Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HEILSUBANKINN er vefsíða helguð ýmsu sem viðkemur heilsu. Þar má finna upplýsingar um mat og næringu, uppskriftir, heilsurækt, umhverfið, námskeið og hvers kyns meðferðir sem standa til boða og tengjast heilsu með einum eða öðrum hætti. Nánar á www.heilsubankinn.is. Júlíus Guðmundsson, verkefna- stjóri hjá Íslenskri erfðagrein- ingu, bregður sér öðru hverju í hressandi frí til Skotlands ásamt félögum sínum þeim Páli Malm- berg, Gísla Pálssyni og Stefáni Róberti Gissurarsyni. Þar veiða þeir dádýr og fasana í námunda við Blair Atholl Castle en kastal- inn er talinn með fegurri bygg- ingum Bretlands og hefur þá sér- stöðu að vera skjannahvítur. Breskir ferðamenn sækja mikið á þetta svæði enda náttúrufeg- urðin einstök. Þeir félagarnir hafa í þrígang sótt staðinn heim og þá ávallt að hausti. Þeir hafa gist í huggulegri heimagistingu hjá leiðsögumanninum sem sér um veiðina og eyða svo tveimur dögum í dádýraveiði, eða „red deer stalking“, og einum í fasana- veiðar eða „rough shooting“. „Þarna er mikil veiðihefð og allt annað siðferði en hér heima. Mikið er lagt upp úr kurteisi en Skotarnir eru einstaklega við- kunnanlegir. Bretar eru taldir kurteisir en Skotar eru bæði kurt- eisir og viðkunnanlegir,“ segir Júlíus. Herragarðsstemningin ræður ríkjum og leiðsögumennirnir klæðast allir tweed-fötum og til- heyrandi og segja þau miklu betri en goritexið. Júlíus segir að líkja megi stemningunni við sjónvarps- þættina um Hálandahöfðingjann (The Monarch of the Glen) sem sýndir hafa verið á RÚV. Hann segir veiðina mjög vel skipulagða og borga menn fyrir að fá að skjóta eitt dýr á dag. „Það er kvöð á landareignunum að halda stærð stofnsins, sem er mjög stór, í skefjum og ef það er ekki gert þá eru landeigendurnir rukkaðir fyrir að fá menn til þess í vinnu. Þeir nýta því okkur veiði- mennina í að fella þau dýr sem þeim er skylt að fella. Við sækj- um svo um leyfi til yfirdýralækn- is til að flytja kjötið til Íslands. Við skilum dýrunum inn í slátur- hús ytra, borgum vinnslugjald og fáum það fullverkað og tilbúið í frystinn og hjá flestum okkar er þetta jólamaturinn,“ upplýsir Júlíus sem hefur lengi haft mik- inn veiðiáhuga og veitt hreindýr, rjúpur og gæsir. Hann segir veiðina í skosku hálöndunum óviðjafnanlega. „Andrúmsloftið á svæðinu og í nærliggjandi bæjum er afslappað og þetta eru frí sem maður gefur ekki svo glatt upp á bátinn,“ segir Júlíus sem er staðráðinn í því að fara aftur í haust. vera@frettabladid.is Á skotskóm með Skotum Júlíus Guðmundsson nýtur sín vel á veiðum í skosku hálöndunum ásamt félögum sínum en þangað hef- ur hann farið þrisvar sinnum og veitt í jólamatinn. Hann segir ekki hægt að hugsa sér betra frí. Veiðifélagarnir frá vinstri: Páll Malmberg, Júlíus Guðmundsson, Gísli Pálsson og Stefán Róbert Gissurarson. MYND/ÚR EINKASAFNI UPPLÝSINGAR O s ng Mjódd • opnar o rku f læð i • s lökun • losar um spennu og kv íða • dregur úr verk jum • s ty rk i r l í kamann • ja fnvægi f y r i r l í kama og sá l • o . f l . S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Kínversk leikfimi með dekurnuddinýtt Leiðbeinandi: Qing DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 Tai jíTau lo Skráning er hafin Kennari: Meistari Zhang einkatímar og hópatímar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.