Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
9
menn og málefni
Skuldasöf nunina er-
lendis verður að stöðva
■ „Sjaldan hafa orðið meiri og
óvæntari breytingar á efnahagslegum
skilyrðum þjóðarbúsins en á árinu
1982. Þegar þjóðhagsáætlun var lögð
fyrir Alþingi í október í fyrra var því
spáð, að þjóðarframleiðslan ykist um
1% á þessu ári, viðskipti við önnur
lönd yrði hallalaus og verðbólga færi
minnkandi. Stefna ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum, eins og hún var kynnt
í þjóðhagsáætlun, mótaðist af þessum
forsendum. En á skammri stund
skipast veður í lofti. Ýmsar af
meginforsendum þjóðhagsáætlunar
brustu af ófyrirsjáanlegum ástæðum.
Þegar í nóvember var fyrirsjáanlegt að
loðnuafli yrði lftill sem enginn á þessu
ári. Jafnframt hefur orðið alvarlegur
samdráttur í þorskafla. Nú er talið
líklegt að framleiðsla sjávarafurða
dragist saman um 16% á árinu af
þessum völdum. Einnig hafa vonir
manna um batnandi ástand í efnahags-
málum ekki reynst á rökum reistar.
Lægðin í heimsbúskapnum hefur
valdið verulegum þrengingum á mikil-
vægum útflutningsmörkuðum Islend-
inga, bæði fyrir iðnaðarvörur og
sjávarafurðir."
Þetta segir í upphafi þjóðhagsspár
fyrir árið 1983, sem lögð var fram
samhliða stefnuræðu forsætisráðherra
s.l. mánudagskvöld. Eins og skýrt
kemur fram hafa orðið miklar breyt-
ingar til hins verra í efnahagslífinu á
þessu ári og eru orsakirnar fyrst og
fremst minnkandi aflabrögð og efna-
hagskreppu í helstu viðskiptalöndum
íslendinga, en samdrátturinn í efna-
hagslífinu nær reyndar til flestra eða
allra ríkja heims. Þótt mest sé kvartað
og kveinað vegna minnkandi hagvaxt-
ar og alls kyns örðugleika í fjármálalífi
í iðnríkjum og velferðarríkjum eru þó
önnur ríki sem skemmra eru á veg
komin sem fara miklu verr út úr
efnahagslægðinni. Það á sérstaklega
við um ríki þriðja heimsins og þau lönd
sem eru að berjast til að verða
bjargálna. Þetta ástand er orðið svo
vel kunnugt að það ætti að vera óþarfi
að telja upp þær þjóðir sem fyrir hvað
mestum búsifjum hafa orðið, en það
er eftirtektarvert að afturkippurinn
kemur ekki síður illa við ríki sem búa
við marxískt hagkerfi en þau sem búa
við kapitalisma, eða einhvers konar
hagstjórnarkerfi þar á milli.
Alls staðar
samdráttur
Efnahagskerfi heimsins eru svo
samtengd að það hefur áhrif um
gjörvalla byggð þegar hriktir í efna-
hagsstoðum einhvers staðar í heimin-
um. Orsakirnar fyrir því hvernig
komið er eru sjálfsagt af margtvinnuð-
um toga. Olíuverðhækkanir og orku-
kreppa eru áreiðanlega einn megin-
valdur efnahagslægðarinnar. Mikil og
röng fjárfesting hefur sitt að segja og
eyðsla almennt gengur úr hófi fram.
Auðvitað eyða sumir meiru en aðrir
en heildareyðslan er meiri en fram-
leiðslan stendur undir. Á það við um
ríki og einstaklinga.
Vígbúnaður og úthald mikilla herja
er mörgum ríkjum þungur baggi og
enn harðnar á dalnum þegar farið er
að brúka vopnin og herina. Það eru
skrýtnar fréttir að í gósenlöndum
Austur-Evrópu hafa menn ekki rænu
á eða manndóm til að framleiða
matvæli ofan í sjálfa sig. Hins vegar er
enginn skortur þar á vígvélum og
mannskap til að fara með þær. Eitt
auðugasta olíuríki heims, Mexikó, er
er að sökkva í skuldafen. Nokkur
önnur olíuframleiðslurtki eru illa
haldin efnahagslega. í Vestur-Evrópu
og Bandaríkjunum sjá menn ekki fram
á annað en að atvinnuleysi eigi enn
eftir að aukast á næstu árum og er nóg
samt.
