Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR íl'. OKTÓBtR1982 ■ Fjallagarpurínn Eric Shipton armenn sína hvað þeir teldu að þama hefði verið á ferð, og þeir þá vitnuðu til goðsagna um djöfla í fjöllunum. Hvað var á ferðinni? Ef gengið er að því vísu að Tombazi fari ekki með staðlausa stafi, og sýn þessi hafi raunverulega borið fyrir augu hans, vaknar sú spurning hvað hafi raunveru- lega verið þarna á ferð. Gæti það hafa verið Snjómaðurinn hræðilegi? Önnur skýring virðist nærtækari. Samkvæmt lýsingu Tombazi var veran nánast eins og maður að útliti, og fótspor hennar líktust mannasporum. Sú lýsing kemur ekki heim og saman við hugmyndir manna um Snjómanninn. Er ekki einfaldlega hugsanlegt að Tombazi hafi séð til manns í snjóhríðinni? Það var hans eigin ályktun 1923 og hann skrifaði: „Ég get mér þess til að þessi „villimaður" hafi annað hvort verið einsetumaður eða tilheyri einangruðu samfélagi strangtrúaðra meinlætamanna er dýrka Búddha og hafa sagt skilið við skarkala heimsins og leitað Guðs í einangrun og kyrrð hátt í fjöllum þar sem aðrir menn hafa ekki stigið fæti sínum.“ Staðreyndin er raunar sú að slíkir Eftir að hafá leitað skepnunnar um nokkurt skeið í fjöllunum sneri Hillary til baka; hafði hvorki fundið tangur né tetur af henni og kvaðst álíta að allt talið um Snjómanninn væri vitleysa. Því sjónarmiði til frekari áréttingar dró hann úr pússi sínu eitt af hinum helgu höfuðleðrum Búddhamunka. Það reyndist ekki vera af Snjómanninum heldur loðhúfa úr geitarskinni! Leiðangur Hillarys hefur sem kunn- ugt er ekki drepið allan áhuga á Snjómanninum, og enn eru til ákafir trúmenn sem telja að hann hafi ekki leitað á rétum stöðum og farið of geyst yfir. Á hinn bóginn hefur niðurstaða Hillarys orðið til að draga mjög úr áhuga manna á Snjómanninum í Himalæja- fjöllum, en til allrar hamingju bentu tíðindi frá Bandaríkjunum til þess að ekki væri öll von úti enn um að í leitirnar kæmi einhver furðuskepna, kannski hlekkurinn týndi milli manna og apa. Stórifótur í Kaliforníu Það var árið 1958 að vegagerðarmenn í fjallaauðnum í norðurhluta Kaliforníu kváðust hafa fundið stór fótspor um- hverfis búðir sínar. Einn þeirra gerði plastmót af einu sporinu og kom því á sannfærast þurfum við að fá í hendurnar eitthvað áþreifanlegra; bein, höfuðkúpu eða skepnuna sjálfa. Ekkert slíkt hefur rekið á fjörur. Og fjöldi sjónarvotta er ekki mikill, enda þótt hægur leikur sé að ferðast um allt það svæði sem menn halda að Stórifótur búi á, og margir rannsóknarleiðangrar áhugamanna hafi leitað hans skipulega um árabil. Leitin heldur áfram Stundum segja menn: Ef kynjaverur eins og Stórifótur eru ekki til hvað er það þá sem fólk sér? Nær lagi virðist að spyrja af hverju fleiri sjái þessar verur ekki. Margvíslegar ástæður geta legið til þess að fólk kýs að spinna upp sögur um að það hafi séð Stórafót eða aðra kynjaveru. Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á slíkum fréttum og oft er frægð og fjármunir í vændum. Svo geta sýnir manna líka verið einfaldar misskynjanir. Menn sjá t.d. „eitthvað" á hreyfingu og átta sig ekki á því hvað það er en geta á stundum verið fljótir að tengja það sögum sem þeir hafa heyrt áður um kynjaverur og fyrr en varir er boltinn farinn af stað. Athuganir sálfræðinga benda til að U I LOCH NESS, ILEGA OG STÓRAFÓT um og myrku ægisdjúpi? ■ Skot úr kvikmynd Patterson og Gimlin af Stórafót frá 1967. Hvergi sést í rennilás á þcssari mynd! ■ Um aldirnar hafa sagnir um skrímsli úthafanna í senn heillað og skelft sæfarendur. meinlætamenn eru til, og þeir hafa lagt á sig ferðalög um háfjöllin allsnaktir. Löngu seinna lét Tombazi þá skoðun í ljós að sýnin sem fyrir augu hans bar hafi verið Snjómaðurinn, en sennilega er fyrri tilgáta hans rétt, enda einfaldari og rökréttari. Vísbendingar fótspor Sumir halda að það sé mjög algengt að menn rekist á fótspor eftir ókunnugar verur í hinum snjóugu Himalæja- fjöllum, en það er mikill misskilningur. Slík fótspor eru jafn fágæt og vitnisburð- ir manna sem segjast hafa séð Snjómann- inn. í rauninni eru aðeins um einn