Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
23
úr ýmsum áttum
■ Hagur þeirra kónga í
Evrópu sem neyðst hafa til
að búa í útlegð virðist
verða að vænkast svolítið.
Umberto II. sem ríkti á
Ítalíu í fjórar vikur árið
1946 (þar til landsmenn
samþykktu í þjóðar-
atkvæðagreiðslu að stofna
lýðveldi) fær líklega að
snúa heim til föðurlands
síns snemma á næsta ári.
Þessi fyrrverandi konung-
ur ítala er 78 ára að aldri
og orðinn heilsutæpur.
Hann hefur verið búsettur
í Portúgal undanfarin ár,
en er nú staddur í Lundún-
um þar sem hann er undir
læknismeðferð vegna bein-
krabba. Hinsta ósk hans er
■ Konstantín fyrram Grikkjakonungur.
Hvar eru útlægir konungar Evrópumanna niður komnir?
SUMIR GERA ENN TIL-
KALL HL KRÚNUNNAR
— Aðrir hafa afsalað sér henni og lifa nú sem óbreyttir borgarar
að fá að snúa aftur til Ítalíu
og deyja þar.
Skoðanir stjórnmála-
manna á Ítalíu hafa verið
skiptar um það hvort leyfa
ætti Umberto að snúa
aftur, og lengi vel voru það
kommúnistar sem hvað
harðastir voru gegn því.
Ástæðan er sú að faðir
Umbertos starfaði með
fasistastjórn Mussólínis.
En tíminn læknar öll sár og
nú hefur náðst um það
samstaða allra þinflokka
að bjóða Umberto að
koma aftur til Ítalíu.
í september s.l. samþykkti ríkisstjórn
Kreiskys í Austurríki að leyfa Zitu
fyrrum keisaraynju Austurríkis-Ung:
verjalands, ekkju síðasta keisara af
Habsborgarætt, að koma til landsins á
ný. Þar hefur hún ekki stigið fæti sínum
s.l. 63 ár. Talið er að þessi ákvörðun hafi
meðframverið tekin í því augnamiði að
vinmælast við stjórnvöld á Spini; en
Jóhann Karl Spánarkonungur er skyldur
Zitu. Gamla konan sem orðin er níræð
neitar hins vegar enn að draga til baka
kröfu sína til krúnu þeirrar sem hún og
eignmaður hennar töpuðu árið 1918.
Ottó sonur hennar hefur aftur á móti
afsalað sér krúnunni, og var því leyft að
snúa aftur til Austurríkis fyrir meir en
áratug. Hann er mikill áhugamaður um
sameiningu Evrópu og situr á Evrópu-
þinginu fyrir flokk Kristilegra félags-
sinna í Bavaríu. Um Ottó hefur
eftirfarandi saga verið sögð: Eitt sinn
gekk samþingmaður hans á Evrópu-
þinginu fram hjá honum hröðum
skrefum. Ottó spurði á hvaða leið hann
væri. „Ég ætla að horfa á leikinn í
sjónvarpinu, það er Austurríki-Ung-
verjaland.“ „Á móti hverjum?" spurði
Ottó þá óvart!
Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hafa
ekki haft miklar áhyggjur af sínum
útlagaaðli . Lúðvík Ferdínand frá Prúss-
landi, sonarsonur síðasta keisara Þýska-
lands, býr í Vestur-Berlín og hefur hljótt
um sig. Greifinn af París sem er niðji
Búrbóna þeirra er réðu frönsku krún-
unni til 1848, fékk að snúa til Frakklands
árið 1950 eftir að hafa starfað með
Útlendingahersveitinni. Lúðvík Napó-
leon, niðji Bónapartíættarinnar sem
missti völd sín árið 1870, starfaði einnig
í Útlendingahersveitinni í síðari heims-
styrjöldinni og býr nú í Frakklandi.
Sömu sögu er að segja af ríkisstjórn-
um í Portúgal. Þær hafa engin afskipti
þurft að hafa af Hertoganum af
Braganza, sonarsyni síðasta konungs
Portúgals sem lét af völdum 1910. Hann
hefur búið þar í landi um árabil og ekki
valdið neinum vandræðum.
Austar í álfunni eru menn ekki eins
áhyggulausir.Hinn 42 ára gamli Konstan-
tín Grikklandskonungur varð að yfir-
gefa ættland sitt eftir að hafa reynt að
steypa herforingjastjórninni af stóli árið
1967, og var svo formlega settur af í
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1974 þegar
Grikkir ákváðu að stofna lýðveldi.
Konstantín býr í Hamstead Garden,
einu úthverfa Lundúnarborgar. Systir
hans er kvænt Jóhanni Karli á Spáni og
hann er náinn vinur bresku konungsfjöl-
skyldunar; til marks um þá vináttu er að
hann var beðinn að verða einn guðfeðra
Vilhjálms litla prins, sonar Dtönu og
Karls.
Kommúnistastjórnir í Austur-Evrópu
hafa alltaf haft horn í síðu útlægra kónga
sinna. Sovétmenn héldu að þeir væru
lausir allra mála eftir að bolsevikar tóku
keisarahjónin og börn þeirra af lífi árið
1918. En rússneskir konungssinnar eru
enn á ferli og hafa með sér félagsskap
utan Sovétríkjanna. I október í fyrra
ákvað hún útlæga rússneska rétt-
trúnaðarkirkja að taka fyrrverandi
keisara í helgra manna tölu. Valdimar
stórhertogi, frændi keisarans, hefur
aftur á móti litla athygli vakið á meðal
konungssinna, en hann er nú búsettur í
Madrid.
Mikjáll fyrrum Rúmeníukonungur
vinnur í Sviss og sinnir þar viðskiptum
með erlendan gjaldeyri. Hann er einn
um að hafa setið á valdastól í tvígang;
fyrst sem lítill snáði árin 1927-1930 þegar
faðir hans varð að yfirgefa Rúmeníu
vegna ástar til konu sem ekki var af
aðalsættum, og síðan á ný árin
1940-1947. Arið 1944 þótti hann sýna
mikla stjórnunarhæfni þegar honum
tókst að setja einræðisherann Antone-
scu herforingja af, og semja við Rússa
um vopnahlé. Engu að síður var hann
neyddur til að afsala sér embætti og fara
úr landi árið 1947.
Skuggalegastur allra hinna útlægu
aðalsmanna er Leka, maðurinn sem
gerir kröfu til krúnunnar í Albaníu.
Leka er sonur Zog fyrrum konungs þar
í landi, og konungssinar lýstu hann
arftaka krúnunnar á samkomu á Hótel
Bristol í París þegar faðir hans lést árið
1961. Það er síðast af Leka að frétta að
hann mun hafa skipulagt hina misheppn-
uðu tilraun albanskra útlaga til að ráðast
inn í Albaníu fyrir nokkrum mánuðum.
Hvar hann er niðurkominn um þessar
mundir vitum við ekki.
- GM.