Tíminn - 31.10.1982, Síða 12

Tíminn - 31.10.1982, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 íslensk þjóðsaga um kynjaskepnu: ^ KATANESDYRIÐ „Á slærð við þrévett naut, aflangt nokkuð, með langan haus og hala afarmikinn...5’ ■ I fornum ritum og annálum Islend- inga er nokkrum sinnum fjallað um kynni landsmanna af kynjaverum, eink- um vatna- og sæskrímslum. í annálum frá 14. öld er t.d. vikið að Lagarfljóts- ormi sem margt fólk á Austurlandi telur að enn leynist í fljótinu. Einna skemmtilegust slíkra sagna er þjóðsag- an um Katanesdýrið á Hvalfjarðar- strönd sem m.a. fékk af sér myndarlega teikningu i blaðinu Þjóðólfur og varð tilefni merkilegs dómsmáls. Frásögnin hér á eftir er tekin úr þjóðsagna- og munnmælasafni Jóns Þorkelssonar. Á stærð við hund „Á Katanesi á Hvalfjarðarströnd varð sumarið 1874 vart við dýr nokkurt eða skrímsli við tjörn eina allstóra, sem þar er stekkjarveg frá bænum. Voru það helst unglingar, sem sáu dýr þetta. Þótti þeim það koma upp úr tjörninni og hverfa í hana aftur. Sögðu þeir, að það væri á stærð við hund í stærra lagi, en ekki lýstu þeir dýrinu nákvæmlega, sem þeir sáu það enda tortryggðu menn sögusögn þeirra. Sumarið 1875 þóttust menn aftur ekki ósjaldan sjá sömu skepnu á sömu stöðvum. Sýndist hún þá hafa vaxið síðan árið áður og vera nú orðin nær því á stærð við vetrung. Leið nú og beið, að ekki urðu ntenn skrímslis þessa varir fyrr en um vorið og sumarið 1876. Þá sáu það mjög margir menn, bæði eldri og yngri, og var því lýst svo, að það væri á stærð við þrévett naut, aflangt nokkuð, með langan haus og hala afarmikinn á að giska þriggja álna langan hvítleitt unt búkinn, en hausinn rauður. Sannorður maður kvaðst hafa verið á reið skammt frá nefndri tjörn og hafi hann þá séð, hvar dýr þetta lá í laut einni. Ekki leit það við honum, en það sá hann að það hafði sex stórar klær á hverjum fæti eða löpp, en fæturnir stuttir, kjafturinn ákaflega mikill og framtennur fjórar í miklar og hvassar, eyru hafði það lafandi, en þó sáu menn það rcisa þau beint upp. Hvorki sáu menn hár né hreistur á húð þess, heldur því líkast sem hausinn og halinn væri húðlaus og sæi í rauða kvikuna. Það sögu þeir, sem sáu dýrið í tjörninni, að það synti afarfljótt, og er þess getið, að Sverrir steinhöggvari kvaðst hafa séð skrímslið á hröðu sundi, hvern daginn eftir annan og hafa horft á það góðan tíma í hvert sinn, en þó var það nálega í kafi í yfirborði vatnsins, svo að ekki var skotfæri á því. Oft reikaði dýr þetta frá tjörninni, en stundum var það í henni dögum saman, eða það lá í hólma sem er í miðri tjörninni. Aldrei elti það nautgripi né hesta, en bæði menn, jafnvel þótt þeir væru ríðandi og sauðfénað, enda hurfu nokkrar kindur þar á Katanesi, er menn hugðu, að það hefði tekið. Sáu menn það og einangra kind frá fjárhóp. Þó var það ekki neitt tiltakanlega frátt á landi og töluvert seinna en meðalhestur. Katanesdýrið gerist magnað og grimmt Dýr þetta tók nú að gerast svo magnað og grimmt, að smalapiltar, bæði á Katanesi og næstu bæjum, fengust ekki til að gæta búsmala, nema ríðandi á góðum hestum og í bjartviðri, svo að til vandræða horfði með málnytu manna. Óttuðust menn og, að þjóðvegurinn af Hvalfjarðarströnd og út á Akranes mundi leggjast af, því að hann liggur skammt frá tjörninni, og þótti ferða- mönnum sér ekki óhætt að fara hann nema þeir væru margir saman og vel vopnaðir, ef dýrið kynni að ráðast á þá, og ekki var annað fyrirsjáanlegt en að Katanes mundi eyðast og jafnvel fleiri bæir á ströndinni. Tók nú að gerast illur kurr í bændum og hétu á hreppstjórann til fulltingis að sjá nokkurt ráð til að vinna óvætti þessa. Brugðust þeir skjótt undir það. Þá var landshöfðingi á íslandi Hilmar Finsen (d. 1886), og tóku hreppstjórar það ráð upp