Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 ■ Tvívegis á æfinni höfðu þeir hist, Norbert Hagner frá Mannheim og bankamaðurinn Hans Dietz við Heidel- bergbankann. (Hér er nafni breytt). Þessir fundir urðu ógleymanlegir fyrir Dietz, en í minningu Norbert Hagner var mynd Dietz meir á reiki. Dietz er ekki í vafa um að það hafi verið Hagner sem réðist á hann í íbúð hans, ógnaði honum með byssu og hélt honum, konu hans og börnum í gíslingu í tíu klukkustundir. Dietz bar kennsl á Hagner á lögreglustöðinni í Heidelberg tæpu árí síðar sem þann mann er nóttina á milli 2. og 3ja mars 1981 tók 28 manns í gíslingu og rændi úr sjóði Kúrfursten- bankaútibúsins 2,8 milljónum marka. Nú hefur saksóknarinn í Mannheim höfðað mál gegn Norbert Hagner og Uwe bróður hans fyrir vopnað rán og mannrán í fjórgang. Áttu þessi afbrot sér stað í Mannheim, Bensheim, Weinheim og Heildelberg. Þýfið nam fjórum milljónum marka. I gíslingu tóku þeir 58 manns, - Dietz þar á meðal. Svoö mörg andlit má heita ómögulegt að geyma í minni sér til langframa. Hér koma tvö andlit við sögu. Eru það andlit fórnarlambsins Hans Dietz og hins ákærða, Norbert Hagner. Verður hér sagt frá því með hverju móti Hagner, sem er nú ókVæntur og hafði ekki hlotið dóm áður, lenti á bekk ákærðra. Þá verður því lýst hvernig hann ógnaði æ fleiri samborgara sinna og svældi út æ meira fé, og kórónaði feril sinn loks með hinu kaldrifjaða banka- ráni í Heidelberg, sem er hið mesta sem þýsk afbrotasaga greinir frá eftir 1945. „Verið þið bara róleg“ Hans Deitz segir nú frá nóttinni er þeir tveir fundust: „Það var á mánudaginn í föstuinn- gangi um klukkan hálf átta um kvöldið. Við ætluðum að fara í samkvæmi í tilefni af kjötkveðjuhátíðahöldunum, þegar dyrabjallan hringdi. Starfsmannastjór- inn okkar kom upp þrepin í fylgd með einhverjum manni. Við dyrnar sagði hann: „Verið þið bara róleg, - þetta er ■ Uwe Hagner er hér í besta skapi við hlið snckkjunnar Perkilesar, sem þeir bræður keyptu, meðan þeir nutu lífsins eins og kóngar á Miami. þúsund mörkum vegna húsgagna og bifreiðarkaupa. Þau giftu sig í ágúst 1977 og brátt rann það upp fyrir Hagner að eitthvað varð hann að gera til að grynna á skuldunum. Hildegard var komin af góðu miðstéttarfólki og var við nám í uppeldisfræðum er þau kynntust. Hún féll alveg fyrir þessum unga heimsmanni og alla tíð hafði hún litið upp til hans og aldrei efast um að hann mundi ráða fram úr öllum vanda. En áfram með söguna frá Heidelberg af vörum Dietz: „Um morguninn þegar glæpamenn- imir höfðu loks safnað saman öllu fólkinu og höfðu alla fjóra lyklana sem þurftu undir höndum, hélt sá eldri þeirra til bankans, ásamt fjórum gíslanna. Um klukkan hálf-fimm voru þeir komnir aftur. Allt hafði gengið að óskum. Þeir sögðust verða að binda okkur, en að þeir mundu ekki gera okkur mein. Okkur var öllum skipað niður í hitaklefann. Á steingólfið höfðu þeir lagt ullarteppi. Við urðum að leggjast á kviðinn og þeir bundu okkur með snæri.