Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 24
MARKAÐURINN 7. JANÚAR 2009 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Varla er tregablandið fyrir Ís-
lendinga að kveðja árið 2008 og
vita með vissu að það komi ekki
til baka. Margir biðu áramótanna
og fögnuðu því að geta kvatt þetta
erfiða ár í sögu þjóðarinnar í
þeirri von að með nýju ári birtist
nýtt upphaf, nýjar vonir, í kjölfar
mikilla vonbrigða og efnahags-
legra hamfara.
En hvað bíður okkar á nýju ári?
Um það ríkir mikil óvissa og nið-
urstaðan mun ráðast af mörgum
þáttum. Sumum sem við höfum
engin áhrif á og öðrum sem ráð-
ast af því hvort þjóðin verður
farsæl eða ekki – hvort mönnum
auðnist að taka réttar ákvarðanir
varðandi grundvallarhagsmuni.
Nokkrir af helstu fjölmiðl-
um landsins völdu nú í desem-
ber menn ársins í viðskiptalíf-
inu. Markaður Fréttablaðsins,
Viðskiptablaðið og Frjáls versl-
un völdu öll forystumenn úr iðn-
aði. Ég fagna verðskulduðu vali
og óska forvígismönnum Alcans
í Straumsvík, Össurar og Mar-
els til hamingju með valið. Öll
eru þessi fyrirtæki í fremstu röð
í heiminum og öll byggja þau í
ríkum mæli á mannauði og há-
tækni. Í þessu felst hvatning til
þeirra sjálfra svo og annarra í ís-
lenskum iðnaði.
Við finnum að nú er runninn
upp tími framleiðslufyrirtækja
af öllu tagi þar sem saman fer
tækni, vit og markaðssókn. Ég
fagna því að það skuli vera viður-
kennt. Veljum íslenskt og hröðum
með því ferð þjóðarinnar upp úr
öldudalnum.
Að undanförnu hafa margir
keppst við að fordæma útrás ís-
lenskra fyrirtækja á seinni árum
og talað með lítilsvirðingu um þá
sem hafa farið fyrir henni. Ég
vara við upphrópanakenndri um-
ræðu af þessu tagi. Ég er ekki
að verja þau mistök sem gerð
hafa verið og varla er deilt um
að mörg fyrirtæki fóru offari. En
það má ekki gleymast að fjöldi ís-
lenskra fyrirtækja hefur staðið
fyrir farsælum fjárfestingum og
starfsemi erlendis, bæði á und-
anförnum árum og einnig á síð-
ustu áratugum. Útrás má því ekki
verða skammaryrði, hvað þá út-
flutningur eða samskipti atvinnu-
lífs okkar við útlönd.
Það þarf að greina á milli
þess sem vel hefur tekist og er
í góðum farvegi og hins sem fór
úrskeiðis. Við eigum að læra af
mistökunum en ekki síður að læra
af öllu hinu sem hefur heppnast
með ágætum.
Hagfræðingur Samtaka iðn-
aðarins hefur unnið línurit sem
sýnir hagsveiflur á Íslandi frá
árinu 1940 með spá til ársins
2013. (Sjá meðfylgjandi mynd).
Þar kemur fram að við erum nú
stödd í níundu auðmerkjanlegu
niðursveiflunni í íslenskum efna-
hagsbúskap frá árinu 1940. Við
lifum í sveiflukenndu umhverfi
og við föllum nú frá toppi hags-
veiflunnar niður á botn. Þetta
er ekkert nýtt. Íslendingar hafa
reynslu af áföllum í efnahagslíf-
inu. Við höfum ávallt unnið okkur
út úr þeim. Það hefur tekið nokk-
urn tíma – en alltaf tekist. Við
erum að því leyti betur búin til
að takast á við þessa niðursveiflu
en hinar fyrri að atvinnulíf okkar
hvílir á mun breiðari grunni en
áður. Útflutningur okkar er miklu
fjölbreyttari en var t.d. í niður-
sveiflunni árið 1968 þegar sjáv-
arútvegur bar einn uppi nánast
allan útflutning landsmanna.
