Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 6
6 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR ÍSRAEL „Við getum þetta líka“, virð- ast vera skilaboð þeirra Ehuds Olmerts, Tzipi Livni og Ehuds Barak til ísraelskra kjósenda. Það þarf ekki að kjósa neinn Benjamin Netanyahu til að sýna Palestínu- mönnum hörku. Í næsta mánuði verða haldnar kosningar í Ísrael. Ehud Olmert, fyrrverandi leiðtogi Kadima- flokksins, hættir þá sem forsætis- ráðherra. Hann þurfti að segja af sér í haust vegna spillingarmála, en gegnir embættinu til bráða- birgða fram að kosningum. Tzipi Livni utanríkisráðherra tók við af Olmert sem leiðtogi Kadima, en virtist til skamms tíma ekki eiga mikla möguleika á að verða forsætisráðherra að kosn- ingum loknum. Samkvæmt skoð- anakönnunum virtust kjósendur heldur ætla að halla sér að Benja- min Netanyahu, harðsnúnum hægrimanni sem var forsætisráð- herra um þriggja ára skeið undir lok tíunda áratugarins. Netanyahu er leiðtogi Likud- flokksins, tók við forystunni þar árið 2005 eftir að Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra, yfirgaf sinn gamla flokk til að stofna Kadima út af ágreiningi við Netanyahu og fleiri í flokknum um þau áform sín að láta Gazasvæðið Palestínumönnum eftir. Sharon hefur nú legið í dái á sjúkrahúsi í tvö ár. Með miskunnarlausum loftárás- um og landhernaði á þéttbýlu Gaz- asvæðinu tekst þeim Livni og Barak, sem er varnarmálaráð- herra og leiðtogi Verkamanna- flokksins, samstarfsflokks Kad- ima í stjórninni, væntanlega að tryggja sér nægilegt fylgi til áframhaldandi stjórnarsetu. Árásirnar á Gaza síðustu tólf daga hafa kostað nærri 600 manns lífið, þar af meira en hundrað almenna borgara, og eru tugir þeirra á barnsaldri. Ísraelsríki tekur óneitanlega áhættu með þessu gegndarlausa blóðbaði, því þótt staða stjórnar- flokkanna geti batnað í kosningum gætu viðbrögð Palestínumanna, arabaríkja og Vesturlanda hugsan- lega orðið harkalegri en ráðamenn stjórnarinnar virðast reikna með. Til þessa hafa ísraelskir ráðamenn þó sjaldnast þurft að láta viðbrögð umheimsins stöðva sig. Tímasetning árásanna á Gaza virðist ekki aðeins ráðast af því, að kosningar eru í nánd í Ísrael, heldur einnig því að viðbrögð Bandaríkjanna geta aldrei orðið annað en máttlítil, nú þegar George W. Bush á aðeins tvær vikur eftir í embætti forseta og Barack Obama hefur ekki tekið við. Obama hefur ekki fengist til að tjá sig um árásirnar, heldur segist vilja láta Bush það eftir meðan hann er enn við völd. Bush segist hins vegar bæði skilja og styðja Ísraelsstjórn, en hvetur til vopna- hlés. Afstaða hans virðist þó litlu máli skipta vegna þess að embætt- istíð hans er nánast lokið. gudsteinn@frettabladid.is Lagfærir kosninga- stöðu Ísraelsstjórnar Stanslausar árásir Ísraelshers á þéttbýlt Gazasvæðið síðustu tólf daga hafa kostað nærri 600 manns lífið, þar af tugi barna. Tímasetning árásanna virðist miðuð við þingkosningarnar, sem haldnar verða í Ísrael í næsta mánuði. Erum að taka á móti umsóknum á eftirfarandi barna- og unglinganámskeið: * Gítarnámskeið * Trommunámskeið * Rafbassanámskeið -Ætluð fullorðnum byrjendum í gítarleik. Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is Námskeið hefjast í janúar. ......BARA GAMAN... Gítarnámskeið -fyrir leikskólastarfsfólk Partýgítarnámskeið skemmtileg nÁmskeiÐ Bæjarlind 2 sími 534-3700 www.tonsalir.is Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæranáminu LEITUÐU SKJÓLS Í SKÓLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Fjöldi barna og kvenna hefur síð- ustu daga leitað skjóls í skólum sem Sameinuðu þjóðirnar reka víða á Gazasvæðinu, þar á meðal í þessum skóla í Gazaborg. Tugir manna féllu þegar Ísraelar gerðu árás á slíkan skóla í bænum Jebaliya í gær. