Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 erlend hringekja við þau lönd, þar sem tíðni einhverrar krabbameinstegundar er mjög lítil, þá kemur í ljós að í mörgum öðrum löndum er hún allt að því hundrað sinnum algengari. Talið er að umhverfis- og menningaráhrif séu undirrót þessa. Menn hafa nú vaknað til vitundar um það að umhverfið er meira en landslagið eitt. Taka verður með í reikninginn hvernig við lifum með því einnig. Pekktur vísindamaður lýsir þessu svo: „Værum við Ástralir mundum við ganga úti í sólinni tiltölulega lítið klædd og þar sem forfeður okkar voru hvítir á hörund, mundum við sólbrenna og roðna á enni og nefi og eiga hæsta tíðni húðkrabba í heiminum. Værum við Bedúinar mundum við vita að slíkt háttarlag er óviturlegt og klæðast kyrtli frá hvirfli til ilja, þegar við færum út.“ Þannig feta vísindin sig hægt og hægt áfram til nýrra þekkingaratriða sem vonandi munu einn daginn mynda eina heild í svari við spurningunni: Hvernig á að útrýma krabbameininu? ■ Sótarar í London á 18. öld. PUNGKRABBI ATVINNUSJUK- DÖMUR SÓTARA Á degi þjóðarátaks gegn krabbameini er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði sem varða öflun þeirrar þekkingar á þessum sjúkdómi, sem vísindin búa yfir í dag. Hér birtum við kafla úr grein úr nýju riti, „Decade of Discovery" sem segir frá því hvernig hversdagslegir hlutir vöktu athygli á ýmsum fyrirbærum tengdum krabbameini, sem síðar tókst að einangra vísindalega: Margt af því sem við vitum um krabbamein er ekki fundið á rannsóknastofum, heldur hefur það uppgötvast með því að athuga fólk í daglegu lífi þess. Þær rannsóknir sem að lokum leiddu til þess að tengsl voru staðfest á milli sígarettureykinga og krabbameins voru hafnar af þeim sökum að margir þóttust hafa tekið eftir að reykingamennirnir fengu lungnakrabba fremur en aðrir. Það var árið 1950 að Sir Richard Doll framkvæmdi viðamikla könnun sem staðfesti þennan grun. Fyrsta vísbendingin um að sumar gerðir krabbameins tengdust sérstökum starfsstéttum fremur en öðrum fékkst árið 1775, en þá tók læknir einn í London, Percival Pott eftir því að krabbamein í pung karla, fannst nær einvörðungu meðal sótara. Þessir vesalings menn voru eins konar sópar í mannsmynd, sem látnir voru síga niður í reykháfana á húsum Lundúna. Pott ætlaði að eitthvert efni í sótinu væri sjúkdómsvaldurinn og öld síðar var staðfest að bensopyrene, sem verður til við kolabrennslu, var öflugur krabbameinsvaldur. Athuganir sem þessar geta sýnt okkúr hvernig ýmsar tegundir krabbameins orsakast og um leið hvernig leiða má hættuna hjá sér. Rannsóknir á uppsprettu og tíðni sjúkdóma í samfélagi nefnist „epidemiology og þeir sem leggja slíkar rannsóknir fyrir sig safna saman fælu af alls lags getgátum og vísbendingum, sem sumar geta vísað ieiðina að rótum meinsins. Einn þessara vísindamanna segir að þessi grein fáist við athuganir á útbreiðslu sjúkdóma og þeim þáttum sem orsaka þá, en annar vísindamaður segir. „Allt samfélagið er rannsóknasvið okkar.