Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
25
skákl
■ í dag hefst 25. ólympíumótið í skák
í svissnesku borginni Luzern. íslending-
ar eru þar meðal keppenda, líkt og oftast
áður, og er íslenska sveitin að þessu
sinni skipuð þeim Guðmundi Sigurjóns-
syni, Jóni L. Ámasyni, Helga Ólafssyni,
Margeiri Péturssyni, Jóhanni Hjartars-
yni og Inga R. Jóhannssyni. íslendingar
fylgjast vanalega grannt með gangi sinna
manna á ólympíuskákmótunum, en
þetta mót er þó að ýmsu leyti merkilegra
fyrir okkur en hin fyrri. í fyrsta lagi berst
Friðrik Ólafsson nú fyrir endurkjöri sínu
sem forseti Alþjóðaskáksambandsins og
allar líkur á að sú barátta verði mjög
tvísýn. í öðru lagi hefur íslenskur aðili
verið fenginn til að sjá um útgáfu
mótsblaðsins; þar er auðvitað um að
ræða Jóhann Þóri Jónsson, ritstjóra
tímaritsins Skákar, og verður blaðið
gefið út á ensku í stóru upplagi og sent
jafnóðum út um allan heim. Tíminn
mun að sjálfsögðu segja ýtarlega frá
mótinu en hér er ætlunin að rifja upp í
stuttu máli sögu ólympíuskákmótanna.
Á þeim hafa allir bestu skákmenn heims
og óteljandi perlur litið dagsins ljós.
Nafnið „ólympíumót" er raunar ekki
hið opinbera nafn þessara móta; heldur
„Skákmót þjóðanna" eða „Sveitakeppni
heimsins" en ólympíunafngiftin festist
við þau strax í upphafi. Það hafði lengi
verið draumur skákáhugamanna að tefla
saman sveitum frá öllum heimshornum
og eftir nokkrar fremur misheppnaðar
■ Á áttunda mótinu 1939 í Buenos Aires skipaði Capablanca efsta borð
Kúbumanna.
■ Richard Réti náði bestum árangri efstaborðsmanna í London 1927.
OLYMPIUSKAK
Rifjuð upp saga fyrstu ólympíuskákmótanna í tilefni
þess að 25. ólympíuskákmótið hefst í dag í Luzern
tilraunir tókst það loks í London í júlí
árið 1927. Sextán þjóðir mættu til leiks
til að keppa um bikarinn sem breski
skákáhugamaðurinn og auðmaðurinn
F.G. Hamilton-Russell hafði gefið, og
var teflt á fjórum borðum en flestar
sveitirnar höfðu einnig með sér
varamenn. Á þessu fyrsta ólympíumóti
var mönnum raunar ekki raðað niður á
borðin fyrirfram, heldur var það á valdi
stjórnanda hverrar sveitar hver tefldi á
hvaða borði. Á þessum árum voru
nokkrar deilur innan skákhreyfingarinn-
ar um hvort gera skyldi greinarmun á
atvinnumönnum annars vegar og
áhugamönnum hins vegar en í London
var sú stefna tekin að gera engan slíkan
greinarmun. Því mættu þarna til
keppninnar margir af sterkustu skák-
mönnum heims.
Ungverska sveitin hafði nokkra
yfirburði á mótinu, en hana skipuðu
Géza Maróczy, Dr. Nagy, Dr. Vajda,
A. Steiner og Havasi -Tartakower sagði
sém svo að Ungverjar hefðu unnið
„þrátt fyrir“ að vera með sterkustu
sveitina. Þeir fengu 40 vinninga en í öðru
sæti urðu Danir, þó svo að Nimzowitsch
tæki ekki þátt. Danir fengu 38.5 vinning,
en í þriðja sæti urðu Englendingar með
36.5, þá Hollendingar með 35 og Tékkar
með 34.5 Á efsta borði Tékka var
Richard Réti en hann náði jafnframt
bestum árangri efstuborðsmanna.
Maróczy varð annar, þá Austurríkism-
aðurinn Grunfeld og í fjórða sæti varð
tilvonandi heimsmeistari, Max Euwe
frá Hollandi. Meðal þeirra sem þóttu
tefla hvað skemmtilegast á mótinu var
Englendingurinn Yates og hér kemur
snaggaraleg vinningsskák hans gegn Dr.
Naegeli frá Sviss, sem hefur svart.
1. e4-c5 2. Rf3-Rc6 3. d4-cxd4 4.
Rxd4-Rf6 5. Rc3-d6 6. Be2-e6 7.
0-0-Be7 8. Khl-0-0 9. Be3-a610. f4-Dc7
11. Del-Bd7 12. Dg3-Hac8 13.
Hadl-Hfd8 14. e5-Rd5? 15. Rxd5-exd5
16. Rxc6-bxc617. Bd4-Bf818. f5!-c519.
exd6-Dxd6 20. Be5-Dc6 21. Bxg7 og
svartur gafst upp.
