Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
19
kvikmyndasjá
Síðasla kvikmynd Ingmar Bergmans - „Fanný og Alex-
ander” - verður frumsýnd 17.desember næstkomandi:
„Hluta úr æsku
minni er að finna
í kvikmyndinni”
segir Ingmar Bergman, sem kveðst nú fastráðinn
í að hætta kvikmyndagerð
■ „Þetta er síðasta kvikmyndin mín,
og hún er þrjár klukkustundir og fjórtán
mínútur að lengd. UpphaDega stóð til
að myndin tæki aðeins tvær klukku-
stundir og þijú korter í sýningu, en þar
sem þetta er síðasta myndin mín þá
fannst mér að ég gæti leyft mér að lengja
hana.“
Það er Ingmar Bergman, sænski
kvikmyndaleikstjórinn, sem hér er að
tala um „Fanný og Alexander“, nýjustu
og að eigin sögn síðustu Bergman-mynd-
ina. Hún verður frumsýnd í Stokkhólmi
17. desember næstkomandi, og síðan
sýnd víða um lönd ýmist í kvikmynda-
húsum eða sem myndaflokkur í sjón-
varpi.
Bergman hefur unnið að gerð þessar-
ar kvikmyndar í þrjú ár eða svo. Hér er
um að ræða langdýrustu kvikmyndina,
sem hann hefur gert, enda er fjármagn
fengið frá mörgum löndum.Það var Jörn
Donner, sem útvegaði það fé, sem til
þurfti til þess að gerð myndarinnar væri
möguleg. Peningarnir komu m.a. frá
Sænsku kvikyndastofnuninni, Sænska
sjónvarpinu, Persona Film í Múnchen
(fyrirtæki Bergmans) og Gaumont í
París, stærsta frameiðanda og dreifanda
kvikmynda í Frakklandi.
Fanný og Alexander, sem nafn
myndarinnar vfsar til, eru ung börn (um
10 ára) Ekdahl-hjónanna, en myndin
lýsir einu ári í lífi þessarar yfir-
stéttarfjölskyldu snemma á öldinni. Þótt
Bergman neiti því statt og stöðugt, að
um sjálfsævisögulega kvikmynd sé að
ræða, þá hefur hann viðurkennt, að ýmis
reynsla bamanna í myndinni eigi sér
hliðstæðu í eigin æsku.
Kvikmyndin kostar um 100 milljónir
íslenskra króna, og mikill fjöldi manna
hefur þar komið við sögu; leikararnir
(þ.e. þeir sem fá eitthvað að segja í
myndinni) eru rúmlega 60, en þátt-
takendur alls hátt á þrettánda hundrað-
ið. Myndatakan tók 25 vikur.
Leikhúsfólk
Hver eru annars Fanný og Alexander
í myndinni? Jú, þau er börn leikhús-
fólks, sem býr í sænskum bæ í upphafi
aldarinnar. Faðir þeirra, Óskar, stjórnar
leikhúsi staðarins, og móðir þeirra,
Emilía, er leikkona. Leikhús þetta hefur
verið í fjöldskyldunni frá því á miðri
síðustu öld, að afi barnanna, sem
reyndar hét einnig Óskar, og kona hans,
leikkonan Helena, komu til bæjarins og
keyptu leikhúsið. Afinn er látinn þegar
myndin hefst, en Helena er á gamals
aldri og hefur því afhent syni sínum
stjórnartaumana í leikhúsinu.
Myndin lýsir til að byrja með lífi
Ekdahl-fjölskyldunnar og leikhússtarf-
inu, og þeim Fanný og Alexander líður
fjarská vel. En svo verða breytingar á
högum þeirra, faðirinn deyr og móðirin
giftist á ný biskupnum á staðnum,
einræðissegg hinum mesta. Er sagt, að
myndin endi á því, að biskupinn brenni
til ösku í eldsvoða, sem Alexander á
óvart upptökin að. En áður en að því
kemur hefur hann og systir hans, Fanný,
orðið að þola margt í húsi hins nýja
föður.
„Hluta úr æsku minni er að finna í
þessari mynd“, segir Bergmann í nýlegu
blaðaviðtali. Hann sagði, að á æsku-
heimili sínu hefði oft ríkt mikil spenna,
sem hafi farið eftir breytilegu skapi
föðurins, sem reyndar var prestur;
hann endaði feril sinn sem hirðprestur
hjá sænsku konungsfjölskyldunni. Á
heimilinu var afmarkaður tími fyrir
bænahald, tími til leikja, tími til refsinga
og tími fyrir tónlist og gamanmál. Þessa
sérstaðu blöndu kúgunarogskemmtileg-
heita reynir Bergman að birta áhorfend-
um í Fanný og Alexander.
Bergman segir að hugmyndin að
myndinni hafi fæðst árið 1979. Þá hafi
hann verið að spjalla við góðan vin sinn,
leikstjórann Kjell Grede, á eyju sinni í
sænska skerjagarðinum. Kjell hafi þá
allt í einu spurt hann, hvernig stæði
eiginlega á því að hann, þ.e. Bergman,
héldi áfram að gera þunglyndislegar
kvikmyndir, þótt hann sjálfur væri svo
lífsglaður og léttur í lund. Bergman fór
að hugsa málið og ákvað að gera þessa
mynd, sem væri sambland af gáska og
hryllingi, ást og andúð.
Heldur áfram í leikhúsinu
Bergman virðist mjög ákveðinn í því
að hætta nú kvikmyndagerð, nema hvað
hann hyggst gera nokkrar sjónvarps-
myndir. Sú fyrsta þeirra nefnist „Eftir
æfinguna“ og fjallar um leikstjóra, sem
kominn er til ára sinna. Þá mun hann
einnig gera sjónvarpsmynd eftir leikriti
Moliere „L’Ecole de Femmes”, þ.e.
skóli fyrir eiginkonur. Hér er um að
ræða uppfærslu læriföður Bergmans,
Alf Sjöberg, á Dramaten í Stokkhólmi,
og er sjónvarpsupptakan hugsuð í
minningu hans.
Hins vegar hyggst Bergman halda
áfram að leikstýra. „Ég hætti ekki í
leikhúsinu fyrr en þeir bera mig út“ ,
sagði hann í nýlegu viðtali. „Það er
miklu rólegra að vinna í leikhúsinu. Þú
hittir vini þína og heldur æfingar, og ef
þær ganga ekki nógu vel, þá hættirðu og
byrjar aftur á mogun". Hann setti
„Ungfrú Júlíu“ eftir Strindberg á svið
Resindenztheater í Munchen, og er sú
sýning nú í leikför um Vestur-Þýskaland
og Sviss. Hann hefur gert samning um
að setja á svið eitt leikrit á ári í
Residenztheater. Sömuleiðis mun hann
árlega leikstýra einu verki á Dramaten.
- ESJ.
■ Jan Malmsiö, sem leikur biskupinn, og Ewa Fröling, sem leikur EmUiu.
■ Ingmar Bergman ásamt BertU Guve, sem leikur Alexander í nýjustu, og síðustu,
kvikmynd Bergmans: Fanný og Alexander.
■ Ingmar Bergman - engill eða hvað?
■ Ingmar Bergman og myndatökustjóri hans, Sven Nykvist.
■ Ingmar Bergman spjaUar við Erland Josephson, sem leikur í „Fanný og
Alexander.