að fara til Reykjavíkur á fund hans og tjá honum vandræði sín og héraðs- manna og hver vogestur væri kominn í byggðina og með svo ærnum ágangi að hvorki nýttist búsmali né þjóðvegir og horfði til landauðnar, báðu hann ásjár og fjárstyrks úr landssjóði með skjalleg- um ritningum til þess að standast kostnað þann, er mundi verða við það að vinna ófreskju þessa. Rífleg borgun fyrir höfuð spillvirkjans Ekki kvaðst landshöfðingi vilja veita þeim styrk til þessa stórvirkis að óreyndu, en hitt lét hann ummælt, að þeir mundu eiga góðrar og ríflegrar borgunar að bíða, ef þeir ynnu dýrið og þegar þeir gætu fært honum höfuð spillvirkjans eða enda, hvort sem þeir næðu því dauðu eða lifandi. Fóru nú hreppstjórar aftur heim til sín heldur en ekki kampakátir og þóttust hafa gert góða ferð. Síðan kölluðu þeir saman á fund alla helstu bændur í Strandarhrepp og hreppstjórann úr næstu sveit, sem líka lá undir ágangi dýrsins. Varð það að samþykkt á þeim fundi, að útvega skyldi skotmann þann, sem bestur væri í öllu Þverárþingi sunnan Hvítár, til þess að leggjast á gren við tjörnina og vinna óvætti þessa. Skyldi ætla honum rík- mannlegt kaup fyrir starfa sinn, enda stóðu þá yfir heyannir á túnum og töðuvöllum. Var nú undinn að þessu bráður bugur, því ekki mátti svo búið standa, og gerðir menn á fund skot- manns að sækja hann og semja við hann um kaupið. Varð ferð sú með góðum erindislokum, og kom skotmaður með þeim um hæl. Var nú settur vörður við tjörnina nótt og dag, er gera skyldi skotmanni vart við, þegar dýrið færi á land úr tjörninni. Nú spurðust þessi tíðindi víða, og fýsti þá marga að sjá þegar dýrið væri tekið. Dreif því að Katanestjörn múg og margmenni úr ýmsum áttum. Þangað sóttu og meðai annarra nokkrir Reyk- víkingar, og voru þeir Víkurmenn allir vopnaðir, ýmist með byssum eða lagvopnum eða hverju öðru, er hendi var næst og að vörn eða gagni mætti verða, ef í krappan kæmi. Það bar til eitt kvöld, er menn voru farnir að safnast saman að Katanestjörn og dimmt var orðið og flestir voru gengnir til hvíldar, að varðmenn urðu varir við einhvern hávaða á veginum skammt frá Katanesi. Var þá skjótt brugðið við að vita, hvað valda mundi. Þar var þá kominn Sverrir steinhöggvari Runólfsson og bóndi úr næstu sveit, er fýsti að hafa fregnir af dýrinu, og voru þeir báðir illa útleiknir, Sverrir allur forugur eins og honum hafði verið velt upp úr blautu moldar- flagi, en bóndinn allur rifinn og tættur, brotnar úr honum tennur og þar með kjálkabrotinn, að menn héldu. Enga grein gátu þeir gert fyrir því hver hefði leikið þá svo sárt, hvort það var dýrið eða einhver önnur óvættur, er þeir hefðu fengist við, því að svo var myrkrið mikið, að ekki sáu þeir hvor annan. Flestum þótti því einsætt, að það mundi dýrið verið hafa og hefði ráðist á þá og viljað drepa þá, en eigi orkað, því að þeir voru menn vaskir. Hugðu varð- menn nú gott til glóðarinnar að láta ekki til sleppa, ef forynj a þessi gæfi færi á sér. Katanesdýr hræðist skotmann En svo þótti nú kynlegt við bregða, eftir að skotmaður var kominn að Katanesi og mannmergðin tók að þyrpast að tjörninni, að ekki varð þar vart við dýrið, og svo alla þá stund, sem mannsöfnuðurinn hélst við tjörnina. En jafnskjótt sem mannsöfnuðurinn dreifð- ist og skotmaður var farinn, kom dýrið í ljós og elti þá smalapilt frá Katanesi heim undir bæ og hvarf þar aftur og hefur ekki sést síðan. Þegar menn voru orðnir úrkula vonar um að fá skotfæri á dýrinu, tóku menn það til bragðs að grafa skurð frá tjörninni og til sjóar, svo að tjörnin tæmdist og taka mætti ófreskju þessa á þurru. En það reyndist torsóttara en menn hugðu, því að grængolandi auga er í miðri tjörninni, og lauk svo, að hætt var við gröftinn og ekki náðist dýrið. Þó að engum manni blandaðist