Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 7. JANÚAR 2009 MIÐVIKUDAGUR V Æ G I G J A L D M I Ð L A Í U T A N R Í K I S V I Ð S K I P T U M Útflutningur FOB Innflutningur CI F R É T T A S K Ý R I N G 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 1999 2000 2001 2002 2003 20 Hátt í 40 prósent allra út-flutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadöl- um, samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Hins vegar er útflutning- ur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar. Heildarútflutningur þetta ár, á verðlagi þess, voru ríflega 300 milljarðar króna, en flutt var inn fyrir um 400 milljarða. Ekki eru komnar endanlegar tölur fyrir árið 2008. MEST SKIPT VIÐ EES Langmest utanríkisviðskipti eru við ríki Evrópska efnahagssvæð- isins (EES). Í heildina fóru alls um 80 prósent alls útflutnings til ríkja EES og þaðan komu um tveir þriðju alls innflutnings árið 2007. Þegar viðskipti við einstök ríki eru skoðuð kemur í ljós að mest er flutt út til Hollands, síðan Þýskalands en mest er flutt inn frá Bandaríkjunum. BANDARÍKJADALURINN STÆRSTUR Vægi Bandaríkjadals er heldur meira í viðskiptum við útlönd en nemur beinum viðskiptum. Sam- kvæmt Hagstofutölum voru tæp 60 prósent útflutnings í gjaldmiðl- um EES-landa árið 2007. Tæp 26 prósent voru í evrum og tvö pró- sent til viðbótar í dönskum krón- um, en hún er tengd evrunni. Um tólf prósent fóru fram í bresk- um pundum. Viðskipti í Banda- ríkjadölum námu hins vegar 38,1 prósent. „Nokkuð af verslun við ýmis ríki, til að mynda Asíulönd, er í Bandaríkjadölum auk þess sem megnið af viðskiptum með ál er í þeim gjaldmiðli,“ segir Katla Gylfadóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. ÁLINU SIGLT TIL HOLLANDS Þegar rýnt er í Hagtíðindin sést að verulegur hluti útflutnings til Hollands er ál. Útflutningur til Hollands jókst um 60 prósent milli áranna 2006 og 2007. Það skýrist nær eingöngu af aukn- um útflutningi á áli en einnig kís- iljárni. Það kann að koma á óvart að þetta fari allt til Hollands en skýringin er að enda þótt miklu af þessu sé skipað upp í hollenskri höfn, þá kann það að fara annað síðar. Þegar rýnt er í útflutning til Þýskalands sést að næstum fjórir fimmtu útflutnings þangað eru iðnaðarvörur, að miklu leyti ál. Tólf prósenta aukning á út- flutningi milli ársins 2007 og árs- ins á undan, skýrist af aukningu á álútflutningi. ÁLIÐ TOPPAR FISKINN Álið hefur farið vaxandi í út- flutningi héðan og er nú helsta útflutningsvara Íslands. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt héðan hátt í 700 þúsund tonn af áli fyrir 161 milljarð króna rúman. Útflutningurinn á þessu tímabili nam alls 413 milljörðum, svo rétt tæp 40 prósent útflutn- ings í fyrra voru ál. Árið á undan var á þessum tíma í heild flutt út fyrir tæpa 280 milljarða. Þar af voru flutt út ríf- lega 416 tonn af áli fyrir ríflega 75 milljarða króna. Hlutfall álsins var þá um 27 prósent af heildar- Mest verslað í Bandaríkjadölum Utanríkisverslun með Bandaríkjadal er töluvert meiri en sem nemur viðskiptum við Bandaríkin. Áttatíu prósent útflutnings héðan fer til EES-ríkja. Innflutningur er líka langmestur þaðan. Holland er stærsta útflutningslandið en mest er flutt inn frá Bandaríkjunum. Ingimar Karl Helgason leit á tölur um utanríkisverslun. Hugaðu að heilsu og líðan starfsmanna á nýju ári www.vinnuvernd.is | s.578 0800 vinnuvernd@vinnuvernd.is Trúnaðarlæknir Heilbrigðisþjónustuver Læknisskoðanir Sálfræðiþjónusta Bólusetningar Áhættumat Vinnustaðaúttekt Líkamsbeiting og líkamlegt álag Félags-og andlegur aðbúnaður Vinnuvistfræðileg ráðgjöf Heilsuefling á vinnustað Heilsufarsmælingar Heilsufarsmat Ráðgjöf um næringu Álags og streitustjórnun Heilsuvernd Vinnuvernd Heilsuefling VINNUVERND vellíðan í vinnu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.