desember. Hið eiginlega afmæli HHÍ verður ekki fyrr en 10. mars. Hvort eitthvað verði gert í tilefni dagsins segir Brynj- ólfur ekki ákveðið enn. solveig@frettabladid.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS : 75 ÁRA Á ÁRINU Fjármagnar allar byggingar HÍ HAPPDRÆTTI Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, við tromlurnar tvær sem dregið var úr á fyrstu árum happdrættisins. Í stærri tromluna voru settir miðar með öllum númerum, í þá minni miðar með þeim vinningsupphæðum er dregið var um í hverjum útdrætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á þessum degi árið 1990 var skakka turninum í Písa lokað fyrir almenningi í fyrsta sinn í 800 ár. Ástæðan var sú að turninn var farinn að hallast einum of mikið og hætta talin á að hann myndi hrynja á hliðina. Á hundrað árum hafði turninn færst til um næstum 25 sentímetra. Áætlað var að hallinn myndi aukast um 2 mm á hverju ári þar sem jarð- vegurinn sunnan megin við turninn var mýkri en norð- an megin. Hafist var handa við stór- felldar viðgerðir á turnin- um árið 1992 og ári síðar var hann hættur að hallast. Árið 1995 hrundi turninn um 2,5 mm á einni nóttu sem var um 10 prósent af þeim halla sem búið var að leiðrétta. Til að koma í veg fyrir að slíkt gerð- ist aftur var turninum hald- ið uppi af tveimur stálbitum. Síðan var komið fyrir lóðum norðan megin á turninn og mörg tonn af jarðvegi voru grafin undan turninum norð- an megin. Árið 2001 hafði hallinn verið minnkaður um 45 sentímetra og var kostn- aðurinn við verkið áætlað- ur um 200 milljónir dala. Þá var hann opnaður almenningi á ný. Talið er að eftir 300 ár verði turninn í hættu á ný. ÞETTA GERÐIST 7. JANÚAR 1990 Skakka turninum í Písa lokað MERKISATBURÐIR 1610 Galileó Galilei uppgötvar tungl Júpíters. 1730 Árni Magnússon handrita- safnari andast 66 ára. 1792 Fyrstu forsetakosningar Bandaríkjanna eru haldn- ar en George Washington verður fyrir valinu. 1906 Ungmennafélag Akureyrar er stofnað. 1927 Símasamband kemst á milli New York og London. 1979 Pol Pot, leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu, er steypt af stóli. 1979 Frystihús Ísbjarnarins í Örfirisey í Reykjavík er tekið í notkun. Það var talið eitt hið fullkomnasta í heimi. 1989 Japanski keisarinn Hiro- hito andast. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Kristbjörg Jakobsdóttir Sunnuvegi 9, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 5. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Finnsson Kristín Jónsdóttir Ásbjörn Snorrason Kristbjörg Tinna, Jón, Tindur Orri, Ylfa Hrönn, Styrmir Ási Kaiser. Ástkær fósturmóðir mín og systir, Ásgerður Emma Kristjánsdóttir Efri Tungu, Vesturbyggð, lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar að morgni aðfangadags 24. desember. Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Sauðlauksdalskirkjugarði. Marinó Thorlacius Halldór Kristjánsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur, síðast að Dalbraut 27, Reykjavík, lést að kvöldi aðfangadags 24. desember. Útför fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkað- ir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á góðgerðarfélög. Eygló Bjarnardóttir Ingibjörg Bjarnardóttir Geir Ólafsson Erla Bil Bjarnardóttir Magnús Bjarnarson Guðrún Helgadóttir Helgi Thorarensen barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og vinur, Elín J. Þórðardóttir Kópavogsbraut 1a, lést fimmtudaginn 1. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 15.00. Elín J. Jónsdóttir Richter Reinhold Richter Valgerður Þ. Jónsdóttir Árni Þórarinsson Arngunnur R. Jónsdóttir Helgi Rúnar Rafnsson Jón Þórir Ingimundarson Elín Ingimundardóttir og Ingimundur Eyjólfsson. Ástkær faðir okkar, sonur, tengdafaðir, bróðir og afi, Þorsteinn I. Sigurðsson húsasmíðameistari, Faxafeni 12, Reykjavík, varð bráðkvaddur laugardaginn 3. janúar sl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. janúar kl. 13.00. Signý Rós Þorsteinsdóttir Guðmundur Úlfar Jónsson Sigurður Þorsteinsson Ágústa Helga Vigfúsdóttir barnabörn og systkini. AFMÆLI DAVID CARUSO leikari er 53 ára. KATIE COURIC sjónvarpskona er 52 ára. KRISTJÁN HREINS- SON skáld er 52 ára. SVAVA JOHANSEN kaupmaður er 45 ára. ANNA MJÖLL ÓLAFS- DÓTTIR söngkona er 39 ára. BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERS- DÓTTIR er 32 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.