Við skoðun á þessu línuriti, sem
styðst m.a. við hagspá Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins til ársins 2013,
kemur mér á óvart að niðursveifl-
an núna skuli ekki vera sú mesta
á þessu tímabili, miðað við um-
rædda spá. Ég átti von á að út-
litið væri enn verra en í lok sjö-
unda áratugarins þegar aflabrest-
ur og verðfall afurða dundu yfir
þjóðina. En svo virðist sem lands-
framleiðsla hafi minnkað meira
þá en gert er ráð fyrir núna. Við
höfum með öðrum orðum séð það
svartara. Þrátt fyrir það eru við-
fangsefnin núna risavaxin, eins
og að endurreisa bankakerfið, ná
niður vöxtum, koma stöðugleika
á gengi krónunnar, afnema gjald-
eyrishöft og takast á við miklar
erlendar skuldir.
Mótbyr síðasta árs hefur
komið miklum skrið á umræð-
ur um framtíð Íslands í Evrópu-
samstarfi. Á að halda óbreyttri
stefnu eða eigum við að sækj-
ast eftir aðild að ESB? Hrun ís-
lensku krónunnar á síðasta ári og
háskaleg ofurvaxtastefna Seðla-
bankans hafa endanlega gert út
um möguleika okkar á að halda
óbreyttri stefnu. Við höfum þegar
tapað dýrmætum tíma – hefð-
um betur sótt um aðild fyrir ára-
tug. En við því er ekkert annað
að gera núna en að draga rétt-
ar ályktanir, skilgreina samnings-
markmiðin, framkvæma hags-
munamat og hefja aðildarviðræð-
ur hið fyrsta. Íslendingar hafa
þegar tekið upp stærstan hlutann
af regluverki ESB og hafa verið í
miklu samstarfi við sambandið í
gegnum EES samninginn. Því má
ætla að okkur verði tekið vel og
að samningaviðræður taki tiltölu-
lega skamman tíma. Ég er bjart-
sýnn á góðan árangur okkar og að
vel muni takast að gæta grund-
vallarhagsmuna Íslendinga í slík-
um viðræðum.
Mér dettur ekki í hug að halda
því fram að ESB aðild sé allra
meina bót og leysi bráðavanda
okkar. Því er almennt ekki haldið
fram en stundum notað sem útúr-
snúningur af þeim sem eru and-
vígir aðild og telja að Íslending-
ar hafi afl og getu til að standa
einir og óstuddir með ónýta krónu
til framtíðar. Við getum það ekki.
Árið 2008 ætti að hafa kennt
okkur það. Tilraunin með krón-
una er fullreynd. Hún mistókst.
Ég vísa í nýlega grein eftir
Benedikt Jóhannesson, trygging-
arstærðfræðing, en ég er sam-
mála meginniðurstöðum hans í
þeirri grein:
„Það hefði ekki forðað íslensku
bönkunum frá þroti þó að gjald-
miðill okkar hefði verið evra. En
það hefði hins vegar forðað fjölda
heimila og fyrirtækja frá því að
fara í þrot. Kostirnir eru mikl-
ir: 1. Verðbólgan væri 3-4% en
ekki 18-19%. 2. Vextir væru 2-8%.
Ekki 18-26%. 3. Lán sem fólk tók
í fyrra hefðu ekki tvöfaldast sem
hlutfall af launum. 4. Viðskipti við
útlönd væru eðlileg. 5. Útlending-
ar þyrftu ekki að vera hræddir
við að festa fé á Íslandi.“
Það munar um minna!
Í allri umræðu um vanda Ís-
lendinga og leiðir til úrbóta, má
aldrei gleymast það grunnatriði
að við náum árangri ef okkur
tekst að auka verðmætasköpun í
atvinnulífinu – annars ekki. Bat-
inn hefst með verðmætasköpun
atvinnulífsins. Hann næst ekki
með þenslu í opinbera búskapn-
um. Um þetta má ekki ríkja neinn
misskilningur.
