Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 10
10 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Fimm til tíu tilfelli af RS-vírus hafa verið greind á veirufræðideild Landspítalans og álíka mörg tilfelli af parainflú- ensu. Sýkingarnar lýsa sér með kvefi, hósta og geta einnig farið lengra ofan í öndunarveginn. „Líklegast er að hámarkinu sé ekki náð,“ segir Arthúr Löve, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans. Sýkingarnar komi fram árlega en á óreglulegum tímum og af mismunandi krafti. „Við byrjum yfirleitt að greina tilfellin einhverjum vikum eða mánuðum áður en faraldurinn verður hvað verstur.“ - hhs RS-vírus og parainflúensa: Árlegir gestir láta á sér kræla HNERRANDI Árvissar öndunarfærasýk- ingar hafa greinst að undanförnu, oftast í börnum. SAMFÉLAGSMÁL Á annan tug þúsunda farsíma hefur safnast í fjáröflunar- og endurvinnsluátaki björgunarsveitanna. Landsmenn hafa brugðist vel við átakinu og komu með gamla farsíma um leið og áramótaflug- eldarnir voru keyptir. Símarnir eru ýmist endurunnir eða endurnýttir og sendir til þróunar- landa. Hægt var að skila símum á flugeldamarkaði björgunarsveita fram á þrettándann. Nú er hægt að koma símum á N1 bensínstöðv- ar á höfuðborgarsvæðinu og í verslanir símafyrirtækja fram til 15. janúar. - hhs Farsímasöfnun Landsbjargar: Tíu þúsund hafa svarað kallinu ÓLAFÍA HRÖNN GAF FYRSTA SÍMANN Á annan tug þúsunda gsm-síma hefur safnast í fjáröflunar- og endurvinnslu- átaki björgunarsveita. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Saera Khan, þingmaður jafnaðarmanna í Noregi, hefur beðist formlega afsökunar en hún fór í leyfi síðasta haust eftir að forseti norska þingsins, Thor- bjørn Jagland, neitaði að láta greiða símreikninga hennar þar sem þeir voru svo háir. Khan skýrði háa reikninga með því að kærastinn sinn væri erlendis og það kostaði sitt að hringja í hann. Síðan kom í ljós að Khan hafði hringt oftsinnis í spákonu á símtorgi. Norskir þingmenn fá almennt allan símkostnað endurgreiddan. - ghs Norsk stjórnmál: Hringdi of mik- ið í spákonu Storkur með vetursetu Storkurinn Sture hefur haldið sig í frostinu í Noregi í vetur þó að hann eigi heima á suðlægari breiddargráð- um. Þetta mun ekki hafa gerst áður og telur fuglafræðingur að storkurinn hafi orðið áttavilltur. NOREGUR Ritstjóri skotinn Ritstjóri rússneska fréttavefjarins Region 51, Sjafig Amrakhov, liggur á sjúkrahúsi í Múrmansk í Rússlandi eftir að hafa verið skotinn fyrir utan íbúð sína. RÚSSLAND LÖGGÆSLUMÁL Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu eru stress- aðri, þunglyndari og kvíðnari en starfsbræður þeirra á landsbyggð- inni. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýbirtum niðurstöðum könn- unar sem Ríkislögreglustjóri hefur látið gera á á streitu og líðan lögreglumanna. Í skýrslunni kemur einnig fram að stjórnsýslutengd streita virðist almennari og meiri en streita, sem beint er hægt að tengja verkefnum lögreglu, hvað varðar höfuðborgarsvæðið. Þar er fyrst og fremst nefndur skortur á starfsfólki, of mikið skrifræði, ósamkvæmi í stjórnunarstíl, skortur á úrræðum og ófullnægj- andi búnaður. „þetta eru einmitt atriði sem Landssamband lögreglumanna hefur verið að benda á í sínum málflutningi,“ segir Snorri Magn- ússon formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Hann segir sambandið fagna skýrslunni. „Þar kemur fram stuðningur við málflutning LL síðastliðin ár varðandi álag á lögreglumenn, sem meðal annars hefur skapast af undirmönnun í lögreglu og breytingum sem gerðar voru á skipan lögreglu í upphafi árs 2007. Þar var, að mati LL, farið nokkuð bratt í hlutina.