Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 31 CMm Karl Brademann var eigandi húss þess sem þau hjónin leigðu í. Hildegard Hagner segir: „Þeir Uwe höfðu farið til Karls Brademann í Heildelberg og létust fyrst vera stúdent- ar í leit að húsnæði, en beindu brátt byssu að gamla manninum. Byssan var aðeins leikfang, en það sá Brademann ekki. Fóru þeir með hann í skógivaxið dalverpi við Mannheim og bundu hann þar við tré. Norbert hringdi í fjölskyldu hans og heimtaði 750 þúsund mörk í lausnargjald af syni hans. En þetta gekk ekki upp. Maðurinn minn sá þyrlu fljúga yfir skóginn og hélt þar með að lögreglan væri komin á hæla sér. Þá flýðu þeir báðir heim.“ Karl Brademann tókst að losa sig af eigin rammleik og fannst brátt af lögreglu- mönnum á eftirlitsferð. Hans Dietz segir frá tíu skelfilegustu klukkustundum lífs síns: „Það hefur tekið einar 45 mínútur að binda okkur og þá sagði sá eldri: Nú verðið þið að liggja hér í svo sem korter. Eftir það getið þið reynt að losa ykkur og kalla á lögregluna. Gerið þið það fyrr, þá verður hér blóðbað.“ { ágústmánuði 1978 fæddist þeim Hildegard og Hagner dóttirin Ulrike. Enn skuldaði Hagner 70 þúsund mörk. Þá segir hann við konu sína að það sé engin leið að afla peninga með eðlilegum hætti, sama hvernig reynt sé. Þann 23. febrúar framdi hann ásamt bróður sínum rán í Bæjarsparisjóðnum við Kirchwaldstrasse 17 í Mannheim. Taka gíslanna kvöldið áður fór þó að nokkru úr skorðum. Þegar Hagner hafði komist inn á heimili frú Klemmer útibússtjóra undir því yfirskini að hann væri að selja snyrtivörur, kemst hann að því að það er tímalæsing á peningahólfi útibúsins og það mun ekki mega opna fyrr en næsta morgun. Hagner tekur bæði mann og son útibússtjórans í gíslingu og enn foreldra hennar og hjón sem koma í heimsókn. Þeir bræður bíða nú morguns, en þá fer Norbert Hagner með útibússtjóranum í bankann, meðan Uwe gætir gíslanna. Norbert lætur opna skápinn, tekur þaðan 160 þúsund mörk og lokar frú Klemmer og tvo starfsmenn inni á klósettinu. Þá fer hann til bróður síns og þeir binda gíslana og forða sér. Hildegard hafði vitað um áætlunina, en þar sem hún treysti sér ekki til að vera heima, fór hún heim til foreldra sinna. Er hún kom aftur heim sagði maður hennar henni sigri hrósandi hve vel hefði til tekist. Ekki hvarflaði að honum að hugsa um hvernig líðan gíslanna hefði verið. Heins Dietz heldur áfram: „Annar mannanna kom til mín og athugaði fjötrana. Þeir voru heldur slakir og hann hefur eflaust haldið að ég hefði verið að reyna að Iosa mig. Hann beindi byssunni að höfðinu á mér og dró upp hanann. Svo sagði hann: „Þetta geri ég svo þú fáir að heyra hljóðið." Á svona augnablikum geta menn ekki hugsað eitt eða neitt.