Samdrátturinn blasir alls staðar við.
Jafnvel í Japan er efnahagsundrið í
hættu. Þar hrúgast upp illseljanlegur
iðnvarningur því þegar kaupgeta
minnkar annars staðar í heiminum
leiðir af sjálfu sér að eftirspurn
minnkar. Það þrengist um á alþjóðleg-
um peningamarkaði, lánatími er stytt-
ur og vextir hækka.
Það eru sem sagt víða viðsjár í
hagkerfi heimsins.
Þegar horft er um sviðið geta
íslendingar hrósað happi að efnahags-
líf hefur verið í sæmilegum skorðum
undanfarin ár, þótt verðbólgan hafi
lengst af verið söm við sig. Atvinnu-
ástand gott og framleiðsla mikil. Á
þessu ári dregst sjávarafli saman um
16 af hundraði, miðað við árið í fyrra
og markaðshorfur versna nokkuð.
Efnahagslægðin í heiminum hefur
eðlilega áhrif á íslandi, og er samt mun
síðar á ferðinni hér en víða annars
staðar.
Minnkandi
tekjur
Það er því þeim mun undarlegra
þegar menn sem ætlast til að mark sé
tekið á sér, halda því blákalt fram, að
þeir efnahagsörðugleikar sem nú
steðja að séu búnir til af íslenskum
stjórnvöldum. En þannig láta leiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar. Þeir blikna
ekki eða blána þegar þeir staðhæfa að
ríkisstjórnin sé eina orsök versnandi
efnahags og ljá ekki máls á því að Iétta
þjóðinni róðurinn þegar grípa verður
til ráðstafana til að halda í horfinu. Ef
bráðabirgðalögin frá ágúst sri. og
ráðstafanir sem gerðar verða meðfram
þeim ná ekki fram að ganga stefnir í
ástand sem verður illleysanlegt. Það er
ekki víst að þeim mönnum sem
þannig fara að ráði sínu verði þakkað
þegar fram í sækir.
I þjóðhagsspánni segir, að í áætlun-
inni fyrir árið 1982 hafi verið gert ráð
fyrir hallalausum utanríkisviðskiptum
í ár. Framvindan að því er varðar
útflutningsframleiðslu og útflutning
hefur orðið allt önnur. í stað 2%
aukningar sjávarafurðaframleiðslu og 1
rúmlega 3% aukningar alls útflutnings
eru horfur á að sjávarafurðaframleiðsl-
an dragist saman um 16% og
vöruútflutningur um 13%. Hér munar
1600 millj. kr. eða rúmlega 5% af
áætlaðri þjóðarframleiðslu þessa árs.
Við þetta bætist síðan áætlaður halli á
þjónustujöfnuði um önnur 5% af
þjóðarframleiðslu. Samtals er spáð"
viðskiptahalla er nemi rúmlega 10% af
þjóðarframleiðslu ársins. Ef innflutn-
ingurinn síðustu mánuði ársins dregst
ekki verulega saman, er hætta á að
hallinn verði enn meiri.
Brýnasta verkefnið í efnahagsmál-
um er að draga svo skjótt sem auðið
er úr hinum mikla halla í utanríkisvið-
skiptum og eyða honum á næstu
tveimur árum. Að öðrum kosti mun
erlend skuldastaða þjóðarinnar og
greiðslubyrði af erlendum lánum vaxa
svo ört á næstu árum, að stefnir í
óviðunandi ástand. Vegna samdráttar
útflutningstekna og þjóðarframleiðslu
hafa erlendar skuldir sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu og greiðslubyrði af
lánum farið hækkandi á áririu. Er-
lendu skuldirnar nema 45% af þjóðar-
framleiðslu og greiðslubyrðin er 23%
af útflutningstekjum. Því veltur á
miklu að ná sem mestum árangri þegar
á árinu 1983 til þess að unnt verði að
draga úr skuldaaukningu og greiðslu-
byrði.
Það er von að í þjóðhagsspánni ríki
svartsýni varðandi vöruskiptajöfnuð-
inn við útlönd. Á fyrra helmingi ársins
var hann óhagstæður um nær 800 mill j.
kr. Að undanförnu hefur útflutningur
verið mjög lítill og óvissa ríkir um
afskipanir síðustu mánuði ársins.
