Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreióslustjórl: Sigurður Brynjólfsson Ffitstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Eirfksson, Frlðrfk Indrlðason, Heiður Helgadóttir, Slgurður Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstln Lelfsdóttir, Skattl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndfr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stofánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tœknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Kjördæmamálið ■ Stjórnarskrárnefnd hefði getað lokið fyrir nokkru endurskoðun stjórnarskrárinnar, ef ekki hefði staðið á þingflokkunum að leggja fram ákveðnar tillögur um lausn kjördæmamálsins, en það er sá þáttur stjórnarskrármálsins, sem þykir mest aðkallandi að leysa. Frá flokkunum hafa aðeins borizt stefnuyfirlýsing- ar, en ekki ákveðnar tillögur. Þetta gildir um þá alla. Það er sameiginlegt í stefnuyfirlýsingum flokk- anna, að þeir telja nauðsynlegt að koma á auknum jöfnuði milli kjördæma, en það hefur mjög raskazt síðan 1959, þegar kjördæmaskipaninni var síðast breytt. Þá var hlutfallið milli fámennasta kjördæmis og þess fjölmennasta 1:2.8, en þá er átt við kjósendatölu á bak við þingmann. Nú er hlutfallið í fjölmennustu kjördæmum komið í 1:3.7 og 1:4.1. Þetta þykir eðlilegt að leiðrétta og hafa flokkarnir helzt staðnæmst við það að koma á svipuðum jöfnuði og 1959. Fyrir liggja upplýsingar um að þessu takmarki er hægt að ná, án þess að fjölga þingmönnum, með því að láta öll uppbótarþingsætin skiptast milli Reykjavíkur og Reykjanesskjödæmis þannig að Reykjavík fengi sex þeirra og Reykjaneskjördæmi fimm. Hlutfallið milli fámennustu og fjölmennustu kjördæma yrði 1:2.5. Útreikningar sýna hins vegar, að verði úthlutun uppbótarsætanna haldið óbreyttri, þarf að fjölga þingmönnum um þrettán, ef ná á sama hlutfalli og með áðurgreindri breytingu á úthlutun uppbótar- sæta. í báðum tilfellum er miðað við kosningatölurn- ar 1959 og 1979. Eins og áður segir, hafa flokkarnir enn ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvernig beri að leysa þennan hnút með tilliti til heildartölu þingmanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að vísu varpað fram þeirri hugmynd að bæta við 7-8 kjördæmakosnum þingmönnum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Þetta nær hins vegar ekki þeim jöfnuði milli kjördæma, sem að er stefnt, ef úthlutun uppbótar- sæta verður óbreytt. Meðan málið er í þessari biðstöðu og flokkarnir hafa enn ekki tekið endanlega afstöðu, ætti Morgunblaðið ekki að vera að kasta hnútum að þeim, sem hafa ákveðnar skoðanir um lausn þessa máls. Það auðveldar hana ekki. Bandarísk höft ■ Þótt Bandaríkjamenn séu miklir fylgjendur fríverzlunar hafa þeir nú með hótunum um tollahækkanir neytt Evrópumenn til að setja+iöft á útflutning sinn á stáli til Bandaríkjanna. I raun er þetta sama og sett hafi verið innflutningshöft í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa í fleiri tilfellum gripið til hliðstæðra hótana um tollahækkanir og neytt erlend ríki til að takmarka útflutning tiltekinna vara til Bandaríkjanna. Þetta hafa Bandaríkjamenn gert til að vernda þær greinar iðnaðarins, sem hafa staðið höllustum fæti. Vel mætti þetta verða íslendingum til umhugsun- ar, því að ýmsar greinar iðnaðarins búa við ekki ólíka aðstöðu og bandaríski stáliðnaðurinn. - Þ.Þ. horft F strauminn ■ Unnið að upptöku hjá ríkisútvarpinu. Frjálst þjóðarútvarp und- ir stjórn útvarpsnot- enda en ekki ríkisútvarp ■ Andrés Kristjánsson, fyrrum ritstjóri Tímans mun skrifa reglulega þáttinn „Horft í strauminn“, sem birtast mun á þessum stað aðra hvora viku og fjalla um málefni líðaodi stundar. -ESJ X ví verður varla á móti mælt, að einhver mikilvægasta forsenda samstöðu og sjálfstæðis þjóðar sé að eiga sameiginlegar þjóðbrautir, ekki aðeins bílfærar um landið þvert og endilangt, heldur einnig hugfærar og orðgengar, og eru þær brautir mikilvægastar. Ríkisútvarpið hefur verið slíkur samferðavegur íslensku þjóðarinnar síðustu hálfa öldina. Fullyrða má að enginn straumur í íslensku þjóðlffi hafi veríð eins sterkur á þessu tímabili, ekkert afl eins mikilvirkt í ræktun og miðlun þess sem við köllum íslenska menningu, flutningi bókmennta, lista og fræða. Útvarpið hefur líka verið mikilvægasta öryggistæki þjóðarinnar- í fáum orðum sagt eini samkomusalurinn sem rúmaði alla þjóðina og þjóðbraut. Þessi þjóðarstofnun er orðin svo samgróin okkur og sjálfsagður lífsþáttur, að við gerum okkur ekki fulla grein fyrir gildi hans og hlutdeild í mannlífinu. Útvarpið er orðið eins og fjail sem rís við heimabyggð okkar og jafnsjálfgefið. Útvarpið hefur verið ríkiseinkaleyfisstofnun alla tíð. Það var raunar einboðið í bernsku þess. Pá var hvorki til tækni né framtak af annarri hálfu, hvorki félaga né einstaklinga, til þess að stofna eða starfrækja útvarpsstöðvar. En það var mjög ofarlega í hugum manna þá, að útvarpið yrði frjálst, sjálfstætt og óháð. Það þótti jafnvel ekki hæfa þá að fela pólitískum þingflokkum forsjá þess og yfirstjórn. Útvarpsráð var kosið af hlustendum sjálfum. Þannig átti að losa það undan flokkspólitísku áhrifavaldi. