Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 8
8 7. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is 1 Hvað segist Bjarni Ármanns- son, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hafa skilað hárri upp- hæð til bankans eftir fall hans? 2 Fyrir hvað hlaut Búllan við- urkenningu á mánudaginn? 3 Hvaða fræga slagorð prýðir nýjan bol sem seldur er í Fígúru á Laugaveginum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 Nú er sá tími ársins sem sígarettuþrælar reyna hve harðast að sleppa tökum á fíkninni. Snaggaraleg örvíman sem hlýst af innöndun- inni er lítilfjörleg í samanburði við heilsu- leysið sem reykingafólk er að kalla yfir sig. Ekki síðri hvati til að hætta er tilhugsunin um allar krónurnar sem sparast. Nú er algengt sjoppu- verð á sígarettupakka um 700 krónur, svo eins pakka á dag- manneskja er að púa 255.500 krónum bókstaflega út í loftið á ári. Það eru útborguð mánaðarlaun fyrir meðalmann- inn. Margir treina sér vanann og svissa yfir í nikótíntyggjó. Eins pakka á dag- reykingamanneskjan fer með sirka spjald á dag (12 tyggjó) og þarf því að kaupa tvo pakka á mánuði. Það er vissulega ódýrara en að totta líkkistunaglanna, kostar 105- 125 þúsund á ári eftir því hvar nikótín- tyggjóið er keypt. Sumir reykingamenn skipta yfir í nefúða sem ku meira „kikk“ en tyggjóið. Eins og sést hér á verðkönn- uninni eru apótekin misdýr. Þessar hjálparvörur hafa hækkað mikið undanfarna mánuði vegna veikingar krónunnar, líkt og sígaretturnar. Hafa skal í huga að fólk getur auðveldlega orðið háð nikótínvörum. Mörg dæmi eru um fólk sem er enn á nikótíntyggjói eftir margra ára jórtur. Mesta vitið og mestur sparnaður er því auðvitað að hætta bara og þola fráhvörfin með tilheyrandi geðvonsku og svitaköst- um. Neytendur: Hættu að reykja og sparaðu stórfé Græddu ein mánaðarlaun á ári Nicotinelle Nicorette nefúði fruit 2 mg., 0.5 mg., Apótek 204 stk. 200 skammtar Lyfjaver 4.459 kr 3.994 kr. Garðsapótek 4.390 kr. 4.790 kr. Skipholtsapótek 4.483 kr. 4.103 kr. Lyfja, Lágmúla 4.890 kr. 4.324 kr. Lyf og heilsa, JL-húsinu 5.293 kr. 5.093 kr. Apótekarinn, Melhaga 4.857 kr. 4.298 kr. Lyfjaval, Þönglabakka 4.950 kr. 5.470 kr. STJÓRNSÝSLA Stjórnskipulag Akra- neskaupstaðar tók miklum breyt- ingum um áramót. Margar nefnd- ir voru aflagðar og verkefni þeirra færð undir ný ráð; fjöl- skylduráð og framkvæmdaráð. Í þeim munu kjörnir fulltrúar sitja, líkt og í bæjarráði sem starfar áfram. Samhliða urðu svið bæjarins – sem á starfa embættismenn – að stofum og heita eftirleiðis fjöl- skyldustofa, framkvæmdastofa og skipulags- og umhverfisstofa auk aðalskrifstofu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að þegar breytingarnar verði að fullu komnar til fram- kvæmda sparist tíu til fimmtán milljónir króna á ári. Skipulagsbreytingarnar nú eru afrakstur starfs sem hófst að loknum kosningunum 2006. Leið- arljósið var að gera stjórnsýsluna gegnsærri og auka skilvirkni hennar. Gísli segir að jafnframt hafi verið stigið stórt skref í átt til aukins lýðræðis þar sem kjörnum fulltrúum sé falið veigameira hlutverk en áður. Þeir komi að málum á fyrstu stigum sem geri lýðræðið opnara og virkara. Þá verði hlutverk og ábyrgð kjör- inna fulltrúa og ráðinna embætt- ismanna gleggra og skýrara með erindisbréfum. Breytingarnar voru gerðar í samráði við samgönguráðuneytið sem fer með málefni sveitarfé- laganna. Að sögn Gísla hafa þær vakið áhuga sveitarstjórnar- manna í nágrannasveitarfélög- um. - bþs Stjórnskipulagsbreytingar á Akranesi gætu sparað tíu til fimmtán milljónir á ári: Ætlað að auka skilvirkni og gegnsæi GÍSLI S. EINARSSON Segir 10 til 15 milljónir sparast með því að leggja niður nefndir. Kólerufaraldur magnast Kólerufaraldurinn í Simbabve magn- aðist á mánudaginn, eftir að hafa