Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 2
2__________ fólk flistum SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 * 1 i i t \ t „í þeim reyfara yrðu miklar og stórfenglegar ástir í bland” — Rætf við Áma Bergmann um nýja skáldsögu hans ■ Augu manna lukust upp fyrir þrem árum þegar einn þekktasti gagnrýnandi landsins tók sér sæti á bekk með rithöfundunum sem hann hafði vélað um á metaskálum sínum um langt árabil. Pessir atburðir urðu með bók hans „Miðvikudagar í Moskvu“. „Pað var minningabók, en nú færir Árni Berg- mann sig enn innar með langeldum á skáldabekk, því hann hefur nú skrifað skáldsögu. „Geirfuglar" heitir sagan og það er Mál og Menning sem gefur út. Við ræddum við Árna um nýju bókina. „Sagan fjallar um lítið samfélag suður með sjó og það hvernig ungur drengur nemur þar land,“ segir Árni. „Hann byrjar á að kynnast svefnherberginu hjá foreldrum sínum og heldur þaðan áfram út í heiminn. Hann er allan tímann á þessu þrönga sviði, - nema hvað að hann kemst einu sinni upp áKeili í sigursælli fjallagöngu. Mínir heimahagar? Jú, það er eins og Jón úr Vör segir. Þú kemst aldrei langt frá fæðingarhrepp þínum. Hann vakir yfir þér hverja stund. En liitt er svo annað mál að skáldsaga verður til með þeim hætti að þessi reynsluheimur eða sannleikurinn, sem hver höfundur hefur reynt, hann verður að ganga í hjúskap við uppspunann. Skemmtun höfundar- ins er svo sú að stjórna þessum „ástum samlyndra hjóna“ og láta þau eiga mannvænleg börn á sem flestum síðurn." Nú varst þú kunnastur sem gagnrýn- andi, áður en „Miðvikudagar í Moskvu“ birtust. Hafðir þú kannske lengi gripið í að semja áður, þótt hljótt færi? „Nei, ég hef aldrei gengið með rithöfund í maganum, eins og sagt er, nema á þeim tíma þegar allir eru skáld, en það er einhvern tímann í mennta- skóla.“ Komstu að einhverju nýju um rithöfundarstarfið, þegar þú byrjaöir sjálfur að semja? „Ekki nema því að það er miklu skemmtilegra að skrifa bók sjálfur en að skrifa gagnrýni. Pað er forréttindastarf miðað við það. Menn hafa haft í huga einhverjar skarpar andstæður á milli gagnrýnanda og höfunda, en átta sig ekki á því að hér á íslandi er obbinn af því sem skrifað er um bækur skrifað af rithöfundum. Til dæmis hefur það alltaf verið svo í stærsta blaði landsins, Morgunblaðinu, að þar hafa lang oftast verið gagnrýnendur menn sem sjálfireru rithöfundar. Til er sú kenning að eina leiðin til þess að kynna sér eitthvert mál sé sú að setja saman um það bók. Þetta segir Hendrik van Loon, þegar hann var að skrifa bók sína um Simon Bolivar. Það er nokkuð til í þessu og ég held að jafnvel þótt menn sýsli lengi við bókmenntir, þá komast þeir ekki að því fyrr en þeir prófa sjálfir, hvernig þessi gerjun er, þegar reynsluefnið fer að breytast í eitthvað annað, eins og ég áðan lýsti. Það geta menn ekki skilið utan frá. Stór saga? Nei, ekki óþægilega stór, engan veginn af rússneskri lengd. Hún er 180 síður.“ Nú er siður að spyrja rithöfunda hvort þeir hafi valið sér næsta viðfangsefni? „Já, en það er líka hjátrú að menn skyldu tala sem fæst um það. Þó er mér efst í huga efni sem mér datt í hug í pólitískan reyfara. Mér datt það í hug þegar ég lá á sjúkrahúsi í sumar. í þeim reyfara mundu verða miklar og stórfeng- legar ástir í bland. Nei, ég vil ekki lofa að þetta verði mitt næsta viðfangsefni. Nei, það geri ég ekki, þetta er aðeins hugmynd enn.“ ■ Árni Bergmann. Nýjungarnar koma frá „ISGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP“ hefur þá eiginleika að haröna ekki í kuldum, heldur helst þaö mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ÍSGRIP“ dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliðum (Superfiller) sem veitir aukið öryggi við akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggið í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Útsölustaðir um land allt. bridgeSTONE álslandi BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23, sími 812 99. ■ Tryggvi Emilsson les úr eigin verkum í Iðnó á morgun. Verkafólk í bókmenntnm — Dagskrá til heiðurs Tryggva Emilssyni, áttræðum H Verkamannafélagið Dagsbrún gengst fyrir samfelldri dagskrá um verkafólk í bókmenntum til heiðurs Tryggva Emilssyni, áttræðum. Dagskrá þessi verður í Iðnó í dag, laugardag, og hefst klukkan 2 eftir hádegið. Meðal annars mun Tryggvi lesa úr eigin verkum. Á samkomunni verður flutt stutt erindi um Tryggva og stöðu hans í íslenskum bókmenntum af Þorleifi Haukssyni. Eðvarð Sigurðsson, fyrrum formaður Dagsbrúnar, flytur ávarp. Að öðru Ieyti byggist dagskráin á upplestr- um, leikatriðum og söng úr ýmsum verkum er tengjast sögu verkafólks. Þeir sem koma fram eru: Silja Aðalsteinsdóttir, sem er kynnir, Guð- mundur Ólafsson, Kristín Ólafsdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Þorleifur Hauksson og Guðmundur Hallvarðs- son, sem annast undirleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.