Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
27
nútlminn
— segir Halldór Fannar Ellertsson, fangi á Litla Hrauni
og einn meðlima fangahljómsveitarinnar Fjötra
■ Meðlimir Fjötra árita Rimlarokkið. F.v. Halldór, Sævar og Rúnar. Á bak við eru Ragnar Hauksson, sem hannaði
umslag og Bjöm Einarsson, starfsmaður Vemdar. Tímamynd Róbert
„ER FEGINN ÞVÍ AÐ ÉG
LENTI Á LITLA HRAUNI”
■ Óvenjulegasta plata sem um getur á
Islandi er kornin út. Er þetta platan
„Rimlarokk“ með hljómsveitinni Fjöt-
rar, en allir meðlimir hljómsveitarinnar
em fangar á vinnuheimiiinu á Litla
Hrauni, að einum undanskildum sem er
fyrrverandi fangi. Það er ekki víst að
allir geri sér grein fyrir því hvað mikið
þrekvirki hefur verið unnið með útgáfu
þessarar plötu, en segja má að þar hafi
hjálpast að fangar, fangaverðir, forstjóri
Litla Hrauns, starfsmenn fangahjálpar-
innar Verndar, háttsettir embættismenn
í dómsmálaráðuneytinu og síðast en
ekki síst sjálfur dómsmálaráðherra, til
þess að gera þetta mögulegt.
- Við fengum hugmyndina að þessari
plötu fyrir þó nokkru síðan og ræddum
þá fyrst við Ásgeir H. Eiríksson hjá
Vernd um þá möguleika sem væru fyrir
hendi. Ásgeir og Björn Einarsson hjá
Vernd tóku síðan þetta mál upp við
yfirvöld og hvarvetna sem þeir komu var
þeim vel tekið og ég vil sérstaklega nefna
þann mikla velvilja sem Helgi Gunnars-
son, forstjóri Litla Hrauns hefur sýnt
okkur föngunum. Hann hefur sýnt það
og sannað að hann er sá besti vinur sem
við höfum átt völ á og til að sýna
þakklætisvott okkar, þá tileinkuðum við
honum og öðrum vinum okkar hljóm-
sveitarmanna, hér á Litla Hrauni þessa
plötu.
Sá sem þetta segir er Halldór Fannar
Ellertsson, orgelleikari Fjötra, en hann
afplánar nú tæplega þriggja ára dóm
fyrir ávísunarfals og þjófnaði. Halldór
tók því ljúfmannlega að ræða við
Nútímann um bæði plötuna og málefni
fanganna á „Hrauninu" og tók það fram
Defunkt funk, mjög jazzað á
köflum en einnig æðislega
„heitt“ og eins undirritaður
getur vel tekið undir það sem
sendur í kynningarbæklingi
um Defunkt að ef þú ert ekki
að dansa, eða allavega hreyfa
þig, er þú hlustar á þá ættirðu
að athuga púlsinn á þér.
Textar þeirra Defunkt eru
mjög beinskeyttir og oft á
tíðum þannig orðaðir að þeir
fá ekki spilum í mörgum
útvarþsstöðvum vestra.
Allur ieikur þeirra er pott-
þéttur, sándið á plötunni
frábært og ég vil ljúka þessu
með því að geta sérstaklega
básúnuleik Bowie því hann er
á köflum, eins og égsá skrifað
einhversstaðar, engu líkur síð-
an Jimi Hendrix hvarf aftur til
þess staðar sem hann kom frá.
- FRI
■ Halldór Fannar EUertsson.
Túnamynd Róbert
í upphafi að gífurleg breyting hefði
orðið varðandi málefni fanga innan
veggja vinnuheimilisins undanfarin ár.
Nú væri kominn tími til að sú þróun
héldi áfram utan rimlanna.
Gífurlegt traust
- Við vissum eiginlega ekki við hverju
við áttum að búast þegar við hreyfðum
þessu útgáfumáli fyrst. A.m.k. áttum
við ekki von á að þetta fengist
fyrirhafnarlaust, en sá ótti var ástæðu-
laust. Allir þeir sem talað var við tóku
þessu vel og vildu allt fyrir okkur gera.
Það fórnfúsa starf sem Ásgeir og Björn
hafa unnið í málinu á vissulega sinn stóra
þátt, en að embættismennirnir tækju
þessu svona vel, var meira en okkur
óraði fyrir, segir Halldór og það er
greinilegt að hann og félagar hans í
fangahljómsveitinni kunna að meta það
sem gert hefur verið fyrir þá. Félagar
Halldórs, þeir Sævar Ciecielski og
Rúnar Þór Pétursson (Sigurður Pálsson,
bassaleikari var ekki viðstaddur) taka
líka heilshugar undir þegar Halldór vill
koma á framfæri þakklæti til allra þeirra
sem gerðu útkomuna mögulega.
