Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 26
26 itíll'íi’í SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 nútíminn Umsjón: Friðrik Indriðason og Eirfkur S. Eiríksson ■ Hijómsveitin AIR. Jazzviðburður: AIR TIL ÍSLANDS — halda tónleika þann 16. nóvember OHAÐI VINSÆLDA- LISTINN — byggður á sölu í STUÐ-báðinni ■ Einn nýr listamaður er á listan- um að þessu sinni en það er Kate Bush með drauma sína og fer hún í 7. sæti. Að öðru lcyti þá sést að Dire Straits situr sem fastast í efsta sætinu cn þær breytingar helstar eru að Tappi tíkarrass fer í þriðja sætið að þessu sinni, Crass fellur í 6. sætið og Joncc Jonee í 8. sæti. Á litla listanum fer Lóla beint í fyrsta sætið með „fornaldarplötu'' sína, Comsat kunningjar okkar í annað sætið en G.B.H. fcllur í þriðja. - FRI 1. (1) Dire Straits: Love Over Gold 2. (3) Peter Gabricl: 4 3. (6) Tappi tíkarrass: Bitið fast í vitið 4. (4) Cure: Pernography 5. (7) Dead Kennedys: In God We Trust Inc. 6. (2) Crass: Christ, The Album 7. (-) Kate Bush: The Dreaming 8. (5) Jonee Jonce: Svonatorrek 9. (9) Defunk: Thernta Nuclcar Sweat 10. (10) Art Bears: The World As It Is Today 1. Lola 2. Comsat Angels 3. G.B.H Roaring Balls og Pere Ubu? ■ New York sveitin Roaring Balls eða urrandi eistu er væntanleg upp á klakann á næsta ári, sennilega í byrjun vorsins ef af verður en einn af heimildarmönnum Nútímans sem gaukaði þessu að okkur sagði að „eistun" væru eitthvert pönk- aðasta pönk sem til væri í heimsborg- inni, svona á svipuðum línum og Dead Kennedys. Af öðrum erlendum listamönnum sem áhuga hafa á að hcimsækja ísland er David Thomas söngvarinn í Pere Ubu. Hann mun hafa áhuga á því að koma hingað í desember og þá væntanlega með Lindsey Coopcr með sér en þau tvö vera búin að koma prógrammi saman. - FRI ■ Jazzhljómsveitin AIR er væntanleg hingað til lands og áformað að hún haldi hér eina tónleika þann 16. nóvember. Ekki er komið á hreint hvar tónleikamir verða en unnið er að því að fá Islenska óperuhúsið (Gamla bíó) eða hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð undir þá. AIR er skipuð þeim Henry Thread- gill, á saxafón, flautu og hjólkoppafón, Fred Hopkins á bassa, Steve McCall á trommur. AIR hefur starfað í þessari mynd síðan 1975 og nýtur mikillar virðingar í jazzheiminum, sem dæmi má geta að iðulega eru þeir mjög oft ofarlega á blaði sem hljómsveit ársins hjá tímaritinu Down Beat, og hljóm- plata þeirra Air Lore var kosin hljómplata ársins 1980. Air leikur jazz í frjálsari kantinum þ.e á svipaðum línum og Art Ensemble of Cicago en einnig eru þeir þekktir fyrir túlkanir sinar á ragtime tónlist Scott Joplin. Hér eru eflaust athyglisvyðir tón- leikar í uppsiglingu og mun miðaverði á þá mjög verða stillt í hóf. Koma Air hingað er einn enn merkur jazzviðburður í menningarlífi íslend- inga á þessu ári en óhætt er að segja að jazzlíf hafi verið blómlegt hér á þessum tíma. - FRI GRAMMIÐ FLYTUR ■ Hljómplötuútgáfan Gramm hefur flutt af Vesturgötunni og á Hverfisgötu 50 þar sem hún hefur tekið stórt húsnæði á leigu. í nýja húsnæðinu er ætlunin að hafa veglega plötubúð en Grammið flytur inn sjálft þær plötur sem seldar eru þar og er einkum um að ræða tvandaðan jazz auk alls hins nýjasta á sviði nýbylgju pönks og yfirleitt þeirrar tónlistar sem efst er á baugi í dag. Undanfarið hefur verið unnið að innréttingum á nýja húsnæðinu og að öllu óbreyttu mun það verða tekið í notkun nú eftir helgina. - FRI Hljómleikaferð Egó: 14 hyóm- leikar á lands- byggðinni ■ Hljómsveitin Egó er farin í hljóm- leikaferð um landið og nú um helgina leika Bubbi Morthens og félagar á Laugum í Þingeyjarsýslu og á Húsavík. Ferð Egósins hófst 25. október, en þá kom hljómsveitin fram á hljómleikum á Höfn í Hornafirði, en síðan hefur hver konsertinn rekið annan á Austfjörðun- um og í dag, laugardag átti hljómsveitin að koma fram á Laugum. Flúsavík er svo á dagskránni á sunnudag, Stóru Tjarnarskóla á mánudag og síðan mega Akureyringar fara að vara sig. Verða hljómleikar í MA á þriðjudag, en síðan í Dynheimum á fimmtudag. Að þessum hljómleikum halda Egó-menn sem leið liggur til Siglufjarðar, Sauðárkróks, Blönduóss og Reykja í Hrútafirði, en síðustu hljómleikarnir að þessu sinni verða á Bifröst.. 