“ Venjulega hafa þessir vísindamenn einkum fengist við óvænta útbreiðslu smitnæmra sjúkdóma og það var þeim að þakka að sannað varð hvernig kólera og heilahimnubólgufaraldur brutust út. Þá eiga þeir ekki lítinn hlut í því að bólusóttinni, sem þjáði mannkynið öldum saman, var útrýmt. Én rannsóknir á sviði þessu eru ekki bundnar sérstaklega við faraldssjúkdóma, fremur en veðurfræðin er einskorðuð við hvirfilvinda. Nú hafa menn snúið sér að nýju viðfangsefni, - krabbameininu, sem er meinvættur hins iðnvædda heims númer tvö. Rannsóknirnar hafa tíu síðustu árin beinst sérstaklega að umhverfi okkar og lífsháttum. Hér áður náðu þessar athuganir ekki lengra en það að vísindamenn töldu að ein eða tvær tegundir af krabbameini kynnu að orsakast af lifnaðarháttum eða umhverfi, en nú er talið að langflestar tegundir af krabbameini ráðist af því hvemig við lifum, - hvað við borðum, hvort við reykjum, hvar við vinnum, hvort við búum í sveit eða borg, hvort við séum í hjónabandi eða ekki, hvenær við eignuðumst börn og hvað við gerum í tómstundum. John Higginson, sem starfar í Genf og er forstöðumaður hinnar alþjóðlegu krabbameinsrannsóknastöðvar WHO hefur ásamt öðrum veitt því athygli hve tíðni krabbameinstegunda er mismunandi eftir löndum. Sé miðað t Kanntu 38 tungumál? Þú hlýtur að vera gæddur einhverjum sérstökum hæfileikum eða hafa einstakt minni. Eða kanntu eitthvert leyndarmál, sem hjálpar þér við þetta....?“ Þetta þekkir Jevgeni Chernyavsky, sem talar 38 mál og hann svarar: Svona athugasemdir heyri ég oft. Og ég neita þeim alltaf. Ég er vanur að segja, að það sé ekki takmark í sjálfu sér fyrir mig að læra tungumál, heldur sé það aðferð til að ná takmarki. Aðferð, sem færir mig nær menningarverðmætum annarra þjóða. Einu sinni fékk ég mikinn áhuga á þýskri goðafræði. Þá komst ég að því, að ég varð að læra þýsku. Og sögur Niflunga eru mjög nánar menningu Norðurlanda og ég fór að læra sænsku til að byggja brú yfir á það svið. Finnar búa við bæjardyrnar hjá okkur. Ég fór að læra finnsku. Ég er ekki að læra tungumál til ■ Jevgeni Chcrnyavsky 7/í? Mr .tJtr^ ry*'- ' 'ý'/rt £ fjfy <7 V jAccJy/ ti 5tt ^ 'y’5 * ‘ %rt“37' (&~K ~ C.+. <7oj«UT*oti6- pbactravfi a»p»m fiAic* ■ Hér hefur Jevgeni skrifað sömu setninguna á 38 tungumálum, - þar á meðal íslensku (með einni beygingarvillu). Kann 38 tungnmál að læra tungumál, heldur til að kynnast lífi annarra. Það er virði þess tíma og erfiðis, sem fer í námið. Það má skipta fólki í fjóra flokka, þegar tungumálanám er annars vegar. í fyrsta hópnumæg ég tel mig til hans, eru þeir, sem hafa yndi af tungumálum og telja slíkt nám ekki kvöl og pínu, heldur uppsprettu ánægju og yndis. í næsta flokki eru þeir, sem vita, að án kunnáttu erlendra tungumála geta þeir ekki náð markmiði sínu og eru þess vegna reiðubúnir til að leggja námið á sig. í þriðja hópnum eru þeir, sem eru ekki andsnúnir tungumálanámi, ef það reynist þeim ekki of erfitt. Og í þeim fjórða, sem er því miður sá stærsti, eru þeir, sem alveg er sama og hafa engan áhuga á að ná nokkrum árangri á því sviði. Þeir, sem teljast til fyrsta hópsins munu geta lært tungumál við hvaða kringumstæður, sem er með góðum árangri, en þeir sem tilheyra fjórða hópnum, ná aldrei neinum árangri, sama við hvaða skilyrði. Þess vegna beini ég ráðleggingum mínum til þeirra, sem eru í öðrum og þriðja hópnum. Á undan förnum áratugum hafa komið fram ný kerfi, tækni og aðferðir við að læra tungumál. Þau einkennast öll af því, að höfundar þeirra og upphafsmenn halda því fram, að einmitt hans kerfi, tækni eða aðferð sé það, sem henti þeim einstakling, sem leggur fyrir sig tungumálanám án tillits til aðstæðna. í öðru lagi halda þeir því fram, að notkun þeirra verði til þess, að hægt sé að læra málið fljótt og auðveldlega. Því er haldið fram, að hægt sé að ná árangri með því að sitja í hægindastól og ná góðum árangri á ótrúlega skömmum tíma. Ég sá eitt sinn auglýsingu, þar sem góðum árangri var lofað í ensku eftir þriggja vikna nám! Auðvitað eiga sér stað framfarir á vísindasviðinu og uppgötvaðar eru