Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 ■ Þá höfum við minnst á það helsta sem fmgurna varðar. Trúlega hefur ykkur fundist að stundum væri erfitt að greina á milli þess hver fingur er „sjálfstæöastur", hvar bilið er mest o.s.frv. En látið ekki hugfallast, - haldið áfram að skoða málið og sem flestar hendur. Það þarf nokkra æfingu til að greina þetta, en hún kemur. Við samanburð æfist augað og þetta verður auðvelt. Við snúum okkur nú að nöglunum, en bætum smávegis við áður um fingurna. Almennt má segja það um bilið á milli ■ Kringlóttar neglur með mörgum hvítum blettum. ■ Hönd með stuttum nöglum. Þessi er að líkindum jafnan tilbúin að deila og skeggræða um málin fram og aftur. í versta falli er aldrei hægt að gera honum til geðs. Hvað tákna hvítir blettir í nöglunum og hvað má lesa út úr hálfmánanum? fingranna að mjög stórt bil er ekki hagstætt teikn, því það er venjulega merki um meira sjálfsálit en flestum en flestum er hollt að hafa og þessu fólkT gjarnt að ganga meir gegn skoðunum umhverfisins, en mönnum er gott. Það er ekki heldur gott þegar fingurnir liggja mjög þétt saman, því það er merki um að eiganJinn er „samansaumaður,“ vill t.d. ógjarna láta krónu af liendi, er varkár úr hófi fram og ber kvíðboga fyrir framtíðinni. Við gátum um köntuðu höndina í síðasta blaði þá sem er beinamikil og skörp og með stór liðamót. Almennt má segja að því stærra sem liðamót fingranna eru og lögun þeirra óreglulegri, því varfærnari og meir íhugandi er viðkomandi. Hann þrauthugsar málin, áður en hann tekur ákvörðun. En hann er umhirðusamur og góður skipuleggjandi. Svona liðamót má auk köntuðu handarinnar finna á hönd sem við annars mundum flokka sem ferkantaða eða heimspekilega (sjá síðustu grein). Þegar fingurnir hafa sléttar og mjúkar útlínur og lítið ber á liðamótunum má gera ráð fyrir að eigandinn sé skjótur til ákvarðana og athafna, leggi Ijós sitt lítt undir mæliker og sé mikið á ferð og flugi. Slíkir fingur finnast einkum á keilulaga hendinni. Raunin er sú að með aldrinum verða liðamótin greinilegri og það á líka við um fingur með sléttar og mjúkar útlínur. Um leið vex sú gætni og íhygli sem kemur þegar árin færast yfir og bægir ákafa og fljótræði æskuáranna til hliðar. Neglurnar og skapgerðin Þótt mörgum finnist að lófalestur ætti einkum að takmarkast við línur lófans, þá er það nú svo eins og við höfum séð að öruggur lófalesari þarf að kunna skil á allri hendinni og því snúum við okkur nú að nöglunum. Séu einhverjir orðnir hissa á að við séum ekki farin að skoða línurnar, þá biðjum við þá að bíða um sinn, því þær verða teknar til rækilegrar meðferðar í næstu blöðum. Neglurnar hafa einkum gildi þegar við viljum fræðast um heilsufar einstaklings- ins (sein líf og heilsulínan munu einnig gefa vísbendingu um) en stærð og litur naglanna hefur líka sitt gildi. Neglurnar deilast einkum í fimm flokka og þeir eru þessir: LANGAR NEGLUR: (hér er átt við neglur sem eru klipptar á venjulegan hátt!) Þetta er blíðlynt fólk og seinþreytt til vandræða, en sé það á annað borð reitt til reiði, þá fyrirgefur það seint. Það er nærgætið, tilfinningaríkt og ekki gætt mikilli hagsýni, en séu neglurnar stórar, auk þess að vera langar, hefur þetta fólk all sterkan persónuleika og getur valist ■ Þessar neglur eru sporöskjulagaðar og heyra fil fólki sem m.a. mætti hafa meira bein í nefinu til þess að berjast fyrir eigin hag. til forystu. Mótlæti dregur fljótt úr því kjarkinn og því er bölvanlega við deilur og alla baráttu. STUTTAR NEGLUR: (sjá mynd) Þetta er hagsýnt og gjarna mjög gagnrýnið fólk, sem gjarna vill deila og skeggræða og sést aldrei yfir smáatriðin. Það er gætt talsverðu hugrekki og það er oft þrjóskt. Það er vel fallið til alls lags rannsókna. Séu neglurnar mjög stuttar er hér komið fólk sem alltaf finnst að eitthvað mætti