Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 /UOMMM Cfffl MMBMf/W ■ Framkvæmdanefnd lands- ráðsins gegn krabbameini er nú að Ijúka störfum og sem vænta mátti var októbermánuður strangasti annatíminn, þótt ötul- lega hafi verið unnið alveg frá því er landsráðið var skipað þann 4. maí sl. Það er eins og allir vita í dag sem nefndin mun líta uppskeru erfiðis síns.en um 4000 sjáliboðaliðar ganga itú á hvert heimili í landinu með ósk um að fólk leggi þessu mikilvæga málefni lið. Helgar-Tíminn leit í vikunni inn hjá þeim sem borið hafa hita og þunga af starfinu, en þau eru Eggert Asgeirsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar og Elsa Hermannsdóttir, skipu- lagsstjóri. Undirbúningnum hafa þau stjórnað frá skrifstofunni að Tjarnargötu 4 sl. hálft ár. „Þetta hefur gengið mjög vel í sem fæstum orðum sagt,“ segja þau Eggert og Elsa. „Eins og við minntumst á þá var hafist handa sl. vor og byrjað á að skipa 52 umdæmisráð, sem síðan skiptu umdæmunum í svæði og skipuðu svæðisnefndir. Líklega fer sá fjöldi sem ieggja mun hönd á plóginn sjálfan söfnunardaginn að nálgast fimm þúsund manns. Við höfum lagt áherslu á að það fólk sem fer í hús sé fært um að gefa upplýsingar um það til hvers er vcrið að safna þessum peningum og því hefur nefndin gefið út þennan bækling sem þú sérð hér, sem auk gagnorðra upplýsinga hefur inni að halda plötu með nokkrum áVarpsorðum frá framkvæmdanefnd- inni. Þá hafa verið haldnir sérstakir fræðslufundir fyrir liðsmenn okkar.“ Hvernig voru undirtcktir landsmanna, þegar undirbúningur hófst? „Undirtektirnar voru alveg geysilega góðar,“ segir Elsa, en hún hefur á undanförnum vikum rætt við hundruð og ef til vill þúsundir manna um land allt vegna „Þjóðarátaksins" og svarað ótelj- andi fyrirspurnum. „Ég verð að segja að undirtektirnar voru það góðar og hvetjandi að ég hefði að óreyndu ekki getað trúað því. Fólk sagðist meira að segja vera stolt af því að við skyldum kveðja það til starfa. Vegna þess hve ótrúlega mikil vinna leggst á þá sem taka þetta að sér, hefði mátt búast við einhverjum úrtölum, en það fór á annan veg.“ Já, í upphafi lá við að okkur sundlaði, þegar við gerðum okkur grein fyrir því að sú leitarstöð sem ætlunin er að byggja fyrir söfnunarféð muni kosta um 15 milljónir króna,“ segir Eggert. „En ég held að ég geti talað fyrir hönd okkar Elsu beggja þegar ég segi að þær góðu viðtökur um land allt sem hún gat um, hafa gert það miklu raunverulegra í huga okkar en áður að þessu markmiði 5000 manns kvaddir til starfa í þágn „Þjóðarátaks gegn krabbameini” í dag Rætt við Eggert Asgeirsson, framkvæmdastjóra og Elsu Hermannsdóttur, skipulagsstjóra ■ „Ef hvert mannsbam í landinu leggur fram 70 krónur er markinu náð,“ segjs þau Elsa Hermannsdóttir og Eggert Ásgeirsson. (Tímamynd: Róbert). sérstaka dagskrá vegna söfnunarinnar, þar sem margir skemmtikraftar koma fram sem allir gefa vinnu sína og á milli klukkan 23 og 23.30 vonumst við til að geta komið með niðurstöðurnar, nema veður hamli skilum frá einhverjum stöðum, sem við vonum auðvitað að ekki gerist." Og þið erað sem sé bjartsýn á að þá komi í Ijós að „Þjóðarátakið" hafi orðið það öflugt að stöðin megi rísa. Hvenær xtti þeirri framkvæmd að vera lokið? Já, við sem vinnum í þessu Landsráði vonum það, en ef við höfum sett markið of hátt, þá verður með einhverjum hætti að afla þess sem á vantar. Teikning af stöðinni, sem rísa á við Hvassaleiti, liggur fyrir og lóð er fengin við Hvassaleiti. Um mitt ár 1984 vonum við að flutt verði inn í stöðina, en þar á að verða hægt að anna miklu margþættari krabbameinsleit og krabbameinsrann- sóknum en til þessa. Nú er meiri reynsla og tækni að flytjast til landsins, en nokkru sinni með nýjum mönnum, sem eru sérhæfðir í fjöldaleit. Ég held að tíminn sé einmitt eins hagstæður núna og verið getur, því möguleikarnir til að finna byrjandi krabbamein og lækningalíkumar eru orðnar svo miklu meiri en var. Við eigum nú sérfræðinga sem eru alveg einstakir í veröldinni hvað það varðar að greina sjúkar frumur í vefjum, - löngu áður en þær verða að krabba- meini. Já, við erum bjartsýn. Nú síðustu daga fréttum við af því að aðilar sem tengdir eru Landsráðinu hafa í hyggju að gefa í söfnunina um 400 þúsund MÓÐARÍm Landsráðiö var stofnað 4. maí 1982 í Ráðherrabústaðnum v. Tjarnargötu í Reykjavík i boði og fyrir forgögnu forseta íslands, forsætisráðherra og biskupsins yfir Islandi. Stofntundurinn samþykkti einum rómi að gangast fyrir þjóðarátaki gegn krabba- meini sem geri Krabbameinsfélagi Islands fært að