Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 7. janúar 2009 – 1. tölublað Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Kreppir að | Seðlabanki Dan-
merkur, Nationalbanken, spáir
því að allt að 200.000 Danir gætu
misst vinnuna á næstu tveim-
ur árum. Bankinn segir að fari
allt á versta veg verði kreppan í
landinu í ár sú versta frá lokum
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Ódýrara húsnæði | Verð á
húsnæði í Bretlandi lækkaði að
meðaltali um 15,9 prósent á ný-
liðnu ári, samkvæmt upplýsing-
um breska fasteignalánaveitand-
ans Nationwide.
Björgunaraðgerð | Derek Lov-
elock, forstjóri Mosaic Fashion,
hefur átt viðræður við bæði fjár-
festingarfélagið Alchemy og
breska auðjöfurinn Sir Philip
Green um sölu á hlut í verslana-
keðjunni Mosaic Fashion til að
bæta úr lausafjárvanda félags-
ins.
Gas, gas | Heimsmarkaðsverð á
hráolíu hefur hækkað um 40 pró-
sent frá aðfangadegi, eða um það
leyti sem Rússar skrúfuðu fyrir
gasleiðslur til Úkraínu. Nú er
búið að skrúfa fyrir gas á landa-
mærum Rúmeníu og það þýðir að
það er orðinn gasskortur í Búlg-
aríu, Grikklandi, Tyrklandi og
Makedóníu.
Háar kröfur | Gjaldþrot Sterling
flugfélagsins í Danmörku stefnir
í að verða eitt það stærsta í Dan-
mörku á síðustu árum. Kröfur í
þrotabúið nema nú 870 milljón-
um danskra króna, hátt í 20 millj-
örðum íslenskra króna. Talið er
að verðmæti eigna í þrotabúinu
upp í kröfur nemi um 97 milljón-
um danskra króna.
„Við vonumst
til þess að nið-
urstaða fáist í
málið í þessum
mánuði,“ segir
Finnur Svein-
björnsson,
bankastjóri
Kaupþings.
Fram hefur
komið að
nokkrir tugir
starfsmanna gamla Kaupþings,
og félög á þeirra vegum, fengu
ríflega fimmtíu milljarða króna
að láni í bankanum til að kaupa í
honum hlutabréf. Þau urðu verð-
laus þegar bankinn féll.
Stjórn gamla Kaupþings sam-
þykkti í lok september að af-
létta persónulegum ábyrgð-
um af starfsmönnunum vegna
hlutabréfakaupanna. Standi það,
teljast hlutabréfalánin til skatt-
skyldra tekna.
Starfsmennirnir hafa hins
vegar óskað eftir því við stjórn
nýja Kaupþings að lánin verði
innheimt í samræmi við almenn-
ar reglur bankans. - ikh
Hillir undir
lok lánamála
FINNUR
SVEINBJÖRNSSON
Verðbólga mældist 1,6 prósent
á evrusvæðinu í desember, sam-
kvæmt útreikningum Eurostat,
hagstofu Evrópusambandsins.
Þetta er talsvert umfram vonir.
Kólnun hagkerfisins, minni
eftirspurn á neytendamarkaði og
lækkun olíuverðs skýrir lækkun-
ina að mestu, að sögn Bloomberg-
fréttaveitunnar.
Jean-Claude Trichet, seðlabanka-
stjóri evrópska seðlabankans,
ætti að gleðjast við fréttirnar en
verðbólga hefur ekki verið minni
í rúm tvö ár og komin undir
markmið bankans. - jab
Dregur úr
verðbólgu
Hagvöxtur á Íslandi var mun meiri á sjöunda og átt-
unda áratugnum en á hinu svokallaða frjálshyggju-
tímabili sem hófst 1995. Það er því afar villandi að
kenna hagþróun síðustu ára við efnahagsundur, að
því er Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor segir í
nýrri grein í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.
Í greininni er greint frá rannsókn á þróun hagvaxt-
ar og kaupmáttar á lýðveldistímanum á Íslandi. Við-
fangsefnið er skoðað í samhengi við nýlegar fullyrð-
ingar um „íslenska efnahagsundrið“, það er þá hug-
mynd að hagsæld og kaupmáttur hafi aukist meira
eftir árið 1995 en á fyrri áratugum lýðveldisins.
Stefán segir að bæði þjóðarframleiðsla og kaup-
máttur almennings hafi aukist langmest á tímabilinu
frá 1960 til um 1980. Hið eiginlega íslenska efnahag-
sundur hafi átt sér stað á þessum tíma.