“ Yeitingahús á Spáni Ránsfengnum frá Mannheim skiptu þeir bræður á milli sín. Hildegard fékk að sj á seðlabúntin. „Ég gat ekkert annað en staðið þarna og hugsað um hvers vegna maðurinn minn gerði slíkt,“ segir hún. Hún reynir að gera honum ljóst að fyrir þessi 160 þúsund mörk hafi hann stofnað fjölskyldu sinni, framtíð og lífi í hættu. Hann svarar og segir að slíkt þurfi ekki að gera nema einu sinni, - nú verði striki slegið undir allt saman og endi bundinn á alla glæpi. Hildegard Hagner borgaði erfiðustu skuldirnar, símareikninginn og 11 þús- und marka lán. En þá segir Hagner að slíkt sé ekki til neins. Þegar búið væri að greiða öllum lánadrottnum mundi ekkert verða eftir. Hann telur að viturlegra sé að fjárfesta í einu eða öðru. Hann ákveður a setja upp stað fyrir ferðamenn í Marbella á Spáni en fyrirtækið fer á hausinn. Hinir væntan- legu gestir, þýskir túristar, létu ekki sjá sig. Staðurinn, „La Chimenea" hafði kostað 100 þúsund mörk. Norbert Hagner var nú skuldugri en nokkru sinni. Konu hans grunar hvað það muni þýða. Þann 10. desember 1979 réðust þeir bræður því inn í Dresdener Bank í Bensheim. Nú gekk enn betur en áður, - engin tímalæsing og gíslamir ollu ekki teljandi vandræðum. svörtum ferðatöskum og var töskunum komið fyrir undir rúmum. „í eina viku sváfum við á 2.8 milljónum," sagði Hildegard. Þá kom Norbert peningun- um fyrir í bankahólfi. Hann hugðist sækja reiðufé í hólfið eftir þörfum og fékk sér í því skyni stóran frakka með mörgum vösum innan á . Lögreglan í Heidelberg leitaði ákaft að bolla sem þeir Norbert og Uwe höfðu notað en tekið með sér, þegar þeir hurfu af vettvangi í varúðarskyni. „Bollinn var fyrir löngu kominn í mask og hafði verið hent út í öskutunnu,11 segir Hildegard. Á öskudaginn, degi eftir ránið, komu gestir til þeirra Hagner hjóna. í samkvæmi þessu var rætt um ránið sem eins og alls staðar annars staðar var aðalumræðuefnið manna á meðal. Menn hugleiddu hvort ræningjarnir mundu nást og Hildegard mun hafa sagt: „Þetta var fáránleg uppákoma." Norbert Hagner jós út peningum á báðar hendur. Hann keypti nýjan Porsche og nýjan Mercedes Benz. Enn var keypt hús í Florida. Þann 23. maí var kaffihúsið „Café Mille“ opnað í miðri Mannheim. Brátt varð þarna einn aðal samkomustaður þeirra ungu og ríku í borginni. Norbert Hagner taldi sig tvímælalaust á uppleið, en hann var þó á niðurleið. Hjónabandsörðugleikar komu til sögunnar. Hildegard varð æ ljósara að maður hennar lifði og hrærðist í draumaveröld. Lengi hafði hún látið uppátæki hans yfir sig ganga, en nú vildi hún fá að losna. „Café Mille“ hafði kostað 500 þúsund mörk. Byggingarkostnaður skyndibita- staðarins í Weinheim, sem er aðeins 150 metra frá sparisjóðnum sem þar var rændur í janúar 1980, reyndist nema 450 þúsund mörkum. Þetta kemur í Ijós þegar Hagner þóttist enn þurfa á rekstrarfé að halda. Hildegard fer nú smám saman að losa sig undan áhrifavaldi eiginmannsins. Norbert Hagner hefur nú komið sér upp vinkonu og sjálf lendir kona hans í ástarsambandi með öðrum manni. Hagner reynir að halda í konu sína, en án árangurs. Leikslok Þann 20. október 1981 yfirgefur Hildegard mann sinn og flytur til vinar síns. Hún gerir þá slæmlu skyssu að eftirláta Hagner barnið Ulriku. „Ég gat ekki tekið Ulriku með. Maðurinn minn var andvígur því að láta mer hana eftir. Vegna þess að ég vissi hve mikið hann hélt upp á hana, þá lét ég gott heita að ég fengi að hitta hana þrisvar í viku. Við hann þýddi ekki að ræða rneira." Norbert