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradís. Hvort tveggja var að hlustendur - þjóðin öll - stóð ekki nógu öruggan vörð um þessi réttindi sín, og flokkarnir voru ginkeyptir til valda yfir þessari þjóðarstofnun. Þeir hrifsuðu til sín stjórn útvarpsins og hömpuðu þar pólitísku valdajafnvægi sem réttlæti en þar varð pólitísk samtrygging í raun miklu ráðandi. Eigi að síður hefur ríkisútvarpið alla tíð verið nokkuð frjálst og sjálfstætt um efnisflutning sinn og starfshætti, og það hefur aldrei orðið viljalaus augnaþjónn pólitíska ríkisvaldsins. A Z\.ð undanfömu hafa kveðið við háværar raddir um að kominn sé tími til að leysa einkaréftarhnútinn af íslenskri útvarpsstarfsemi og leyfa öðrum aðilum að ná til fólks á öldum ljósvakans. Mörg rök en misjafnlega sterk eru færð til þeirrar niðurstöðu, en þó einkum að tækni og vaxandi umsvifafrelsi hnigi að henni, og vegna þeirra öru breytinga sem orðið hafi síðustu hálfa öldina í þessum málum sé einkaréttur ríkis - eða annarra aðila - miklu meira haft en áður var. Því eigi nú að gefa útvarpsrekstur - bæði hljóðvarp og sjónvarp - frj álsan, helst alveg haftalausan. Ríkisskipuð nefnd hefur fjallað um málið og meirihluti hennar kveðið upp úr með það að tímabært og réttmætt sé að losa nú um þennan einkarétt. Á það sjónarmið er vafalítið rétt að fallast. Fullkominn einkarekstur ríkis- eða þjóðarútvarps er ekki haldbær lengur. En í raun og veru er þetta ekki neitt lausnarorð heldur nýr hnútur vandleystari en nokkur annar fjötur í starfssögu íslenska útvarpsins. Það er hægara sagt en gert að hefja frjálsa og slysalitla umferð um þessa þjóðbraut. Á þjóðvegum landsins og gatnakerfi borgar og bæja höfum við viðamiklar og margbrotnar umferðareglur, og þó eru slysin tíð. Við eigum hins vegar engar umferðareglur á þjóðbraut Ijosvakans. Losum við um einkaleyfishaftið á útvarpinu er komið að því að setja þær, því að vonandi erum við ekki þeir afglapar að ætla að hafa útvarpsfrelsið hömlulaust. Slíkt frelsi er hið versta ófrelsi eins og allir vita. Þó er engu líkara en vígalegustu framsveitir í baráttunni fyrir frjálsum útvarpsrekstri vilji helst æsilegan rallakstur á þjóðbraut ljósvakans. Hamingjan forði okkur frá slíku útvarpi. s A ZA.litlegasta úrlausn þessarar togstreitu er sú að losa nokkuð - en þó með hægð - um einkarétt ríkisútvarpsins, en setja jafnframt traustar og skynsamlegar reglur um skilyrði og leyfi til annarrar útvarpsstarfsemi, og þá helst að veita slík leyfi bæjarfélögum - eða aðilum á ábyrgð þeirra - og opnum og lýðræðislegum félögum, og jafnframt verði þau að hlíta nokkru aðhaldi um útvarpsefni hliðstætt því sem gildir um prentfrelsi eða framkomu á opinberum og almennum vettvangi. Jafnframt þessu verðum við að sjá svo um að þessi útvarpsstarfsemi verði ekki þjóðarútvarpinu fótakefli og að það geti sinnt menningarhlutverki sínu með eins mikilli reisn og áður. í mjög athyglisverðri grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum lýsir Björn Matthíasson því vel, hve reynslan sýni það ljóslega, þar sem svokallað alfrjálst útvarp á ser stað og allar útvarpsstöðvar eru einkarekstur með hagnaðarsjónarmið, að útvarpsefnið sé miklu einhæfara og lélegra, svo sem í Bandaríkjunum. Færi svonenft frjálst útvarp á íslandi alveg í þann farveg, yrði þörfin miklu brýnni en áður fyrir vandað þjóðarútvarp. -tÍn auðvitað getum við unnið miklu betur að því að gera ríkisútvarpið frjálst og óháð í fullum skilningi. Þar verða útvarpsnotendur - bæði hljóðvarps og sjónvarps - að koma til með öflugum félagssamtökum. Ráðið til þess að tryggja fjárhag ríkisútvarpsins er ekki það að hækka aðeins afnotagjöld eins og með þarf. Afleiðing þess gæti orðið sú að æ fleiri segðust ekki hlusta eða horfa á ríkisútvarp, og hvernig á að sannreyna það, og hvernig á þá að innheimta slík notendagjöld? Ef losað verður um einkaleyfið er ekki annars kostur en gera afnotagjaldið að nefskatti, og það er réttmætt vegna þess öryggis- og þjónustuhlutverks sem ríkisútvarpið gegnir. Jafnframt ættu stjórnmálaflokkarnir að sjá sóma sinn í því að sleppa ráðatökum sínum á ríkisútvarpinu á þann hátt að leyfa útvarpsnotendum að kjósa útvarpsráð eins og í upphafi var ætlað. Þá ætti um leið að breyta nafni stofnunarinnar og kalla hana þjóðarútvarp en ekki ríkisútvarp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.