Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 38
26 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 370 milljónum króna. 2 Fyrir glæsilega jólaskreytingu. 3 Helvítis fokking fokk. LÁRÉTT 2. fita, 6. ólæti, 8. fugl, 9. bók, 11. tveir eins, 12. aldin, 14. kambur, 16. nudd, 17. hrópa, 18. trjátegund, 20. í röð, 21. snudda. LÓÐRÉTT 1. borg, 3. belti, 4. handarlínulist, 5. gifti, 7. til reiðu, 10. tugur, 13. frjó, 15. bannhelgi, 16. tangi, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. tólg, 6. at, 8. lóa, 9. rit, 11. ff, 12. ólífa, 14. burst, 16. nú, 17. æpa, 18. eik, 20. áb, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. faró, 3. ól, 4. lófaspá, 5. gaf, 7. tilbúin, 10. tíu, 13. fræ, 15. tabú, 16. nes, 19. ku. „Í vinnunni er maður bara að hlusta á fólkið og tala en á morgnana þegar ég vakna hlusta ég á Beyond the Missouri Sky með Charlie Haden og Pat Metheny. Þetta er rólegur og fallegur diskur.“ Þórný Jóhannsdóttir, landvörður, leið- sögumaður og hjúkrunarfræðingur. „Var í Kartuzy með mennina mína hér í Póllandi. Þetta er bráðskemmtilegur hópur,“ skrifar Jónína Benedikts- dóttir heilsuræktarfrömuður á Facebook-síðu sína. Og þar er ekki orði ofaukið. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að gríðarlega kátur og skemmtilegur hópur landsþekktra manna stefndi til Póllands eftir áramótin í detox- meðferð. Á síðustu stundu bættist Árni Johnsen alþingismaður í hópinn og er það varla til að slá á hressleikann sem ætla má að þarna svífi yfir vötnum. Því þá þegar voru búnir að melda sig Ásgeir Þór Davíðsson og vinur hans Þorsteinn Hjaltested, Gunnar Þorsteinsson og félagar hans voru og á leiðinni og taldi Geiri grallaralegur víst að Gunnar hefði í nægu að snúast við að tala um fyrir mönnum sem taldir eru hafa sitthvað á samviskunni. Fjöldi manna hefur vitnað um að þessar ferðir standi sannarlega undir nafni sem allsherjar heilsubót og má búast við þessum fyrirferðarmiklu mönnum til landsins eftir um hálfan mánuð – hressari en nokkru sinni. - jbg Árni Johnsen bætist í kátan detox-hóp ÁRNI BÆTTIST Í HÓPINN Búast má við því að líf og fjör sé nú í Póllandi en í hópnum sem nú dvelur þar eru nokkrir af hressustu Íslendingum sem um getur, Geiri á Goldfinger, Gunn- ar í Krossinum, Jónína Ben og Árni Johnsen. Breski lagasmiðurinn og söngvar- inn James Morrison kom til lands- ins í gær. Hann hyggst taka upp myndband hér á landi en Saga Film hefur umsjón með verkinu. Að sögn Jóns Bjarna Guðmunds- sonar hjá Saga Film lenti Morri- son á Íslandi um klukkan fjögur í gær og var áætlað að taka upp ein- hverjar senur fyrir myndbandið í Vík í Mýrdal og eitthvað á Reykja- nesi, jafnvel í Bláa lóninu. Morri- son er síður en svo fyrsta breska poppstjarnan sem sækir landið heim í þessum erindagjörðum en strákasveitin Take That tók meðal annars upp myndband við lagið Patience fyrir þremur árum við Reykjanesvita. Jón Bjarni segir að Saga Film fái miklu fleiri fyrirspurnir frá áhugasömum útlendingum núna en á sama tíma fyrir ári og tengir það fyrst og fremst við efnahags- hrunið. „Við erum að fá fyrir- spurnir frá löndum sem hafa alla jafna ekki mikið fjármagn á milli handanna en finnst það núna þess virði að koma hingað,“ segir Jón Bjarni og nefnir til að mynda Ísra- el í því samhengi. En aftur að Morrison. Fyrir þá sem ekki þekkja til hans þá hefur honum verið líkt við nafna sinn Blunt sem heimsótti Íslendinga á síðasta ári. Söngvarinn sló fyrst í gegn með laginu You Give Me Something fyrir rúmum tveimur árum. Lagið náði þá fimmta sæt- inu á breska smáskífulistanum en plata sem kom í kjölfarið, Undis- covered, náði alla leið í fyrsta sæti. Lagið naut töluverðra vin- sælda hér á landi og Morrison eignaðist dyggan aðdáendahóp, Undiscovered var meðal annars valin besta erlenda platan af hlust- endum Kiss FM. Morrison var í kjölfarið tilnefndur til þriggja Brit-verðlauna og fór heim með ein: besta karlkyns sóló-listamann- inn. Hafði hann þar betur í barátt- unni við Radiohead-stjörnuna Thom Yorke og