„Góðæri fyrri áratuganna einkenndust af almennri
og jafnri aukningu kaupmáttar meðal almennings,
en góðærið eftir 1995 einkenndist af sívaxandi ójöfn-
uði, sem fól í sér að hátekjufólk og stóreignafólk
naut hagvaxtarins í meiri mæli en þeir sem lægri
tekjur höfðu,“ segir í grein Stefáns. Þar kemur enn
fremur fram, að góðærið eftir árið 2003 hafi mikla
sérstöðu á lýðveldistímanum, vegna þess að það hafi
öðru fremur byggt á gríðarlegri skuldasöfnun er-
lendis.
Frjálshyggjuvæðingin náði hámarki með einka-
væðingu bankanna, segir Stefán sem segir nýja eig-
endur bankanna hafa þeim á ótæpilegan hátt í fjár-
festingastarfsemi. Í kjölfarið hafi fylgt dæmigerð
ofþensla og eignaverðsbóla, með skuldasöfnun sem
nú hafi leitt til fjármálahruns. - bih
Hagþróunin ekkert efnahagsundur
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
„Það verður ekkert eins og var áður,“ segir Jóhann
Antonsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla
á Dalvík, og vísar þar til breytts rekstrarumhverf-
is fjármálafyrirtækja.
Smærri sparisjóðir eiga sumir hverjir í óform-
legum þreifingum um samruna eða samstarf, en
Jóhann telur þó lítinn fót fyrir fréttum af stofn-
un nýrrar norðlenskrar peningastofnunar. „Spari-
sjóðsmenn um allt land velta hins vegar ýmsu fyrir
sér í hagræðingarskyni þótt viðræður séu óform-
legar,“ segir hann. „Allir leita hins vegar að hag-
kvæmustu leiðum. Það eina sem maður getur verið
viss um er að ekkert verður eins og var áður. Ýmis-
legt þarf að breytast.“
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðsins í Keflavík, telur sömuleiðis að við spari-
sjóðum landsins blasi gjörbreyttar aðstæður sem
bregðast verði við. „Ég horfi fram á að á árinu verði
samþjöppun meðal sparisjóða,“ segir hann.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga
Capital, kveður „úr lausu lofti gripnar“ þreifing-
arnar um norðlensku peningastofnunina sem vísað
var til í kvöldfréttum Útvarps í vikunni. Banki hans
átti þar að verða stærsti eigandi. „Menn eru sjálf-
sagt að hittast hér og hvar í kaffi og kleinum, en við
höfum ekki komið nálægt neinum viðræðum á þess-
um nótum.“ Við sameininguna voru orðaðir Spari-
sjóður Svarfdæla, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Spari-
sjóður Siglufjarðar, Sparisjóður Skagafjarðar og
Sparisjóður Höfðhverfinga á Grenivík, með mögu-
legri aðkomu KEA og Kaupfélags Skagfirðinga.
Saga Capital og VBS fjárfestingarbanki áttu í
haust í viðræðum um mögulega sameiningu en
þeim var slegið á frest í októberbyrjun vegna mik-
illar óvissu á fjármálamörkuðum. Þá hafði í fyrra-
vor verið samið um aðkomu KEA að Sparisjóði
Höfðhverfinga, en fallið var frá þeim ráðahag eftir
að hann hafði um allnokkurt skeið verið til umfjöll-
unar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þá hafði KEA einnig
átt í viðræðum við Sparisjóð Svarfdæla um aðkomu
að sjóðnum, en þeim hefur, samkvæmt heimildum
blaðsins verið hætt, í minnsta kosti að sinni.
Samrunaviðræður Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs
sparisjóðs og SPRON munu vera á áætlun og ennþá
er að því stefnt að boða stofnfjáreigendur og hlut-
hafa til fundar í febrúar þar sem fjallað verði um
samruna sjóðanna. Formlegar sameiningarviðræð-
ur hófust í desemberbyrjun, en verði af sameining-
unni miðar hún nýliðin áramót.
Ekkert eins og áður var
Smærri sparisjóðir velta fyrir sér samrunamöguleikum og eru
með óformlegar þreifingar. Ár samruna að hefjast. Viðræður
Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON eru sagðar á áætlun.
Helgi Magnússon
Aldrei það
kemur til baka
Kauphöllin
Ný hlutabréfavísitala
á nýju ári
2 6
Utanríkisviðskipti
Mest verslað í
Bandaríkjadölum
4-5