Ekkert lát á
innflutningi
Því er hætta á að vöruskiptajöfnuður
inn verði jafnvel enn lakari síðari hluta
ársins og er spáð rúmlega 3100 millj.
kr. halla. Tekið er fram í þjóðhags-
spánni, að þessi spá sé mjög háð
framvindunni á síðasta fjórðungi
ársins en ekki má mikið út af bera til
þess að hallinn verði enn meiri.
Markaðir og verð á áii, kísilmálmi
og kísilgúr hafa verið með lélegra móti
og engin batamerki að sjá í þeim
efnum á næstunni.
En það sem mestu skiptir fyrir
útflutning frá íslandi er að verð á
matvælum hefur farið lækkandi á
heimsmarkaði, og er nú 38% lægra í
dollurum en er það var hæst 1980, eins
og það er skráð í kauphöllum. Á þessu
ári hefur matvælaverð lækkað um
16%, samkvæmt sama mælikvarða.
Þessa hefur gætt á mörkuðum fyrir
íslenskar sjávarafurðir, þótt fiskverðið
hafi ekki lækkað eins mikið og
fyrrgreint meðaltal. Mest hefur verð
á lýsi og mjöli lækkað, eða sem svarar
20% það sem af er þessu ári.
Saltfiskverð hefur lækkað um 10-
12% og verð á saltsíld heldur minna.
Aukin eyðsla
Á sama tíma og þessi þróun á sér
stað hvað varðar útflutning benda
tölur um verslunarveltu innanlands til
15% aukningar að raungildi á fyrsta
fjórðungi ársins og 8-10% á fyrstu sex
mánuðum ársins. Tölur um innheimt-
an söluskatt sýna um 12% aukningu
og er enn reiknað með raungildi. Þessi
mikli viðskiptahalli er óhugnanlegur.
Hann sýnir að við sníðum okkur ekki
stakk eftir vexti. Þótt útflutningur
minnki verulega og verðið á útflutn-
ingsvörunum lækki eykst innflutning-
ur jafnt og þétt eins og ekkert hafi í
skorist. Margt af því sem inn er flutt
er varningur sem vel er hægt að vera
án og eins er hitt að óheftur
innflutningur á vörum sem einnig eru
framleiddar hér á landi er áberandi
mikill.
Mikill áróður er rekinn fyrir því að
fólk kaupi fremur innlenda vöru en
erlenda, en hann virðist því miður ekki
bera eins mikinn árangur og skyldi.
Það er til dæmis ótrúlegt en satt að á
einu ári gófluðu íslendingar í sig 400
tonnum af útlendum bakningum, þrátt
fyrir að í þéttbýli að minnsta kosti sé
kostur á fjölbreyttum brauðum og
kökum og er óhætt að fullyrða að
íslenskir bakarar standa útlendum
starfsbræðrum sínum ekki að baki.
Upplýst fólk ætti að vita að verk-
smiðjukökurnar sem það kaupir hér
dýrum dómum eru í flestum tilvikum
ævagamlar og er mokað í þær
rotvarnarefnum til að þær þoli langvar-
andi geymslu, og yrði manni líklega
betur af því að éta mygluna en þær
kemikalíur sem varna því að hún
myndist á þessu „góðgæti". Þetta er
aðeins lítið dæmi um óþarfa gjald-
eyrissóun og öfugsnúinn hugsunar-
hátt, sem við gerum okkur ber að dags
daglega.
Senn líður að því að við fögnum
fæðingarhátíð Frelsarans. Þá er mikið
keypt og miklu eytt. Mikið væri vel til
fallið að gera þá tilraun til að koma af
stað einhvers konar þjóðarvakningu
að fólk gerði sjálfu sér þann greiða að
leitast við að kaupa fremur innlenda
vöru en erlenda þegar sú kauptíð
gengur í garð. Með því vinnst margt.
Að spara gjaldeyri og draga úr
viðskiptahalla, efla íslenska atvinnu-
vegi með því að skapa atvinnutækifæri
og ekki síst að kaupa góða og vandaða
vöru, hvort sem er til gjafa eða eigin
nota. Fólk ætti að hafa í huga að sá
misskilningur er ekki aðeins landlægur
hér á landi, að framleiðslan í útlöndum
sé betri en heima. Þetta er vandamál
sem víða er við að glíma en óvíðar
ósanngjarnara en á íslandi.