9. nóvember. Alls leika því Egóistar á 14 hljómleikum á 15 dögum, en á efnisskránni verða lög af hinni væntan- legu hljómplötu hljómsveitarinnar sem væntanlega kemur til með að bera nafnið „1 Mynd“, auk þess sem gullkorn frá fyrri plötum, Egó, Utangarðsmanna og Bubba verða einnig á dagskrá. - ESE Fríðar Fálkaplötur ■ Nokkur hreyfing er á plötuútgáfu- málum og pressunarmálum hjá Fálkan- um um þessar mundir. Væntaleg er ný plata með Örvari Kristjánssyni, fljótlega og eins mun Magnús Eiríkson ýta sinni fyrstu sólóplötu úr vör einhvern tímann í næsta mánuði. Af öðrum væntanlegum plötum er það að segja að gefin verður út tvöföld hljómplata með Ríó Tríóinu sáluga og mun það eiga að vera einhvers konar „Best of“ stykki. t>á kemur út safnplata með fullt af sjóðandi heitum lögum með listamönnum eins og Dexy’s Midnight Runners, ABC og Ragnhildi Gísla- dóttir, en þar er um „Draumaprinsinn" að ræða. Af hreinræktuðum erlendum plötum má nefna að Fálkinn mun gefa út plötu Grace Jones og eins bregða KIZZ á leik á vegum Fálkans. - ESE Plötur „Hver hefur sinn djöful að draga” Peter Gabriel/ Fálkinn ■ Einn af hinum sann-v kölluðu , mcisturunt á sviði rokktönlistarinnar, Peter Gabriel hefur sent frá sér nýja plötu. Af lítillæti sínu hcfur hann látið afkvæmið heita í höfuðið á sér, cn platan hefur að geyma átta lög og eru öll að sjálfsögðu eftir Gabriel. Ég hygg aö það sé ekki of djúpt í árina tckið að segja að beðið sé eftir plötum Peter Gabriel með svipaöri eftir- væntingu og beðið var eftir hverri nýrri plötu með Bowie hér á árum áður. Bæði er, að Gabricl er ótvíræður erki- engill á sviði rokksins, líkt og nafni hans á himninum er á öðrum sviðum og svo hefur Gabriel alltaf verið ákaflega umdeildur tónlistarmaður sem farið hefur sínar eigin leiðir, hvað svo sem aðrir h'afa tautað og raulað. Viðskilnaður Ga- briel við Genesis á sínum tíma vakti mikla athygli og margir töldu þá að bæði hann og hljómsveitin væru á leiðinni til fjandans. Svo fór þó ekki, þó að Genesis hafi síðar farið í hundana. Pó að margt sé ákaflega vel gert á þessari fjórðu plötu Gabriels, verð ég að segja að ég er ekki alveg sáttur við hana. Mér finnst það ncfnilega furðu sæta að Gabriel hafi ekki enn losað sig við Gencsis- sándið, en þarna sannast e.t.v. hið fornkveðna. „Hver hefur sinn djöful að draga." Að Genesis-áhrifunum (sem ég er sem sagt orðinn hundleiður á hjá bæði Gabríel og öðrum „Mósesbókarmönnum" sem fetað hafa sólóstigu) sleppt- um, er þetta traust plata og ég vil sérstaklega nefna eitt lag sem komið hefurvið taugarnar á mér. I>að er lagið „Kiss of the life" sem cr eitt það pottþétt- asta „trommulag" scm ég hef heyrt lengi. Þar ber Jerry Marotta húðirnar, Morris Pert sér um ásláttarhljóðfærin og sjálfur jukkar Gabriel á Surdo- trommu. Það er ákveðinn suður-amerískur stíll yfir þessu. Sjáumst í Ríó. _ ESE Funk Defunkt, Thermo Nuclear Sweat/ Gramm ■ Nýjasta plata hljóm- sveitarinnar Defunkt hefur að undanförnu lætt sér inn á óháðalistann hérlendis en á undanförnum árum hefur þessi sveit fengið fólk til að dansa í funk-æði allt frá litlum klúbbum í New York og til fótboltavallar í Róm. ’ Hljómsveitina skipa þau Joc Bowie söngur/básúna, Keivyn Bell gítar, John Mulkerin trompet, Kenny Martin trommur, Kim Clark bassi og við sérstök tækifæri Byron Bowie tcnor saxófónn. Plötur Byron og Joc eru bræður og þeir eiga ckki lengt að sækja tónlistarhæfileikana því þriðji bróðirinn er enginn annar en Lester Bowie trompetleikari hljómsveitarinnar Art En- semble of Chicago sem heim- sótt hefur okkur upp á klakann. Pótt hijómsveitin Defunkt eigi rætur sínar í jazzinum þá leika þeir öðru fremur funk, og vilja sjálfir kalla tónlistina danstónlist eða með orðum Joe Bowie: „Margir jazzleikar- ar leika ekki danstónlist af því að þeir hafi áhyggjur af orðstír sínum en ég er fjárhættuspilari og ég elska að dansa. Að fá sal fullan af fólki til að standa upp og dansa er list, meir eu það, það eru töfrar" og þá vitum við það. Eins og fyrr segir er tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.