Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Páls Baldvins Baldvinssonar Mikil blessun er það að nú skuli manni gefast kostur á að skella sér í iðngarðana gömlu í Skeifunni, leita uppi hús þeirra Valfellsmanna þar sem Hagkaup er enn til húsa og máta þar buxur um fjögurleytið eftir miðnætti. Ekkert er nauðsynlegra okkur neytendum en að eiga greiðan aðgang að fjölbreytilegu vöru- úrvali þegar maður er rændur svefni af áhyggjum af yfirdrætti og myntkörfuláninu. Þá má svala sér með því að dræfa í Hagkaup Skeifunni, skoða nærföt, láta konuna máta nýtt buxnasett, kíkja í salatbarinn og falla í freistingu fyrir innfluttum ostum. KONAN byltir sér og festir ekki blundinn, sprettur svo upp í hug- ljómun: Nú veit ég − förum í Hag- kaup! Kallinn er rifinn upp, skellt í föt og undir stýri og saman skjótast þau aðalbrautir inn í Skeifu, ranka svo við sér í hvítri flúorbirtunni: Æ, hvað vantaði mig aftur? OPIÐ allan sólarhringinn þýðir jú að það er loksins friður í búð- unum. Einstaka öryggisvörður sést á stangli og ef kúnnanum verður svo brátt í brók að hann þurfi aðstoð truflar það engan þótt kallað sé hátt endanna á milli í húsinu: Hei, áttu nokkuð þessar í stærð 36! Feiminn og fámáll piltur frá Öryggismiðstöð leitar að réttum stærðum í nær- fatarekkanum fyrir tvær áhuga- samar konur á fimmtugsaldri sem vantaði kompaní upp úr klukkan tvö á þriðja glasi. Get- urðu hjálpað mér að hneppa? SVEFNVANA vagnstjóri reikar um eins og Palli einn í heiminum og undir suðar þægileg lyftutón- list með kerruna sína: hvaða þvottaduft átti ég aftur að kaupa? Hvar er saltfiskurinn? Skyldi fást tólg hérna? Æ, hugsar nú vandfýsinn les- andi, ætlar nú þetta Baugsþý að fara að vekja athygli á því að gamla Hagkaupsbúðin í Skeif- unni er opin 24/7. Ekki er að spyrja að þessu þýi þeirra Jóns og Ingibjargar. Eigendaþægðin er slík að jafnvel hlaupa þeir ótilkvaddir til að reka erindi þeirra í auglýsingamennskunni. Sá er að koma sér í mjúkinn. Hvort þeirra heldurðu að hafi hringt? Mátað um miðja nótt 11.11 13.34 15.58 11.21 13.19 15.17 Í dag er miðvikudagurinn 7. janúar, 7. dagur ársins. ÚTSALA 20-60% REKKJUNNAR AFSLÁTTUR! H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 RÚMSTÆÐI MEÐLAXTEX HEILSUDÝNUALLT AÐ30%AFSLÁTTUR SVEFNSÓFAR ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR HEILSUKODDAR 30% AFSLÁTTUR SÆNGURVER 30%AFSLÁTTUR KING KOIL HEILSURÚM(Queen Size 153x203)Frá 89.000 kr. Þrýstijöfnun ar- svampsrúm (Queen Size 153x203) KOSTAR NÚ 99.300 kr. FJÖLSTILLANLEG HEILSURÚM ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.