Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 30
18 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR Baráttan um Eurovision- framlag Íslands í ár, Söngvakeppni sjónvarpsins, hefst á laugardag. Þetta er allverulega „kreppulegri“ keppni en sú síðasta, en þá má segja að mikill góðær- isbragur hafi verið á laga- keppninni. Að þessu sinni keppa sextán lög í Eurovision, í fyrra voru þau þrjátíu og þrjú. Í ár verða fjórir undanúr- slitaþættir, einn upprifjunarþáttur og einn úrslitaþáttur, samtals sex þættir. Í fyrra dugði ekkert minna en sextán undanúrslitaþættir, tveir upprifjunarþættir, einn „wild card“-þáttur og svo sjálfan úrslita- þátturinn, samtals 20 þættir. Að vanda er þátturinn í beinni. Fjögur lög eru flutt og áhorfendur kjósa tvö þeirra áfram í úrslitaþáttinn, sem að þessu sinni fer fram 14. febrúar. Í fyrsta þættinum eru tvö lög á ensku og tvö á íslensku. Dóttir Valgeirs Skagfjörð, Ólöf Jara Skagfjörð, syngur þjóðlegt lag og texta pabba síns, „Hugur minn fylgir þér“. Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir syngur lag og texta Óskars Páls Sveinssonar, „Is it true“. Edgar Smári syngur „The Kiss we never kissed“, eftir tannlækninn Heimi Sindrason, en textann gerði Ari Harðarson. Kraftballöðu Halldórs Guðjónssonar, „Dagur nýr“, syng- ur Aðalheiður „Heiða“, Ólafsdóttir. Textann gerði Íris Kristinsdóttir, áður í Buttercup. folk@frettabladid.is > DÓTTIRIN HEITI LONDON París Hilton er þegar farin að plana barneignir og nöfn á börn sín, þrátt fyrir að vera laus og liðug um þessar mundir. „Ég vil eignast strák fyrst svo hann geti passað stelpurnar mínar. Fyrsta stelp- an mín verður skírð London – það er frábært nafn,“ segir hótelerfinginn alræmdi. „Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara,“ segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálf- ari, tónlistarmaður og fyrrum Idol- stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkams- ræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballa- hljómsveit, „cover-band“ og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri,“ segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöð- um og skólum … allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina,“ segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega,“ segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikar- ar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnar- prufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol- prufurnar.“ - jbg Engar bollur í bandið DAVÍÐ SMÁRI Nýr gítarleikari í Dresscode þarf að vera fjölhæfur, reglumaður og má ekki vera bolla. Samkvæmt erlendum frétta- miðlum er möguleiki á því að John Travolta og Kelly Preston verði kölluð til yfirheyrslu vegna sviplegs fráfalls sonar þeirra, Jett Travolta. Þau hafi jafnvel gerst sek um að hafa ekki sinnt sinni skyldu sem foreldrar og látið Jett hafa tilskilin lyf sem hefðu getað komið í veg fyrir dauða hans. Travolta hefur ætíð haldið því fram að sonur hans hafi þjáðst af hinum sjaldgæfa Kawasaki-sjúkdómi sem fram- kallar flog. En nú hafa aðilar úr samtökum Kawasaki-sjúk- dómsins sagt að hann leggist eingöngu á nýbura og smá- börn. Jett hafi því ómögulega getað þjáðst af þeim sjúkdómi þegar hann dó, sextán ára gam- all. Fyrir nokkru fóru sögu- sagnir á kreik um að Jett væri einhverfur og að flogaköstin tengdust einhvers konar geð- sjúkdómi. John Travolta hefur ávallt vísað því á bug enda eru skýrar reglur um það innan vísindakirkjunnar, sem John og frú iðka af miklu kappi, að andlegir kvillar séu ekki til og því sé lyfjagjöf við þeim algjör- lega út úr kortinu. Vefmiðlar hafa fjallað um málið af miklum áhuga enda ekki langt síðan annar fylgis- maður Vísindakirkjunnar, Tom Cruise, sagði að fæðingarþung- lyndi væri ekki til og olli með orðum sínum miklu fjaðrafoki þar vestra. Hins vegar hefur ekki fengist staðfest að lög- reglan sé með málið til skoðun- ar heldur eru þetta enn sem fyrr sögusagnir. Frá því hefur hins vegar verið greint að John og Kelly hafi tekið son sinn af lyfjum vegna sjúkdómsins þar sem þeim hafi þótt lyfin vera farin að skemma lifrina hans. Travolta kann að verða kærður Í KASTLJÓSI John Travolta og Kelly Preston þurfa ekki einungis að þola sonarmissinn heldur hafa kenningar nú heyrst þess efnis að þau hafi ekki sinnt sínum skyld- um sem foreldrar. NORDICPHOTOS/GETTY Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron“ Ashet- on væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkj- anna eftir tilkynningu um að ekk- ert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stoog es, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló“ sýru- og hippa rokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáf- una sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjör- inn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í end- urkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminni- legum tónleikum í Hafnarhúsinu. Gítarleikari The Stooges látinn THE STOOGES ÁRIÐ 2006 Scott, Ron Asheton og Iggy Pop saman á ný. SÖNGVAKEPPNIN FER Í GANG Á NÝ SÖNGVARAR FYRSTA KVÖLDSINS JÓHANNA GUÐRÚN EDGAR SMÁRI HEIÐA ÓLÖF JARA HÁTÍÐARDAGAR HEILSUNNAR Á SALATBARNUM 7.-9. JANÚAR fyrir einn Faxafen 9 • Sími 588 0222 Erum einnig með almenna veisluþjónustu www.salatbarinn.is Landsþekktir tónlistar- menn skemmta í hádeginu og á kvöldin. Greifarnir, Spútnik, Sjonni Brink, Veðbandið, Anna Sigga, Alla o.fl. VERÐ AÐEINS KR. 1500 FYRIR TVO!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.