“ Hvemig geta menn komið svona nokkru í kring? Þarf í þetta mann eins og Norbert Hagner, sem af vinum er sagður „góðlyndur, hvetjandi og hrif- næmur maður?“ Kona hans segir: „Norbert hafði hæfileika til þess að sannfæra hvem sem vera skyldi. Hann gat allt sem hann setti sér að gera. En sköpunar og framkvæmdahæfileikamir nutu sín ekki fyrr en hann var kominn út á refilstigu.“ Glæpaferillinn hófst með misheppn- uðu mannsráni í desember 1977 og endaði í milljónafyrirtækinu í Heidel- berg. Dietz heldur áfram: „Eina skiptið þegar ég varð verulega hræddur, það var þegar þeir kölluðu okkur eitt á eftir öðro niður í hitunarklefann. Ég mundi eftir dæminu frá Braunschweig, þar sem þeir myrtu heila fjölskyldu. Ég sagði því við sjálfan mig að ef ég sæi einhvem liggja dauðan þegar niður kæmi, þá mundi ég fljúga á náungann. Ekki mundi vera neinu að tapa.“ Aldrei var Norbert Hagner einn að ALLT VIRTIST ÆTLA AB GANGA SVO VEL...! 28 gíslar biðu heila nótt, meðan 2.8 milljónum marka var rænt í mesta bankaráni í Þýskalandi frá stríðslokum árás. „Á sama andartaki dró hann upp byssu og miðaði á okkur. Elsta dóttir okkar fór að skæla, þegar hún sá byssuna, en maðurinn sagði: „Þú þarft ekki að vera hrædd. Við fórom í yfirhafnirnar, bjuggum börnin upp og fórum svo öll út í bílinn." „Ákærðu ljúga og láta ekkert uppi við yfirheyrslurnar," segir ákærandinn í Mannheim. „Ríkissaksóknarinn er samt ' ráðinn í því að geta dregið þá til dóms á grundvelli framburðar konu Hagners og 58 gísla, sem þykjast þekkja báða ákærðu aftur sem hina seku. í ákæru- skjalinu er til að dreifa 66 sjónarvott- um, 47 frásögnum, 86 vitnum og tveimur vitnisburðum sérfróðra. Nafni Hans Dietz er haldið hér leyndu sem áður segir, en eftir ránið í Heidelberg hefur fallið á hann og aðra gísla grunur um að vera í vitorði méð ódæðismönnunum. Lögreglan hefur komist að ýmsu skrýtnu og í lesenda- bréfum til blaða í Heidelberg undruðust menn heigulshátt gíslanna: „{ gamla Prússlandi var sú krafa gerð til embættismanna að þeir legðu sig í hættu ef Svo bar undir, hættu jafnvel lífi sínu.“ Litað hár og skegg Kona Norbert Hagners segir svo frá að Hagner hafi sagt sér að þann 2. mars, síðdegis, hafi hann látið á sig dökka hárkollu á heimili sínu í Mannheim og litað hár sitt og skegg með litamaska. Bróðir hans Uwe setti hins vegar upp knapahúfu og gleraugu, sem voru frábrugðin hans eigin. Alskeggið rakaði hann af sér, en setti á sig ljóst gerviyfirvaraskegg í staðinn. Héldu þeir bræður nú til Heidelberg í grænum BMW bíl sem Uwe átti. Hugðust þeir taka þá bankamenn fasta sem gísl, er þeir töldu að mundi hafa lyklana að peningaskápnum undir höndum. Þeirra á meðal var Hans Dietz. Dietz segir: „Þegar við vorum að ganga út úr íbúðinni sagðist ég vilja slökkva Ijósin og hann leyfði mér það. Þá hefði verið auðvelt að skella aftur útidyrunum og hringja á lögregluna. En á svona augnablikum er maður ekki fær um að hugsa skýrt. Síðar sagði ég við mig að það hefði verið gott að ég gerði það ekki, því úti var hann með konuna og börnin.