slóða að ræða sem markverður þykir, og hann fann kunnur fjallagarpur og tók af honum Ijósmyndir. Það var í nóvember árið 1951 að fjallgöngumaðurinn Eric Shipton rakst á einkennilegan sporaslóða í suðvestur- hlíð Menlugtsefjalls í Himalæja. Hann fylgdi slóðanum í um hálfan annan km þar sem hann hvarf á harðri íssléttu. Ljósmyndir Shipton sýna mjög stór fótspor sem líkjast þó fótsporum manna. Sumir sérfræðingar sem hafa athugað myndirnar telja líklegt að þau sýni bjarnarför, aðrir telja að þau hafi verið mótuð af mini dýrum sem hvert um sig hafi farið í slóða forystudýrs í flokki sem farið hafi um svæðið. Enn eru þeir sem halda að þarna hafi api farið um á fjórum fótum. Fótsporin eru stundum óregluleg, vegna þess að þíða og frost hafa skipst á eftir að þau mótuðust upphaflega, og ekki virðist unnt að komast að einhlítri niðurstöðu. Munnmæli herma að til séu önur gögn er sanni að Snjómaðurinn sé til. í klaustrum Búddhamunka á Himalæja- svæðinu séu geymd höfuðleður, bein og aðrar líkamsleifar Snjómanna, en munk- arnir telji þessar leifar helgigripi og vilji því ekki leyfa neinum að skoða þær. Áhugi á því að vita hvort Snjómaður- inn væri ímyndun eða til í raun og veru óx svo mjög á árunum upp úr 1960 að útgefandi alfræðibókar einnar kostaði rannsóknarleiðangur til að leita hans. Fyrir leiðangrinum fór hinn kunni fjall- göngumaður Sir Edmund Hillary, sem fyrstur manna komst á Mont Everest. framfæri við héraðsfréttablað í nágrenn- inu. Blaðið sló fréttinni upp á forsíðu. Um þetta leyti var mikil áhugi á Snjómanninum í Bandaríkjunum og því ekki undarlegt að þegar fregn barst um það að svipuð vera kynni að vera til í þeirra eigin landi hafi það vakið athygli um land allt. Og af því að fótsporin voru svo stór fékk veran nafnið Stórifótur. Níu árum síðar komst Stórifótur aftur á forsíðu blaða. Tilefnið var það að tveir miklir áhugamenn um ókunnar kynja- verur, Roger Patterson og Bob Gimlin, kváðust hafa séð Stórafót í Eureka- héraði í Kaliforníu og náð að taka af honum kvikmynd áður en hann hvarf inn í skógarþykkni. Kvikmynd þessi hefur farið mikia sigurför, og allar bækur sem um Stórafót eru skrifaðar geyma einhver skot úr myndinni. Kvikmyndin sýnir annað hvort Stórafót... eða mann sem klæðst hefur dulargervi apamanns. Það er ekki unnt að sanna að myndin sé hrekkjar- bragð, en það er heldur ekki unnt að hrekja þá tilgátu. Patterson og Gimlin fóru sjálfir ekki í launkofa með þá fyrirætlun sína að græða á kvikmyndinni. Önnur álíka mynd hefur síðan komið á markað, en gallinn við hana er sá að þar er hægt að sjá í rennilásinn á búningnum sem Stórifótur skrýðist! Hvorki fótsporin frá 1958 né kvik- rnyndin frá 1967 nægja til að staðfesta sögurnar um Stórafót. hvort tveggja gætu verið falsanir. Til þess að misskynjanir af þessu tagi séu miklu algengari en menn hafa haldið. Og svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að á endanum munum við finna einhverja furðuskepnu sem fáir vildu leggja trúnað á að gæti verið til. Dæmi úr sögunni sýna að þetta er ekki endilega svo fjarstæðukennt. Lengi vel vildu upplýstir menn ekki trúa því að fjallagórillan væri til, en þeir urðu að fallast á það þegar hún var dregin fram í dagsljósið árið 1901. En fjallagórillan er annars ekki nein furðuskepna, og satt best að segja virðist óhætt að spá því að heldur sé það ólíklegt að við munum á næstu árum finna skrímslið í Loch ness, Snjó- manninn hræðilega eða Stórafót í Kaliforníu. Leitin heldur væntanlega áfram þrátt fyrir það. Leitin að kynjaverunum er í eðli sínu fremur rómantísk en vísinda- leg. Að henni standa oft menn sem eru ákafir i að sanna að vísindamenn séu ekki eins klárir í kolinum og þeir telji sig vera, að brjóstvitið sé oft betra en bókvitið. Og sennilega er ekkert að athuga við leit af þessu tagi, hún er mcinlaus og stundum dálítið heillandi en oftast þó fjarska skopleg. Heimildir: Daniel Cohen: „Mons- ters“ í Science and the Paranurmal (1981) og Arthur C. Clarke‘s Mysteríous World eftir Simon Welfare og John Fairley (1981).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.