Hagner flaug ásamt barni sínu til Miami og lét eftir skilaboð til konu sinnar fyrrverandi: „Ulriku sérð þú ekki aftur fyrr en hún er komin til fullorðinsára. „Enn taldi hann að hann hefði borið sigur af hólmi, en hann hafði ekki metið konu sína rétt. Hildegard frétti af því að maður hennar hyggðist koma í nokkurra daga heimsókn í desember. Hún skrifaði honum bréf og krafðist þar að hann kæmi með dóttur þeirra með sér. En maður hennar lét ekki svo lítið að opna bréfið samkvæmt því er síðar kom fram. Þá átti Hildegard ekki nema eitt ráð eftir. Þann 12. desember segir hún kunningja sínum, Ernst Bayer, sem Norbert hafði gert að ráðsmanni sínum um skeið, frá ránsferðum hans. Þann 14. desember, þegar vitaö var að Hagner var í heimsókn hjá foreldrum sínum í Mannheim, fór Emst Bayer til lögregl- unnar. Á lögreglustöðinni var orðum hans ekki trúað í fyrstu. Hildegard Hagner var sótt og hún gaf þegar skýrslu um leið og leit var hafin að Hagner. Henni var sama um alt nú. í fjögur ár hafði hún hlíft manni sínum, en nú vildi hún fá barnið. Morguninn eftir var Hagner handtek- inn á skrifstofu lögfræðings síns. Þeir Norbert og Uwe bíða nú eftir að réttarhöld hefjist yfir þeim en þau byrja nú í desember. Hildegard sleppur við að verða ákærð sem meðsek, þar sem hún hefur ljóstrað upp um mann sinn. Hún býr nú ásamt dóttur sinni í lítilli íbúð í Eifel. Skilnaðurinn er kominn í kring. Svo fór um sjóferð þá. Veiki hlekkurinn í bralli Norberts reyndist á endanum ekki vera fólginn í þeim glappaskotum sem flestum verður á að gera á vettvangi glæpsinsí - heldur var hans að leita í mistökum í einkalífi. (Þýtt úr Stem -AM) ■ Stúdentar í Heidelberg leika bankaránið, sem vakti feikna athygli í Þýskalandi. Vegfarendur fylgjast með gamninu. Um klukkan 21 að kvöldi voru þeir bræður á heimleið og var þeim þungt í huga. í peningaskápnum höfðu aðeins verið 93 þúsund mörk, 46.500 handa hvorum þeirra. Þetta dugði ekki einu sinni til þess að borga skuldir Hagners. Hann sagði konu sinni að ræna yrði annan banka. Lögreglan leitaði í dyrum og dyngjum að óbótamönnunum frá Bensheim, og leitin stóð enn yfir þegar rán var framið í Héraðssparisjóðnum í Weinheim, átta vikum síðar. Þar voru 13 gíslar teknir höndum og afraksturinn var 997. þúsund mörk. Ekkert að marki gekk úrskeiðis, samkvæmt því er Haggér sagði Hildegard, þegar heim kom, en hún hafði enn farið heim til foreldra sinna. Öllu var lokið klukkan 22 um kvöldið og á bak við byrgða glugga var nú þýfið talið og því deilt. Það er látið í töskur og látið niður í kjallara. „Þrjótarnir létu engan fara í grafgötur með það að þeir væru tilbúnir til að beita fleiri meðulum. Þeir hefði ekkert þurft annað en að skjóta einhvern í fótinn. Hefðu einhverjir örðugleikar risið, þá hefði það vafalaust skeð, enda alsiða þegar gíslar eru teknir: Þá er einskis svifist.