“ Snorri segir að ofan á þetta bæt- ist svo við sífelldar kröfur um hagræðingu í ríkisrekstri sem gert hafi það að verkum, að mati LL, að ekki verði lengra farið í niðurskurði til löggæslu í landinu. LL hafi ítrekað bent á þessa hluti allt liðið ár til dæmis varð- andi breytingar í lögreglu. Í skýrslunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að sameiningarferli lög- reglu höfuðborgarsvæðisins eigi að vera lokið innan fimm ára. „Þetta er, að mati LL, áhyggju- efni eigi lögreglumenn að búa þrjú ár til viðbótar við það óvissu- ástand sem varað hefur innan lög- reglu undanfarin rúm tvö ár. Það kann ekki góðri lukku að stýra að á sama tíma og slíkt óvissuástand ríkir í þjóðfélaginu skuli lögreglu- menn eiga að búa við áframhald- andi streituvalda í starfsumhverfi sínu umfram það sem „eðlilegt“ er.“ Niðurstöður könnunar Ríkislög- reglustjóra benda enn fremur til þess að lögreglumenn sem lokið höfðu námi við Lögregluskóla rík- isins væru stressaðri, þunglynd- ari og kvíðnari en ófaglærðir starfsbræður vegna aukinnar ábyrgðar hinna fyrrnefndu. Þá líði yngri lögreglumönnum meira eins og þeir séu alltaf í vinnunni og eigi of lítinn tíma með fjöl- skyldu og vinum. jss@frettabladid.is ÁLAGSSTARF Einn af hverjum tíu lögreglumönnum virðist upplifa þónokkra streitu. Álíka fjöldi upplifir þunglyndi og litlu færri kvíða, samkvæmt könnuninni. Með hliðsjón af því má reikna með að 70 lögreglumenn þurfi meðferð við streitu eða þunglyndi árlega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Streita, þunglyndi og kvíði í lögreglu Nýbirt könnun Ríkislögreglustjóra sýnir að lögreglumenn á höfuðborgarsvæð- inu eru stressaðri, þunglyndari og kvíðnari en starfsbræður þeirra á lands- byggðinni. Reikna má með að um 70 lögreglumenn þurfi meðferð árlega. LÖGREGLUMÁL Robert Dariusz Sobi- ecki, sem hefur verið eftirlýstur af lögreglu undanfarnar vikur, er enn ófundinn að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlög- regluþjóns lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Maðurinn á að vera kominn í afplánun á þriggja ára fangelsisdómi en gengur enn laus. Robert, sem er pólskur ríkis- borgari um tvítugt, var dæmdur fyrir að nauðga stúlku á salerni á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars árið 2007. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða henni eina og hálfa milljón króna í skaðabæt- ur. Stúlkan var nítján ára þegar hún varð fyrir ofbeldisverknaðin- um. Í dómi Hæstaréttar sagði að brotið hefði verið ófyrirleitið og til þess fallið að valda stúlkunni verulegum skaða. Lögreglan lýsti fyrst eftir ofbeldismanninum um miðjan desember síðastliðinn. Að sögn Friðriks Smára er talið að hann sé ekki farinn úr landi. Líklegra sé að hann leynist einhvers staðar úti á landsbyggðinni. Lögregla hefur leitað hans, en án árangurs enn sem komið er. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir mannsins eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100. ROBERT DARIUSZ SOBIECKI Eftirlýstur frá 12. desember. Átti að vera kominn í afplánun á þriggja ára fangelsisdómi: Lögregla leitar enn nauðgara LÖGREGLUMÁL Á síðasta ári voru alls 38 ökumenn kærðir í umdæmi lögreglunnar á Vest- fjörðum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, eða fyrir að vera með leifar fíkniefna í blóði eða þvagi. Jafngildir þetta því að þrír ökumenn hafi verið kærðir fyrir þetta brot í hverjum mánuði síðasta árs. Til samanburðar má nefna að á árinu 2007 voru fimm ökumenn kærðir í sama umdæmi fyrir þetta brot á umferðarlögum. Rétt er að geta þess að eftirlitsaðferð- um var breytt í lok árs 2007 og hefur þeirri aðferðarfræði verið beitt allt árið 2008. - jss Lögreglan á Vestfjörðum: Tugir teknir við fíkniefnaakstur ÞRETTÁNDASOKKUR Á Ítalíu fylgir sú sögn þrettándanum að aðfaranótt hans komi gömul kerlingaskrukka, La Befana, færandi hendi með gjafir til barna. Á mánudagskvöldið kom þessi mannfjöldi saman í bænum Viterbo með 52 metra langan sokk, úttroðinn af gjöfum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.