Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 29.01.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 29. janúar 2009 3 Meðan tískuhúsin leita leiða til að skera niður kostnað hefst tímabil tískusýninga í París. En stemningin var ekki beinlínis stórkostleg og kampa- vínið flæddi heldur minna en oft áður. Karl Lagerfeld segir að bling bling tíminn sé lið- inn, pallíettur og kristallar úti. Næststærsta lúxussamsteypa í heimi, Richemont (til dæmis Cartier, Van Cleef & Arpels, Baume & Mercier), ætlar að stytta vinnuvikuna. Hjá Louis Vuitton, svo annað dæmi sé tekið, hefur verðið verið lækk- að um sjö prósent í Japan til að örva söluna sem hefur verið á hraðri niðurleið. Hjá öðrum, eins og Victor og Rolf og Paul & Joe, hefur verðið einfaldlega verið lækkað á öllum vörum. En þrátt fyrir svartnættið heldur tískuhringekjan áfram að snúast og í síðustu viku var herra-tíska næsta vetrar kynnt. Stíllinn er eins misjafn og tísku- húsin eru mörg en almennt verð- ur herra-tískan ansi klassísk næsta vetur, jakkaföt eru lykil- atriði og dökkir litir eru ráðandi. Engin áhætta er tekin og á það sérstaklega við um þá sem eru hjá tískuhúsum sem eru hluti af stórum samsteypum eins og Dior þar sem einungis var notað svart og hvítt, hönnunin döpur. Það var því hressandi að sjá litagleði Yohji Yamamoto þar sem mikið sást af rauðu og ýmis konar munstrum. Einnig voru víðu hnébuxurnar, sem minna helst á buxnapils, frumlegar. Reyndar mátti sjá að Obama- manían sveif yfir vötnum á tísku- sýningunum sem fóru fram sömu viku og forsetaskiptin í Banda- ríkjunum og ég er ekki frá því að fleiri glæsilegar svartar karlfyr- irsætur hafi sýnt í þetta skipt- ið. Hjá Jean-Paul Gaultier voru allar karl- og kvenfyrirsæturnar með afró-hárkollur í anda Jack- son Five, hann sjálfur með ljósa kollu. Reyndar verð ég að viður- kenna að Gaultier virðist vera til í hvað sem er til að vekja á sér athygli og jaðrar það stund- um við fáránleika. Stíllinn var nokkuð Lundúnalegur frá tímum pönks og „New wave“ en ekkert sérstaklega mikið um nýstár- lega hönnun nema helst í barna- fatnaði, sem var nákvæm eftir- líking fatnaðar hinna fullorðnu því Gaultier þolir ekki sérstök barnaföt en vill að drengir og stúlkur séu klædd eins og þeir fullorðnu. Ekki voru þó allir á kreppu- buxunum og Louis Vuitton býður meðal annars upp á krók- ódílsskinnjakka fyrir næsta vetur sem kostar líklega sitt en er almennt með mjög klassískan fatnað, skreyttan með litríkum íþróttaskóm. Athyglisverðustu sýningarn- ar að þessu sinni komu frá Asíu. Wooyoungmi frá Suður-Kóreu og Miharaysuhiro frá Japan létu ímyndunaraflið leika lausum hala og eiga sjálfsagt eftir að vera áberandi á næstu misser- um. bergb75@free.fr Piltar í peningaleit Paul Smith hannar herrafatnað í anda breskra skólastráka og leggur áherslu á fylgihluti. Breski tískuhönnuðurinn Paul Smith hóf hinn breska skólastrák, með tilheyrandi tweed-fatnaði, upp til skýjanna á tískuvikunni í París um síðustu helgi. Línan kom á óvart og þótti jafn- vel duttlungafull þó svo að Smith, sem er þekktur fyrir tilbrigði sín við klassískan stíl, hafi ekki brugð- ið langt út af vananum. Aðsniðnir ullarjakkar, köflóttar buxur og lit- rík smáatriði voru áberandi. Smith lagði sérstaka áherslu á fylgihluti eins og skó og hálstau og sagði það andsvar við fjármála- kreppunni. „Á samdrátt- artímum held ég að fólk reyni að lífga upp á fata- skápinn með fylgihlut- um og eyði frekar í smærri hluti,“ er haft eftir honum á www. yahoo.com. - ve Tweed og skærir litir Smith lagði sérstaka áherslu á fylgihluti eins og skó og hálstau. NORDICPHOTIS/GETTY Appels- ínugult fóðrið sem stingst undan frakkanum gerir gæfu- muninn. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Friendtex leitar af sjálfstæðum sölufulltrúum Nú er tækifærið fyrir duglegt sölufólk sem vill afl a sér auka-tekna. Nýi vörulistinn er kominn á netið. Kíkið á FRIENDTEX.is eða hringið í s: 691-0808 Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum; Jóna María 512 5473 Hugi 512 5447 Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum; Jóna María 512 5473 Hugi 512 5447
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.