Samhliða óhjákvæmilegum
kerfislagfæringum og endurbót-
um, þarf að nýta öll tækifæri
þjóðarinnar til atvinnuuppbygg-
ingar. Í iðnaði gildir einu hvort
um er að ræða stóriðju, hátækni,
sprotafyrirtæki, verksmiðjuiðn-
að, mannvirkjagerð eða handverk.
Það þarf að efla alla þess þætti og
gera allt sem unnt er til að greiða
götu hraðvirkrar uppbyggingar.
Í sjávarútvegi standa vonir til að
unnt verði að auka aflaheimild-
ir verulega. Ferðaþjónusta hefur
aldrei verið öflugri og landbúnað-
ur hefur nú tækifæri til að sanna
enn á ný mikilvægi innlendrar
matvælaframleiðslu.
Það kann einnig að vera að við
þurfum nú að fara óhefðbundn-
ar leiðir til vaxtar og verðmæta-
sköpunar á Íslandi. Við eigum að
vera óhrædd að leita þeirra og
finna djarfar lausnir.
Árið 2009 mun einkennast af
erfiðum tímum og þess vegna at-
vinnuþrefi, eins og segir í kvæð-
inu.
Taki stjórnvöld, stjórnmála-
flokkar, samtök atvinnurekenda
og verkalýðshreyfingin réttar
ákvarðanir trúi ég því að við kom-
umst hraðar upp úr öldudalnum
en flestir gera nú ráð fyrir.
Verði hins vegar áfram hald-
ið úti skaðlegri peningamála- og
vaxtastefnu, gjaldeyrishöftum og
kjarkleysi gagnvart Evrópusam-
bandsaðild, þá mun hagur fólks
og fyrirtækja halda áfram að
versna.
Við munum ekki snúa óhag-
stæðri þróun á Íslandi við með
upphrópunum og mótmælum. Enn
síður með ofbeldi og skemmdar-
verkum og alls ekki með illkvittni
og niðurrifi sjálfskipaðra álits-
gjafa og meintra sérfræðinga.
Mikilvægt er að fjölmiðlar átti
sig á þessu. Hjá þeim þyrfti að
verða hugarfarsbreyting og meiri
stuðningur við lýðræðislega rétt-
kjörin stjórnvöld – en minni áhugi
á sívaxandi tilburðum skrílræðis-
aflanna.
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is
VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu
á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í
staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
bjorn.ingi@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is
Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða
stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við
að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýri-
vaxta á byggðu bóli. Engan þarf að undra þótt margir séu orðnir lang-
eygir eftir umhverfi þar sem heimili og fyrirtæki geta gert áætlanir
til lengri tíma án öfgasveiflna í gengisþróun og kostnaðar vegna verð-
bólguskota.
Í þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við hafa stýrivext-
ir sjaldan eða aldrei verið lægri og í hagstjórn er lagt allt kapp á að
ekki verði stöðnun í efnahagslífinu. Ein af röksemdum þess að hækka
hér stýrivexti í 18 prósent var að fyrir-
byggja fjármagnsflótta þegar krónan
yrði sett á flot.
Hér er hins vegar enn viðhald-
ið þrúgandi aðstæðum vaxtapíning-
ar jafnvel þó svo, líkt og Viðskipta-
ráð Íslands hefur réttilega bent á, að
hátt stýrivaxtastig þjóni „ekki leng-
ur því hlutverki að halda fjármagni
inni í hagkerfinu þar sem nýsett gjald-
eyrislög fyrirbyggja fjármagnsflutn-
inga að nær öllu leyti“. Viðskiptaráð
hefur lagt til að Seðlabankinn fari að
fordæmi seðlabanka annarra ríkja og
lækki stýrivexti sína til að liðka fyrir
aðlögun hagkerfisins.