Brýnasta
úrlausnaref nið
Viðskiptahallinn og erlend skulda-
_ söfnun er alvarlegasta vandamálið sem
við stöndum nú frammi fyrir. Honum
verður að eyða þótt það kosti aðhald
og einhverjar hömlur á eyðslu og
kaupgleði. Það er ekki hægt að láta
eins og ekkert hafi í skorist þegar
þrengist um á erlendum mörkuðum
fyrir útflutningsvörur okkar jafnframt
því að framleiðsla og útflutningur
minnkar, eins og að framan er lýst. Að
halda því fram að versnandi efnahags-
horfur séu einvörðungu heimatilbúinn
vandi sem hverfi eins og dögg fyrir
sólu, aðeins ef Geir og Kjartan setjast
í stjórnarráðið, er lýðskrum sem ekki
er hægt að taka alvarlega.
Efnahagsráðstafanirnar sem gerðar
voru síðla sumars og afgreiðsla þeirra
á Alþingi hefur verið mikið umræðu-
efni á haustmánuðum. Tilgangur
þeirra hefur fallið í skuggann af
hávaða og látum um nieiri- eða
minnihluta á Alþingi, kröfum um
afsögn ríkisstjórnarinnar og bollalegg-
ingar um kosningar fyrir eða eftir
áramót og fleira og fleira. Þessar
ráðstafanir eru ekki hugsaðar sem
neitt lokamarkmið í bardaganum við
verðbólgu eða annan efnahagskrank-
leika sem upp er kominn og enginn
gengur þess dulinn að þótt þær nái
fram að ganga verður aftur að gera
ráðstafanir snemma á næsta ári. En
vegna breyttra aðstæðna og spádóma
um mitt sumar varð að grípa í
taumana. Fyrir setningu bráðabirgða-
laganna stefndi verðbólga í allt að 80%
um mitt næsta ár að því er best varð
séð, en með aðgerðunum varð von til
að hægt væri að koma verðbólgunni
niður í 40-45% frá upphafi til loka
ársins 1983. Er þá miðað við að ýmsar
hliðarráðstafanir komi einnig til fram-
kvæmda, svo sem breytt viðmiðunar-
kerfi á launabætur samkvæmt hug-
myndum vísitölunefndar og fleira.
En fleiru þarf að ná fram en
margnefndum bráðabirgðalögum.
Fjárlagafrumvarp og tekjuöflunar-
frumvörp í tengslum við það þurfa að
ná afgreiðslu.
En brýnasta málið í dag er
viðskiptahallinn og að brugðist verði
við honum án tafar með öllum
tiltækum ráðum og stuðningi allrar
þjóðarinnar ef ekki á illa að fara.
En þrátt fyrir að útlitið í þessum
málum sé ekki bjart, eins og þjóðhags-
spá sýnir fram á, er óþarfi að mála
skrattann á vegginn í of sterkum litum.
Þótt samdráttur sé r' afla og þjóðartekj-
um, ef miðað er við síðasta ár og árið
þar á undan sem voru metár, hvað
snerti afla og viðskiptakjör. Enn er afli
mikill og markaðir fyrir útflutningsvör-
ur okkar góðir, þótt betra árferði
þekkist. Það er óþarfi að örvænta
þótt rifa þurfi seglin. Það þarf aðeins
að draga úr eyðslu, bæði opinberri og
einkaneyslu og það ætti að vera hægt
ef vilji er fyrir hendi og þjóðin stendur
samhuga um að bægja hættunni frá.
Flestar þjóðir aðrar hafa farið verr
út úr þeirri kreppu sem nú ríkir en
íslendingar og eru verr í stakk búnar
til að mæta efnahagsörðugleikum. Það
er engin vá fyrir dyrum þótt eitthvað
verði að minnka eyðslu ú meðan
grynnt er á erlendu skuldunum.
0
Oddur Olafsson, ) 'k
skrifar
■ Söfnum ekkiskiildabagga á herðar þeirra sem landið eiga að erfa.
Tímamynd Eila