Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 ■ Skyldi það vera satt að í heiminum okkar búi stórar og kynlegar skepnur sem vísindi nútímans þekkja hvorki haus né sporð á? Getur verið að í fjarlægum hitabeltisskógum, snævi þökt- um háfjöllum, hrjóstrugum eyðimörk- um eða myrku ægisdjúpi fari einkenni- legar skepnur huldu höfði? Er hugsan- legt að slíkum lifandi leifum dýralífs árdaga hafi tekist að sleppa óséðar frá landkönnuðum, rannsóknarleiðangrum eða vísindamönnum? Lesendur sumra afþreyingablaða svara hiklaust játandi og vísa til vitnisburða fólks sem segist hafa haft kynni af þessum lífverum eða séð til þeirra. Vísindamenn draga þessar frásagnir yfirleitt í efa, á þeim er oftar en ekki ýkjubragur og auglýsingakeimur, og frekari eftirgrennslan hefur ekki getað staðfest sýnirnar. Sumar frásagnir af þessu tagi þykja þó trúverðugri en aðrar, þótt engar einhlítar sannanir séu fyrir hendi. í þessari samantekt rekjum við þær sögur sem sagðar hafa verið af vatna- og sæskrímslum, Snjómanninum hræðilega í Himalæjafjöllum og Stórfót vestur í Bandaríkjunum, og reynum að átta okkur á hvort eitthvað sé að marka þær. ■ Sir Edmund Hillary sýnir loðhúfuna sem menn héldu að væri höfuðleður Snjómannsins hræðilega ■ Ljósmynd Eric Shipton frá 1951 af fótsporunum sem hann kvaðst hafa fundið í suðurvesturhlíð Menlugtseljalls. LEITIN AÐ SKRIMSLIN SNJÓMANNINUM HRÆÐ Leynast óþekktar kynjaverur enn í frumskógum, háfjöllum, eyðimörk „Eitthvaö“ í Loch Ness Ekkert fyrirbæri í samfelldri sögu kynjaveranna hefur verið rannsakað jafn ýtarlega og „skrímslið" í Loch Ness, stöðuvatni í hálöndum Skotlands. Erfitt var að ferðast um vatnasvæði skosku hálandanna þar til fyrir nokkurm áratugum er vegir voru lagðir þar um. Fjarlægðin frá mannabyggð og sam- gönguerfiðleikar sveipuðu nokkurs kon- ar ævintýraljóma um staðinn. Loch Ness er rúmlega 35 km að lengd, en aðeins um einn og hálfur km að breidd. Engu að síður er það stærsta stöðuvatn á Bretlandseyjum, og hið þriðja stærsta í Evrópu. Loch Ness er gífurlega djúpt vatn; víðast hvar um 250 metrar, og talið vera á köflum um 320 metrar. Bakkinn umhverfis vatnið er að jafnaði skörp niðurfelling. Niðri í djúpinu er mjög dimmt vegna móhleifa í vatninu. Það er erfitt að sjá þar handa skil jafnvel þótt sterk lýsing sé notuð. Að auki er vatnið mjög kalt. Þjóðsögur herma að á vatnasvæði hálandanna búi ýmis konar skrímsli, og eiga þau að lifa í vötnunum. Elsta ritheimild um skrímsli í Loch Ness er ævisaga Heilags Kólumbusar, kristins trúboða í Skotlandi sem uppi var á sjöttu öld. Sú frásögn er dæmigerð helgisaga um það hvernig sá frómi guðsmaður bjargar saklausri sál undan hrömmum skrímslis. Um aldirnar hafa síðan myndast ýmis konar frásagnir um að „eitthvað" í vatninu, en nútímaskeið Loch Ness frásagna hófst ekki fyrr en árið 1933 þegar lokið var við að leggja veg eftir vesturhluta vatnasvæðisins. Loch Ness skrímslið kemur tii sögu Sú saga sem vanalega er talin kveikja nútímaáhuga á þjóðsögum um skrímsli í Loch Ness birtist í blaðinu Iverness Courier í maí 1933. Þar var frá því greint að ónefndur kaupsýslumaður, búsettur í hálöndunum, hefði verið á ferð ásamt konu sinni um Loch Ness svæðið og þá tekið eftir einkennilegri skepnu að leik í vatninu. Sýnin varði í eina mínútu en þá steypti kynjaveran sér í djúpið á ný. Maður þessi hét John Mackey og átti hótel við vatnið, en á það atriði bentu efasemdarmenn sem báru brigður á frásögn hans. Var hann ekki bara að reyna að auka ferðamannastrauminn? Höfundur blaðagreinarinnar var aftur á móti Alex Campell, ungur eftirlitsmað- ur við vatnið. Hann lét ekki af þeim starfa fyrr en 1966 og hefur alla tíð lagt trúnað á skrímslasögurnar. Sjálfur segist hann hafa séð Loch Ness skrímslið