Ári síðar var haldið næsta ólympíumót
og nú í Haag í Hollandi. Nú höfðu
deilumar um atvinnumennina og
áhugamennina blossað upp að nýju, svo
til að forðast tóku flestir sterkustu
skákmenn heima þá ákvörðun að tefla
ekki. Maróczy var ekki í ungverska
liðinu, Réti ekki í hinu tékkneska
o.s.frv. Á þingi FIDE sem haldið var
samhliða mótinu var svo samþykkt að
gera ekki greinarmun á atvinnumönnum
og áhugamönnum í framtíðinni en þá
var of seint að breyta nokkru og mótið
í Haag var ekki nærri eins sterkt og í
London. Þrátt fyrir fjarveru Maróczys
unnu Ungverjar ömggan sigur, fengu 44
vinninga, en í öðm sæti komu
Bandaríkjamenn með 39.5. Þeir höfðu
ekki verið með í London en mættu nú
til leiks með nýjustu stjömu sína á efsta
borði, Kashdan. Efstur á fyrsta borði
varð Kashdan en Nagy annar. Hér er ein
vinningsskáka Kahdans, hann hefur
hvítt gegn Taube frá Lettlandi.
1. e4-d6 2. d4-d5 32. Rc3-dxe4 4.
Rxe4-Bf5 5. Rg3-Bg6 6. Rf3-Rd7 7.
Bd3-e6 8. 0-0-Bd6 9. De2-Re7 10.
Rg5!-Rf6 11. R3e4-Red5 12. Í4-0-0 13.
Rxd6-Dxd6 14. Bxg6-hxg6 15. Bd2-
Had8 16. Hadl-Dc7 17. c4-Re7 18.
Bc3-Hd7 19. De3-Db6 20. Dh3-Rf5
21. c5!-Db5 22. d5!-Dxc5+ 23.
Khl-Rh5 24. g4-Hxd5 25. gxh5-gxh5 26.
Dxh5-Rh6 27. Bxg7!-Kxg7 28. Hgl og
Taube gaf skákina.
Þriðja ólympíumótið var haldið í
Hamborg árið 1930 var hið langsterkasta
til þessa. Fjöldi sterkra stórmeistara var
mættur til Hamborgar og vakti að
vonum mesta athygli að heimsmeistarinn
Alekhine hafði látið til leiðast að tefla á
efsta borði fyrir Frakka. Hann tefldi þó
aðeins 9 skákir af 17 en vann þær allar!
FYRRI
HLUTI
Af öðmm kunnum köppum má nefna
að Maróczy var aftur fyrir Ungverjum,
Klashdan hafði fengið liðsauka Mars-
halls og ungu pólsku keppendurnir voru
nú undir stjórn stórmeistaranna
Rubinstein og Tartakower. Réti var
látinn en arftaki hans í tékknesku
sveitinni var Salo Flohr, Sultan Kahn
leiddi ensku sveitina, Eliskases vakti á
sér athygli á þriðja borði Austurríkis-
manna og Svíar reyndust eiga sterka
skákmeistara þar sem vom þeir
Stahlberg og Stoltz. Alls tóku 18 sveitir
þátt í mótinu og meðal þeirra voru
íslendingar í fyrsta sinn, en þeir höfðu
þó ekki erindi sem erfiði, lentu í 15. sæti.
Besti árangur íslensku sveitarinnar var
án efa að ná jafntefli gegn hinni öflugu
sveit Þýskalands sem varð í þriðja sæti
á mótinu. Annars var keppnin um efsta
sætið geysihörð en svo fór þó að
Pólverjar sigu fram úr öðrum sveitum
og enduðu í fyrsta sæti með 48.5
vinninga, en Ungverjar urðu í öðru sæti
með 47. Síðan komu Þjóðverjar sem fyrr
sagði með 44.5. Bestum árangri á efsta
borði náði Rubinstein (því Alekhine
hafði ekki tefll nógu margar skákir til
að koma til álita) en hann vann 13
skákir, gerði fjögur jafntefli og tapaði
aldrei. Síðan kom Flohr, þá Kashdan,
síðan Maróczy og þá Sultan Kahn. Á
öðru borði var Tartakower efstur og
Marshall í öðm sæti. Það var vel við hæfi
að heimsmeistarinn Alekhine skyldi
hljóta fegurðarverðlaunin, en þau fékk
hann fyrir eftirfarandi skák sína gegn
Stahlberg sem hefur hvítt.
1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rc3-Bb4 4.
Db3-c5 5. dxc5-Rc6 6. RI3-Re4 7.
Bd2-Rxc5 8. Dc2-I5 9. a3-Bxc3 10.
Bxc3-9-0 11. b4-Re4 12. e3-b6 13.
Bd3-Rxc314. Dxc3-Bb715. 0-0-Re716.
Be2-De8 17. Hfdl-Hd8 18. a4-f4 19.
a5-fxe3 20. Dxe3-Rf5 21. Dc3-d6 22.
axb6-axb6 23. Rel-e5! 24. Ha7-Rd4 25.
De3-Hd7! 26. Ha2-Hdf7 27. f3-Hf4 28.
