Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 ■ Málefni Háskóla íslands hafa mjög verið í sviðsljósi fjölmiðla að undan- förnu. Þegar Ijárlagafrumvarpið var lagt fyrir Alþingi kom í Ijós að ríkisstjórnin hafði ekki orðið við fjárbeiðni Háskól- ans heldur skorið hana mjög niður. Háskólinn brást skjótt við og mótmxlti harðlega. í bréfi sem kennarar skólans, starfslið og hundruð nemenda undir- rituðu og afhentu dr. Gunnari Thorodd- sen forsxtisráðherra segir að, að óbreyttu fjárlagafrumvarpi muni koma kyrkingur í eðlilegan vöxt Háskólans, ekki aðeins á nxsta ári, heldur muni afleiðinganna gxta miklu lengur. Mest allar framkvxmdir við nýbyggingar skólans á næsta ári muni stöðvast og sú hxtta vofi yfir að skólinn verði að vísa nemendum frá, jafnvel öllum sem nýskráningar óska nxsta haust. f bréfi þessu segir enn fremur að til þess að koma í veg fyrir svo alvarlegt ástand verði þrennt að koma til. 1. 20 milljónir króna í aukið rekstrarfé á verðlagi fjárveitingarbeiðna. 2. 20 milljónir króna í aukið fram- kvæmdafé á árinu 1983 og á næstu 10 árum 3.20. nýjar stöður árlega næstu fimm ár. Síðan 1979 hefur nemendum fjölgað um eitt þúsund í Háskólanum, en fjárveitingar hafa hins vegar lítt hækkað að raungildi. Aðsóknin, sem er bein afleiðing af hinu nýja framhaldsskóla- Verður engum nýjum stúdentum hleypt í Háskólann næsta haust? Niðurskurður fjárveitingar veldur kyrkingi í eðlilegum vexti skólans kerfi, kallar á meira húsrými, fleiri kennarastöður, fjölbreyttari rannsókn- arstörf, en við núverandi fjárhags- aðstæður er ekki hægt að sinna slíku. Helgar-Tímanum er kunnugt um að ummæli sem Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra lét falla í blaðaviðtali á dögunum hafa vakið undrun og reiði meðal háskólamanna. í viðtalinu sagði Ingvar að finna verði ráð til að beina stúdentum í aðrar greinar og vel geti svo farið að staðið sé frammi fyrir ofvexti Háskólans á næstu árum. I framhaldi af því lætur hann þá skoðun í Ijós að leiðir til að draga úr ofvexti Háskólans séu fjöldatakmarkanir og auknar náms- kröfur. Háskólamenn telja að ráðherra væri nær að gerast málsvari skólans í baráttunni við fjárveitingarvaldið held- ur en að vera með ótímabærar hugleiðingar af þessu tagi. Hinn aukni fjöldi háskólastúdenta, sem að mörgu leyti sé eðlilegur ef tekið er mið af þróuninni í nágrannalöndum okkar, sé bein afleiðing af nýju skipulagi fram- haldsskólans, skipulagi sem mennta- málaráðuneytið ber ábyrgð á og hlaut að vita til hvers mundi leiða. í framhaldi af blaðaskrifunum að undanförnu fór Helgar-Tíminn á stúf- ana og ræddi við nokkra menn sem kunnugir eru málefnum Háskólans og árangur þess getur að líta á síðunum hér. GM „Stúdentar sameinaðir gegn fjár- svelti H.I. — og fjöldatakmörkunum” segir Gunnar Jóhann Birgisson formaður stúdentaráðs ■ „Það er full samstaða um það með stúdentum að berjast gegn fjöldatak- mörkunum í Háskólanum og fyrir aukinni fjárveitingu til skólans á fjárlög- um“, sagði Gunnar Jóhann Birgisson formaður stúdentaráðs í samtali við Helgar-Tímann Gunnar Jóhann sagði að í september s.l. hefðu stúdentar áttað sig á því hvert stefndi varðandi fjárveitingar til Háskól- ans. Stúdentaráð hefði þá sent mennta- málaráðherra bréf og varað við niður- skurði. í bréfinu var m.a. á það bent að samkvæmt landslögum ber Háskólanum að taka við öllum þeim nemendum sem þangað sækja og hafa lokið tilskyldum prófum, en ónóg fjárveiting mundi gera skólanum ókleift að rækja þetta hlut- verk. „Við eigum samleið með yfirvöldum Háskólans í baráttunni fyrir auknum fjárveitingum," sagði Gunnar Jóhann, „og samstarf okkar við rektor um það efni hefur verið mjög gott“. Hann kvað hundruð stúdenta hafa ritað undir skjal það sem kennarar og aðrir starfsmenn Háskólans sendu forsætisráðherra í síðustu viku, en þar er ráðherra beðinn að beita sér fyrir því að fjárveiting til skólans verði endurskoðuð. Við spurðum Gunnar Jóhann í framhaldi af því um afstöðu stúdenta- ráðs til fjöldatakmarkana. „Stúdentar hafa ætíð lagst gegn fjöldatakmörkunum. Um það eru allar hinar pólitísku fylkingar í skólanum sameinaðar. Við viljum að faglegar kröfur einar ráði því hverjir fái að stunda nám í skólanum. Menn eiga að vcra frjálsir að því að velja námsbrautir og þá um leið að axla þá áhættu sem því fylgir. Við biðjum ekki um að okkur sé tryggð atvinna að námi loknu. Fram á það getum við ekki farið.