hugur um það, að dýr þetta hefði verið hin fáránlegasta forynja, vís til að drepa bæði menn og skepnur, þótti nú öllum auðsætt, að það hefði þó styggst við mannsöfnuðinn og ekki árætt að ráðast á svo marga menn í einu. En um hitt voru ýmsar getur leiddar, hvað af dýrinu hefði orðið. Ætluðu sumir, að undir- göng lægi úr tjörninni til sjóar, og mundi þetta því hafa verið sjóskrímsli, sem ósjaldan hefur vart orðið við hér á landi. Hinir voru þó fleiri, er töldu það sönnu nær, að undirgöng væri frá Katanestjörn og í Skorradalsvatn og að þessi ófreskja væri því í ætt við skrímsli það, er í því vatni hefur verið frá ómuna tíð og miklar sögur hafa af farið. Og ef svo er, þá er óvíst, hvort menn sé enn alveg búnir að bíta úr nálinni með Katanesdýrið. Nákvæm lýsing á skepnunni Þeir, sem sáu Katanesdýrið, hafa allir lýst því á einn veg, svo ekki ber á milli og öngvu skakkar frá því, sem í upphafi er talið, en lýsingar þess eru ófáar, því margir þóttust séð hafa dýrið. Var ein lýsing send ritstjóra Þjóðólfs og prentuð í því blaði, og jafnframt sagði meðhjálp- arinn ritstjóra nákvæmlega söguna og fjöldi manna lifir enn, sem man þessa tilburði, svo að hér getur ekki margt farið á milli mála. Eftir þessum lýsingum var síðan gerð mynd af dýrinu. Síðan var og gerð önnur mynd af veiðiförinni að dýrinu, en þá var dýrið flúið, er hún var gerð, menn orðnir óhræddir að fara ferða sinna og smalapiltar famir að þora að gæta búsmala. Málaferli og sögulok En það er frá skotmanni og hrepp- stjórum Strandarmanna að segja, að hann krafði þá um skotmannskaup sitt, en þeir tregðuðust við að gjalda, sökum þess, að ekki náðist dýrið og ekkert fékkst féð úr landsjóði, en kostnaður þó ærinn við veiðiförina. Hóf þá skotmaður mál gegn hreppstjórum á Hvalfjarðar- strönd til greiðslu á skotmannskaupinu. Er svo komist að orði um dýr þetta í málskjölum fyrir héraðsdómi 8. des. 1876: „Eins og kunnúgt er, var það héraðsfleygt á næstliðnu sumri, að ókennilegt dýr sæist iðulega í Hvalfjarð- arstrandarhreppi nálægt bænum Kata- nesi, og sem sýndi sig í að ónáða menn og skepnur. Voru því margir hræddir við dýr þetta, einkum unglingar, sem á næstliggjandi bæjum voru hafðir til smalamennsku." En dómur í málinu var uppkveðinn í héraði 18. júlí 1877 svo látandi: „Hinir stefndu, Helgi Sveinbjarnarson (oddviti á Hlíðarfæti) og Símon Jónsson (hrepp- stjóri á Geitabergi) eiga að greiða til stefnandans 96 kr. og 4% af þeirri upphæð frá því mál þetta var kært til sætta þangað til borgun fer fram, svo og borgi þeir allan af þessu máli leiðandi kostnað, stefnanda að öllu skaðlaust, þar á meðal 8 kr. til málflutningsmanna stefnanda fyrir undirréttinum o.s.frv." Síðan stefndu hreppstjórar málinu til landsyfirréttar, og er þess getið í málsgögnum við þann dóm, „að það sé játað af mótpörtunum (hreppstjórun- um), bæði fyrir undir- og yfirrétti, að þeir hafi hvatt skotmanninn til að takast ferð á hendur til Strandarhrepps til að vinna hið nafnfræga, voðalega og kynlega Katanesdýr, sem vera átti í tjörninni hjá Katanesi, dýr, sem hrepps- búum stóð þá svo mikill ótti af, að opinber stjórnarvöld í sveitinni skárust í leikinn til að ráða það af dögum“. En svo látandi dómur var uppkveðinn í málinu í landsyfirrétti 30. sept. 1878: „Hinn áfrýjaði héraðsdómur og öll meðferð málsins í héraði skal ómerk vera, og vísast málinu frá o.s.frv." Þar með enduðu þau mál. Og lýkur hér sögunni af Katanesdýrinu." ■ Teikning af Katanesdýrinu í Þjóðólfi 14. júlí 1876, gerð eftir lýsingu sjónarvotta. FIAT UMBOÐIÐ FIAT POLONEZ Enn er tækifæri að eignast nýjan Polonez kr. 130.000 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI SÍMI 77200 - Enn er tækifæri á bls. 3 SÖLUMENN í SÍMA 77720

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.