Bd3-Dh5 29. Bfl-Dg5 30. Hf2-h6
31. Hkl-Hxf3! og Stahlberg gafst upp.
Fjórða ólympíuskákmótið var haldið
í Prag 1931. Þátttökuþjóðir voru 19 og
eins og í Hamborg var frítt lið
heimsfrægra skákmeistara mætt á
vettvang. Alekhine var sem fyrr á efsta
borði Frakka, Rubinstein og Tartakower
á sínum stöðum í pólska liðinu,
Bogoljubow tefldi fyrir Þýskalandi,
Grunfeld og Spielmann fyrir Austurríki,
Sultan Kahn fyrir England o.s.frv.
Maróczy var aftur á móti fjarverandi f
ungversku sveitinni og Euwe í hinni
hollensku. Bandaríkjamenn sigruðu
eftir mjög harða og jafna keppni, fengu
48 vinninga en Pólverjar urðu í öðru sæti
með 47, Tékkar þriðju með 46.5,
Júgóslavar fjórðu og Þjóðverjar fimmtu.
Mikla athygli vakti að Ungverjar náðu
aðeins 10. sæti. í sigursveitinni voru
Kashdan, Marshall, Dake, Horowitz og
H. Steiner, en á fyrsta borði varð
Alekhine efstur, þá Bogoljubow, síðan
Kashdan, þá Sultan Kahn, Stahlberg
fimmti, Flohr sjötti, Grúnfeld sjöundi,
Rubinstein áttundi, Mikenas frá Litháen
níundi og Júgóslavinn Vidmar tíundi. Á
öðru borði varð Tartakower efstur,
síðan Stoltz, en á þriðja borði stóð
Lettinn Petrov sig best. Eystrasaltsþjóð-
irnar létu allar mjög að sér kveða á
ólympíuskákmótunum fyrir seinna
stríð. Eins og kom fram hér að ofan stóð
Rubinstein sig ekki ýkja vel að þessu
sinni, en hann tefldi þó fallegar skákir
inn á milli og gegn Kashdan lét hann sig
ekki muna um að fórna drottningunni.
Kashdan hefur hvítt.
1. d4-d5 2. Rf3-Rf6 3. c4-e6 4.
Rc3-Rbd7 5. Bg5-Be7 6. e3-0-0 7.
Dc2-h6 8. Df4-c5! 9. cxd5-cxd4 10.
exd4-Rxd5 11. Rxd5-exd5 12. a3-He8
13. Be2-Rf614. Bc7-Bf5! 15. Dxf5-Dxc7
16. 0-0-Db6 17. Habl-Hac8 18. Dd3-a6
19. Rh4-Re4 20. Rf5-Bf6 21. Hfdl-Hc4
22. Df3-Hcc8 23. Dg4-Kf8 24. Bf3-g6 25.
Re3-Bxd4 26. Rxd5-Bxf2+ 27. Kfl?
(Khl)-Db5+ 28. Be2-Dc6 29. g3-Ba7
30. Df4-Kg7 31.Hbcl-De6 32. Bg4-Hxcl
33. Bxe6-Hxdl+ 34. Ke2-Hd2+ og
Kashdan gaf.
Aðeins 15 þjóðir tóku þátt í fimmta
ólympíumótinu sem haldið var í
Folkestone á Englandi árið 1933. Þrátt
fyrir það voru margar sveitir mjög
sterkar og bandaríska sveitin hafði til
dæmis fengið mjög öflugan liðsauka þar
sem var Reuben Fine er tefldi á þriðja
borði á eftir Kashdan og Marshall. Það
fór líka svo að Bandkaríkin unnu sigur,
fengu 39 vinninga, en í öðru sæti urðu
Tékkar með 37.5 og Svíar í þriðja sæti
með 34 vinninga ásamt Pólverjum.
Sænska sveitin þótti mjög öflug, á
þremur efstu borðunum voru Stahlberg,
Stoltz og Lundin, en Rubinstein tefldi á
hinn bóginn ekki fyrir Pólverja.
{slendingar lentu í 13.-14. sæti.
Alekhine var að venju efstur á fyrsta
borði, þá kom Kashdan, þá Flohr, síðan
Tartakower og Mikenas. Á öðru borði
var Marshall efstur, á þriðja borði
Lundin og síðan Fine, Opoclensky frá
Tékkóslóvakíu stóð sig best á fjórða
borði en bestum árangri varamanna náði
Ungverjinn Litlienthal. Hér er fjörug
sóknarskák sem Thomas, Englandi,
tefldi gegn Monticelli, Ítalíu, og hefur
ítalinn svart.
1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4.
Ba4-d6 5. Bxc6+-bxc6 6. d4-f6 7.
Be3-Re7 8. Dd2-Rg6 9. Rc3-Be7 10.
h4!-0-0 11. h5-Rh8 12. 0-0-0-RH 13.
Hdgl-Bd714. g4-exd415. Rxd4-Re516.
De2-Dc8 17. Rf5-He8 18. Í4-RI7 19.
h6!-Rxh6
20. Rxg7!-Kxg7 21. Dh2-RÍ7 22.
Dxh7+-Kf8 23. f5-Bd8 24'. Dg6-Ke7 25.
Hh7-Hf8 26. Bh6-Be8 27. Dg7, og
ítalinn gaf, skiljanlega.