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Barack Obama reiknar með að nýtt þing, sem kom saman í gær með meirihluta demókrata í báðum deildum, samþykki með hraði hundruð milljarða dala efnahagspakka sem nota á til að lappa upp á efnahagslífið í Bandaríkjunum. „Ég reikna með að geta undir- ritað lögin stuttu eftir að ég tek við embætti,“ sagði Obama, sem tekur við forsetaembætti af George W. Bush eftir tvær vikur. Sextán ár eru síðan demó- kratar höfðu meirihluta í báðum þingdeildum og forsetaembættið að auki. Búast má við að demó- kratar láti hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Ýmislegt dregur þó athygli þings- ins frá efnahagsvandanum. Í gær þurfti hið nýja þing að byrja á að neita Roland Burris um sæti Bar- acks Obama í öldungadeildinni. Hinn umdeildi ríkisstjóri í Illinois, Rod Blagojevich, hafði ætlað að útvega Burris sætið, en Blagojevich var ákærður fyrir að hafa reynt að selja sætið hæstbjóðanda. Demókratar eru staðráðnir í að fallast ekki á neinn sem Blagojevich skipar í þetta þingsæti, en Burris mætti engu síður til Washington í gær vongóður um að verða öldunga- deildarþingmaður. - gb Nýtt þing tók til starfa í Bandaríkjunum í gær, skipað meirihluta demókrata: Obama vill hraða afgreiðslu LEIÐTOGAR DEMÓKRATA Nancy Peloci, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Harry Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeildinni, ræddu við fréttamenn á mánudag að loknum fundi með Barack Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAMKVÆMDIR Jóhanna Sigurðar- dóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra, tók í gær fyrstu skóflu- stunguna að nýjum stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Stúdentagarðarnir rísa við Skóg- arveg í Reykjavík. Húsin eru þrjú talsins og hvert þeirra fjórar hæðir. Í þeim verða áttatíu íbúðir, annars vegar tveggja herbergja og hins vegar þriggja herbergja. Um byggingu húsanna sér Sveinbjörn Sigurðsson ehf. en arkitektar eru Hornsteinar ehf. Áætlað er að þeir 160 til 200 manns sem muni eiga heimili á Skógarvegi geti flutt inn í desem- ber 2009. Leigueiningar á stúdentagörð- um FS eru nú 730 talsins og hýsa um 1.200 manns. Í tilkynningu frá FS segir að félagið þurfi að eiga húsnæði fyrir um fimmtán pró- sent stúdenta við HÍ. Það þýðir um tvö þúsund íbúðir til að uppfylla þarfir næstu ára. Er nú beðið frek- ari úthlutunar byggingasvæðis. Eftir að Jóhanna hafði tekið skóflustunguna setti hún af stað flugeldasýningu og sendi þannig „stúdentum og nýjum nágrönnum þeirra í Fossvogi bjartar kveðjur með því að lýsa upp himininn“, eins og fram kom í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta. - hhs Framkvæmdir við byggingu nýrra stúdentagarða hófust í gær: Þrjú stúdentahús í byggingu FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýjum stúdentagörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Starfsfólk St. Jósefsspítala − Sólvangs í Hafnarfirði sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir megnri óánægju og fordæmir vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráð- herra. „Samskiptaleysi og skortur á upplýsingum til starfsfólks hefur skapað óvissu og kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Rætt hefur verið um að loka skurðdeildum St. Jósefsspítala í hagræðingarskyni. - hhs Starfsmenn St. Jósefsspítala: Fordæma vinnu- brögð ráðherra Auglýsingasími – Mest lesið Á Kaupþing að fara í mál við Breta vegna beitingar hryðju- verkalaganna? Já 95,1% Nei 4,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga aðrir bankamenn að fara að fordæmi Bjarna Ármanns- sonar og skila hluta af háum greiðslum sem þeir hafa fengið? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.