Pulp-hetjuna Jar- vis Cocker. freyrgigja@frettabladid.is JÓN BJARNI GUÐMUNDSSON: NÚ STREYMA ÚTLENDINGARNIR HINGAÐ James Morrison gerir tón- listarmyndband á Íslandi VINSÆLL James Morrison naut töluverðrar hylli hér á landi fyrir tveimur árum og nú launar hann greiðann með myndbandsgerð í Vík í Mýrdal. NORDICPHOTOS/GETTY „Við urðum að snúa þessu aðeins við, annað hefði bara verið kjána- legt,“ segir leikstjórinn og leik- ritaskáldið Björn Hlynur Haralds- son. Leikverkið Dubbeldusch er komið til Hafnarfjarðar eftir mikla sigurför fyrir norðan en hefur tekið stakkaskiptum síðan það var frumsýnt í mars á síðasta ári. Þá lék nefnilega allt í lyndi og enginn, ekki einu sinni ráðamenn, höfðu hugmynd um hvað væri handan við hornið. „Bönkunum hefur verið breytt og við getum ekkert verið minni menn og breytum verkinu, þetta er nýtt Dubbeldusch fyrir Nýja Ísland,“ útskýrir Björn Hlyn- ur. Breytingarnar felast aðallega í umhverfinu, í staðinn fyrir glæsi- bifreiðar eru komnir eldri kaggar, gorgeirinn hefur breyst í hógværð og sumarbústaðurinn sem leikritið gerist í er ekki fullbúinn heldur þakinn byggingarplasti. „Við breyttum líka tóninum í samtölun- um og það má eiginlega segja að áður hafi þetta verið fjölskylda í krísu í miðju góðæri en nú er þetta fjölskylda í krísu í kreppu.“ Leik- ritaskáldið áréttar þó að söguþráð- urinn sé sami, handritið sé einfald- lega hráefni sem hægt sé að matbúa á þann hátt sem hver og einn kjósi. „Mér finnst þetta reynd- ar mjög skemmtilegt, að notast við handritið á þennan máta og væri alveg til í að gera meira af þessu.“ Verkefnastaðan hjá Birni er þéttskipuð. Hann hefur tekið við af Ólafi Agli Egilssyni við gerð kvikmyndahandrits eftir sögu Hreins Vilhjálmssonar, Bæjarins verstu, sem Vesturport hyggst kvikmynda þegar fram líða stund- ir. „Og svo er eitt og hálft leikrit sem ég geng með í maganum,“ bætir Björn við. - fgg Góðærið skrifað út úr Dubbeldusch NÝTT DUBBELDUSCH Verk Björns Hlyns Haraldssonar fékk tilnefningu til Grímunnar sem sýning ársins. Það hefur nú aðeins verið staðfært í ljósi efnahagsástandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin Sigur Rós náði merk- um áfanga síðastliðinn sunnudag þegar hún varð fimmtán ára. Til stendur að halda upp á afmælið með einhverjum hætti seinna í þessum mánuði eða í þeim næsta. Ekki hentaði að halda upp á það á sunnudag vegna þess að hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson eignaðist nýverið barn með eiginkonu sinni, Maríu Huld Markan, og hefur hann því í nógu að snúast í föður- hlutverkinu þessa dagana. Sitt sýnist hverjum innan Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði um að fyrr- um forstöðumaður upplýsingasviðs Kaupþings, Jónas B. Sigur- geirsson, sé nú ritstjóri Hamars – málgagns flokksins þar í bæ. Fyrirliggjandi er að upplýsing- ar frá Kaupþingi fyrir hrunið hafi verið afar misvísandi og flokkshollir telja ekki á raunir sínar bætandi en Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fékk verstu útreið frá árinu 1918 í síðustu sveitarstjórnarkosning- um. Kona Jónasar er Rósa Guðbjartsdóttir sem setið hefur á þingi undanfarið fyrir Sjálfstæðisflokkinn en svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn tengist bankakerfinu á margvíslegan máta. Bubbi Morthens greindi frá því í útvarpsþætti sínum, Færiband- inu, á mánudagskvöldið að hann hefði horft ásamt fjölskyldu sinni á söngvamyndina Mamma Mia! Bubbi upplýsti hlustendur um það að hann hefði allar götur frá því Svíar unnu Eurovision árið 1974 fyrirlitið Abba. En við þessa upplifun tók hann flokkinn loks í sátt, 34 árum seinna, og skipar þeim nú í hóp með Bítlunum, Bob Marley og Cat Stevens sem Bubbi telur meðal þeirra bestu. - fb, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Fiskbúðin Hafrún hefur opnað aftur! Höfum opnað glæsilega fi skbúð í Skipholti 70, ferskleiki og gott verð er okkar aðalsmerki. Frábær þjónusta með alvöru fi sksölum. Fiskbúðin Hafrún s. 553 0003 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.