Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 20
Reglulegar æfingar fyrir börn og unglinga í þjóðaríþrótt Íslendinga, glímu, eru að hefjast um þessar mundir hjá KR. Óttar Ottósson glímuþjálfari segir glímuna góða alhliða íþrótt sem reyni á allan lík- amann. „Æfingarnar eru hugsaðar fyrir byrjendur og lengra komna og allir krakkar á grunnskólaaldri eru velkomnir,“ segir Óttar, sem hefur áralanga reynslu af glímu og glímdi sjálfur sem barn. „Ég glímdi í bernsku hjá Ármanni og tók mér svo aldar- fjórðungs hlé en byrjaði aftur að glíma í Danmörku árið 1993. Þetta er fjórði veturinn sem ég kenni glímu hjá KR en það hafa verið glímunámskeið fyrir krakka hjá KR í mörg ár.“ Stundum hefur það heyrst að glíma þyki hallærisleg íþrótt en Óttar segist ekki finna fyrir for- dómum hjá krökkunum gagnvart glímunni. „Nei það get ég ekki sagt. For- dómar eru rótgrónir meðal full- orðinna en ekki meðal barnanna. Upp til hópa finnst krökkum þetta mjög skemmtilegt. Það er sam- keppnin við aðra tómstundaiðju sem háir okkur hvað mest.“ Spurður hvort glíma sé íþrótt sem henti öllum krökkum vill Óttar meina svo. „Glíma er skemmtileg íþrótt og alhliða hreyfing. Hún reynir mikið á allan líkamann. Mín reynsla er sú að börn þurfa að vera búin að ná ákveðnum þroska svo hægt sé að kenna þeim að glíma en ég hef lagt á það áherslu að taka við öllum. Þá kynnast þau íþróttinni. Það eru til börn sem hafa ekkert gaman af boltaíþróttum og þá er gott að eitt- hvað annað sé í boði. Þetta er nú einu sinni þjóðaríþróttin.“ Glímuæfingar KR fara fram í Melaskóla klukkan 17 til 18 á þriðjudögum og fimmtudögum. heida@frettabladid.is Íslensk glíma fyrir börn Skipulögð dagskrá og námskeið fyrir krakka eru að hefjast aftur eftir jólahátíðina. Af mörgu er að taka og fyrir þá sem hafa fengið nóg af hangsinu inni við gæti þjóðaríþróttin glíma átt vel við. Óttar Ottósson, glímuþjálfari hjá KR, segir þjóðaríþróttina góða alhliðahreyfingu fyrir krakka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BYRJENDANÁMSKEIÐ í stafgöngu hefjast þriðjudaginn 13. janúar. Námskeiðin eru tíu tímar og gengið er frá Laugardalslaug um Laugardal á þriðju- og fimmtudögum klukkan 17.30. Framhaldsnám- skeið er í boð fyrir þá sem eru lengra komnir. Sjá www.stafganga.is. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600 6. - 9. mars Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 7. - 10. febrúar næstkomandi í Reykjavík. Námskeiðið er kennt á íslensku Saltfiskur er mikilvægur hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim! Ekta saliskur lbúinn l útvötnunar. Tímarnir breytast en saliskurinn frá Ekta ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöum og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saliskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saliskré Fæst um allt land. Hafðu samband! 466 1016 www.ektafiskur.is Bæklingur á 4 tungumálum um meðferð og eldun fylgir með. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.