Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 3 ■ Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius með brúður sínar úr þjóðsöguþættinum um „Átján barna föður í ÁIfheimum“ sem sýndur er á vegum Leikbrúðulands að Fríkirkjuvegi 11. Tímamynd: Róbert. Leikbrúðulandi 3 þjóðsogur hjá ■ Leikbrúðuland verður með sýningu sunnudaginn 31. október kl. 3 að Fríkirkjuvegi 11. Eins og áður hefur verið greint frá í Tímanum hófst vetrarstarfið um síðustu helgi og verkefnið í vetur er „Þrjár þjóðsögur: Gípa, Umskiptingurinn og Púkablístr- an.“ Pjóðsögur þessar voru leiknar á brúðuleikhúshátíð í Vasa í Finnlandi í sumar og fékk sýningin þá geysilega góða dóma. Félagar í Leikbrúðulandi eru fjórir: Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmars- dóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson. Leikaramir sem lána brúðunum raddir sínar eru auk leikstjórans Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðrún Stephen- sen, Sigurður Sigurjónsson, Jón Sigur- björnsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Sýningar á „Þrem þjóðsögum“ verða alla sunnudaga í vetur í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11. Svarað er í síma 15937 og teknir frá miðar frá kl. 1 á sunnudögum. ■ Nú stendur yfir í Norræna húsinu sýning á verkum tveggja sænskra myndlistarmanna, Erland Cullberg og Peter Tillberg. Sýningin hófst 26. okt. s.l. og stendur til 7. nóvember. Á sýningunni eru 17 olíumálverk eftir Erland Cullberg og 22 kolteikningar eftir Peter Trillberg. Erland Cullberg er fæddur árið 1931. Listnám stundaði hann við listaakademíuna ■ Stokkhólmi og við Valands listaskólann í Gautaborg. Hann hefur haldið margar einkasýningar í Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum. Peter Tillberg er fæddur áríð 1946. Hann nam við listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Norðurlöndum og víðar. Sýningin í Norræna húsinu, sem þeir nefna Snjógöngur hefur farið víða um Svíþjóð. Héðan fer hún til hinna Norðurlandanna. Á myndinni er Peter TUIberg með eitt verka sinna. G O ODWYEAR GEFUR&RETTA GRIPIÐ Minni bensín- eyðsla Meiri ending Betra grip í bleytu og hálku örugg rásfesta í snjó Coodyear hefur framleitt hjólbarða síðan árið 1898 og er stærsti fram- leiðandi og tæknilega leiðandi á því sviðí í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt veríð í fyrirrúmi. Það er því ekkert skrum þ'egar sagt er að þú sért ÖRUGGUR Á GOODYEAR. Tölvustýrð jafnvægisstilling goodyear á islandí í meira en hálfa öld PLUNK IAH FIAT UMBOÐIÐ NYR Verð aðeins 102.000 |^( Eigum nokkur eintök af ssum stórgóða Iskyldubíl sem reynst ir frábærlega v - ; ■ 8 . , - • •• • . . Tökum gamla bíla upp í nýja hn ér tækifæri á b/s. 12 SMIÐJUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 77200 - SOLUMENN I SIMA 77720

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.