Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 22
22___________ á bókamarkaöi SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 The Travels eftir Marco Polo. Útgefandi: Penguin Books. ■ Markó Póló hefur getið sér ódauðlegt nafn í sögunni fyrir merkilega ferð sem hann kvaðst hafa farið til Kína. Þetta gerðist á þrettándu öld og þá höfðu Evrópu- menn ekki lagt leið sína á slóðir Kínverja svo umtalsvert væri. Lýs- ingar Pólós á því sem fyrir augu bar á þeim árum sem hann dvaldist þar eystra þóttu í senn ævintýralegar og ýkjukenndar og vöktu mikinn áhuga í Evrópu á nánari kynnum við Kínverja. Á síðari árum hafa fræðimenn hneigst til að draga ýmsa þætti í ferðasögu Pólós æ meir í efa, en sennilega verður aldrei skorið úr um hvort hann fór að einhverju eða verulegu leyti með staðlausa stafi í frásögnum sínum. Hvað sem þeim vangaveltum líður er óhætt að segja að bókin er hin ágætasta lesning og verðskuldar að tcljast til klassískra ritverka í samnefndri útgáfuröð Penguin for- lagsins. Marco Polo, If You Can eftir William F. Buckley yngri. Útgefandi: Avon ■ Sá Marco Polo sem getið er í titli þessarar bókar á ekkert skylt við Marco þann sem ferðaðist til Kína á þrettándu öld. Hér er nefnilega komin æsispennandi reyfari sem sviðsettur er árið 1959, árið sem Krúsjef kom til að ræða við Kennedy um bætta sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og árið sem U-2 njósnaflugvélin var neydd til að lenda í austurvegi. Buckley þykir óvenju snjall reyf- arahöfundur, og bókin hefur hlotið mjög lofsamleg ummæli í heimalandi höfundar, Bandaríkjunum. M.a. er hún á lista hjá Book-of-the-Month Club. Af söguþræðinum er það að segja að hetja úr fyrri bókum Buckleys, Blackford Oakes, fær það verkefni að afhjúpa sovéskan njósnara sem er að komast til metorða hjá leyniþjón- ustunni CIA. En það reynist vanda- samt verk og hann lendir í fangelsi í Rússlandi. Allt gerist þetta á einkar viðkvæmum tíma þegar fundir stór- veldaforingja standa yfir. IIis fiiurlli l laslsvltcr íjlic hcartuuriuing nnd joyfuí nciv story bv thc autlior iif /111 (•'rviinircs (ýmit uml tsmali <Thc<*Lord (iod^Iaclc m11iN i Uil 11 prppMMKS Pi flmay IIWMIÍIUJ L. æíathkI CHRISTIE 13ATDINNER . A flcrcuk f’oirol My*tcry J The Lord God Madc Thein All eftir James Herriot. Útgefandi: Bantam Books. ■ James Herriot er víðkunnur sjónvarpsmaður; þættir hans um dýrin stór og smá vöktu gífurlega hrifingu í Bretlandi og ágætar undirtektir hér á landi. Hann hefur búið efni sjónvarpsþátta sinna í bókarbúning og í öll skiptin hafa bækur hans orðið metsölurit. Þetta sem hér liggur fyrir er engin undantekning. Sem fyrr eru það samskipti manna og dýra, og ýmsir skemmtilegir og forvitnilegir viðburðir er af þeim hljótast sem verða Herriot að söguefni. Hann þykir einkar þekki- legur frásagnarmaður, og Ijúft að lesa bækur hans, ekki síður en að hlýða á rödd hans í sjónvarpi. 13 at Dinner eftir Agatha Christie. Útgefandi: Dell ■ Agatha Christie er látin og skrifar ekki fleiri bækur. En áhugi á verkum hennar er sífellt til staðar. Gamlir aðdáendur taka bækur henn- ar fram og blaða í þeim á nýjan leik og á hverju ári bætast nýir lesendur í hópinn. Hér er bók sem Christie skrifaði á fjórða áratugnum og sem oftar er það Hercule Poirot sem er á slóðum afbrotamanns. Eiginmaður leikkon- unnar Jane Wilkinson hefur verið myrtur, og hún leitar á náðir Poirot. Hinir seku geta aðcins verið 13 kvöldverðargestir. En hver þeirra er morðinginn? Saga sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds lesenda. ■ Ofannefndar bækur fást í Bókavcrslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, enga ritdóma. Crime of the Century: The Kennedy Assassination from a Historian’s Per- spective eftir Michael L. Kurtz. Útgefandi: Harvester (1982). ■ Otal bækur hafa verið ritaðar um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta í nóvember 1963. Hér er komin bók sem um margt er óvanaleg. Sagnfræði- prófessor skrifar um morðið og þær aðstæður sem það var framið við, en fer að auki í saumana á þeim ritum sem um það hafa verið skrifaðar í tæpa tvo áratugi. Eins grandskoðar hann skýrslur tveggja nefnda sem skipaðar voru til að rannsaka morðið, annars vegar Warren nefndarinnar og nefndar fulltrúadeildar þingsins. Samkvæmt Kurtz hafa verið ritaðar um 70 bækur um Kennedy morðið, og aragrúi af blaða- og tímaritsgreinum. Kurtz fjallar um málið frá sjónarhóli ■ Kennedy forseti ráðinn af dögum í Dallas 1963. Hver myrtí Kennedy? — Sagnfrædiverk um morðið á forsetanum 1963 sagnfræðings og kveðst ekki hafa síðasta orðið um Kennedy morðið - enda verði það líklega aldrei sagt. Ritdómar hafa borið lof á bókina og þyklr hún skrifuð af yfirvegun og skynsemi, þótt marga þeirra greini á við Kurtz um sumar niðurstöður hans og staðhæfingar. Um Kennedy morðið hafa sem kunnugt cr verið skrifaðar bækur sem eru marklaust bull, og menn eru alltaf á varðbergi þegar nýir höfundar kveða sér hljóðs á þessum vettvangi. Kjarni bókar Kurtz er nákvæm athugun á þeim gögnum sem fyrir liggja um morðið á Kennedy og höfundur setur síðan fram 37 spurningar á þeim grundvelli. Lokakafli bókarinnar er tilraun Kurtz til að átta sig í atburðarrás og aðdraganda morðsins og þar setur hann fram sín eigin sjónarmið. Þar segir hann m.a. að fyrirliggjandi gögn séu mótsagnakennd, t.d. hvað varðar fjölda þeirra kúlna er skotið var og úr hvaða átt þær komu, og því erfitt að komast að einhlítri niðurstöðu. Allt bendi þó til þess að fleiri en eitt skotvopn hafi verið notað í morðárásinni. Meðal álitaefna í bók Kurtz eru harðorð ummæli hans í garð Warren- nefndarinnar. Hann telur að nefndin hafi í upphafi gengið að því vísu að Lee Harvey Oswald væri einn sekur og jafnvel reynt að hagræða sönnunargögn- um í þá átt. Rökstuðningi hans fyrir þessari skoðun þykir ábótavant. þótt hann kunni á endanum að hafa rétt fyrir sér. Bók Kurtz verður án vafa grundvallar- rit fyrir alla þá sem rannsaka vilja eða velta fyrir sér hinu sögufræga morði á Kennedy Bandaríkjaforseta. Sennilega er enginn hörgull á þeim sem það vilja. -GM Fjölnir sendir frá sér 6 bækur á jólamarkað: Æviminningar Ingólf $ á Hellu ■ Nýstofnað útgáfufyrirtæki Fjölnir sendir frá sér sex bækur og eina hljómplötu nú fyrir jólin. Þessar bækur eru: Mesta mein aldarinnar, sem hefur undirtitilinn „Joseph P. Pirro ræðir um sjálfsrækt og alkóhólisma.“ Pirro er kunnur fyrirlesari við Freeportsjúkra- húsið í New York, sem þúsundir íslendinga hafa kynnst í baráttunni við áfengisvandamálið, en Pirro hefur oft komið hingað til lands og meðal annars haldið fyrirlestra í sjónvarpinu. Hrafn Pálsson hefur þýtt fyrirlestra Pirros og búið í bókarform. Þetta er frumútgáfa á fyrirlestrum hans, þar sem bókin hefur ekki komið út á ensku áður. Max og Helena nefnist ný bók eftir hinn kunna „nasistaveiðara" Simon Wiesenthal. Sveinn Ásgeirsson hefur íslenskað bókina og ritað formála. Wiesenthal sat sjálfur í fangabúðum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og þekkir því helför Gyðinga af eigin raun. Eftir stríð hefur hann hclgað krafta sína baráttunni fyrir því að draga þá menn fyrir rétt er báru ábyrgð á útrýmingar- herferðinni