“ Mikið vill meira Hildegard taldi að með tæpa milljón marka í höndum ættu þeir bræður að geta látið gott heita. „En það kom ekki til mála. Norbert var líkur manni sem fundið hefur upp öruggt kerfl til þess að spila eftir í rúllettunni. Ránið í Weinheim hefði engu breytt þar um. Áform hans urðu æ stórtækari. Bræðurnir bræddu nú með sér hvað gera skyldi við peningana. Verðbréfasali í Múnchen réði þeim til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Því flaug Hagner nú til Miami með konu sinni og leist strax vel á sig. Þar greiddi hann 150 þúsund dollara fyrir hús og keypti sér eignaríbúð fyrir 75 þúsund dollara. Enn keypti hann sér hvítan Prosche og mótorbát í f élagi við Uwe. Nú var byrjað að bollaleggja káup á enn stærri húsum og enn stærri bát. „Um þetta leyti var ég farin að hugsa alvarlega um að skilja við Norbert,“ segir Hildegard. „Ég hugsaði sem svo að þegar ekki væri hugsað um annað en næsta bát og næstu lóð, þá gengi fólk af vitinu fyrr en varði.“ Norbert Hagnar eyddi um tíu þúsund dollurum á mánuði um þetta leyti og eftir kaupin á íbúðinni, bátnum og húsinu tók efni hans nú að ganga til þurrðar. Þeir bræður ákváðu nú að halda aftur til Þýskalands og ræna stærri banka en nokkru sinni áður. Dietz í Heidelberg: „í bankanum er ég oft spurður: „Þið sem voruð svona mörg, - gátuð þið ekki yfirbugað þessa tvo menn? Þá hef ég svarað: „Hvað hefðuð þið gert ef kona ykkar og börn hefðu verið þarna með? Þá dregur niður í flestum. Það er ekki hið sama að lesa um atburði í blöðunum og finna byssuhlaupið við eigið enni.“ í september 1980 hélt Hagner nú til Þýskalands og í desember kom bróðir hans á eftir honum. Þau tóku hús á leigu í útborg Mannheim. Húsgögn voru keypt fyrir 100 þúsund mörk. Hagner hugðist koma upp fimm skyndibitastöð- um í Mannheim en peningarnir hrökkva ekki fyrir innréttingunum. Hér þarf til 600 þúsund mörk, en í sjóði eru aðeins 135 þúsund mörk. Þegar atlagan er gerð að Héraðsspari- sjóðnum í Heidelberg, síðdegis þann 2. mars er byrjað á því að handtaka sem gísl starfsmannastjórann Gerhard Schreiter og fjölskyldu hans. Tólf stundum síðar, klukkan fjögur að morgni, hafa ræningjarnir náð 28 gíslum og öllum fjórum lyklunum að geymslu- hólfinu. Klukkan 5.50 er búið að hirða úr hólfinu 2.8 milljónir marka. Þegar Schreiter loks getur hringt í lögregluna eru ódæðismennirnir löngu komnir heim. Einnig Hans Dietz er nú frjáls maður: „Það er ægilegt að vera tekinn sem gísl. Ég hef því enga samúð með föntunum, þótt þeir fái 15 ára fangelsi. Þeir hafa haft það eins og kóngar. Þeir hefðu ekki tekið sér nærri að drepa einhvern, því mannslífið er ekki alltaf hátt skrifað nú til dags.“ Rétt sagði Dietz. Ránsmennirnir lifðu nú eins og kóngar. Hildegard segir: „Þeir Norbert og Uwe gengu um í unaðsleiðslu, li'kt og eitthvað ótrúlega dásamlegt hefði hent þá.“ Hún hafði nýlega fengið hringingu, sem átti að gefa henni vísbendingu um þaðð hvernig gengið hefði. „Komdu heim klukkan eitt,“ mundi þýða að aflast hefði ein milljón. En Hagner sagði: „Komdu heim rétt fyrir þrjú.“ Sváfu á 2.8 milljónum Peningarnir voru faldir í tveimur ■ Hildegard, Uwe (með gleraugu) og Norbert eru hér stödd á kaffihúsi Norberts í Mannheim, „Café Mille.“ Það kostaði 500 þúsund mörk og v ar opnað í fyrrahaust. En nú hafa veður skipast í lofti....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.