ráðast í ný og stærri verkefni: Leitarþjónustu gegn leghálskrabba- meini Fjöldaleit að brjóstakrabbameini Leit að krabbameini f körlum Rannsóknir á orsökum krabbameins þar á meðal hlutdeild umhverfis atvinnu og erfða Skráningu krabbameina, rannsóknir og efling krabbameinsskrár Krabbameinsfélag Islands hefur látið Landsráðinu gegn krabbameini i té aðstöðu fyrir starfsemi þess og ber fjár- hagslega ábyrgð á og hefur eftirlit með framkvæmd þjóðarátaksins. Aðild að Landsráðinu stendur þeim félögum og samtökum opin sem styðja vilja Krabbameinsfélag Islands í barátt- unni gegn krabbameini. Alþýðubandalagið Alþyðuflokkurmn Alþýðusamband Islands Bandalag háskðlamanna Bandalag islenskra listamanna Bandalag íslenskra skáta Bandalag starfsmanna rikis og bæja Blaðamannafélag Islands Búnaðarfólag Islands Farmanna og fiskimannasamband Islands Félag islenskra iðnrekenda Félag íslenskra stórkaupmanna Fiskifélag Islands Framsóknarflokkurinn Hið islenska kennarafólag Hjálparstofnun klrkjunnar Hjúkrunarfólag Islands Ipróttasamband Islands J.C. Island Kaupmannasamtók islands Kiwantshreyfingin á Islandt Kennarasamband Islands Krabbameinsfélag Islartds Kvenfólagasamband Islands Landssamband iðnverkafólks Landssamband islenskra utvegsmanna Landssamband verslunarmanna Lionshreyfingin á Islandi Læknafólag Islands Málm og skipasmiðasamband Islands Meinatæknafélag Islands Norræna félagið Oddfellowreglan á fslandi IOOF Rauði krosslslands Rotaryumdæmið á Islandi Samband almennra llfeyrissjóða Samband byggingamanna Samband fiskvinnslustöðva Samband íslenskra bankamanna Samband islenskra samvinnufólaga Samband islenskra sparisjóða Samband íslenskra sveitarfélaga Samband islenskra tryggingafélaga Samband islenskra viðskiptabanka Samband málm og skipasmiðja Samtók heilbrigðisstétta Samtökin Líf og land Sjálfstæðisflokkurinn Sjúkraliðafélag Islands Slysavarnafelag Islands Starfsmannafélagið Sókn Stéttarsamband bænda Tannlæknafólag Islartds Tæknifræöingafólag Islands Ungmennafélag Islands Verkamannasamband Islands Vinnuveitendasamband Islands Æskulýðssamband Islands öldrunarráð Islands öryrkjabandalag Islands HEIÐURSRAO Forseti Islands Vigdis Finnbogadóttir Forsætisráðhorra dr Gunnar Thorodds. Biskupinn yfir Islandi herra Pétur Sigurgeirsson ■ Forsíða upplýsingabæklings þess, sem landsráðið og framkvæmdanefndin senda til samstarfsmanna sinna. verði náð. Það eru um 70 krónur á hvert mannsbarn í landinu sem hér þarf til, og við viljum trúa að íslendingar vilji kosta þeim peningum til, þegar það kostar um 500 krónur að fylla bensíntank á bíl í eitt skipti, svo tekið sé viðmiðunardæmi úr daglega lífinu." Hve margir verða sjálfboðaliðarnir í Reykjavík á söfnunardaginn? „f Reykjavík verða þeir um 1100 og það mun ekki mikið vanta á að við höfum náð þeim fjölda á skrá. Skipu- lagningarstarfið er ef til vill hvað auðveldast á stóru stöðunum samt sem ■ Elsa hefur enga tölu á þeim símtölum sem hún hefur átt við fölk um land aHt að undanfömu. Hún er hér á skrifstofu sinni ásamt Sölveigu Thoroddsen, sem verið hefur henni til aðstoðar síðasta mánuðinn. (Tímamynd: Róbert) áður, því að í dreifðari byggðum ber að líta á hve vegalengdirnar eru miklar og ég nefni sem dæmi Strandasýslu, en þar er um 400 km. vegalengd að ræða og mjög langt milli bæja . Því er það síður en svo minna sem krafist er af fólkinu í dreifbýlinu. Það er óhætt að halda því fram að þetta sé mesta sjálfboðaliðaátak sem gert hefur verið hér á landi.“ Nú er ætlunin að þegar að kvöldi verði Ijóst hve mikið hefur safnast? „Byggt hefur verið upp mikið stjórn- kerfi í sambandi við kvittanahefti og annað og það verður reynt að láta tölur liggja fyrir strax að kvöldi. Þapr verða svo birtar jafn óðum í sjónvarpinu, en þangað munum við Elsa þá flytja skrifstofuna. Sjónvarpið verður með krónur og vitað er um fólk sem ætlar að leggja verulegar upphæðir fram, svo sem ein mánaðarlaun sín. Slíkar fréttir gera okkur auðvitað bjartsýn. Við ætlumst ekki til að neinn gefi meira en ástæður hans leyfa, en geri menn það, þá óttumst við ekki um árangurinn." Við þökkum þeim Eggert og Elsu fyrir spjallið. Á sjónvarpsskerminum í kvöld, laugardagskvöld, munum við hitta þau að nýju, og við munum auðvitað öll gera það sem í okkar valdi stendur til þess að heyra þau segja okkur að markið hafi náðst, - okkar allra vegna. Fulltrúar „Þjóðarátaksins" koma að dyrum okkar í dag með kvittanaheftin og við skulum gera þeim starfið auðveldara með því að hafa framlag okkar tilbúið. - AM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.