Atvinnulífið hefur yfir mestallt há-
vaxtaskeið Seðlabanka Íslands kallað
á lægri vexti og undir það ákall er sem
fyrr óhætt að taka. Í ljósi atburða síð-
ustu mánaða verður átakanlega ljóst
að kröftum Seðlabankans hefði síðustu
misseri líkast til verið betur varið í að
huga að fjármálastöðugleika og hlut-
verki sínu sem lánveitandi bankanna til þrautavara en í fyrirfram töp-
uðum þensluslag í umhverfi þar sem aðgengi að erlendu lánsfjármagni
á allt öðrum vöxtum var nánast óheft.
Sú spurning hlýtur því að vakna af hverju stýrivöxtum sé hér haldið
jafnháum og raun ber vitni, jafnvel þótt hér hafi verið leidd í lög gjald-
eyrishöft, að því er virðist til lengri tíma. Gjaldeyrishöftin gera um
leið út um alla von um að hér verði hægt að laða að erlent fjármagn til
verka og verði þau viðvarandi er ljóst að hrekjast munu úr landi mörg
stöndugustu fyrirtæki þjóðarinnar sem umsvif hafa á alþjóðavísu.
Vonandi er hátt vaxtastig samt vísbending um að gjaldeyrishöft eigi
að vera skammvinn, enda þurfi þá enn háa vexti til að draga úr fjár-
magnsflótta. Um leið er þetta þá vísbending um að á næstu vikum eigi
að taka af skarið um hvert skuli stefna í peningamálum þjóðarinnar.
Án skýrrar og trúverðugrar stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar er
vonlítið að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum.
En eftir hverju er þá beðið? Verkefnin liggja fyrir (og hafa gert
lengi) og stendur upp á fólkið sem kosið hefur verið til að leiða þjóð-
ina að leysa þau. Þegar fram líða stundir er ekki ólíklegt að fólk furði
sig á öllum þeim tíma sem menn leyfa sér að taka í að leysa jafnmik-
ilvæg mál og hversu miklu er hætt til, meðan þess er beðið að leyst-
ar verði innanflokksflækjur stjórnmálaflokka. Við aðstæður sem þess-
ar verður að skera á hnútinn. Ef til vill verður það ekki gert nema að
þjóðin fái lýst vilja sínum beint í kosningum og ríður þá á að gera það
sem fyrst.
Enn er beðið framtíðarsýnar í peningamálum.
Biðtíminn er kostnaðarsamur fólki og fyrirtækjum.
Hvað ræður för í
vaxtapíningunni hér?
Óli Kristján Ármannsson
Sú spurning hlýt-
ur því að vakna af
hverju stýrivöxtum
sé hér haldið jafn-
háum og raun ber
vitni, jafnvel þótt hér
hafi verið leidd í lög
gjaldeyrishöft, að því
er virðist til lengri
tíma. Gjaldeyrishöftin
gera um leið út um
alla von um að hér
verði hægt að laða
að erlent fjármagn til
verka.
Aldrei það kemur til baka
Helgi
Magnússon
formaður
Samtaka
iðnaðarins.
19
40
19
42
19
44
19
46
19
48
19
50
19
52
19
54
19
56
19
58
19
60
19
62
19
64
19
66
19
68
19
70
19
72
19
74
19
76
19
78
19
80
19
82
19
84
19
86
19
88
19
90
19
92
19
94
19
96
19
98
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
%
10
5
0
-5
-10
-15
Hagsveiflur á Íslandi 1940-2013
mælt sem frávik frá langtímaleitni landsframleiðslu
O R Ð Í B E L G
Atvinnuhúsnæði við
Smiðjuveg 11 Kópavogi
Þarft þú að lækka húsnæðiskostnaðinn?
Höfum til leigu 120fm, fullbúið ný innréttað
skrifstofuhúsnæði.
Ennfremur 200 fm, iðnaðarhúsnæði (lager)
með stórum innkeyrsludyrum.
Upplýsingar í síma
565 6621 og 869 2544