Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 1

Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 29. janúar 2009 — 26. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Fjólublátt vo í Erna keypti kjólinn í versluninni Forever21 í Bandaríkjunum en hárspennuna gerði hún sjálf. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM ÁVEXTIR geta verið hið fínasta borðskraut. Hægt er að velja úr mörgum litum svo þeir passi sem best við rýmið. Gott er að setja ávextina í glæra skál svo þeir njóti sín sem best. Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur?Viltu ljúka námi í málarai›n?Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur í síma 590-6400, frekari uppl‡singar er jafnframt hægt a› nálgast á www.idan.is . Rafrænar fyrirspurnir er hægt a› senda á radgjof@idan.isSamskonar verkefni er veri› a› vinna í húsasmí›i, vélvirkjun, stálsmí›i, blikksmí›i og matrei›slu. Hófst flú nám í málarai›nen laukst flví ekki? Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 26 .0 0 4 VEÐRIÐ Í DAG Veljum íslensktFIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Pacas fimmtugur Opnar málverkasýningu á Kaffi Sólon á Valentínusardaginn FÓLK 46 Jónsi gestgjafi í LA Býður fólk velkomið heima hjá Sigurjóni Sighvats- syni. FÓLK 46 ERNA GUÐRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR Smágert blómamunstur og fjólubláir tónar • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Fjöldasöngur og flatkökur Davíð Ólafsson söngvari heldur tónleika í tilefni af fertugsafmælinu. TÍMAMÓT 28 VELJUM ÍSLENSKT Þjóðlegt lostæti og fríkaður fatnaður Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Opið til 21 Til Hollands Sögunni endalausu um Jóhann Berg Guðmunds- son lauk í gær þegar Breiðablik sam- þykkti tilboð frá hollenska liðinu AZ Alkmaar. ÍÞRÓTTIR 42 -1 -2 -3 -2 0 Hægviðri Í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt, víða léttskýjað en annars stöku él. Hiti verður um frostmark. VEÐUR 4 STJÓRNSÝSLA Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins eiga rétt á rúmum tólf milljónum króna í biðlaun næstu sex mánuði, þó þeir sitji áfram á þingi. Þeir fimm ráðherrar sem Fréttablaðið náði sambandi við ætla að þiggja biðlaun. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi við- skiptaráðherra, hefur lýst því yfir að hann afsali sér biðlaunum. Mánaðarlaun ráðherra eru nú 855 þúsund krónur en laun forsætisráðherra 935 þúsund krónur. Af þessum upphæðum er þingfararkaup 520 þúsund krón- ur á mánuði. Ráðherrar eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði, hafi þeir gegnt embætti samfellt í eitt ár. Biðlaunin nema mismuninum á þingfararkaupi og ráðherralaunum. Það eru 335 þúsund krónur á mán- uði hjá óbreyttum ráðherrum, en 415 þúsund hjá forsætisráðherra. Geir H. Haarde á því rétt á tæpum 2,5 milljónum í biðlaun og aðrir ráðherrar flokksins rúmum tveimur milljónum. Samanlagt gera þetta 12,5 milljónir króna. Fréttablaðið hafði samband við ráðherra flokksins og fékk nokk- uð staðlað svar: „Um þetta gilda ákveðnar reglur og gert er ráð fyrir því að ráðherra nýti sér réttindi sín í þessu efni eins og gert hefur verið nær undantekningarlaust um langt árabil.“ Björn Bjarnason sagði: „Í þessu fer ég að lögum eins og öðru“ og Árni Mathiesen: „Venju- lega hefur maður þegið það sem að manni er rétt.“ Þingmenn eiga einnig rétt á þriggja mánaða biðlaunum þegar þeir hætta setu á Alþingi. Gegni þeir öðru starfi á meðan fá þeir þá biðlaun sem nemur mismun laun- aða starfsins og þingfararkaups, þó aldrei þannig að biðlaunin verði hærri en þingfararkaup. Ekki náðist í Geir H. Haar- de, forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar. - kóp Ráðherrar fá tólf milljónir í biðlaun Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þiggja biðlaun næstu sex mánuði. „Venju- lega hefur maður þegið það sem að manni er rétt,“ segir fjármálaráðherra. STJÓRNSÝSLA Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, segir í aðsendri grein í blaðinu í dag að honum hafi þótt óheppilegt að eiga bréf í Landsbankan- um í ljósi stöðu sinnar í ráðu- neytinu. Hann hafi því viljað selja þau og gert það þegar hann hafi verið þess full- viss að upplýs- ingar hans um stöðu bankans gætu ekki haft áhrif á gengi bréfanna, væru þær gerðar opinberar. Þegar hann hafi selt bréfin um miðjan september hafi hann ekki haft meiri neikvæðar upplýsingar um bankann en aðrir á markaði. Sjá síðu 27 Baldur Guðlaugsson: Óheppilegt að eiga í banka LÖGREGLAN Lögreglan beitti pipar- úða á mótmælendur og handtók sex þeirra fyrir utan hótelið Hilt- on Reykjavík Nordica í gær. Þar fór fram móttaka um 300 gesta á málstofu Nató sem hefst í dag. Tveir hinna handteknu höfðu brennt fána Nató fyrir utan hót- elið. Lögreglan var með mikinn við- búnað og varðstjóri hennar segir að brennumennirnir hafi einnig farið yfir öryggislínu lögreglu. Þótt ekki sé bannað að brenna alla fána, sé vissulega bannað að brenna þjóðfána og fána Nató. Að auki kæri lögreglan sig ekki um að fólk kveiki eld. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður treysti sér ekki til að svara því í gærkvöldi hvort sak- næmt væri að brenna fána alþjóða- samtaka. En fordæmi væru fyrir handtökum vegna fánabrennu. Frægt hafi orðið þegar Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson voru dæmdir í Hæstarétti á fjórða áratugnum fyrir að brenna fána nasista, sem hafði verið flaggað á Siglufirði. - kóþ Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur við móttöku Nató í gær: Handteknir fyrir fánabrennu MÓTMÆLI Sex mótmælendur voru handteknir fyrir utan Hilton Reykjavík Nordica hótelið í gær þar sem móttaka Nató var haldin. Upphaflega átti móttakan að fara fram í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu en var flutt á síðustu stundu. BALDUR GUÐLAUGSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNMÁL Enn er óvíst hvort Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hyggst halda áfram störfum sem utan- ríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Fólk í innsta hring yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna vill ekki staðfesta að svo verði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er gert ráð fyrir tíu ráð- herrum í nýrri stjórn, Samfylk- ing og Vinstri græn fái fjóra hvor flokkur og tveir utan þings. Vinstri græn munu ekki gera sérstaka kröfu um að fallið verði frá álversuppbyggingu. Formaður flokksins segist enda efast um að mikið verði um slíka uppbyggingu næstu mánuði. Hann kannist ekki við að hugs- anlega verði kosið í júní, en for- seti Íslands nefndi það sem mögu- leika í viðtali við BBC á mánudag. Þingflokkar VG og Samfylk- ingar funda hvor um sig árla dags og hittast svo klukkan ellefu í Alþingishúsinu. - kóþ, jse / sjá síðu 4 Stjórnarmyndunarviðræður: Enn er óvíst með Ingibjörgu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.