gegn Gyðingum og ýmsurn þjóðarbrotum í Evrópu 1938-1945. Hefur Wiesenthal tekist að koma því til leiðar að fjölmargir stríðsglæpamenn hafa verið handteknir og dregnir fyrir rétt. Frægasta dæmið er þegar hinn illræmdi Adolf Eichman var fluttur til Israel, dæmdur þar og líflátinn skömmu eftir 1960 að undirlagi Wiesenthals. I bókinni um Max og Helenu segir höfundur sanna sögu af ungu pólsku pari sem lendir í fangabúðum Þjóðverja. Þau verða viðskila hvort við annað, og eftir stríð lendir Max einnig í fangabúðum Sovétmanna. Bókin er í senn ástarsaga, dæmisaga úr helförinni og saga mikilla mannlegra örlaga, en þó fyrst og fremst sönn saga um ótrúlega óhuganlega hluti sem eru okkur ekki svo fjarri í tíma. Ingólfur á Hellu - umhverfi og ævistarf nefnist fyrsta bindi æviminninga Ingólfs Jónssonar fyrrum ráðherra og alþingismanns, sem Páll Líndal hefur skráð eftir honum sjálfum. í bókinni er rakinn uppruni Ingólfs og fyrstu störf, og fjallað er ýtarlega um það umhverfi er hann ólst upp í á Rangárvöllum. Fjallað er um kaupfélög og landbúnað, og fylgst með Ingólfi er hann hefur þátttöku í stjórnmálum. Ingólfur segir frá því er hann varð fyrst ráðherra og áður þingmaður, frá samþingsmönnum sínum og öðrum samferðarmönnum, og mörgu öðru. Bókin hefur að geyma sæg upplýsinga sem ekki hafa komið fram áður. James Bond snýr aftur er ný bók um hinn kunna kappa sem lan Fleming gerði ódauðlegan á sínum tíma. Erfingj- ar höfundaréttar Flemings hafa nú ráðið nýjan höfund til að skrifa frá ævintýrum Bonds, og hafa fyrstu tvær bækurnar þegar orðið metsölubækur austan hafs og vestan. Bond er sjálfum sér líkur í bókum Gardners, umvafinn harðsvíruð- unt glæpamönnum og fögru kvenfólki, og hann hefur fengið endurnýjað sérleyfi sitt númer 007, sem veitir honum leyfi til að vega mann og annan ef þörf krefur. Björn Jónsson skólastjóri þýðir bókina. Stóra Barnabókin hefur að geyma sögur og ævintýri, bænir, þulur, kvæði, leiki, þrautir og barnagælur, fyrir börn og foreldra þeirra. Jóhanna Thorsteins- son hefur valið efnið, en Haukur Halldórsson gerir myndskreytingar. Bókin er samantekin með það fyrir augum að börn og fullorðnir geti lesið hana saman eða sitt í hvoru lagi. í henni er að finna ýmsar sögur og þulur, sem foreldrar munu kannast við úr æsku sinni, en sem þeir hafa þó ef til vill gleymt. Hér gefst gott tækifæri til að rifja upp góðar minningar og miðla þeim til barna sinna. - Tekið skal þó fram að bókin er þannig úr garði gerð að börn og unglingar þurfa ekki aðstoð við lesturinn eða lausn leikja og þrauta sem í bókinni eru. Fimmtán kunnir knattspyrnumenn er sjötta bók Fjölnis í ár. Anders Hansen blaðamaður hefur skráð viðtöl við fimmtán kunna knattkspyrnumenn frá hinum ýmsu félögum, menn sem ýmist gerðu garðinn frægan fyrir all mörgum árum, eða eru enn á hátindi ferils síns. Rætt er við atvinnumenn íslenska erlendis, talað við menn er lagt hafa stund á þjálfun, forystustörf fyrir knattspyrnuhreyfinguna og svo fram- vegis. Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnars- son eru þessa dagana að taka upp á vegum Fjölnis, hæggenga hljómplötu. Platan er tekin upp í Lundúnum, og hefur að geyma tíu splunkuný lög eftir Gunnar Þórðarson, sem Pálmi Gunnars- son syngur öll. Textar eru eftir nokkra kunnustu textahöfunda landsins. Hljóm- plötur Gunnars Þórðarsonar hafa á undanförnum árum verið með sölu- hæstu plötum hér árlega, og enn á ný sýnir Gunnar á sér nýjar og ferskar hliðar, og söngur Pálma hefur sennilega aldrei verið betri en um þessar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.