Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2009 23 KÖRFUBOLTI KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson og Haukakonan Krist- rún Sigurjónsdóttir stóðu sig best í fyrri hluta Iceland Express-deild- anna, að mati valnefndar KKÍ en verðlaunin voru veitt í gær. Jakob Örn Sigurðarson hefur stýrt KR-liðinu sem hefur unnið alla 11 leiki sína fyrir áramót og er með 17,1 stig og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Aðrir í úrvals- liðinu voru þeir Jón Arnór Stefánsson (KR), Cedric Isom (Þór), Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) og Sigurður Gunn- ar Þorsteinsson (Keflavík). Ísak Einarsson í Tindastól var valinn dugnaðarforkurinn. Nánast fullkomið hjá okkur „Þetta er búið að vera nánast fullkomið hjá okkur. Ég finn mig vel í KR-bún- ingnum og mér líður mjög vel að fá að spila með þessum strákum aftur. Liðinu gengur vel og þá gengur manni sjálfum vel,“ segir Jakob sem veit að það er mikið til ætlast af liðinu. „Það er rosalega góður mórall og þar vegur þungt að við þekkj- umst allir vel og höfum gert lengi. Við treystum hver á annan og vitum hvernig menn vilja fá boltann og hvar,“ segir Jakob sem er klár í framhaldið á tímabil- inu. „Mér líst mjög vel á fyrsta leikinn á móti ÍR og ég lofaði því að við verðum tilbúnir. Við vitum að þetta er bara hálfnað og við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá,“ sagði Jakob. Kristrún Sigurjónsdóttir er fyr- irliði Haukaliðsins sem hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum fyrir áramót. Kristrún hefur skorað 21,4 stig í leik. Aðrar í úrvalsliðinu voru þær Slavica Dimovska (Haukum), Signý Hermanns- dóttir (Val) og Keflvíkingarnir Birna Valgarðsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir. Fanney Lind Guðmundsdóttir í Hamri var valin dugn- aðarforkurinn. Eins og að vinna í lottóinu „Ég er mjög ánægð með árangur liðsins en það er ekkert unnið með því að vera í efsta sæti um jólin. Það er gaman að fá svona viður- kenningar en þær gefa manni ekkert meira,“ segir Kristrún sem segir færri útlend- inga í deildinni hafa skapað tækifæri. „Það er rosa- lega gaman á æfingum og það er virkilega gaman að vera í Haukum núna,“ segir Kristrún sem er ánægð með félaga sinn í bakvarðasveit Haukanna Slavicu Dimovsku en þær eru báðar í úrvalsliðinu. „Það var eins og að vinna í lottó- inu að fá Slavicu. Hún er frábær leikmaður og mikill liðsmaður bæði innan sem utan vallar,“ segir Kristrún. „Við megum ekki slaka á núna og það er áskorun fyrir liðið að halda einbeitingu. Þegar maður er svona ofar- lega um jólin þá þýðir ekkert annað en að stefna hærra og það þýðir bara að reyna að vinna titlana sem eru í boði.“ Svigrúm til að bæta sig Bestu þjálfararnir þóttu Einar Árni Jóhannsson, þjálfari nýliða Breiða- bliks í Iceland Express deild karla, og Ari Gunn- arsson, þjálfari Hamars í Iceland Express-deild kvenna. „Ég er mjög stoltur af liðinu en við erum ennþá í bullandi fallbaráttu og megum ekki tapa okkur í gleðinni. Fyrstu tveir leikirnir á nýja árinu eru gríðarlega mikilvægir,” segir Einar Árni. „Við erum búnir að lenda í frek- ar skrautlegum meiðslum og veik- indaveseni í vetur. Strákarnir mega vera stoltir af því að hafa náð að fara í gegnum þessar öldur og ná í sigra. Eins ánægður og maður er með fimm sigra þá er maður pínulítið svekktur að vera ekki með sjö,“ segir Einar Árni sem er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit að við höfum töluvert svigrúm til að bæta okkur og ég sannfærður um að við verðum sterkari á nýja árinu,“ sagði Einar. Kvíðir því ekki að spila án Juliu Hamarskonur hafa verið spútniklið vetr- arins í Iceland Express-deild kvenna og er í 2. sæti deild- arinnar með 9 sigra og aðeins 2 töp. Fyrir þetta tímabil var Hamar aðeins búið að vinna 9 af 44 leikjum sínum í efstu deild. „Ég er aðallega ánægður með dugnaðinn í stelpunum því það er kjarni í liðinu sem æfir mjög