betur fara og verður aldrei gert til hæfis. SPORÖSKJULAGAÐA NÖGLIN: Þessar neglur (sjá mynd) heyra til tilfinninganæmu fólki sem lætur ráðast af hughrifum en skortir talsvert á að geti ýtt á eftir eigin málum, eins og það þyrfti. Þessar manneskjur geta orðið svartsýnar og fyllst vonleysi, þegar eitthvað blæs á móti í lífinu. KRINGLÓTTA NÖGLIN: (sjá mynd). Þetta fólk er drífandi og örgeðja, reiðist auðveldlega en jafnar sig mjög skjótt. Þetta er fólk sem ekki er gjarnt að kvíða og hafa uppi svartsýnishjal. FERKANTAÐA NÖGLIN: Þessi persóna (sjá mynd) er hirðusöm, kemur til dyranna eins og hún er klædd og er gefin fyrir aga. Þetta fólk er tilbúið að leggja mikið í sölurnar fyrir hugmyndir og málefni sem það trúir á. Litur naglanna ber vitni um það hve hlýtt hjarta slær í viðkomandi. Hvítar neglur eru tákn um kaldlynt geð og rósemi. Bleikar neglur sýna ástríki og samúð. Rauðar neglur sýna ástríður og mikið starfsþrek. Gulleitar neglur sýna ■ Á þumalfingrinum á þessari mynd er dæmi um ferköntuðu nöglina. fólk sem er ófélagslynt og hefur tilhneigingu til þunglyndis. Neglurnar og heilsufarið Neglurnar eru góð almenn vísbending um heilsufarið, og þær sýna líka ef hætta er á að viðkomandi fái einhvern sjúkdóm. Ekki ætti að segja fólki aðslíkt sé yfirvofandi, þótt svo að merkin séu til staðar. Jafnan ætti að segja heldur minna en meira, þegar heilsufar er metið eftir nöglunum, heilsulínunni eða öðr- um kennileitum. Gefið fremur væga aðvörun, en spáið aldrei alvarlegum veikindum, - svo ekki sé minnst á teikn um dauða. Neglurnar sýna eftirfarandi tákn um heilsufarið, ef heilsulína lófans styður þau. Séu neglurnar rákóttar á yfirborði fremur en sléttar, þá er það merki um truflanir í öndunarfærum. Séu neglurn- ar stuttar getur verið hætta á asthma eða hálssjúkdómum, en séu þær langar er veikleika að leita í brjósti og lungum. Misjafnlega sterk teikn eru algeng hjá reykingamönnum. Séu neglurnar meira og minna þríhyrndar að lögun, sem er sjaldgæft, og liggja þar að auki djúpt í holdinu, er hætta á lömun á síðari hluta æfinnar. Almennt sagt er heilsan ekki eins sterk séu neglurnar rákóttar og hrufóttar og ef þær eru sléttar. Langar neglur og mjóar sem eru rákóttar benda til þess að hætta er á bakveiki. Hvítir blettir í nöglunum eru vísbending um truflanir á taugakerfi og séu þeir margir væri ■ Lófalesari skoðar í hönd ungrar stúlku. Líst lófalesara (kiromanti) er ævaforn. ástæða fyrir viðkomandi og leita meiri friðar og jafnvægis. Hálfmánarnir ofan við naglrótina ættu hvorki að vera of stórir né of smáir. Það þykir fallegt þegar þeir eru stórir, en samt sýna stórir hálfmánar að manneskj- an er undir of miklu álagi og hentaði að taka upp kyrrlátara líf og ætti að forðast mikla áreynslu og spennu. Þegar hálfmánarnir eru svo smáir að þeir sjást varla eða hafa bláleitan lit, er það merki um að blóðrásin er ekki góð og í sumum dæmum merki um blóðleysi. Rákir sem ganga þvert yfir nöglina, - þetta sést oftast á þumalfingri, - eru merki um alvarlegan sjúkdóm á síðustu mánuðum sem viðkomandi hefur enn ekki náð sér af. Menn ættu að fara afar vel með sig, þar til þessar rákir eru horfnar. Nagaðar neglur eru merki um mann sem er mjög spenntur á taugum og það eirðarleysi sem hann er haldinn sem iðkar þennan slæma ávana sést að vonum vel á nöglunum. Að lokinni þessari rannsókn á hendinni almennt förum við nú að búa okkur undir að skoða lófann, - fyrst „fjöllin" svonefndu, sem eru fítuþófarn- ir sem má sjá undir hverjum fingranna og að því búnu byrjum við á línunum. Nú hafa þrjár greinar birst um lófalestur í blaðinu og við vonum að þið hafið haldið þeim til haga, eins og við áður höfum ráðlagt. Þýtt -AM Sitthvað um lófalestur - Þriðja grein: Neglurnar segja þér sitthvað um heilsufar þitt og annarra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.