oft og mörgum sinnum, og raunar hafi hann fyrstur manna kallað kynjaveru þessa „skrímsli“, einfaldlega vegna þess að hann vissi ekki hvaða annað nafn hæfði því. Ljósmynd af skrímslinu Fyrstu ljósmyndirnar af „einhverju dularfullu" í Loch Ness voru teknar í nóvember 1933, en þær voru of ógreinilegar til að vekja athygli. Frægust allra Loch Ness Ijósmynda var tekin í apríl ári síðar. Aldrei hefur verið upplýst nákvæmlega við hvaða aðstæður myndin var tekin. Ljósmyndarinn var Robert nokkur Wilson liðþjálfi og kvensjúk- dómalæknir, maður feiminn mjög og forðaðist athygli almennings. Um margra ára skeið var nafn hans ekki einusinni gefið upp. Mynd Wilsons virtist sýna skugga af löngum hálsi og litlu höfði á einhverri skepnu sem er að koma upp úr vatninu. Því miður eru engir hlutir á myndinni sem unnt er að nota sem viðmið til að dæma um stærð skepnunnar, og efasemdarmenn hafa bent á að hún gæti verið mjög lítil, og hugsanlega væri þarna á ferð höfuð á fugli eða skott á otur sem er að stinga sér í vatnið. Öðrum þótti myndin styrkja frásagnir af kynjaveru í Loch Ness, því sjónarvottar höfðu einmitt talað um langan háls og lítið höfuð. Eftir að ljósmyndin birtist og deilur urðu um hana má heita að frægð Loch Ness skrísmlisins hafi risið og hnigið með reglulegu millibili. Á árum síðari heimsstyrjaldar var lítill áhugi á kynja- veru í Loch Ness, en áhuginn vaknaði aftur eftir stríð. í apríl 1960 tókst enskum flugvélaverkfræðingi og miklum áhugamanni um skrímslasögur, Tim Dinsdale að nafni, að kvikmynda hreyfingu í Loch Ness og vilja margir telja að myndin sýni skrímslið á sundi eftir yfirborðinu. Dinsdale kvaðst hafa staðið á öðrum vatnsbakkanum og séð skrímslið hreyfast við bakkann á móti sér. Þeir sem athugað hafa filmu Dinsdale komast ekki allir að sömu niðurstöðu. Filmúsérfræðingar í flug- hernum töldu líklegt að hún sýndi lífveru sem gæti verið alltað 90 fet að lengd, en aðrir athugendur sögðu að filman gæti allt eins sýnt hraðbát á ferð! Umfangsmiklar rann- sóknir Árið 1972 gerði svokölluð Akademía hagnýtra vísinda í Bretlandi út rann- sóknarleiðangur til Loch Ness, og lét m.a. taka neðansjávarmyndir þar. Tvær slíkar myndir þóttu hvalreki á fjörur skrímslasinna því þær virðast sýna demantslagaða útlimi og part af líkama stórrar skepnu. Samskonar leiðangur náði þremur árum seinna neðansjávar- mynd af einhverju sem gæti verið hálslöng og höfuðsmá skepna. { kjölfar umræðunnar um neðan- sjávarmyndirnar ákvað bandaríska stór- blaðið New York Times að styrkja fyrrnefnda akademíu til enn frekari rannsókna í Loch Ness árið 1976. Við þær athuganir, sem urðu hinar fjár- frekustu og umfangsmestu til þessa, var m.a. notaður lítill kafbátur. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert sást til Loch Ness skrímslisins. Eftir þetta hefur áhugi á Loch Ness skrímslinu minnkað mjög, og meirihluti manna virðist ekki lengur leggja trúnað á frásagnirnar. í vor birti hið virta breska tímarit New Scientist grein þar sem rök voru að því leidd að sérkennilegir trjábolir umhverfis Loch Ness sem falla reglulega í vatnið og skjóta aftur upp kollinum séu uppsprettur skrímslasagn- anna. Enn eru þó margir sem álíta að einhvern daginn muni fást óyggjandi sönnun fyrir tilvist kynjaveru í Loch Ness. í þeim hópi eru dýrafræðingurinn heimskunni Sir Peter Scott sem þegar hefur gefið skepnunni latneskt fræði- nafn Nessiteras rhomboptery. Ástæða virðist til að ætla að slík bjartsýni hafi ekki við rök að styðjast: Ef kynjaverur eru í vatninu þá eru þær væntanlega ekki ódauðlegar. Af hverju hafa líkamsleifar þeirra aldrei fundist? Og er ekki óh'klegt að kynjaverur hefðu getað leynst fyrir hinum umfangsmiklu rannsóknar- leiðangrum sem leitað hafa þeirra með tækni nútíma