hægt á sér um viku skeið. Alls hafa nærri 35 þúsund manns veikst og 1.700 látist síðan faraldurinn braust út í ágúst. SIMBABVE Hauskúpur í kjallara Tvær hauskúpur ásamt fleiri manna- beinum fundust í kjallara fjölbýlishúss í Vínarborg í gær. Lögreglan var kvödd til og hófst rannsókn þegar á því af hverju beinin voru í kjallaranum. AUSTURRÍKI FJÖLMIÐLAR Flestir treysta Fréttastofu Rúv, 82,1 prósent, og eykst traustið á milli mánaða. Þetta kemur fram í könnun MMR. Þá fækkar þeim sem bera frekar eða mjög lítið traust til Rúv, úr 5,6 í 5,1 prósent. Traust á Morgun- blaðinu fer vaxandi, úr 62,6 prósentum í 64,3. Þeim sem treysta blaðinu frekar eða mjög lítið fjölgar úr 10,1 prósenti í 11,4. Traust á Fréttablaðinu minnkar, úr 45,2 prósentum í 41,2. Þeim sem treysta Fréttablaðinu frekar eða mjög lítið fjölgar úr 17,7 í 24,5 prósent. Fæstir treysta DV, eða 3,1 prósent en 80,9 prósent treysta DV frekar eða mjög lítið. - kóp Traust á fjölmiðlum: Flestir treysta Fréttastofu Rúv VIÐSKIPTI Fjórir aðilar munu senn hefja viðræður við Glitni um kaup á Árvakri, útgáfufélagi Morgun- blaðsins. Að hverjum þeirra standa ýmist einn eða fleiri fjár- festar. Ekki er loku fyrir það skot- ið að samstarf komist á milli aðila um kaup á félag- inu. Einar Sig- urðsson, for- stjóri Árvakurs, hefur unnið að leit og kynningu fyrir nýja fjár- festa. Hann segir að rætt hafi verið við um tuttugu aðila en eftir standi fjórir sem hefji nú viðræður við Glitni, viðskipta- banka Árvakurs. „Við teljum að það þurfi að fást niðurstaða í þess- ar samræður um miðjan þennan mánuð,“ segir Einar en formleg leit að nýjum eigendum hefur staðið frá nóvemberlokum. Að sögn Einars hefur áhersla verið lögð á að reyna að tryggja sem breiðast eignarhald að félag- inu; samþjöppun eignarhalds sé óæskilegt. Hann segir önnur skil- yrði ekki hafa verið sett. Til að mynda hafi ekki verið útilokað að eigendur eða hluthafar í öðrum fjölmiðlum eignist hlut í Árvakri. Í fjárfestakynningu Árvakurs kemur fram að ráðgert sé að hluta- fé núverandi eigenda verði fært niður þegar nýir fjárfestar finn- ist. Einar segir að frá því hafi verið gengið við Glitni að stjórn félagsins sæti og gegndi skyldum þar til endurfjármögnun væri frá- gengin. Í fjárfestakynningunni kemur fram að skuldir Árvakurs nema rúmlega 4,4 milljörðum króna. Tæplega þrír milljarðar eru lán frá Glitni vegna kaupa á prent- smiðju en önnur lán frá Glitni nema tæplega 800 milljónum. Þá skuldar Árvakur Landsbankanum tæpar 900 milljónir. Landsbanka- lánið og Glitnislán upp á rúmar 300 milljónir eru óveðtryggð en voru veitt með ábyrgð eignar- haldsfélaga hluthafa. Einar segir að skuldirnar hafi vaxið mjög á síðasta ári vegna gengishruns krónunnar. „Við, eins og fleiri félög, erum með lán með tengingar við erlendar myntir og skuldastaðan versnaði um rúm- lega tvo milljarða króna á síðasta ári vegna gengishrunsins.“ Því til áréttingar nefnir hann að lánið frá Landsbankanum sem nú stendur í tæpum 900 milljónum nam 450 milljónum þegar það var tekið. Í fjárfestakynningunni kemur fram að á síðasta ári nam tap Árvakurs fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) 570 milljónum króna. Rekstraráætlan- ir gera ráð fyrir að á þessu ári verði jákvæð EBITDA. bjorn@frettabladid.is Fjórir ræða við Glitni um að kaupa útgáfufélagið Árvakur Forstjóri Árvakurs segir að fást verði niðurstaða um aðkomu nýrra eigenda um miðjan janúar. Skuldir Ár- vakurs nema rúmum 4,4 milljörðum. Þær jukust um rúma tvo milljarða á síðasta ári vegna gengisfalls. AÐ HÁDEGISMÓUM Skuldir Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, jukust um rúma tvo milljarða á síðasta ári vegna hruns krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR SIGURÐSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.