“ Norbert Hagner er nú 31 árs gamall og hann á yfir höfði sér 5-15 ára fangelsi. Hagner reyndi sífellt að túlka veginn niður á við til glæpaverkanna sem veginn upp á við. Fram til þessa vill hann ekki kannast við að hann eigi sök á að spilið tapaðist. Það var öðrum að kenna. Jafnan skellti Hagner skuldinni á aðra, þegar eitthvað fór úrskeiðis í tilveru hans. Sökudólgarnir voru ýmist foreldrar hans eða þá konan. Eða þá bara aðstæðurnar, sem svarist höfðu í bandalag gegn honum. Þegar hann kynntist Hildegard, sem síéar varð kona hans, var hann 23ja ára og vann sem fulltrúa á Altmann hjónamiðlunarskrifstofunni í Hamborg. ■ Myndir af þeim Uwe og Norbert Hagner, sem lögreglan lét gera eftir lýsingum gíslanna. En lögreglan komst þó aldrei á sporið. Ekki líkaði honum sú vinna. Hann vildi jafnan verða eitthvað meira. En foreldr- ar hans höfðu ekki einu sinni látið hann ganga í gagnfræðaskóla og það mundi hann þeim alltaf. Faðir hans er verkamaður, en móðir hans heimavinn- andi húsmóðir. Þetta líf hatar Hagner mjög og ákveður einn daginn að láta ekkert standa í vegi fyrir sér lengur: „Nú er ég kominn í stríð,“ segir hann við konu sína. Hans Dietz, gísl hans í Heildelberg segir: „Við fórom til heimilis starfsmanna- stjórnans okkar og þar var okkur skipað inn í herbergi, þar sem hinn glæpamað- urinn var þegar fyrir. Þar vorom við spurð hverjir auk okkar þyrftu að hafa aðgang að peningaskápnum. Annar glæpamaðurinn fór nú út með starfs-' mannastjóranum og eftir því sem á nóttina leið fylltist herbergið af konum, körlum og börnum. Allir stólar og bekkir voru setnir og það þurfti að ná í aukastóla." Skuldabasl Árið 1975 fluttu þau Hagner og Hildegard til Mannheim og leigðu sér þar íbúð. Skuldir Hagners námu þá 65 verki, þegar hann framdi glæpi sína. Jafnan var Uwe bróðir hans með honum. Hildegard man eftir Uwe, þegar hann var 16 ára gamall: „Hann var kátur, lítill strákur, hjálpsamur, fjörug- ur og blátt áfram.“ Uwe hafði ekki lært til nokkurs starfa og reiddi sig í einu og öllu á eldri bróður sinn. Við þau fjögur bankarán sem þeir bræður frömdu var það jafnan hans hlutverk að gæta gíslanna og deila síðan fengnum með bróðurnum. Uwe Hagner var 22ja ára, þegar hann var handtekinn á landamærum Kanada og Bandaríkj- anna, en þá hafði stóri bróðir þegar setið í átta vikur í fangelsi í Mannheim. Það var haustið 1977 að þeim datt í hug að gera eitthvað sem væri í trássi við lögin, en mundi skapa þeim grundvöll í lífínu, vegna arðseminnar. Þar á meðal datt þeim í hug að ræna einhverju barni. Þeir ræddu þetta í áheyrn Hildegard sem sagði: „Ég held að þið séuð orðnir vitlausir." Var ekki meira hér um rætt að sinni. Bundu húseigandann við tré Svo var það eitt desemberkvöld að Norbert Hagner kom heim klukkan hálf tvö að nóttu, en hann var um það leyti fulltrúi við vínyrkjurekstur Elmar Pier- oth nokkurs, sem nú er efnahagsráðgjafi í Berlín. Hann sagði við konu sína. „Ég ætla að segja þér dálítið. Við höfum rænt honum Brademann.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.