vísinda um árabil? Sæskrímsli? Um aldir hafa sæfarendur sagt sögur af skrímslum miklum og Ijótum í úthafinu. Slt'k skrímsli voru löngum talin mesta hættan þegar menn hófu lang- ferðir á sjó og könnun óþekktra landa. Við vitum núna að ekki voru allar þessar sögur tilbúningur, „sæskrímsli" fyrri alda köllum við nú hvali, kolkrabba, sverðfiska, hákarla o.s.frv. aðra vitnis- burði telja menn yfirleitt uppspuna eða misskynjanir, en auðvitað er samt hugsanlegt að einhvers staðar í djúpum úthafanna leynist enn sjávarskepnur sem vísindi nútímans þekkja ekkert til. Nútímasögur um sæskrímsli þykja yfirleitt ekki traustvekjandi. Þær örfáu Ijósmyndir sem lagðar hafa verið fram eru áreiðanlega falsaðar. Frá þessu eru þó undantekningar. Árið 1896 skolaðist á land í Flórída stórt bleikt flikki. Fólk á staðnum Ijós- myndaði það, teiknaði og mældi, og þau gögn benda til að flikkið kunni að vera leifar af ótrúlega síórum áttfættum kolkrabba, margfalt sinnum stærri en nokkur annar kolkrabbi sem sögur fara af. Aðrir hafa talið flikkið vera hræ af hvali. Flikkið skolaðist burt áður en líffræðingar komu á vettvang, en fáein vefjasýnishorn voru send til Smith- sonian rannsóknarstofnunarinnar. Smá- sjárathuganir sem gerðar voru löngu seinna bentu til þess að vefirnir væru í raun og veru úr sams konar skepnu og áttfættir kolkrabbar eru nema hvað í þessu tilviki gæti skepnan hafa haft allt að eitt hundrað útlimi. Fleiri sögur af svipuðu tagi eru til en þær hafa þótt ekki sannfært menn um tilvist sæskrímsla, og aðrar einfaldari skýringar ávallt þótt skynsamlegri. Snjómaðurinn hræðilegi Frægari en vatna- og sæskrímsli eru tveir tröllkarlar, Snjómaðurinn hræði- legi í Himalæjafjöllum og Stórifótur í Kaliforníuhéraði í Bandaríkjunum. Stundum er sagt að íbúar í grennd við Himalæjafjöll eigi gamlar arfsagnir um Snjómanninn. Fræðimenn telja þetta ekki rétt, arfsagnirnar fjalla um anda í háfjöllunum eða stóra birni sem ekki líkist þeim Snjómanni sem nú er oftast talað um. Sögurnar um Snjómanninn hafa ekki þótt traustar. Þær eru nær aldrei frá sjónarvottunum sjálfum, heldur raktar til manna sem hafa sagt öðrum mönnum frá sýnum sínum og svo framvegis. Einn ákafasti áhangandi sagnanna um Snjó- manninn Ivan heitinn Sanderson gat aðeins safnað níu frásögnum af honum frá árabilinu 1887 til 1960, flestar lítt traustvekjandi og fæstar frá sjónar- vottunum sjálfum. Elsta og besta frásögn sjónarvotts um Snjómanninn er komin frá grískum ljósmyndara N.A. Tombazi sem ferðað- ist um Himalæjafjöll á vegum ljós- myndasveitar landfræðifélags árið 1925. Hann var að slá niður tjöldum í Sikkim, í um það bil 37 þúsund feta hæð, þegar aðstoðarmenn hans bentu honum á einhverja hreyfingu í brekku fyrir neðan þá. Skyggni var slæmt en þegar Tombazi hvessti augun kom hann auga á veru á hreyfingu í nokkur hundruð metra fjarlægð. „Án nokkurs vafa“, skrifaði hann í dagbók sína, „líktist veran sem þarna gekk manni að útliti, hún gekk upprétt, og nam af og til staðar til að krafsa í eða slíta upp dverghríslur. í snjónum virtist hún dökkleit, og ég sá ekki að hún væri í neinum fötum. Innan örfárra mínútna hvarf veran bak við runna og við misstum sjónar á henni." Tombazi fór á vettvang og athugaði fótspor þau sem veran hafði skilið eftir í snjónum. „Þau líktust förum eftir mannfót, en voru aðeins sex til sjö þumlungar að lengd og þar sem þau voru breiðust urðu þau fjórir þumlungar. Förin eftir tærnar og ristina voru mjög skýr, en slóðin eftir hælinn var óskýr, og það sem af henni mátti greina virtist mjög rnjótt." Samtals fann Tombazi fimmtán fótspor af þessu tagi, og niður- staða hans var sú að ugglaust væru þau eftir tvífætta veru. Hann spurði aðstoð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.