“ Eru fjöldatakinurkanir í Háskólanum með ólíku sniði? „Já þær eru það.. Aðeins 20 stúdentar fá að hefja nám í sjúkraþjálfun. Takmörkunin í tannlæknadeild er á þann veg að aðeins átta fá að fara inn á annað ár. Og í fyrra samþykkti háskólaráð að takmarka fjölda lækna- nema sem færu upp á annað ár við töluna 36. Takmarkanir upp á annað ár eru sérstaklega ósanngjarnar því í þeim tilvikum eyða stúdentar heilum vetri í nám og standast kannski allar faglegar kröfur en fá samt ekki að halda áfram.“ Við spyrjum Gunnar Jóhann hvort stúdentar hafi orðið varir við að ■ Gunnar Jóhann Birgisson formaður stúdentaráðs. Tímamynd: Ella atvinnustéttir utan skólans beiti þrýst- ingi í þá átt að takmarka fjölda stúdenta í sínum greinum. „Það er erfitt að segja til um þetta og við getum ekkert fullyrt um það. Hins vegar hafa menn haft uppi vangaveltur um að takmarkanir í tannlæknadeild ráðist af þrýstingi frá tannlæknum, en satt að segja vitum við ekki neitt um það.“ Hvaða röksemdir hafa verið bornar fram til að réttlæta Qöldatakmarkanir, t.d. í sjúkraþjálfun undanfarin ár? „Því er borið við að þessa námsmenn þurfi að senda í læri til fullmenntaðra sjúkraþjálfara og þeir geti bara ekki tekið við fleiri. Við höfum hins vegar bent á það að þegar fleiri sjúkraþjálfarar hafa útskrifast þá fjölgar um leið þeim sem geta tekið slíka leiðbeiningu að sér og röksemdin er þar með dottin upp fyrir.“ Gunnar Jóhann Birgisson sagði að lokum að stúdentum virtist útlit í málum Háskólans mjög svart um þessar mundir og eitthvað yrði að gera hið fyrsta til að bæta úr. Stúdentar mundu ekki liggja á liði sínu til að svo mætti verða. GM Háskólinn standi vörð um rétt stúdenta til náms — segir dr. Arnór Hannibalsson lektor og gagnrýnir háskólaráð harðlega ■ „Háskólinn á að standa sem einn maður vörð um rétt stúdenta til náms“ segir dr. Arnór Hannibalsson, lektor í heimspeki, I ýtarlegri grein um fjölda- takmarkanir í Háskólanum í nýju fréttabréfi skólans. Þar gagnrynir hann harðiega ákvörðun háskólaráðs að takmarka fjölda nemenda inn á annað ár í læknisfræði. „Numerus clausus (latínuheiti fyrir fjöldtak- mörkun í háskóla) er uppgjöf“ skrifar hann. „Með því að samþykkja num- erus clausus tekur háskólaráð á sig ábyrgðina á þeirri uppgjöf... Háskóla- ráð á aldrei að samþykkja uppgjöf, heldur standa fast á þeirri kröfu, að ríkisvaldið búi þannig að starfsemi Háskólans að hún standist fyllstu kröfur. Það á að vísa ákvörðun um aðgangstakmarkanir til ríkisvaldsins. Neyði ríkið slíkt uppá háskólann með stjórnvaldsboði, ber háskólanum að mótmæla og standa vörð um þau mannréttindi að menn hafi frelsi til náms.“ í greininni segir Arnór enn fremur: „Háskólinn á þegar í stað að leggja höfuð áherslu á að taka saman upplýsingar um sjálfan sig, taka ákvörðun um mikilvægustu verkefni næstu ára, gera áætlun um hvað þarf til að koma þeim í framkvæmd og berjast af hörku fyrir að fá aðstöðu til þess. Háskólinn þarf að semja greinargerð um stöðu sína í skóla- kerfinu og í þjóðfélaginu, kynna hana út á við, afla sér stuðnings og styrks meðal allra þeirra sem öðlast skilning á mikilvægi Háskólans. Meðan engin ■ Dr. Amór Hannibalsson lektor í heimspeki. höfuðáætlun er til (t.d. til næstu 10 ára) er erfitt að rökstyðja fjárhags- beiðnir og verjast því að stjórnarráðið skeri Háskólann niður við trog.“ Og Arnór heldur áfram: „Það er vegna þess að Háskólinn hefur vanrækt að marka sjálfum sér stefnu, að óvinir hans hafa náð á honum jafn góðu hálstaki og raun sýnir. Ef háskólinn heldur að sér höndum í þessum efnum, gæti svo farið að tala stúdenta yrði skorin niður í mun ríkara mæli en enn hefur verið gert. Hvað gerir Háskóli íslands þá? Gengur hann fram sameinaður, ótrauður, með góðan málstað? Eða lyppast hann niður, sundraður fyrir ofureflinu?“ GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.