Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 34
22 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.271 kr. Toyota Land Cruiser 90 D4D Árgerð 2000-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 26.283 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 44.555 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 37.109 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Mikið hefur gengið á hjá handknattleiksliði Stjörnunnar í vetur. Margir menn meiðst, aðrir farið eða hætt og svo var ekki hægt að efna samninga við leikmenn enda buddan tóm og ekki einu sinni til fyrir varabúning- um. Það voru því kærkomnar fréttir fyrir Stjörnumenn þegar þjálfar- inn, Patrekur Jóhannes- son, ákvað að rífa skóna fram úr hillunni og spila með sínum mönnum til loka tímabilsins. Æfing liðsins á mánu- dagskvöldið gekk ekki stórslysalaust fyrir sig og enn eitt áfallið dundi yfir þegar Daníel Einarsson nefbrotnaði þegar hann reyndi að komast framhjá þjálfara sínum í vörninni. „Þetta var alveg óvart og mjög leiðinlegt að hafa lent í þessu,“ sagði Patrekur sem hefur oft þótt harður í horn að taka í vörninni. Aðrir leikmenn liðsins báru vitni um að þetta hefði verið óvart. Menn göntuðust þó með að það hefði verið óþarfi hjá þjálfaranum að slasa annan tveggja leikmanna liðsins sem væru örvhentir og spilhæfir. Nær hefði verið að brjóta einhvern rétthentan enda nóg af þeim. Stjörnumenn hafa því greinilega ekki tapað húm- ornum þrátt fyrir allt. „Þetta er samt kannski það sem koma skal, menn verða að bíta frá sér og verða harðir til þess að ná árangri. Vonandi taka menn vel á því núna,“ sagði Patrekur sem var miður sín yfir þessu slysalega atviki sem var kannski dæmigert fyrir tímabil Garðbæinga. Jákvæðu tíðindin úr Garðabæ eru aftur á móti þau að stór- skyttan Björgvin Hólmgeirsson mun klára tímabilið með liðinu en vitað var af áhuga annarra liða á honum. „Ég býst við því að klára þennan vetur í Garðabænum. Ég er nýbúinn að jafna mig eftir meiðsli og geri ekki ráð fyrir neinum breyt- ingum á mínum högum sem stendur,“ sagði Björgvin. KARLALIÐ STJÖRNUNNAR: BJÖRGVIN HÓLMGEIRSSON VERÐUR ÁFRAM OG ÓHAPP Á ÆFINGU Patrekur nefbraut lærisvein sinn óvart á æfingu HANDBOLTI Íslenska landsliðið leik- ur um þriðja sætið á æfingamóti í Svíþjóð eftir mjög góðan tólf marka sigur, 29-17, á Egyptum í gær. Leikur íslenska liðsins var verulega góður og ljóst að Guð- mundur hafði undirbúið strákana af kostgæfni eftir slakan leik gegn Svíum í fyrsta leik mótsins. Ísland mætir Túnis í leik um þriðja sætið á mótinu í dag. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá íslenska liðinu og allt annað að sjá leik liðsins en gegn Svíum um daginn. Varnarleikurinn var afar þéttur, samvinna manna góð sem og færslur. Fyrir aftan var síðan Björgvin Páll í fínu formi og varði níu skot í hálfleiknum, Sóknarleikurinn var nokkuð stirður rétt í fyrstu sóknunum en svo fór sóknarleikurinn að fljóta vel og menn með upp á hár hvað þeir voru að gera. Tæknifeilar voru nánast engir í hálfleiknum og menn öruggir í aðgerðum. Ragnar stýrði sókninni af myndarskap, Ásgeir var útsjónarsamur og dug- legur að finna línuna þar sem Róbert var öflugur, Logi með fín mörk og hornamenn að nýta færin sín vel. Egyptarnir áttu í raun engin svör við leik íslenska liðsins, og voru óvenju daprir. Ísland gekk á lagið og leiddi með sex mörkum í leikhléi, 14-8. Aðeins átta mörk fengin á sig segir meira en mörg orð um hversu sterkur varnarleik- urinn var. Íslenska liðið gaf ekkert eftir í síðari hálfleik. Hélt einfaldlega uppteknum hætti með Björgvin Pál í banastuði í markinu. Hann varði hvert skotið af fætur öðru, mörg hver úr dauðafærum og var á tímabili með um 60% mark- vörslu. Vörnin hjálpaði eðlilega til og þegar vörnin smellur dettur Björgvin oftar en ekki í gang. Sverre og Ingimundur fóru fyrir vörninni framan af en eftir að Ingimundur fékk tvo brottrekstra kom Vignir inn og fyllti hans skarð vel. Sóknarleikurinn hélt áfram að mjatla vel. Logi var sá eini sem skaut fyrir utan og reyndar full- mikið um tíma. Engu að síður flott- ur leikur hjá honum. Ísland náði tíu marka forystu, 22-12, þegar korter lifði leiks og síðustu mínúturnar voru hálfgert rugl þar sem pirraðir Egyptar fóru að brjóta illa af sér. Íslensku strák- arnir héldu aftur á móti haus, létu ekki pirra sig og lönduðu glæsileg- um tólf marka sigri, 29-17. „Við vorum í tómu tjóni gegn Svíunum og þetta var allt annað. Ég er verulega sáttur við þennan leik,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari. „Við fórum vel yfir mistökin gegn Svíunum og strákarnir komu með svörin sem var ánægjulegt. Við fórum fyrst og fremst yfir varnar- leikinn, númer tvö hlaup til baka og svo hugarfarið almennt en mér fannst vanta upp á grimmd gegn Svíum. Ég var mjög ánægður með svörin í þessum leik.“ Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel og Guðmundur hrósaði sérstaklega leikstjórnandanum, Ragnari Óskarssyni. „Ég var mjög ánægður með Ragnar sem stóð sig vel. Það er langt síðan ég hef séð hann stýra leik svona vel. Ég var síðan sér- staklega ánægður með sóknina í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var náttúrulega hrikalega öflugur og Björgvin alveg frábær í markinu. Svo var ég líka ánægður með hversu fáir tæknifeilarnir voru sem og hugarfarið. Það var rétt núna,“ sagði Guðmundur. henry@frettabladid.is Ótrúlegar framfarir milli leikja Það var allt annað að sjá íslenska handboltalandsliðið í gær en gegn Svíum á sunnudag. Strákarnir sýndu miklum mun betri leik og það mjög góðan leik er þeir kjöldrógu Egyptana, 29-17. Sóknarleikurinn var góð- ur, tæknimistök fá, varnarleikurinn var öflugur og Björgvin Páll hreint stórkostlegur fyrir aftan vörnina. MAGNAÐUR Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í Svíþjóð í gær. Varði eins og berserkur og var með um 60% markvörslu á tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vináttulandsleikur: Ísland-Egyptaland 29-17 (14-8) Mörk Íslands (skot): Logi Geirsson 11/4 (22/6), Róbert Gunnarsson 4 (4), Þórir Ólafsson 3 (4), Ragnar Óskarsson 3 (5), Vignir Svavarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Sverre Jakobsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (3), Rúnar Kárason 1 (6). Varin skot: Björgvin P. Gústavsson 18 (35) 51% Hraðaupphlaup: 4 (Þórir 2, Sturla, Logi). Fiskuð víti: 6 (Róbert 2, Þórir 2, Ásgeir, Logi). > Í úrvalsliði 9 mánuðum eftir barnsburð Keflvíkingurinn Svava Ósk Stefánsdóttir var í gær valin í úrvalslið fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna aðeins níu mánuðum eftir að hún átti dótturina Huldu Maríu Agnarsdóttur. Svava hefur spilað frábærlega með Keflavík í vetur og þá sérstaklega í leikjunum á móti hinum toppliðum deildarinnar þar sem hún er með 15,3 stig, 7,8 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Svava er auk þess með bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en hún hefur sett niður 45 prósent af 60 skotum sínum fyrir utan. FÓTBOLTI Tilkynnt var í gær að Tottenham hefði komist að sam- komulagi við Portsmouth um kaup á enska landsliðsframherj- anum Jermain Defoe á um 15 milljónir punda. Hinn 26 ára gamli Defoe kost- aði Portsmouth 7,5 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Tottenham fyrir um ári en Harry Redknapp, núverandi knattspyrnustjóri Totten- ham, var þá við stjórnvöl- in hjá Portsmouth. Red- knapp var reyndar einnig knattspyrnustjóri West Ham á þeim tíma sem Defoe var keyptur aðeins 16 ára gamall frá unglingaliði Charlton. Defoe skoraði 8 mörk í 12 leikjum fyrir Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en var hins vegar ekki lög- legur með félaginu í FA-bikarn- um og kom því ekki nálægt sigri félagsins þar. Þess má jafnframt geta að Defoe missti einnig af sigri Tot- tenham í deildarbikarnum í fyrra þar sem hann var farinn til Portsmouth fyrir úrslitaleikinn en hann tók hins vegar þátt í öllum leikjum Totten- ham á leiðinni þang- að. Defoe hafði skor- að 9 mörk í öllum keppnum fyrir Port- smouth til þessa á keppnistímabilinu en hann verður að öllu óbreyttu löglegur með Tot- tenham þegar Lundúna- félagið heimsækir Wigan næstkomandi sunnudag í ensku úrvals- deildinni. - óþ Jermain Defoe kominn aftur í herbúðir Tottenham: Tvöfaldast í verði á einu ári FÓTBOLTI Vinstri bakvörðurinn Gunnar Þór Gunnarsson mun að öllu óbreyttu vera áfram í herbúðum Norrköping eins og málin standa í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti í Val á síðustu vikum. „Ég er bara að hefja æfingar að nýju með Norrköping á morgun [í dag]. Ég heyrði af einhverjum áhuga liða þegar ég var á Íslandi en það var ekkert sem ég var í djúpum pælingum yfir þar sem mér fannst þetta ekki vera rétti tíminn til þess að fara. Ég var vissulega ósáttur með fá tækifæri hjá Norrköping á síðasta keppnis- tímabili en nú er komið nýtt þjálfarateymi og ég ætla aðeins að sjá til hvernig þetta verður,“ segir Gunnar Þór. Gunnar Þór, sem á þrjá A- landsleiki að baki, lék aðeins níu leiki með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta keppnis- tímabili og þar af þrjá í byrjunar- liðinu en félagið féll um deild. - óþ Gunnar Þór Gunnarsson: Ekki rétti tím- inn til að fara GUNNAR ÞÓR Mættur aftur út til æfinga hjá Norrköping. FÓTBOLTI Tottenham lagði Burnley, 4-1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbik- arsins. Martin Paterson kom Burnley yfir en Spurs fór gjörsamlega á kostum í síðari hálfleik og skoraði þá fjögur mörk. Mörkin skoruðu þeir Michael Dawson, Jamie O´Hara og Roman Pavlyuchenko og eitt markanna var sjálfsmark. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley en fór af velli á 30. mínútu vegna meiðsla. Lionel Messi skoraði svo þrennu fyrir Barca sem skellti Atletico Madrid, 3-1, á útivelli í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins. Tomas Ujfalusi skoraði mark Atletico Madrid í leiknum, Eiður Smári Guðjohnsen var hvíldur hjá Barcelona. - hbg Enski og spænski boltinn: Sigrar hjá Spurs og Barcelona sport@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.