- Okkur hefur verið sýnt gífurlegt
traust og okkur hafa veirð lánuð dýr
hljóðfæri og tæki, bæði frá Birni
Hrafnssyni og Jakobi Magnússyni og ég
vona að við höfum sýnt að við vorum
þessa trausts verðir, segir Halldór
Fannar Ellertsson.
Um sjálfa plötuna segir Halldór: -
Rimlarokkið var tekið upp í stúdíó
Nema héma í sveitinni og alls fóru um
150 tímar í upptökurnar. Upptökur
hófust 31. ágúst sl. og stjórnaði Helgi
Kristjánsson öllum tökkum og tólum.
Ég held að við megum vera ánægðir með
útkomuna og ég bara vona að þessi plata
geti látið gott af sér leiða.
Þess má geta að ef ágó§i verður af
sölu plötunnar, þá mun helmingurinn
renna til húsa þeirra sem Vernd rekur á
Skólavörðustíg og Ránargötu, en 17%
renna til trúnaðarráðs vistmanna á Litla
Hrauni. Afgangurinn rennur svo til
hljóðfæraleikaranna og lætur því nærri
að hver og einn fái um 8% af
hugsanlegum ágóða í sinn hlut og þykir
það ekki mikið.
20 ára sukk
Halldór hefur nú setið í um eitt ár á
Litla Hrauni og á því eftir að afplána
tæp tvö ár samkvæmt þeim dómi sem
hann fékk. Við spyrjum Halldór hvenær
hann búist við að losna út?
- Ég get lítið sagt um það, en maður
vonar jú alltaf að maður fái reyslulausn.
70-80% þeirra sem sitja inni á Litla
Hrauni, eru það vegna afbrota sem
tengd eru áfengi. Þeir hafa líkt og ég
framið afbrot til að verða sér úti um
áfengi og ég tel að menn sem sýnt hafa
bót og betrun og jafnvel náð því að
endurgreiða það sem þeir urðu sér úti
um á óheiðarlega hátt til baka, þeir fái
tækifæri til að komast út í lífið að nýju.
- Hvernig hefur þér Iiðið eftir að þú
komst á Litla Hraun?
- Það er alltaf stingandi að vera í
fangelsi, en ég verða að segja að ég er
þakklátur fyrir að hafa verið settur inn.
Fram að þeim tíma er ég lenti hér, hefði
ég verið 20 ár í sukki og það er fyrst nú
sem ég er að átta mig á því hvað ég hef
gert við líf mitt. Það hefur líka verið mér
ákaflega mikill styrkur að eiginkona mín
og fjölskylda hafa staðið með mér og
styrkt mig á alla lund í þessum
erfiðleikum.
- Hvað með málefni fanga á íslandi.
Hefur þeim málum verið nægilega sinnt
að þínu viti?
- Þessi mál hafa öll breyst mjög mikið
og þá sérstaklega eftir að Björn
Einarsson, sem er fyrrverandi fangi kom
til starfa hjá Vernd. Það er geysilegur
stuðningur af mönnum sem honum og
mönnum eins og Ásgeiri H. Eiríkssyni,
sem vill allt fyrir okkur gera og fórnar
til þess bæði tíma og fjármunum. Ég get
nefnt það að þetta er í fyrsta skipti í tíu
ár sem ég á ekki von á einhverjum
bankareikingum frá þjóðfélaginu fyrir
syndir mínar. Björn Einarsson hefur
gengið í að hreinsa til í mínum málum
og fengið því framgengt að þau hafa
verð gerð upp, þannig að ég ætti að geta
nokkurn veginn um frjálst höfuð strokið
þegar ég slepp út.
- Nú ert þú alkahólisti. Ertu hættur
að drekka?
- Það getur enginn alkóhólisti
nokkurn tíma sagt að hann sé hættur
að drekka. Ég stefni að því að halda
þessum sjúkdómi í skefjum og fræðslu-
fundirnir hér á Litla Hrauni hafa hjálpað
mér ákaflega mikið. Þá skiptir ekki
minnstu máli að að ég hef eignast
ákaflega sterka trú á Guð og hann hefur
hjálpað mér mikið.
- ESE
li— á besta stað í bænum.
Þægileg vel búin herbergi.
Lipur þjónusta.
Kaffistofan...
allan daginn. Heitur matur,
brauð, kaffi og kökur. Vistlegt
umhverfi.
Barnabílstólar og bílbelti hafa
margsannað gildi sitt.
Smásala -Heildsala.
gnau
SlÐUMÚLA 7-9, SlMI 82722
st h.t