nýjar aðferðir við tungumálakennslu, sem létta námið og það er ekkert nema gott um það að segja. Það er slæmt, að höfundar flestra þessara nýjunga lofa miklu meiru, en þeir geta staðið við. f fyrsta lagi er engin alhliða „besta aðferðin til að læra tungumál" til. Aðferð er alltaf einstaklingsbundin. Kostir hennar eru komnir undir vissum þáttum, t.d. hver er við námið, hve mörg tungumál nemandinn kann fyrir, í hvaða tilgangi hann er að stnnda námið Það er aðeins ein leið til að ná markinu. Það þarf að leggja daglega á sig. Það mætti bera þessa aðferð, sem hefur staðist prófraun tímans, saman við tónlistarnám. Langi þig að læra á hljóðfæri, t .d. píanó eða fiðlu, þá er ekki nóg að lesa nóturnar. Þú verður að æfa þig daglega um margra ára skeið. Það er einkennilegt, en það hefur verið gengið fram hjá þessari staðreynd. Hvernig getur nokkur lært tungumál án þess að njóta nauðsynlegrar æfingar, sem tekur mörg ár? Fólk segir oft: „Mig langar til að læra þetta eða þetta tungumál og ég byrjaði á því, en ég hef bara engan tíma.“ Það er ekki tímaskortur, sem háir því, heldur skortur á sjálfsaga og viljastyrk. Eigi tungumálanám að ganga vel er nóg að helga því hálftíma á dag, en auðvitað er hverjum og einum í sjálfsvald sett að sitja lengur yfir því. Það þarf viljastyrk til að dragast ekki aftur úr. Ég kann mörg tungumál, vegna þess að ég hef aldrei látið tíma minn fara til spillis. Auk þess hef ég lagt stund á íþróttir, haft gaman af því að fara út að dansa, farið í Ieikhús og kvikmyndahús, lesið mikiðog margt fleira. Leyndarmál mitt er fólgið í því, að ég hef aldrei sóað tíma mínum til einskis. (APN) Varð vegg- fóðrið Napéleon mikla að aldurtila? Auk þess að turnast yfir í kvenmann af völdum vírussjúkdóms og vera umsetinn af leigumorðingjum Búrbónanna er nú kominn fram á sjónarsviðið enn einn hugsanlegur banavaldur Napóleons mikla, þar sem hann dvaldist í útlegðinni: Þetta er veggfóðrið í herberginu hans. Þessi er hin nýjasta af mörgum skrítnum kenningum um efnið sem viðraðar hafa verið að undanförnu, en dauði hans hefur verið stöðug ráðgáta læknavísindanna frá því er Napóleon lést 1821. Hann dó af arsenikeitrun, ef trúa má orðum dr. David Jones frá Newcastle háskóla, sem rétt nýlega hefur gefið út bók til þess að sanna fullyrðingu sína. Hann dregur líka í efa þá kenningu að eitrið sem fannst í hárvisk af líki Napoleons árið 1960 hafi verið látið þar af ásettu ráði. Dr. Jones telur þó að það hafi ekki verið útsendarar Burbóna, heldur veggfóðrið í herbergi keisarans fyrrverandi, sem var valdur að arsenikeitruninni. Hugmyndinni var stungið að honum eftir að hann hafði sjálfur haldið útvarpserindi um hættulegt arsenikmagn í grænni málningu og veggfóðri, sem notað var á Viktoríutímanum, en í híbýlum Napóleons mun einmitt hafa verið brúnt og svart veggfóður með grænum rósum á. Það var frú Shirley Bradley nokkur, sem heyrði erindið og sendi flytjandanum snifsi af veggfóðri þessu. Var fullyrt að það væri úr herbergi því þar sem Napóleon sálaðist. Við athugun kom í ljós að í veggfóðrinu höfðu verið um 100 milligrömm af arseniki á fermetra. Arsenikið í veggfóðrinu varð þó aðeins hættulegt ef það varð fyrir raka, sem breytt gat því í hættulegt gas. Longwood, húsið þar sem Napoleon dvaldist var einmitt á stað þar sem loftið var sérlega rakt meiri hluta vetrarins. „Arsenikið í hári Napoleons þarf því ekki að koma á óvart," segir Jones, „og það er engin ástæða til að ætla að eitrað hafi verið fyrir hann.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.