vel og er að skila þessu í hús,“ sagði Ari Gunnarsson sem hefur verið með liðið frá 2006. Ari hefur ekki áhyggjur þó að hann sé að missa Juliu Demirer sem var með 17,8 stig og 13,9 fráköst að meðaltali fyrir jól. „Hinar koma bara tvíefldari til leiks og ég kvíði því ekki að spila án hennar,“ sagði Ari. ooj@frettabladid.is Jakob og Kristrún voru valin best Einar Árni Jóhannsson og Ari Gunnarsson eru bestu þjálfarar fyrri hluta Iceland Express-deildanna. BEST Jakob Örn Sigurðarson og Kristrún Sigurjónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Launa mið ar og verk taka mið ar Skila skyld ir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launa greiðsl ur, hlunn indi, líf - eyri, bætur, styrki, happ drætt is - og talna vinn inga (skatt skylda sem óskatt skylda), greiðsl ur til verk taka fyrir þjón - ustu ( efni eða vinnu) eða aðrar greiðsl ur sem fram - tals skyld ar eru og/ eða skatt skyld ar. Bif reiða hlunn inda mið ar Skila skyld ir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða ann arri starf semi hafa haft kostn að af kaup um, leigu eða rekstri fólks bif reið ar. Hluta fjár mið ar Skila skyld eru öll hluta fé lög, einka hluta fé lög, sam vinnu hluta fé lög og spari sjóð ir. Launa fram tal Skila skyld ir eru ein stakl ing ar með eigin at vinnu - rekst ur, sem telja fram á papp ír, og óskatt skyld félög sem ekki skila raf rænu skatt fram tali og sem greiddu laun á árinu 2008. Við skipti með hluta bréf Skila skyld ir eru bank ar, verð bréfa fyr ir tæki og aðrir þeir að il ar sem ann ast kaup og sölu, um - boðs við skipti og aðra um sýslu með hluta bréf. Bankainn stæð ur Skila skyld ar eru allar fjár mála stofn an ir og aðrir að il ar sem taka við fjár mun um til ávöxt un ar. Lán til ein stakl inga (fast eigna veð lán, bíla lán og önnur lán). Skila skyld ar eru allar fjár málastofn - an ir (bank ar, spari sjóð ir, líf eyr is sjóð ir, trygg inga fé lög, fjár mögn un ar leig ur o. s. frv.) sem hafa lánað fé til ein stakl inga. Stofn sjóð smið ar Skila skyld eru öll sam vinnu fé lög, þ. m. t. kaup félög. Tak mörk uð skatt skylda - greiðslu yf ir lit Skila skyld ir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðsl ur til er lendra aðila og ann arra, sem bera tak mark aða skatt skyldu hér á landi. Greiðslu mið ar – leiga eða afnot Skila skyld ir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðsl ur fyrir leigu eða afnot af lausa fé, fast eign um og fast eigna rétt ind um eða öðrum réttindum. Hluta bréfa kaup skv. kaup rétt ar samn ingi Skila skyld eru öll hluta fé lög sem gert hafa kaup - rétt ar samn inga við starfs menn sína sam kvæmt stað festri kaup rétt ar á ætl un. Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is                                                    !  "  #$ " $&                ( ) ) *         +  ,&-         ) / 0         1      )   !         3   /   (  /   '      1         1  +/   +"     5     +  +/    6 )   ,  4   ( 4   4  )  7! /  7       '   /   8 /1   ) /                           !! !" #"            '     4    .&-   0  ; 4  2 !    5: <2 :' 6= ;> 5 <6 @@ A  Skilafrestur á eftirtöldum gögnum vegna framtalsgerðar 2009 er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar 2009 Skil á upp lýs ing um vegna skattframtals 2009 Jón a J ón sdó ttir Rim a 2 4 112 Re ykj aví k 21 02 72 -22 29 1.9 67 .04 3 78 .68 4 860 39 .34 0 86 0 1.9 67 .04 3 27 4.6 70 Kvöldskóli BHS Borgarholtsskóli býður kvöldskólanám í málm- og véltæknigreinum. Eftirtaldar greinar verða í boði: Málmsuða: HSU, LSU, RLS og RSU Málmsmíðar: HVM, PLV, VVR og REN Teikningar: GRT, CAD, TTÖ og ITM Véltækni: AVV og VÖK Kennt er virka daga frá 18:10 til 22:30 og laugardaga frá 8:10 til13:50 Innritun verður 8. og 9. janúar kl. 17 – 19,10. janúar kl. 11 – 14 Kennsla hefst 12. janúar Nánari upplýsingar eru á www.bhs.is og í síma 5351700

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.